Morgunblaðið - 11.04.1985, Síða 1
64 SÍÐUR B/C
81. tbl. 72. árg.
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Kjarnorkuvopnamál:
Eldflaugatillögu
hafnað en funda-
höld framundan
Brtawl, WukiBftoo, Moekvu, 10. apriL AP.
UTANRÍKISRÁÐHERRA Holiands sagði í dag eftir þriggja klukku-
stunda vióræóur vió Gromyko, utanríkisráóherra Sovétríkjanna, aó í
þeim hefói ekkert nýtt komió fram. Shultz, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, og Gromyko ætla að hittast í Vín 14. maí nk. Fjórir banda-
rískir þingmenn hittu í dag Gorbachev aó máli í Moskvu.
Hans van den Broek, utanrík-
isráðherra Hollands, átti í dag
þriggja klukkustunda langar
viðræður við Gromyko, utanrík-
isráðherra Sovétríkjanna, og var
við því búist, að þar yrði lagt
fast að Hollendingum að hætta
við að setja upp meðaldrægar
eldflaugar í landinu. Að viðræð-
unum loknum sagði van den
Broek, að Sovétmenn hefðu ekk-
ert nýtt fram að færa og að stað-
ið yrði við fyrri ákvarðanir um
uppsetninguna. Flestir leiðtoga
NATO í Vestur-Evrópu hafa
hafnað tillögu Gorbachevs, leið-
toga Sovétmanna, og sagði t.d.
talsmaður vestur-þýsku stjórn-
arinnar, að tillagan væri i raun
ekki um annað en að Sovétmenn
hefðu að jafnaði tíu sinnum
fleiri eldflaugar i Evrópu en
vestræn ríki.
Embættismenn í bandaríska
utanríkisráðuneytinu skýrðu frá
því í dag, að þegar Sovétmenn
hefðu síðast ákveðið að hætta
uppsetningu eldflauga, frá því í
mars 1982 til nóvembers 1983,
hefði sá tími vefið notaður til að
koma fyrir 70 SS-20-eldflaugum
með 210 kjarnaoddum. Fram-
kvæmdir, sem nú stæðu yfir við
ný eldflaugastæði, bentu einnig
til, að fyrirhugað væri að fjölga
flaugunum enn frá því, sem nú
er.
Skýrt var frá því í Washington
og Moskvu i dag, að þeir utanrík-
isráðherrarnir Shultz og Grom-
yko muni eiga með sér fund í Vín
14. maí nk. Að sögn bandarískra
embættismanna munu afvopn-
unarmálin verða ofarlega á
baugi en ekki aðeins þau heldur
einnig Afganistan og mannrétt-
indamál. Fjórir bandarískir
þingmenn með Thomas P.
O’Neill í broddi fylkingar áttu í
dag nærri fjögurra klukku-
stunda fund með Gorbachev í
Moskvu og færðu honum bréf frá
Reagan, Bandaríkjaforseta. Að
fundinum loknum sagði O’NeiIl,
að skipst hefði verið á skoðunum
en augljóslega væri ekki að
vænta neinna stefnubreytinga
hjá Sovétmönnum.
AP/Símamynd
A KREMLARFUNDI
Thomas P. O’Neill, forseti bandarísku fulltrúadeildarinnar, með Mikhail S. Gorbachev, leiðtoga Sovétmanna. Á milli
þeirra stendur sovéskur túlkur.
Danmörk:
Verkfallsmenn hóta
„stjórnlausu landi“
— en Schluter segir ekki stafkrók verða breytt í lögunum
K.upm.nn.bofn, 10. april. AP.
TUGÞÚSUNDIR manna söfnuð- sinni, að ekki yrði stafkrók
ust saman á mótmælafundi fyrir breytt í lögunum um vinnudeil-
urnar. Þeir róttækustu meðal
verkfallsmanna hóta hins vegar
að gera Danmörku að „stjóm-
framan danska þjóðþingið í dag
en Poul Schliiter, forsætisráð-
herra, ítrekaði það enn einu
lausu landi“ þar til þeir hafa
fengið vilja sínum framgengt.
Sakharov-vitnaleiðslurnar í Lundúnum:
Hugrekki Sakharovs er lýsandi
fordæmi sem ekki mun gleymast
sagði Simon Wiesenthal við vitnaleiðslurnar
Lowlon, 10. aprfl. Prá GuOmundi Mannúnnyni,
Mannréttindi hafa ekki aukist (
Sovétríkjunum á þeim áratug sem
liðinn er frá því Helsinki-sáttmál-
inn var undirritaður. Á sumum
sviðum hefur ástandið versnað.
Þetta kom fram í erindum sérfræð-
inga og framburði útlægra sov-
éskra andófsmanna við Hmmtu al-
þjóðlegu Sakharov-vitnaleiðslurn-
ar, sem hófust í Lundúnum í morg-
un.
Efrem Yankelevich, sem er
tengdasonur eiginkonu Andreis
Sakharov, greindi frá því í upp-
hafi vitnaleiðslnanna í morgun,
að Sakharov hefði uppi áform
um að segja sig úr vísindaaka-
demíu Sovétríkjanna og kynni að
gera það eftir einn mánuð. Sæti í
vísindaakademíunni er mesta
virðing sem sovéskum vísinda-
manni getur hlotnast og fylgja
því margs konar forréttindi. Ef
Sakharov segir sig úr akademí-
unni verður hann fyrsti vísinda-
maðurinn sem það gerir. „Áform
Sakharovs sýna að vonleysi hef-
ur heltekið hann og hann sér
blaðamanni Mbl.
ekki fram á bjartari tíma,“ sagði
dr. Allan Wynn, sem stjórnar
vitnaleiðslunum.
Simon Wiesenthal, sem kunn-
ur er fyrir leit sína að stríðs-
glæpamönnum nasista, flutti
ávarp við setningu vitnaleiðsln-
anna. Hann sagði að Sovét-
stjórnin lifði í þeirri von að hinn
frjálsi heimur mundi gleyma
Sakharov og konu hans, Yelenu
Bonner. Þar skjátlaðist stjórninni
hins vegar hrapallega. Hugrekki
Sakharovs væri mönnum um
heim allan lýsandi fordæmi og
hann mundi ekki gleymast.
Átakanlegasti viðburður
vitnaleiðslnanna i dag var fram-
Simon Wiesenthal, sem frægur er
nasista, ásamt Efrem Yankelevich
fimmtu Sakharov-vitnaleiðslnanna
AP/Simamynd
fyrir leit sína að stríðsglæpamönnum
tengdasyni Sakharovs, við setningu
í Lundúnum í gær.
burður Victors Davidov, 29 ára
gamals sagnfræðings, sem í rösk
þrjú ár sætti meðferð á geð-
veikrahæli vegna pólitískra
skoðana sinna. Sovéskir geð-
læknar héldu því fram að David-
ov þjáðist af geðklofa og gáfu
honum inn geðlyf, sem ollu
margs konar ofskynjunum. „Ég
hafði heyrt um þessi hæli, en
þau reyndust hundrað sinnum
verri en ég ímyndaði mér. Tilvist
þeirra hefur vakið með mér efa-
semdir um manninn sem siðferð-
isveru," sagði hann.
Sovésku útlagarnir lögðu á
það þunga áherslu að athygli
fjölmiðla og almennings í hinum
frjálsa heimi hefði úrslitaþýð-
ingu fyrir örlög andófsmanna i
Sovétrikjunum.
Fjölmörgum andófsmönnum
hefði verið sleppt úr fangelsum,
vinnubúðum og af geðveikrahæl-
um vegna áskorana frá mann-
réttindasamtökum á Vestur-
löndum og umfjöllunar vest-
rænna fjölmiðla.
Sjá: „Sovélmenn etluAu
■Idrei__“ á bls. 22.
„Stjórnin mun ekki hopa á hæl
í þessu máli,“ sagði Schlúter í
viðtali við danska útvarpið í dag
og varaði jafnframt landa sína
við að trúa því, að einhverju yrði
komið til leiðar með því að slita
sundur lögin í landinu. Að sögn
útvarpsins söfnuðust um 100.000
manns saman úti fyrir Krist-
jánsborgarhöll og um 25.000
komu saman í Árósum. Umferð-
artruflanir voru víða miklar f
Kaupmannahöfn og annars stað-
ar þar sem verkfallsmenn lokuðu
akbrautum og sömu sögu var að
segja um ferjuferðir, sem sums
staðar lögðust niður.
Flest stærstu verkalýðssam-
bðndin hafa hvatt fólk til að láta
af mótmælum og hverfa aftur til
vinnu sinnar en róttækir menn
innan verkalýðshreyfingarinnar,
þeir, sem standa vinstra megin
við jafnaðarmenn, skora á fólk
að halda aðgerðunum áfram.
„Við munum ekki gefast upp fyrr
en Schlúter hefur hrökklast frá,“
sagði Jan Andersen, sem er úr
flokki kommúnista og einn
frammámanna vinstri manna i
verkalýðshreyfingunni. Aðrir
skoðanabræður hans hafa heitið
því að gera Danmörku að
„stjórnlausu landi" þar til
stjórnin afturkallaði lögin um
vinnudeilurnar.
Schlúter og stjórn hans segja,
að sú aðhaldssemi, sem að sé
stefnt með lögunum, muni verða
til að auka atvinnu í Danmörku,
lækka verðbólguna enn frekar og
síðast en ekki síst, að greiðslu-
jöfnuður þjóðarinnar muni
verða hagstæður árið 1989, í
fyrsta sinn í rúma tvo áratugi.