Morgunblaðið - 05.03.1985, Page 59

Morgunblaðið - 05.03.1985, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985 59 Merki Norður- landaráðs MERKI Norðurlandaráðs, sem nú er notað í fyrsta sinn á þingi ráðsins. Tákn þjóðanna átta, sem aðild eiga að ráðinu. Steingrímur Hermannsson: Atli Dam lögmaður Færeyja og Jonathan Motzfeldt formaður landsstjórnar Grænlands. Samvinna verði aukin á sviði hátækni, upplýs- inga og hugvits „ÞAÐ ER skoðun mín, að mikilvægara verði með hverju ári að hinar norrænu þjóðir efli samstarf sitt á sviði efnahags- og atvinnumála,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra m.a. í ræðu sinni á þingi Norð- urlandaráðs í gær. Um þetta sagði Steingrímur ennfremur: „í löndum okkar hefur tekist að skapa lífskjör, sem eru með því besta sem þekkist í heiminum. Þetta hefur verið gert á grundvelli hefðbundinna atvinnugreina. Þær hafa vissulega þróast ört og jafn- vel náð meiri framleiðni og full- komnun í öðrum löndum. f flest- um slikum greinum eru nú hins vegar vaxtarmöguleikar að mestu nýttir. Svo er í landbúnaði, sjávar- útvegi og mörgum greinum hins hefðbundna iðnaðar, eins og t.d. í skipasmiði, stáliðnaði o.fl. Þetta er síður en svo einsdæmi um Norðurlöndin. Sömu sögu er að segja í öllum hinum vestræna heimi, og reyndar allstaðar þar sem þjóðarframleiðsla hefur verið einna mest á undanförnum árum. Þjóðirnar leita því nýrra vaxtar- möguleika og á grundvelli nýrrar, háþróaðrar tækni hafa þeir opnast hver af öðrum og jafnvel meiri en nokkurn gat órað fyrir. Á sviði hins nýja hátækni- og upplýsingaiðnaðar skara tvær þjóðir framúr, Japanir og Banda- ríkjamenn. í grein sem nýlega birtist í hinu þekkta tímariti Eco- nomist, var því haldið fram, að Evrópa hefði þegar dregist svo langt aftur úr á þessum sviðum, að álfan nálgaðist það að teljast til vanþróaðra landa. Fyrir þessu voru færð mörg tðluleg rök og því haldið fram, að bilið mundi breikka jafnt og þétt, ef markvisst og skipulagt átak yrði ekki þegar gert. Á Norðurlöndunum er að minu mati að ýmsu leyti mjög góður grundvöllur fyrir hinn nýja iðnað. Almennt mennta- og menning- arstig er hátt, jafnvel með því hæsta í heimi. Fólkið er viður- kennt sem dugmikið og útsjónar- samt. Tekist hefur að skapa al- menna velferð þannig að örbirgð og fátækt eru ekki almennt vanda- mál. Viðurkennt er og staðfest, að hinar nýju iðngreinar þróast og dafna best í slíku andrúmslofti og í litlum einingum. Það veldur hins vegar nokkrum erfiðleikum, að markaðurinn heima fyrir er lítill. Þótt samstarf á ýmsum hefð- bundnum sviðum atvinnulífs geti verið æskilegt, vil ég leggja áherslu á hin nýju svið hátækni, upplýsinga og hugvits, og legg áherslu á, að Norðurlandaráð stuðli að auknu samstarfi á þeim sviðum." Krlendir þingfulltrúar koma til Þjóóleikhússins. Annar frá hægri er Kaare Willoch forsætisráðherra Noregs. Eiöur Guðnason, formaður menningarmálanefndar: Nordsat ekki að en málinu verði í almennum umræðum á þingi Norðurlandaráðs benti Eiður Guðnason, formaður menningarmálanefndar Norðurlandaráðs, i, að vegna þeirrar málsmeðferðar sem „Nordsat" hefur fengið muni íslenskir sjónvarpsáhorf- endur horfa á sjónvarpsútsendingar í gegnum gervihnetti frá V-Þýzkalandi, Hollandi, írlandi og Ítalíu, áður en samnorræn gervihnattaútsending verður að veruleika. Hann hvatti til þess að málinu yrði haldið vakandi í framtíðinni þó það fengi ekki afgreiðslu á þessu þingi. Hugmyndin hafi verið góð og verði það áfram. í máli hans kom fram að nauð- synlegt væri að auka fjárframlög til samnorrænna menningarmála. „Það vantar peninga, ekki hug- myndir," sagði Eiður. í fyrsta lagi stóraukið fjár- framlag til Norræna menning- armálasjóðsins. Nýtt átak og ráðstafanir i samvinnu alþýðu- fólks og æskulýðs. Aukin áhersla á samvinnu fjölmiðla. Ekki ein- göngu á tæknisviði heldur einnig á dreifingu efnis. Þá mætti ræða aukna samvinnu Norðurlanda í kvikmyndun, bæði innan og utan Norðurlanda, og auknum fjár- framlögum til þeirra mála. Auka bæri samvinnu um menn- ingarmál landanna á vestursvæð- inu og þeirra, sem eiga lönd að og við Norðurheimskautsbaug og þá sérstaklega með samband Græn- lands við hin Norðurlöndin í huga. Samvinna á sviði rannsókna hefur dregið að sér athygli eftir að rannsóknarráði hefur verið komið á. En hraða ber uppbyggingu þess og auka fjárveitingar fyrir nám- skeið og styrki til vísindamanna. Á sviði menntamála má nefna sameiginlegann vinnumarkað fyrir kennara, samræmd háskóla- próf og háskólagráður og sam- ræmi í norrænum kennslugögnum og kennsluáætlunum. Mikilvægt er að auka tungumálaskilning milli landanna og áætlun um nem- endaskipti ætti að vera hægt að veruleika í bráð haldið vakandi Eiður Guðnason framkvæma. Ráðstefna um þau mál verður haldin á vegum menn- ingarmálanefndarinnar næsta haust. Þegar um atvinnuaukningu í framtíðinni er að ræða ætti mik- ilvægi menningarmála að aukast. Á sviði tölvutækni er nauðsynlegt að þróa sérstakt kerfi, sem hjálp- artæki við kennslu fyrir norrænar aðstæður. Áhersla á þróun norrænnar menningarsamvinnu verður jafn- vel að fylgja eftir með þjóðlegum, svæðisbundnum og staðbundnum áætlunum. Ennfremur sagði hann, „Ég er neyddur til að nefna tvö önnur mál, sem koma norrænni sam- vinnu við. Eins og kunnugt er, er 75% af útflutningi okkar sjávaraf- urðir, tilvist okkar sem þjóðar byggir á fiskveiðum. Þess vegna höfum við áhyggjur þegar ein samstarfsþjóð okkar hér í norðri, vissulega eins og mörg önnur lönd, hefur rekið sjávarútveg sinn með auknum ríkisstyrk." ,.Það er Noregur sem ég á við. Ég veit að í Noregi segja menn að hér sé eingöngu um svæöispólitik að ræða, en okkar menn í fisk- iðnaði eru mjög áhyggjufullir yfir þesssari þróun. Samkeppni er góð, en hún verður að byggja á sama grundvelli. Við getum aldrei styrkt okkar sjávarútveg, en ef þið haldið því áfram leiðir það til versnandi lifskjara fyrir okkur.“ „í öðru lagi nefni ég hval- og selveiðar, sem hafa í mörg hundr- uð ár verið mikilvægur þáttur í efnahags- og menningarlífi Nor- egs, Grænlands, Færeyja og ís- lands. í þessum málum hafa ný sjónarmið komið fram á síðustu árum. Fólk sem lítið eða ekkert þekkir til lífsins og menningar á norðlægum slóðum, en virðast hafa nægt fé, hefur ráðist að þess- um atvinnugreinum. Og beitir því, sem mætti kalla efnahagslegri skemmdarstarfsemi. Við búum í hrjóstrugum löndum, og við reyn- um að halda uppi fullri atvinnu. í skjóli náttúruverndar vinna þessir hópar að því að skapa atvinnuleysi á svæðum í norðri sem ekki geta snúið sér að neinu öðru en nýtingu þeirra náttúruauðlinda sem þar er að finna. Góður málstaður nátt- úruverndar hefur verið misnotað- ur á örlagaríkan hátt. Við höfum látið þetta viðgangast og næstum því ekki sagt neitt.“ „Nú er vissulega kominn tími til að Norðmenn, Færeyingar, Græn- lendingar og íslendingar samein- ist um að verja sig og hagsmuni sína, sameinist til að verja þennan þátt menningarlífsins gegn áhlaupi öfgasamtaka. Samein- umst um að gera grein fyrir okkar máli, leggjum fram rök byggð á skynsemi með stuðningi af vís- indalegum staðreyndum. Látum ekki öfgahópa einoka umræðurn- ar. Vinnum að því að þeir sem búa í norðlæga hluta landanna geti óhindrað nýtt þær náttúruauð- lindir sem þar finnast, nýtt þær í samræmi við eðlileg náttúru- verndarsjónarmið. Fáum við ekki að nýta þær auðlindir sem eru fyrir hendi, verður ekki mögulegt að halda nyrsta hluta Norður- landa í byggð.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.