Morgunblaðið - 05.03.1985, Page 60

Morgunblaðið - 05.03.1985, Page 60
ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Ríkissaksóknari: „Þráin að komast á sjó heitstrengingum sterkari" Á fjölmennum fundi í Sjómanna- félagi Eyjafjarðar fór fram leyni- leg atkvæðagreiðsla. Mikil óánægja kom fram með samninginn og sam- þykktu fundarmenn nánast sam- hljóða að hafna tilmælum um frestun verkfalls. í Siglufirði var fundi um samkomulagið frestað og því ekki róið þaðan. RLR rannsaki kaffibauna vid - — Skipstjórinn á Pelagusi aftur kominn til Vestmannaeyja Vegtmannaeyjum, 4. mars. „ÉG HÉT l*VÍ með sjálfum mér eftir slysið að fara aldrei aftur á sjóinn, en ég er og hef alltaf verið sjómaður og þráin eftir því að komast aftur til sjós blundaði alltaf í undirmeðvitund minni og varð fljótlega öllum heitstreng- ingum yfirsterkari. Ég var fjóra mánuði í landi eftir slysið, mest vegna meiðsla á fæti sem ég hlaut þegar ég var dreginn í land. Síðan gerðist ég skipstjóri á togara í Norðursjónum og þá var ég í sex mánuði kennari við sjómannaskóla." Þetta sagði Brys Gustaaf skip- stjóri á belgíska togaranum Henri Jeanine frá Ostende, en hann var skipstjóri á öðrum belg- ískum togara, Pelagus, sem þann 21. janúar 1982 strandaði austan á nýja hrauninu á Heimaey í samtali við fréttaritara Mbl. Hann kom að þessu sinni til Vest- mannaeyja til að koma mikið sjúkum skipverja undir læknis- hendur hér á sjúkrahúsinu. Þennan örlagaríka dag, þegar Pelagus strandaði, voru aðstæður á strandstað mjög slæmar, hvass álandsvindur og mikið brim við grýtta ströndina. Sex mönnum var bjargað við illan leik á land úr togaranum en tveir skipverjar drukknuðu. Þá fórust tveir ungir Morjfunbladiö/SÍRurþíeir Brys Gustaaf skipstjóri í brúnni á skipi sínu, Henri Jeanine. björgunarmenn úr Eyjum, læknir og sveitarforingi Hjálparsveitar skáta í Eyjum, þegar þeir voru að reyna að bjarga nauðstöddum mönnum úr skipinu. Brys Gust- aaf skipstjóri var hætt kominn þegar verið var að draga hann til iands úr skipinu í björgunarstól, línan festist og varð að skera stólinn lausan og sjódraga skip- stjórann í gegnum brimskaflinn á þurrt. Nú þremur árum eftir þetta hörmulega slys var Brys Gustaaf aftur kominn til Vestmannaeyja. Sagði hann að þetta væri fyrsti túrinn á fslandsmið eftir Pelag- us-strandið. Hann sagði enn- fremur að allir sjómennirnir sem hefðu bjargast hefðu haldið áfram sjómennsku og einn þeirra væri með honum á Henri Jeanine, þó ekki í þessum túr. — hkj. Á fundi í Neskaupstað var sam- komulagið fellt með 20 atkvæðum gegn 18 og einn seðill var auður. Á Eskifirði greiddu 28 atkvæði gegn samkomulaginu, en 3 sögðu já, einn seðill var auður og einn óútfylltur. Helstu ákvæði samkomulagsins eru þau, að kauptrygging hækkar í 27 þúsund krónur. Lífeyrisgreiðsl- ur af launum skulu samræmdar og örorku- og dánarbætur hækkaðar. Fæðispeningar hækka um 25%. Hækki laun hjá fiskiöj ufólki eftir 1. maí, hækkar kauptrygging til samræmis. Samningurinn gildir til áramóta 1986/87 og er uppsegjan- legur með mánaðar fyrirvara. Verði honum ekki sagt upp fram- lengist hann um hálft ár með sama uppsagnarfresti. Sjá viðtöl við deiluaðila, sem tek- in voru eftir undirskrift sam- komulagsins í gærdag, á bls. 4. skipti SÍS RÍKISSAKSÓKNAKI hefur lagt fyrir Kannsóknarlögreglu ríkisins að hefja opinbera rannsókn á „kaffibaunamálinu", sem svo hefur verið nefnt, inn- flutningi Sambands íslenzkra samvinnufélaga á kaffibaunum frá Brazilíu í gegnum Nordisk Andelsforbund, innkaupasamband samvinnufélaga á Norð- urlöndum. Rannsóknin beinist meðal annars að hugsanlegum fjársvikum og gjaldeyrisbrotum. Umfangsmikil rannsókn á veg- um skattrannsóknarstjóra og gjaldeyrisdeildar Seðlabankans fór fram á bókhaldi SÍS og dótt- urfyrirtækisins, Kaffibrennslu Akureyrar. í Ijós kom að Sambandið fram- vísaði reikningum án þess afslátt- ar, sem sölufyrirtæki í Brazilíu veitti, þegar fengnar voru gjald- eyrisyfirfærslur til að borga fyrir Lögreglan hefur afskipti af ólög- legu hundahaldi LÍÍGREGLIINNI í Reykjavík hafa borist 14 erindi frá Heilbrigðiseftir- liti Reykjavíkur þar sem farið er fram á afskipti lögreglunnar vegna ólöglegs hundahalds í borginni. I þcssum tilfellum hafa viðkomandi hundaeigendur látið undir höfuð leggjast að sækja um undanþágu til borgaryfirvalda eins og lög gera ráð fyrir, en frestur til að sækja um und- anþágu rann út hinn 9. febrúar sl. Oddur Hjartarson hjá Heil- brigðiseftirlitinu sagði í samtali við Mbl. að vitað væri um ákveðna staði þar sem hundar væru án til- skilinna leyfa. í slíkum tilfellum væri málið afhent lögreglunni og kæra borin fram. Samkvæmt reglugerðinni eru hundarnir tekn- ir frá eigendum og komið fyrir í hundageymslu, en eigendur fá tækifæri til að 'eysa hundinn út innan 10 daga. Eigandinn verður þá að sækja um leyfi til borgaryf- irvalda og greiða áfallinn kostnað við toku hundsins og geymslu. Ef hann hirðir hins vegar ekki um að ganga frá sínum málum innan þess frests verður viðkomandi hundi lógað. kaffið. Yfirfært var fyrir samtals um 16 milljónir dollara, jafnvirði um 650 milljónum íslenzkra króna, en raunverulegar greiðslur vegna afsláttar voru um 10 xh milljón dollarar. Mismunurinn hafnaði í sjóðum SÍS en var endurgreiddur að mestu leyti til Kaffibrennslu Akureyrar þegar rannsókn málsins var hafin. Viðskiptin annaðist skrifstofa Sambandsins í Lundúnum. Brazil- íska fyrirtækið veitti afslátt, en eftir á. Þegar til að mynda kaffi var keypt fyrir 200 dollara, þá var hluti þess veittur í afslátt eða bón- us, sem kom til frádráttar við næstu kaffikaup SÍS. Samkvæmt heimildum Mbl. skortir enn veru- lega á, að forráðamenn SlS hafi gert haldbæra grein fyrir því fé, sem veitt var í afslátt. Sjómannasamningar: ALLIR DANSA KONGA Þaó var glatt á hjalla þegar félagar í æskulýðssamtökum norrænu stjórnmálaflokkanna komu saman á Naustinu á sunnudagskvöldið. Allir dönsuðu konga með Guðmund Ingólfsson hljóðfæraleikara í broddi fylkingar. Næstur honum er Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra sem flutti ræðu. Þá má sjá Erlend Krist- jánsson, Geir Haarde og Sighvat Björgvinsson. Samkomulagið mætir víða mikilli andstöðu sjómanna MIKIL andstaða er meðal sjómanna gegn samkomulagi Sjómannasam- bands íslands og Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna. Samningarnir voru felldir í Neskaupstað og á Eski- firði. f Eyjafirði, á Suðurnesjum og Skagaströnd var tilmælum samninga- nefndar Sjómannasambandsins um frestun verkfalls hafnað, en fram fór leynileg atkvæðagreiðsla um sam- komulagið. í Siglufirði var fundi frestað. Á fundum í Keykjavík og Hafnarfirði var samþykkt að fresta verkfalli frá miðnætti þar til úrslit leynilegrar atkvæðagreiðslu liggja fyrir og standa þannig á bak við ákvörðun samninganefndarinnar um frestun verkfalls. Einnig samþykkti samninganefnd Sjómannasambands- ins að atkvæði skyldu talin úr einum potti, fyrir utan Austfirði, þar sem samkomulagið kom til atkvæða- greiðslu í hinum cinstöku félögum. Á fundi í Verkalýðs- og sjó- mannafélagi Keflavíkur og ná- grennis í gærkvöldi var mikil and- staða gegn samningunum og voru uppi háværar raddir um að at- kvæði skyldu talin heima í héraði og ekki yrði tekið tillit til óska samninganefndar Sjómannasam- bandsins um sameiginlega talningu á öllu landinu. Þó var samþykkt að vera með í sameiginlegri talningu, en tilmæl- um samninganefndarinnar um frestun verkfalls á miðnætti var hafnað. Samþykkt var að afhenda Sjómannasambandinu ekki at- kvæði fundarmanna fyrr en allir netabátar, sem lagt hefðu net í verkfalli, hefðu tekið upp net sín. Á fundi á Skagaströnd fór fram leynileg atkvæðagreiðsla um sam- komulagið, en fram kom mikil óánægja meðal sjómanna, sem höfnuðu tilmælum Sjómannasam- bandsins um frestun verkfalls frá miðnætti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.