Morgunblaðið - 11.04.1985, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1985
Höggmyndin „Hug-sjón“
flutt suður í galvaníseringu
NÚ í vikunni var farið með myndverkið Hug-sjón eftir Ragnhildi
Stefánsdóttur myndhöggvara í galvaníseringu til fyrirt*kisins Stálvers
á Ártúnshöfða, en Ragnhildur hefur unnið verkið í Járnblendiverk-
smiðjunni á Grundartanga og unnið það í sérstaka járnsteypu blandaða
kísilryki.
Verk þetta er unnið fyrir sýn-
ingu Myndhöggvarafélagsins sem
hefst á Kjarvalsstöðum um helg-
ina. Hún hefur unnið að þessu
verki jafnhliða öðru verki uppi á
Grundartanga, en það er verkið
Tyrkja-Gudda, sem hún er að
vinna fyrir Vestmanneyinga.
Um hugmyndina að verkinu
Hug-sjón, sagði Ragnhildur í
samtali við Morgunblaðið: „Þetta
er búr sem vill ekki vera búr, það
teygir sig, berst um og vill breyta
sér í eitthvað annað, svona
kannski eins og manneskja sem
reynir að losa sig við þau höft sem
hún hefur sjálf."
Unnið hefur verið að tilraunum
með þessa kísiljárnsteypu uppi á
Grundartanga undanfarna mán-
uði og frétti Ragnhildur af því og
ákvað að prófa þetta efni. Hún
sagði að mjög gott væri að vinna
með það, hún yrði eins og leir og
væri mjög þurr. Þá væru í steyp-
unni járntrefjar, sem gerðu áferð-
ina skemmtilega hrjúfa og svo
væri styrkur þessarar steypu
mjög mikill, sem gerði það að
verkum að ekki þyrfti að steypa
verk í brons, en það væri mun
dýrara.
Ragnhildur Stefánsdóttir lauk
prófi frá Myndlista- og handíða-
skóla Islands fyrir þremur árum
og er á leið til Bandaríkjanna til
frekara náms.
Ljósmyndina tók Friðþjófur
Helgason Ijósmyndari Morgun-
blaðsins í vikunni á Vesturlands-
veginum er vörubíll frá ÞÞÞ á
Akranesi flutti verkið niður á Ár-
túnshöfða, en það er um það bil
3 Vz metri á hæð.
Bjórfrumvarpið afgreitt úr nefnd í dag:
Meirihluti nefndar
hlynntur bjórnum
Rætt um 5 % hámarksstyrkleika
FASTLEGA er gert ráð fyrir að alls-
herjarnefnd neðri deildar Alþingis
afgreiði bjórfrumvarpið á fundi sín-
um árdegis í dag, og samkvæmt upp-
lýsingum formanns nefndarinnar,
dr. Gunnars G. Schram, er líklegt að
það verði meirihluti fyrir samþykkt
frumvarpsins í allsherjarnefnd.
Gunnar sagði að enn væri alveg
eftir að ganga frá frumvarpinu og
skrifa nefndarálit. Ekki myndi
iiggja fyrir með hvaða hætti mælt
yrði með að bruggun og sala áfengs
öls yrði leyfð hér á landi fyrr en
nefndarálit hefði verið samið. Þó
sagöi Gunnar að til umræðu hefði
komið hvort ætti aö setja í lögin
hámarksstyrkleika og þá hefði tal-
an 5% verið rædd, en það og annaö
væri enn ófrágengið.
Aðspurður hvort hann teldi að
hægt yrði að afgreiða þetta frum-
varp frá Alþingi á þessu þingi sagði
Gunnar: „Ef menn hafa áhuga á að
afgreiða frumvarpið, þá verður það
hægt. Það þarf ekki að taka nema
örfáa daga að afgreiða frumvarpið
frá neðri deild. Fyrsta umræða þar
er búin og önnur umræða þarf ekki
að taka nema einn dag.“
Gunnar sagðist ekki telja að
þingmenn myndu reyna að þæfa
málið, þegar það væri komið úr
nefnd.
Sjómenn á Vestfjörðum:
Verkföllin breiðast út
REIKNAÐ er með að sáttafundur I deilu ísfirskra sjómanna og útvegsmanna
á Vestfjörðum verði haldinn öðru hvoru megin við næstu helgi, að sögn
Guðlaugs Þorvaldssonar, ríkissáttasemjara.
„Ríkissáttasemjari hefur ekkert
að gera hingað vestur ef útgerð-
armenn eru ekki reiðubúnir til við-
ræðna á okkar grundvelli," sagði
Sigurður Ólafsson, formaður Sjó-
mannafélags Isfirðinga, I samtali
við blm. Morgunblaösins.
Verkfallið, sem hófst í raun fyrir
páska, er lítil áhrif farin aö hafa á
atvinnulíf á ísafirði. Einhver fiskur
mun hafa borist þangað frá ná-
grannabyggðunum.
Verkalýðsfélagið á Þingeyri hef-
ur boðað verkfall sjómanna frá 17.
apríl næstkomandi og síðdegis I
gær átti ríkissáttasemjari von á
verkfallsboðun frá Flateyri, sem
væntanlega tekur gildi daginn eftir
að verkfall hefst á Þingeyri.
„Óforsvaranlegt að
sleppa seiðunum“
— segir Gylfi Pálsson formaður Landssambands stangarveiðimanna
„VIÐ teljum óforsvaranlegt að sleppa
seióum úr stöó þar sem nýrnaveiki
hefur komið upp, þrátt fyrir aó sýkin
hafi komið upp áður í öðrum stöðvum,
því hugsanlegt er að sýkt seiði villist í
önnur vatnasvæði,“ sagði Gylfi Páls-
son, formaður Landssambands stang-
arveiðifclaga, í samtali við blaöamann
Mbl. er hann var spurður um skoðan-
ir stangveiðimanna á aðgerðum til út-
rýmingar nýrnaveiki úr Laxeldisstöð
ríkisins í Kollafirði.
„Línuhraðall jafnstórt stökk
og kóbalt-tækið fyrir 15 árumu
— segir Þórarinn Sveinsson yfiriæknir krabbameinsdeildar á Landspítalanum
Lionsmenn á íslandi munu
standa að landssöfnun dagana 12.
til 14. aprfl nk. með sölu á „Rauðu
fjöðrinni". Að þessu sinni verður
söfnunarfénu varið til kaupa á
línuhraðli, sem er geislalækn-
ingartæki og er ætlaður staður í
K-byggingu Landspítalans.
Af því tilefni hafði Mbl. sam-
band við Þórarin Sveinsson, yfir-
lækni á Krabbameinslækninga-
deild Landspítalans, og bað hann
að segja lítillega frá eiginleikum
tækisins og hverju það kæmi til
með að breyta við geislalækn-
ingar hér á landi.
„Breytingin sem verður á
geislalækningum með línuhraðli
er jafnstórt stökk og þegar kob-
alttækið kom hingað fyrir 15 ár-
um. Kobalt er geislavirkt efni,
sem gefur frá sér röntgengeislun,
en orkan er föst og óumbreytan-
leg. Með línuhraðli er hægt að
auka styrkleika röntgengeislans
eftir þvf hversu innarlega í líkam-
anum æxlið liggur og þá stendur
valið um tvö orkustig. Vilji maður
hins vegar beina geislanum að
æxli, sem liggur grunnt, allt frá
einum cm til sex undir húð, þá er
hægt pð taka út geisla, sem el-
ektrónur og velja á milli 5 orku-
þrepa. Geislinn sem línuhraðall
gefur frá sér er auk þess öðruvísi
í laginu og eru öll ytri mörk með-
ferðarsvæðisins skarpari og er því
hægt að gefa hærri geisla-
skammta nálægt viðkvæmun líf-
færum eins og t.d. auga eða
mænu. Þetta eðli geislans hefur i
væru greind 700 ný krabbameins-
tilfelli á ári og ef það er margfald-
að með meðalævilengd þá væru
það 52.500 tilfelli á hverja meðal-
ævi Islendings. Væri reiknað
áfram meö um 230 þús. íbúum i
landinu án aukinnar tfðni sjúk-
dómsins þýddi það að 4 til 5 hver
Islendingur fengi krabbamein. I
dag er áætlað að hægt sé að lækna
milli 40—50% krabbameinssjúkl-
inga, ef aðstæður eru góðar, en
það eru um 20 þús. tslendingar á
ári. Með línuhraðli væri stigið
stórt skref í þá átt.
„Forsenda þess að hægt var að
fá tækið hingað til landsins er sú
að yfirstjórn mannvirkjagerðar á
Landspítalalóð tók þá ákvörðun
að hefja byggingu þess hluta
K-byggingar þar sem tækinu er
ætlaður staður, en byrjað var að
kanna það mál 1979. Vegna
sterkra geisla þarf að sérhanna
húsnæði fyrir línuhraðalinn og er
stefnt að því að hægt verði að
taka á móti fyrstu sjúklingunum
1988. Hingaö til höfum við sent
sjúklinga héðan í meðferð erlend-
is, en í framtfðinni munum við
ekki sætta okkúr við lakari þjón-
ustu né árangur hér á landi. Við
höfum alla þekkingu til þess í
landinu að standa öðrum þjóðum
jafnfætis ef ekki framar á þessu
sviði,“ sagði Þórarinn að lokum.
Sjá fylgiblað B um lands-
söfnun Lions-manna
Þórarinn Sveinsson, yfirlæknir.
för með sér að aukaverkanir á
heilbrigðan vef, sem liggur ná-
lægt æxlinu, minnka verulega. I
sem stystu máli má segja að með
linuhraðli minnki aukaverkanir
sem fylgja geislalækningum, um
leið og tækið gerir mögulegt að
bæta árangur meðferðar vegna
aukinnar nákvæmni og þar af
leiðandi hærri geislaskammta f
æxlisvefinn."
Þórarinn benti á að hér á landi
Línuhraðall eins og sá sem safnað verður fyrir.
Eins og fram hefur komið kom
nýrnaveiki upp í stöðinni fyrr í vet-
ur og hefur fisksjúkdómanefnd gert
tillögur til landbúnaðarráðherra
um að öllum fiski í stöðinni verði
slátrað. Ráðherra hefur hinsvegar
ekki gefið út hvað gert verði en
komið hefur til tals, ekki síst meðal
fiskeldismanna, að sleppa seiðunum
f hafbeit og sótthreinsa síðan stöð-
ina.
„Stjórn Landssambandsins hélt
fund með veiðimálastjóra og sér-
fræðingi fisksjúkdómanefndar fyrr
f vetur og lýstum við þá yfír
áhyggjum okkar vegna þess dráttar
sem verið hefur á aðgerðum gegn
nýrnaveikinni í Kollafjarðarstöð-
inni,“ sagði Gylfi. „Við sögðum sem
svo: Það er vitað og yfirlýst að laxar
úr Kollafjarðarstöðinni hafa gengið
í ár nánast um allt land, eða allt frá
Lagarfljóti, suður um land og vest-
ur til Súgandafjarðar. Við teljum
óforsvaranlegt að sleppa seiðum úr
stöð þar scm þessi sýki hefur komið
upp, þrátt fyrir að hún hafi komið
upp áður f öðrum stöðvum, því
hugsanlegt er að sýkt seiði villist
upp í önnur vatnasvæði.
Þá er nauðsynlegt að það komi
fram að það hefur ekki verið stað-
fest að nýrnaveiki sé f villtum laxi í
ám á Islandi," sagði Gylfi ennfrem-
ur, og ályktanir um að svo kunni að
vera eru órökstuddar tilgátur. Með-
an svo er teljum við ekki forsvar-
anlegt að sleppa seiðum sem kunna
að vera sýkt af svo alvarlegum
sjúkdómi í hafbeit."
Landsfundur settur í dag:
Allir full-
trúar koma
LANDSFUNDUR Sjálfstæðisflokks-
ins verður settur í Laugardalshöll kl.
17.30 í dag. Rétt til setu á fundinum
eiga 1189 fulltrúar og síðdegis í gær
höfðu allir fulltrúarnir tilkynnt fund-
arsókn sína, en að sögn Kjartans
Gunnarssonar, framkvæmdastjóra
Sjálfstæðisflokksins, hefur slíkt
aldrei gerst áður.
Kjartan sagði að á landsfundin-
um 1983 hefðu 1099 fulltrúar átt
rétt til fundarsetu, en 1091 hefðu
greitt atkvæði i formannskjöri.