Morgunblaðið - 05.03.1985, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 05.03.1985, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985 OMRON AFGRQÐSUIKASSAR I Minni fvrirnöm-meiri yfirsyn" SKRIFSTOMJVFl AR H F. ■nZS^ Hverfisgötu 33 - Slmi 20560 Dale . Carnegie námskeiðiÖ Kynningarfundur veröur haldinn í kvöld, þriöjudaginn 5. mars, kl. 20.30 að Síðu- múla 35, uppi. Allir velkomnir. Námskeiöið getur hjálpað þér: ★ Aö öölast meiri trú á sjálfan þig og hæfileika þína. ★ Aö byggja upp jákvæöara viöhorf gagnvart lífinu. ★ Aö ná betri samvinnu viö starfsfélaga, fjölskyldu og vini. ★ Aö þjálfa minniö á nöfn, ándlit og staö- reyndir. ★ Aö ná betra valdi á sjálfum þér í ræöu- mennsku. ★ Aö eiga auðveldara meö aö hitta nýtt fólk og mæta nýjum verkefnum. ★ Aö veröa hæfari í því aö fá örvandi samvinnu frá öörum. ★ Aö ná meira valdi yfir áhyggjum og kvíöa í daglegu lífi. ★ Aö meta eigin hæfileika og setja þér ný, persónuleg markmiö. ★ Carnegie-námskeiöin eru kennd í 62 löndum og metin til háskólanáms í Bandaríkjunum. Fjárfesting í menntun skilar þér aröi ævilangt. 82411 Einkaleyfi á Islandi STJÓRNUNARSKÓLINN Konráö Adolphsson Þannig komst Larsen í stuð Skák Margeir Pétursson Danski víkingurinn Bent Larsen stóð svo sannarlega fyrir sínu á afmælismóti Skáksambandsins um daginn. Hann vann glæsilegan sigur, hlaut 8 v. af 11 mögulegum, vinningi á undan næstu mönnum. Larsen tapaói engri skák, en þad var samt engin lognmolla yfir tafl- mennsku hans. Larsen hlýtur aö hafa verið að gera að gamni sínu eftir mótið þegar hann var að af- saka rólega taflmennsku sína og mörg jafntefli fyrir blaðamanni Morgunblaðsins, því ef stutta jafn- teflið við Spassky er undanskilið, voru allar skákir hans æsispenn- andi. Eftir svæðamótið í Gausdal í Noregi þar sem Larsen var sleg- inn út úr heimsmeistarakeppn- inni var hann fremur daufur í dálkinn. Því heyrðist jafnvel fleygt að hann hefði í hyggju að hætta að tefla ef illa gengi á mótunum í Reykjavík og Kaup- mannahöfn. Danir voru að von- um slegnir vegna frammistöðu Larsens og Hansens í Gausdal, því þeir ætluðu sér bæði sætin á millisvæöamótinu. Hinn þekkti skákblaðamaður hjá Politiken, Svend Novrup, lauk grein sinni um mótið með þeim orðum að úslitin væru mikið áfall fyrir dönsku skákhreyfinguna og Larsen persónulega, en hann væri þó viss um að Larsen ætti eftir að ná sér á strik, hann hefði áður orðið fyrir miklum áföllll- um. Novrup var sannspár, en tafl- mennska Larsens í tveimur fyrstu umferðunum á afmælis- mótinu var ekki til að hrópa húrra fyrir. Þá tefldi hann við okkur Helga Ólafsson og nú er ég skoða þessar skákir, þegar vopnagnýrinn er hljóðnaður, finnst mér eins og skákgyðjan hljóti að hafa tekið fyrir bæði augun á okkur Helga á úrslita- augnablikum þessara skáka. Gegn Helga tefldi Larsen hol- lenska vörn, sem er ekki sérlega traust byrjun, allra sízt í hönd- um Danans djarfa. Larsen gerði í stuttu máli öll þau grundvall- armistök sem þessi byrjun býður upp á, hann lék mörgum óþörf- um peösleikjum, uns staðan var orðin eins götótt og svissneskur ostur. Helgi tefldi mjög skyn- samlega og þegar við grípum niður í skákina hafði hann plantaö riddurum sínum í tvær verstu holurnar, d5 og g5. Áhorf- endur voru farnir að tala um „vel heppnað Hara-kiri“ hjá Larsen. Svart: Bent Larsen Hvítt: Helgi Ólafsson 32. — Rxg5, 33. fxg5 — Rg4 Eina vonin, annars tapar svartur peðinu á h5. 34. Re7+ — Kf8, 35. Bxg7+? Miklu sterkara var að leika 35. Rc6! strax og svartur er glatað- ur. T.d. 35. - Dxg5, 36. h4! - Dh6, 37. De7+ - Kg8, 38. Dxg7 og vinnur og drottningarfórnin 35. — Bxb2 stoðar ekki heldur: 36. Rxd8 - Bd4+ (37. - Bxa3, 38. h3 er ámóta vonlaust) 37. Kfl — Re3+, 38. Kel - Bc3+, 39. Kf2 - Rg4+, 40. Kfl o.s.frv. 35. — Kxg7, 36. Rxc8 Nú strandar 36. Rc6 á Dxg5 því cl-reiturinn er óvaldaður. 36. Hxc8, 36. Hxa6 Hér var áreiðanlega betra að leika 37. h3 því 37. - Dxg5? gengur ekki vegna 38. Hxg4 — Dcl+, 39. Kh2 - Dxa3, 40. De7+ og hrókur svarts verður skákað- ur af. 37. — Dxg5, 38. Hxd6 — h4! Dæmigert fyrir Larsen, hann blæs til sóknar þegar flestir myndu treysta varnirnar. Sókn er líka bezta vörnin. 39. gxh4 — Dxh4, 40. h3 — Rf6, 41. De5 — Dg5 og þó svarta staöan sé enn mun lakari, hann hefur peði minna, tókst Larsen að hanga á jafntefli um síðir. Þessi skák skipti e.t.v. sköpum fyrir báða keppendur, eins og sjá má, hefði Helgi átt að vinna skákina, en hins vegar varð niðurstaðan sú að Helgi vann enga skák á mótinu, en Larsen tapaði engri. Skákin sem kom okkur Larsen báðum á skrið: Áður en Larsen mætti mér í annarri umferðinni hafi hann teflt biðskákina við Helga og stóð enn verr þegar hún fór aft- ur í bið. Hann tefldi byrjunina heldur ekki sérlega sannfærandi gegn mér, en náði samt að byggja upp þokkalega stöðu. Þegar saxast hafði mikið á tíma beggja keppenda kom upp mjög athyglisverð staöa: Svart: Margeir Pétursson llvítt: Bent Larsen Það er skemmtilegt ójafnvægi í peðastöðunni, en jafnframt er staðan afskaplega vandtefld. Svartur stendur hér vel að vígi og á ýmsa góða möguleika, sem nægja þó ekki til vinnings gegn beztu vörn. Stórkostleg hróks- fórn kemur t.d. vel til greina: 36. - Hxf4!?, 37. Hxf4 - Hxe5, (37. — c3 kemur einnig sterklega til greina, en svartur verður að þráleika eftir: 38. Hfl — Hxe5, 39. Kf2! - Hf5+, 40. Kgl - He5, 41. Kf2?, 38. Kf2 (Ekki 38. Hff3! - c9, 39. Del — c2, 40. Dcl — Hxd5! 41. Hfl — Hdl, og vinnur) og nú á svartur ekkert betra en 39. — Dxd5+, 40. Kf2 - Dc5, 41. Kf3! —Dd5+, með jantefli því 39. - c2? er svarað með 40. Hxe5! og hvítur vinnur. 36. — *5? er og hægfara vegna 37. e6! - f5, 38. Dd2 - b4, 39. d6 - c3, 40. d7 - Hd8, 41. e7 - dxe7, 42. Hxe7 — cxd2, 43. Hxd2 og vinnur. Bent Larsen 36. — h3!? er freistandi, til að veikja hvítu kóngsstöðuna, en sá leikur hefur þann slæma ókost að Hg4 verður gjörsamlega óvirkur eftir 37. g3!. Ég valdi fjórða leikinn sem stóð til boða: 36. — c3, 37. Hxc3! — Hxg2+? Rangt stöðumat í tímahraki. Ég sá vitanlega að ég hafði jafn- tefli í hendi mér með 37. — Dxc3, en vildi nota tækifærið og veikja hvítu kóngsstöðuna. Hins vegar vanmat ég gjörsamlega hin öfl- ugu miðborðspeð hvíts og það kostaði skákina. Eftir 37. — Dxc3, 38. Dxg4 - Dcl+, 39. Hfl - Dc5+, 40. Khl - Dxd5, 41. Dxh4 vinnur svartur alltaf peðið til baka með góðri stöðu: t.d. 41. - Dd3!, 42. Hal - Dd4. 38. Kxg2 — Dxc3, 39. Hf3! — Dc8. svartur teflir ónákvæmt, en sennilega varð taflinu ekki bjargað. 40. 15 — Dc5, 41. De4 — Hc8 Biðleikurinn. Nú er 42. e6 ein- faldast en Larsen fer lengri leið: 42. d6 — Dcl, 43. Kh3! Þarna er hvíti kóngurinn óhultur í skjóli svarta peðsins á h4 — Hc4, 44. De3 — Ddl, 45. e6 - fxe6, 46. Dxe6+ — Kh7, 47. Dg6+ - Kg8,48. De8+ - Kh7,49. Dh5+ — Kg8, 50. f6! og svartur gafst upp. Þar með var Larsen kominn í gang, í næstu umferð malaði hann landa sinn Kurt Hansen. Seinna á mótinu varðist hann kóngssóknum þeirra Jóns L. Árnasonar og Van der Wiels og rúsínan í pylsuendanum var hár- fín stöðuskák gegn Jusupov, sem kallar þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Larsen innsiglaði síðan sigurinn með stórmeist- arajafntefli við Spassky, sem olli öllum miklum vonbrigðum. Heimsmeistarinn fyrrverandi hefði átt að vita að hér uppi á Fróni eru hvorki hræðsla né leti fullnægjandi afsakanir fyrir slíku háttalagi. í næstsíðustu umferðinni náði Jóhann Hjartarson að þjarma mjög að Larsen, en þá sýndi Daninn að hann getur einnig varist af þolinmæði í erfiðri vörn og hélt sínu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.