Morgunblaðið - 05.03.1985, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 05.03.1985, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985 55 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA • 10100 KL. 11-12 I FRÁ MÁNUDEGI 1 TIL FÖSTUDAGS t i\t m Eftirminnilegt Jökulskvöld Ragnheiður Jónsdóttir skrifar: Laugardaginn 19. janúar síð- astliðinn var samkoma í félags- heimilinu Ýdölum í Aðaldal og fyrir henni stóð Umf. Mývetning- ur í Mývatnssveit. Það sem fór þar fram var kynning á verkum Jökuls Jakobssonar, nefnt „Jökulskvöld". Bókmenntakynning þessi hafði áð- ur verið flutt á síðastliðnu vori í Skjólbrekku í Mývatnssveit og einnig þar kvöldið áður en hún var flutt í Ýdölum. Kynningin hófst með því, að Sveinn Einarsson fyrrv. leikhússtjóri flutti erindi um lífsferil og ritstörf Jökuls. Síð- an var samlestur eða leiklestur, fyrsti þáttur leikritsins „Klukku- strengir". Þar á eftir var lesin smásagan „ Revuar Nicolai". Síðasti hluti dagskrárinnar var leikritið „Afmæli í kirkjugarðin- um“. Skemmst er af því að segja, að þó þarna væru einungis áhuga- menn að verki, en ekki lærðir leik- arar, var flutningur alls efnisins með þeim ágætum, að ekki er rétt að þess sé hvergi að neinu getið. Leikritið „Klukkustrengir" var skrifað að tilhlutan Leikfélags Akureyrar og frumflutt af því á Akureyri en hefur verið sýnt víðar en þar. Það gerist í miðlungs stóru bæjarfélagi þar sem flestir vita allt um alla og ef þeir vita það ekki, þá geta þeir sér til um það. Allt sem er aðkomið og óþekkt verður íbúum bæjarfélagsins kærkomið viðfangsefni til orðs og æðis. Hér var horfið frá hefð- bundnu leikformi eins og áður var sagt, en notað annað form, ein- faldara í meðförum. Samlestur eða leiklestur er að vissu leiti vandmeðfarinn, þar sem hann gef- ur ekki sömu möguleika til tján- ingar eins og sviðsett leikrit, en öllu var skilað með ágætum af þeim sem með hann fóru, en þau voru sjö talsins. Sagan Revuar Nicolai greinir frá nokkrum ævistundum í lífi gamallar konu sem gefa þó sýn yfir lífsferil heillar fjölskyldu. Sagan er snilldarverk og i með- förum upplesara jók hún gildi sitt. Leikritið „Afmæli í kirkjugarð- inum“ var þó e.t.v. það sem skildi mest eftir. Það mun ekki mikið þekkt, samt hefur það verið leikið í útvarp, en frumflutningur á sviði var á bókmenntakynningu þessari í Skjólbrekku á siðastliðnu vori. Þar segir frá tveimur Jónum „Jón“ og „Hinn Jón“, sem vinna við hirð- ingu á kirkjugarði í Reykjavík, einnig frá vel fullorðinni konu sem heimsækir gröf látins eiginmanns þrisvar í viku og situr þá gjarnan þar með handavinnu sína. En ein- mitt þennan dag hafði hinn látni átt afmæli. Þetta er í senn meinfyndið og djúpalvarlegt verk. Ekki er ætlunin að tíunda frammistöðu einstaklinga því þar mátti vart á milli sjá, en segja verður þó, að persónan „Hinn Jón“ hafi orðið eftirminnilegust. Ein- stæðingsskapur og umkomuleysi þessa Jóns var sýndur af hófsemi og nærgætni og á þann hátt að engum duldist, að þrátt fyrir allt hélt þessi auðnuleysingi sinni mannlegu reisn. Of oft hafa þeir sem fara með hlutverk af þessum toga, fallið I þá freistni að undirstrika per- sónuieikann með kækjum — ræsk- ingum — hummi og þessháttar, sem nær ekki öðru en því, að gera persónuna afkáralega, en hér var slíku sleppt. Þegar Umf. Mývetningur réðst í að kynna verk Jökuls Jakobssonar snéru forráðamenn félagsins sér til aðstandenda skáldsins og báðu þá um að benda á einhvern þann sem þeir treystu til að flytja er- indi um æfi hans og störf. Þeir óskuðu eftir að Sveinn Einarsson yrði fenginn til þess, þar sem þeir Jökull hefðu verið vinir frá æsku Jökull Jakobsson og samstarfsmenn á fullorðinsár- um. Erindi Sveins var svo sem vænta mátti fróðlegt og skemmti- legt, samið af næmum skilningi, þekkingu og vinarhlýju. Það er mikil uppörvun fyrir fólk út um landsbyggðina að fá slíkan mann sem Svein Einarsson til hjálpar og samvinnu, þegar ráðist er í svo viðamikið verkefni sem þessa bókmenntakynningu. Sveinn sýndi ungmennafélaginu mikia velvild og heiður með sínu fram- lagi og sparaði þar hvorki tíma né fyrirhöfn. Þá er ekki minna vert um þá viðurkenningu sem hann með þessu sýndi því menningarlífi sem reynt er að halda uppi um hinar dreifðu byggðir landsins, en alltof fáir gefa gaum. Um langt árabil hafa ýmis fé- lagasamtök í sveitum og bæjum verið öðru hvoru að koma á kynn- ingu á verkum skálda okkar. Sjaldan hefur heyrst af því að þær uppfærslur hafi verið fengnar til flutnings innan skólanna. Slíkar kynningar gætu þó veitt skólafólki meiri þekkingu og innsýn og vakið meiri áhuga, en margar langar kennslustundir. Þess væri óskandi að sú starf- semi sem félagasamtök á lands- byggðinni hafa haldið uppi á þessu sviði geti áfram haldið sínu lífi og reisn og almenningur sýni í verki, að hann kunni að meta það menn- ingarframlag og njóta þess. t Eigum nú nokkrar notaðar tölvuvogir með eða án miðaprentara. Gott verd — Greiðslukjör Seljast í ábyrgð sem nýjar. Plnsl.us liF Bíldshöfða 10,110 Rvk., sími 82655. TÖLVU COBOL MARKMIÐ Tilgangur þessa námskeiðs er að kenna undirstöðuatriði við forritun í COBOL. Farið er í helstu skipanir forritunarmálsins og þær útskýrðar. Meginupptaka námskeiðsins verður í formi verkefna og að námskeiði loknu eiga menn að vera færir um að leysa eigin verkefni. Lilja telur of mikið fyrir unglinga að borga 18 kr. í strætisvagnana. Af hinu og þessu Lilja skrifar: Kæri Velvakandi. Mig langaði til að koma eftir- töldu á framfæri: Sjónvarpið mætti gjarnan sýna Dallas aftur. Ég er ekki sammála því að sýna eigi sálarflækjur, kínverskar myndir eða annað þvíumlíkt á föstudags og laugardagskvöldum. Fólk vill sjá eitthvað almennilegt þá. Og hvað með eina tónleika með Wham? Þá vil ég þakka útvarpinu, rás 1, fyrir útvarpssöguna Grant skip- stjóri. Hún er mjög skemmtileg. Svo finnst mér að krakkar á aldr- inum 12 til 15 ára ættu að greiða unglingafargjald í strætó. Það er alltof dýrt að borga 18 krónur, unglingar hafa ekki efni á því. Og Wham-aðdáendur! Hvar eruð þið á fimmtudögum? Þið eigið að sitja við símann og koma ykkar hljóm- sveit á listann hjá rás 2. EFNI: Skipulagning forrita. — Uppbygging á skrám. — Skráar- vinnsla. — Valmyndafræði. — Forritunarmálið COBOL. Verk- efni. ÞÁTTTAKENDUR: Námskeiðið er ætlað þeim er vilja læra forritun í COBOL. Enskukunnátta nauðsynleg og einhver þekking á tölvum/- tölvuvinnsla er æskileg. LEIÐBEINANDI: Guðjón Ingi Gestsson kerfisfræöingur. Starfaöi áður hjá Reiknistofnun Hí, en starfar nú sem kerfisfor- ritari hjá E.J. Skúlasyni hf. TÍMI: 11.—16. mars, kl. 9—13, samtals 20 klst. Við kennsluna verður notuð bókin „A simplified quiede to structured Cobol programming" eftir McCracken, sem þátt- takendur fá til eignar að námskeiðinu loknu. TILKYNNIÐ ÞATTTÖKU í SÍMA 82930. STJÓRNUNARFÉLAG ISIANDS UMÚLA 23 1182930

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.