Morgunblaðið - 05.03.1985, Side 48

Morgunblaðið - 05.03.1985, Side 48
48 MORGUNBLÁÐIt), ÞRIDJUOAGUR 5. MAR2 1985 ffclk f ffréttum Bæring Elísson, fyrrum bóndi í Bjarnarhöfn Par mánaðarins? Boy George heitir sá t.v. á myndinni og má þekkja hann á margra kílómetra færi, „vinur“ hans til hægri hefur ekki verið nafngreindur, en þetta glæsi- lega par mátti sjá „spásserandi" á Piccadilly Cirkus kvöld eitt fyrir skömmu, eftir að hlýna tók dálítið í Lundúnum og næturlífið að færast í sitt fyrra líf- lega horf. Grunur lék á, að „vinurinn" væri karlkyns, en þó treysti enginn sér til að slá því föstu. En hafi verið ætlunin hjá George að hneyksla, sem þó er alls ekki víst, þá tókst það varla, því fólk er hætt að kippa sér upp við uppátæki hans... Efsta myndin mun vera af tjöl- skyldunni í Lúx- us-lífi og þau leika Eygló, Linda og Jónas. Síðan kemur Kindin og táning- urinn, Elsa og Jóna og neðst þorrablótlslend- inga í Lux nú í febr. sl. þar sem leikfélagið Spuní sýndi leikþáttinn Lúxus-ltf. Aþorrablóti íslendinga sem haldið var í Lux- emborg nú í febrúar sl., frumsýndi leikklúbburinn „Spuni“ leikþáttinn Lúxus-líf. Þessi grínþáttur fjallar öðrum þræði um lífið og tilveruna hjá íslendingum búsettum í Luxemborg og um gestakomur frá ís- landi. Þá má geta þess að „Spuni“ hefur starfað í nokkur ár og sl. ár setti hópurinn upp barnaleikrit eftir Pétur Gunnarsson undir stjórn Þórunnar Sigurðardóttur. Þá sýndu þau m.a. f París, á torginu fyrir framan Pompidou-safnið. Á stefnuskrá er að setja á svið leikrit nú með vorinu sem gæfi ieikhópn- um e.t.v. möguleika á að koma heim og sýna land- anum það. „Lúxus-líf‘ í Luxem- borg Bæring Elísson, fyrr- um bóndi í Bjarnar- höfn á Snæfellsnesi, hefur ver- ið starfsamur um dagana. í Bjarnarhöfn rak hann eitt umfangsmesta bú á 1 Snæfellsnesi og eftir að hann flutti til Stykkishólms hafði hann búskap og var m.a. verkstjóri hrepps- ins en nú hefur sonur hans, Högni, tekið við því starfi. Bæring og kona hans, Áróra Friðriksdóttir, búa í hjarta Stykkishólms, á Borg, en það hús lét Ágúst Þórar- insson kaupmaður byggja á sínum tíma. Bæring verður 86 ára í • vor og er enn hinn hress- asti. Slúðursérfræðingar urðu fyrir vonbrigðum Allar vangaveltur um að Brooke Shields og Anthony Delon væru eitthvað að bralla saman í einkalífinu fengu sannkallað logn undir báða vængi ef við leyfum okkur að laga orðatiltækið góða að aðstæðum. Það var álit slúðursérfræðinga að eitthvað væri í gangi á umræddum bæjum, og var þess beðið í ofvæni að bæði færu í skíðafrí til Gstaadt. Nú er það skíðafrí um garð gengið, Brooke og Anthony fóru bæði til Gstaadt og renndu sér á skíðum, einkum Brooke, Tony var meira á stjái er rökkva tók. En aldrei hittust þau, það fullyrða þeir sem hafa ekkert betra að gera en fylgjast með þessu fræga fólki. Sum sé, ekkert ævintýri Brooke hress og sæt í snjónum Allir syngja nú saman ... Það svífur mikil vinátta yfir vötnunum hjá Jermain Jack- son, bróður Michaels Jackson, annars vegar og Piu Zadoru hins vegar. Pia er nýlega komin heim af heilsuhæli eftir barnsfæðing- una, tágrönn og spengileg, og hef- ur nú sungið „dúett" með Jermain, sem ætlunin er að slái rækilega í gegn. Til að fylgja lagi sínu eftir hafa þau látið gera myndsegul- bandsupptöku af flutningi lagsins þar sem Jermain að sögn lemur gítarstrengi og og Pia dansar og syngur af krafti fremur klæðlítið innan um mótorhjól og harða karla. Þau fylgdust saman með kvikmyndahátíð i Frakklandi fyrir skömmu og þá var þessi mynd tekin af þeim, í sleða í snjónumí frönsku Ölpunum. Er hér heldur friðsamlegra og ró- legra heldur en á umræddu mynd- segulbandi. Ekki fer enn sögum af vinsældum myndsnældunnar og lagsins góða, en ýmsir hafa orðið til þess að stinga upp á því, að ef Pia hefði viljað slá í gegn hefði verið nær að vinna lag í samvinnu við Michael Jackson ...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.