Morgunblaðið - 05.03.1985, Page 43

Morgunblaðið - 05.03.1985, Page 43
43 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1986 hún hafi farið það sem hún ætlaði sér. Þegar læknar bönnuðu henni að reykja, fékk hún sér smók frammi í skúr, líklega meðfram af því að hún vildi ekki hafa ljótt fyrir ungviðinu á heimilinu. Hún var aldrei stórorð, svo ég heyrði, og þótt hún kenndi ekki ævinlega beint, var þó aldrei unnt að mis- skilja hana. „Það er varla hægt að segja, að hann hafi útlitið með sér,“ sagði hún um einn leiksvein okkar frænda, sem var ákaflega ófríður. Húmor hennar gat átt það til að verða furðu stórkarlalegur af svo penni og fínni dömu að vera. Risastóra silfurskeið, sem allajafna eru notaðar í súpupotta, lagði amma á borð fyrir einn af kunningjum afa, sem á ensku hefði verið kallaður „big-mouth“ í merkingunni orðhákur. Og þegar afi hélt, að tveir litlir frændur hefðu drukknað í vatnsgeymi nágrannasumarbústaðarins (reyndist guðisélof ekki rétt) og hljóp sem fætur toguðu og allur í herðunum að bjarga þeim, þá fékk amma hláturskast. Þótt ég minn- ist ömmu aldrei undir stýri á bif- reið, þá tók hún samt ökuprói á sínum tíma. Við það tækifæri spurði prófdómarinn hana, hvern- ig væru nú með olíur, bensín og vatn á bílnum. „Það, Sóffonías minn, setur maður allt saman í til þess gerð göt,“ svaraði amma með stóískri ró. Amma var sérstaklega góð við okkur barnabörn sin. „Nú ætla ég að galdra," sagði hún, þegar hún sótti góðgæti niður í búr, ellegar inn í skáp að létta okkur bræðrum hversdaginn. Hún las fyrir okkur og þýddi jafnharðan á íslensku sögurnar af Andrési önd, Jóakirn frænda og öllu þessu góða fólki í Andabæ. í túlkun ömmu var And- rés seinheppinn og örgeðja, en þó umfram allt andaktugur og sam- viskusamur. Sjálf las amma að sínu leyti dönsku blöðin og ræddi sumt af efni þeirra yfir kaffibolla. Henni fannst mjög fyndið, að nunnurnar í Landakoti skyldu halda því fram, að þær læsu aldrei dönsku blöðin, en fengju þau að- eins lánuð til þess að skoða mynd- irnar. Hún var skemmtileg blanda af gamalli, íslenskri menningu og út- lendum sið. „Njóttu þess með heill, frændi,“ sagði hún uppúr fornsög- unum, ef ég þakkaði henni fyrir gjöf. En „vel-bekomm“ var við- kvæðið, þegar staðið var upp frá borðum. Þegar fundum bar saman að nýju eftir gleðilega samkomu í fjölskyldunni, sagði amma ófrá- víkjanlega: „tak for sidst," en sú kveðja er hvergi til nema I Dan- mörku. Hún var slíkur stórsnill- ingur í matargerð, að þeir, sem best þekkja til, telja, að dætur hennar, sem þó eru mjög vel lið- tækar í eldhúsi, muni aldrei ná meistarahandbragðinu alveg, og mega þó vel við una. Hún plantaði mörgum tegundum af trjám kringum sumarbústaðinn og á haustin tíndi hún af mikilli kost- gæfni rifsið af trjánum og bjó til sélí, og menn hafa ekki bragðað annað eins siðan hérna megin Alpafjalla. Amma fór stundum uppábúin að vitja um Siggu systur sína vest- ur á Hólavallagötu. Þá voru fínar kaffidrykkjur með sérríi og kúltí- veruðu tali um menn og málefni fyrir vestan. Hún var falleg og myndarleg, og sópaði að henni á íslenska búningnum. „Ég held þú ættir að vera kjur fyrir vestan, Gunni minn,“ hvísl- aði hún að mér upp úr veikindun- um á túnaslætti árið sem hún varð áttræð. Hana hefur líklega minnt, að Börson sæti í Búðardal. Fagurrar dótturumhyggju og hlýrrar sonartryggðar naut hún til hinstu stundar. Áður en hún lagðist sína löngu banalegu, átti hún lengi heimili hjá Elísabetu, dóttur sinni, og manni hennar, Júlíusi P. Guðjónssyni. Mörg síðustu árin urðu henni þung í skauti. Alvarleg og erfið meinsemd hafði lengi staðið í vegi fyrir lífsgleði hennar og hamlað starfsþreki. Nú viljum við þakka í Jesú nafni, að hvíldin er komin, hvíldin heila og holla frá allri þraut um leið og við felum góðum Guði þakkarefnin hennar hjarta- grónu, fyrir það sem lífið færði henni af gleði, barnaláni og gæfu. Gjafaranum alls góðs felum við svo þakklæti okkar og hennar til elskulegs eiginmanns, systkina, foreldra og barna fyrir allt það, sem þau reyndust henni. Megi gagnkvæmar þakkir okkar allra fyrir það, sem Guð gaf okkur að njóta saman bera yfir skugga tregans og sveipast birtu þeirra fyrirheita, sem við eigum öll sam- an í helgu vori, þar sem allt er nú 13.30. Anna Margrét Ólafsdóttir, Magðalena Ólatsdóttir, Jóhannes Ólafsson, orðið nýtt, og þar sem vina mín er að eilífu heil og blessuð og sæl í nafni Jesú Krists, sem fyrir þig er dáinn og fyrir þig er upprisinn og geymir þig og gleður að eilífu. Gunnar Björnsson Ólafur Þ. Jónsson, Árni Jónsson, Ingveldur Valdimarsdóttir, Regina Helgadóttir og barnabörn. Önnur platan hefði nægt Hljóm- plotur Sigurður Sverrisson Ýmsir listamenn The Mosl Beautiful Love Songs RCA/Skífan Nokkru fyrir jólin sendi RCA frá sér tvöfalt albúm, sem hafði að geyma fallegustu ástarsöngv- ana að því er sagði utan á plötu- umslaginu. Auðvitað er alltaf álitamál hvaða lög eru fallegri en önnur og ég er eiginlega á því að fjöldi laga í þessu safni eigi hreint ekki heima undir þessum titli. Það gerir safnið í sjálfu sér ekkert verra en þegar upp er staðið finnst manni titillinn dá- lítið tvíeggjaður. Alls eru lögin á þessum tveim- ur plötum 28 talsins og óneitan- lega er sterkasti partur þeirra Motown-hlutinn, þar sem lista- menn á borð við Lionel Richie, Michael Jackson, Marvin Gaye, Stevie Wonder, Diönu Ross og Smokey Robinson fara á kostum. Lög þessara aðila eru tvímæla- laust það sem heldur safninu uppi þótt aðrir eigi vissulega eitt og eitt gott lag. Svo aftur sé vikið að heiti plöt- unnar er það tvíeggjað þótt ekki sé dýpra i árinni tekið. Aðeins fjögur plötufyrirtæki leggja til efni í safnið og þar er hlutur Motown langsamlega stærstur. Til þess að einhver plata, safn öllu heldur, geti borið slíkan titil með rentu þarf að vanda miklu meira til valsins. Þrátt fyrir að meirihluti laganna sé hinn ágæt- asti eru þarna lög, sem eiga lítið erindi á safnplötu með ofan- greindum titli. Aðeins tvö laganna i safninu geta talist vera nýleg, hin eru öll meira og minna komin til ára sinna. Auðvitað geta gömul lög staðið fyrir sínu engu síður en ný en ég held ég megi fullyrða, að í flestum tilvikum þar sem um gömul lög er að ræða hefði mátt finna yngri og betri lög með viðkomandi listamönnum. Maður getur eiginlega ekki var- ist þeirri hugsun, að útgefandinn hafi verið kominn í hálfgert lagaþrot þegar önnur platan hafði verið fyllt. Safnið hefði komið betur út á einni plötu með helmingi færri lögum. f^iSy Mör%Möd meó einni áskrifi! Kransar, kistuskreytingar t Eiginkona min, FRÍDA ÓLAFSDÓTTIR, Austurbrún 31, veröur jarðsungin frá Fossvogskapellu miövikudaginn 6. mars kl. 15.00. Þeir sem vilja minnast hennar er bent á liknarfélög. Pétur Sfmonarson. Frændi okkar, t STEFÁN SIGURGEIRSSON, veröur jarösunginn frá Frikirkjunni i Reykjavik, fimmtudaginn 7. mars kl. 15.00. Ásta, Gróa og Stella Eyjólfsdætur, Friögeir Eyjólfsson. t Eiginmaöur minn, BJARNI JÓHANNESSON, rakarameistari, lést aö morgni sunnudagsins 3. mars. Fyrir hönd vandamanna, Marfa Holgadóttir. t Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SIGTRYGGSDÓTTIR fré Flatey ó Skjólfanda, Grænatungu 8, Kópavogi, veröur jarösett frá Fossvogskirkju miövikudaginn 6. mars kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Hjúkrunarheimilið Sunnuhliö i Kópavogi. Börn, tongdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóöir og amma, BJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR fré Hellissandi, sfðast til heimilis aó Framnesvegi 32, verður jarösungin frá DómkTkjunni miövikudaginn 6. mars kl. Eins og þú veist, þá hefur dollarinn styrkt mjög stöðu sína undanfarna mánuði. Þetta hefur leitt til verðlækkunar sænsku krónunnar, og þar með gert okkur mögulegt að bjóða Volvo-bíla á enn lægra verði. Volvosalurinn er opinn alla virka daga frá kl. 9.00 til 18.00, og á laugardögum frá kl. 13.00 til 17.00. SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200 GSA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.