Morgunblaðið - 11.04.1985, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1986
£
„Þetta skiptir
mig engu máli“
— segir Erró um gagnrýni ísraelsmanna
á myndina „Beirut"
„ÞETTA skiptir mig engu máli enda er efnið í myndina ekki frá mér
komið, heldur tekið upp úr ýmsum blöðum. Ég sendi þeim aðra mynd
um leíð og ég frétti um þetta,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, Erró,
listmálari í París í samtali við blaðamann Mbl. en sendiráð fsraels í
París mótmælti sýningu á málverki hans „Beirut“, sem verið hefur á
Biennalinum, alþjóðlegri listaverkasýningu í París, þar sem þeir töldu
að í henni fælist gyðingahatur.
Erró sagði að fyrir miðjum að-
alsýningarsalnum væru 6 póli-
tískar myndir frá honum með
efni frá ýmsum löndum. fsraels-
mennirnir hefðu m.a. verið við-
kvæmir fyrir því að sjá skop-
mýnd af Begin í nasistabúningi
sitjandi á hnjám Hitlers í um-
ræddu málverki. Sagðist hann
hafa heyrt að sendiráð fsraels
hefði fengið mörg hundruð mót-
mælabréf út af þessu en hann
hefði hins vegar ekkert frétt fyrr
en allt var að verða afstaðið og
sent þeim nýja mynd um leið.
Það hefði ekki tekið nema hálf-
tíma. „Ég hefði tekið myndina
strax niður hefði ég vitað hvað
var á seiði," sagði Erró.
Erró sagði að „Beirut" hefði
verið sýnd hér heima á listahátíð
og enginn hefði amast við henni
þá. Hann sagðist jafnframt hafa
heyrt að einhver læti væru í
Englandi út af annarri mynd
sinni sem fjallaði um Falklands-
eyjastríðið en vissi ekki nánar
um það. Sagði að þetta skipti sig
engu máli, hann væri ekki höf-
undur þessara skopmynda og
væri núna að vinna að allt öðr-
um hlutum.
Matthías Bjarnason, heilbrigðisráðherra:
Engar tillögur borist um
fjárveitingar vegna AIÐS
„ÞESSI mál heyra alfarió undir land-
lækni og hann hefur engar tillögur
gert um fjárveitingar til þessa“, sagði
Matthías Bjarnason heilbrigðisrið-
herra, er hann var spurður, hvort
stjórnvöld hefðu í huga að veita fjár-
munum til fyrirbyggjandi aðgerða og
rannsókna á sjúkdómnum AIDS,
áunninni ónæmisbæklun.
Matthías sagði ennfremur, að
aðrar þjóðir, þar sem sjúkdómsins
hefði orðið vart, hefðu varið mikl-
um peningum í rannsóknir og að
vitaskuld nytum við góðs af þeim.
Hann sagði síðan: „Við erum bless-
unarlega lausir við þennan sjúk-
dóm. Það hefur aðeins orðið vart
við eitt tilfelli, sem sagt hefur verið
frá i blöðum, og það er ekki hættu-
legt. Þá tel ég að erfitt sé að hafa
eftirlit með þessu. Við höfum enga
skrá yfir þá sem eru í mestri
hættu. Það er reynt að fara eins
varlega og unnt er i blóðgjöfum en
það verður ekki sett upp nein stór
rannsóknastofnun vegna þess hér-
lendis. Við notfærum okkur það
sem hefur verið rannsakað annars
staðar."
Dalvík:
Atvinnulífið
tók fjörkipp
Itahík, 10. ■fríL
EFTIR uppihald f fiskvinnslu á
Dalvík yfir páskadagana tók at-
vinnulífið að nýju fjörkipp með því
að togarinn Björgúlfur landaði ann-
an dag páska 123 tonnum af karfa og
grálúöu. Þann sama dag kom togar-
inn Baldur inn með 40—50 tonn af
þorski og rækjutogarinn Dalborg 25
tonn af rækju. t dag er verið aö
landa úr togaranum Björgvin 150
tonnum af karfa. Fréttarítarar
4 Færey-
ingarí
landhelginni
FJÖGUR færeysk línuskip voru að
veiðum í íslenzku fiskveiðilögsög-
unni síðastliðinn þriðjudag sam-
kvæmt upplýsingum Landhelgis-
gæzlunnar. Voru þau á miðunum
undan Suðausturlandi.
Færeyingum hefur nú verið út-
hlutað 4.250 lestum af bolfiski hér
við land, en það er helmingur þess,
sem þeir máttu veiða hér við land
á siðasta ári. Þá máttu þeir veiða
8.500 lestir, þar af 2.000 lestir af
þorski. Stjórnvöld hafa ákveðið að
bíða með úthlutun frekara afla-
magns þar til ljóst er með hvaða
hætti loðnuveiðar verða á næstu
vertíð.
Alls hafa verið gefin út leyfi
fyrir 21 færeyskt línuskip til veiða
hér við land og jafnmarga hand-
færabáta.___ _____
Happdrætti DAS:
Aðalvinn-
ingurinn kom á
óseldan miða
Aðalvinningur í happdrætti DAS á
síðasta happdrættisári kom á miða
númmer 14773 í aðalumboði, en sá
miði var óseldur allt árið. Vinningur-
inn var íbúð í vernduðu húsnæði,
sem DAS er að reisa ( Garðabæ og
er eingöngu ætlað fyrir aldraða og
öryrkja.
„Við hefðum helst kosið að vinn-
ingurinn hefði farið til einhvers,
sem hefði getað notið hans,“ sagði
Baldvin Jónsson. „En þetta hús-
næði er eingöngu fyrir aldraða eða
öryrkja. Aðrir mega ekki búa
þarna og hefðu orðið að selja íbúð-
ina.“
Vinningnum hefur verið skilað
aftur og engin endanleg ákvörðun
hefur verið tekin um hvort hann
verði boðinn sem aukavinningur á
næsta ári.
Kópavogur:
Ekið á fimm-
tuga konu
TÆPLEGA fimmtug kona slasaðist al-
varlega í fyrradag þegar hún varð fyrír
bifreið á Alfhólsvegi í Kópavogi. Hún
var flutt á slysadeild og síðar á gjör-
gæsludeild Borgarspítalans. þar sem
hún er enn
Konat var að ganga suður yfir
Álfhólsveg við Bröttubrekkn um
klukkan 16 í t'yrradag er hún varð
fyrir fólksbifreið sem ekið var aust-
ur Álfhólsveg. Konan er talin al-
varlega slösuð Lögreglan i Kópa-
vogi biður vitni að atburðinum aö
gefa sig fram.
Dun-let
kraftakjarninn
normal
Þrisvarsinnummýkra • Þrisvar sinnum auöveldara
■=vvv
Ein tappafylli af Dun-let kraftkjarna gef-
ur þrefalt meiri mýkt og ferskleika en
sama magn af venjulegu Dun-let.
í hverjum dropa er nefnilega þrefalt meiri mýkt og fersk-
leiki. Flaskan er þrefalt minni — og þess vegna þrefalt
léttari aö bera, geyma og skammta úr.
Með Dun-let kraftkjarna er þrisvar sinnum auðveldara aö
fá þvottinn dúnmjúkan og ilmandi en meö venjulegu
Dun-let.
af raf magnar f ljótt og örugglega