Morgunblaðið - 11.04.1985, Síða 18

Morgunblaðið - 11.04.1985, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR11. APRÍL 1985 Umbætur í þjóðmálum — eftirJónas Elíasson, prófessor í þessari grein eru hugleiðingar um ýmsar umbætur í islenskum þjóðmálum. Það er trú höfundar að samtíma umbætur á ýmsum sviðum skapi svigrúm svo barátt- an við hinn eilífa efnahagsvanda fari loks að bera árangur. Pólitísk stöönun síðasta áratugar Fólk finnur nú mikið fyrir því að stjórnkerfið og stjórnmálaum- ræðan hefur staðnað. Umræðan á Alþingi hefur að mestu snúist um sömu atriðin síðastliðin 15 ár. Þar hefur hver rlkisstjórnin á fætur annarri farið fram með sömu bjargáðin til handa atvinnuvegun- um og sömu meðulin gegn verð- bólgunni. Þar á móti hefur stjórn- arandstaðan yfirboðið ríkisstjórn- ina, heimtað sterkari verðbólgu- meðul og meiri ríkisstyrki til at- vinnuveganna. Stjórnarstefnan hefur með öðrum orðum verið að viðhalda ríkjandi kerfi og í fram- kvæmd þessarar stefnu hefur stjórnarandstaðan gengið harðast fram. í 15 ár hefur engin nýsköp- un orðið í íslensku atvinnulífi sem rekja má til ákvörðunar Alþingis beint eða óbeint og þessu eru Is- lendingar óvanir. Við höfum byggt á gömlum hugmyndum og gamalli tækni og lagt allar byrðarnar á gömlu atvinnuvegina. Þeir fá ekki lengur risið undir þunganum svo nú er mál að linni. Fólk er löngu hætt að sjá nokkurn mun á stjórn eða stjórnarandstöðu, stjórnmála- flokkum eða stjórnmálamönnum yfirleitt. Fleiri verkefni til sveitarfélaganna Ríkisstjórnin og ríkisstofnan- irnar hafa sankað að sér alltof miklu valdi, valdi, sem ríkið hvorki kann að beita eða virðist hafa styrk og stefnufestu til að nota með árangri. Vald, og jafn- framt aðgerðarleysi ríkisvaldsins er ótrúlegt á flestum sviðum þjóð- lífsins. Má líkja þessu við skák þar sem ríkið er með margfalt vald á hverjum reit og yfirburðastöðu en er samt að tapa skákinni vegna sífelldra afleikja. Áhrifamesta valddreifingin er að færa meiri verkefni til sveitarfélaganna. Nærtækustu verkefnin er þjón- usta ríkisins við almenning, verk- efni sem sveitarfélögin deila með ríkinu en gætu haft á sínum hönd- um að langmestu leyti. Viðamestu verkefnin á þessu sviði eru almannafræðslan og heilsugæslan. Þessi verkefni geta sveitarfélögin annast. Þau geta tekið við öllum skólum nema Há- skólanum og nokkrum sérskólum og öllum sjúkrahúsum nema Landspítalanum og ýmsum minni sérstofnunum. Viðkomandi stofn- anir og starfsmenn þeirra mundu flytjast frá ríkinu til sveitarfélag- anna sem aftur gætu falið félaga- samtökum reksturinn ef þau vildu. Rikisstarfsmönnuin mundi þannig fækka og jafnvel opinberum starfsmönnum í heild. Sveitar- stjórnirnar yrðu formlegir yfir- menn yfir rekstrinum, svo ákvarð- anir yrðu teknar í nánd þeirra sem þjónustunnar njóta og þeirra sem við hana vinna og kæmi þessi skipan í stað „samræmdrar" ákvarðanatöku á miðstýringar- skrifstofu ríkisins. Þessi flutning- ur ákvarðanatökunnar er árangur MASCOT NÝJA TÖLVUVOGIN FRÁ ISHIDA Viö aö vigta þaö sem fer frá verksmiöjunni. Mascot tölvuvogin sameinar bæði tæknilega fullkomnun og lágt verö. Vogargeta ann- aö hvort 66 eöa 155 kg. VOGIN ER LÖGGILT Viö aö vigta uppskeruna. PIíisLos lil* Bíldshöföa 10, sími 82655. valddreifingarinnar og tilgangur þess að flytja umræddar stofnanir frá ríkinu til sveitarfélaganna. Það er ekkert víst að þessi aðgerð spari eitt eða neitt þegar til lengri tíma er litið. Enda komust við ekkert áfram í umbótum ef aldrei má neitt gera, nema skrökva því að sjálfum sér fyrst að við séum að „spara“, „hagræða", „sam- ræma“ og „skipuleggja". Við dreif- um valdinu vegna þess að vald- dreifing er nauðsynleg heilsubót fyrir staðnað stjórnsýslukerfi. Að „spara„, „hagræða", „samræma" og „skipuleggja“ er ágætt ef hægt er að ná þvi fram jafnhliða valddreifingunni, en ekkert aðal- atriði. Menntakerfið Möguleikar hvers einstaklings til að afla sér menntunar eru sjálfsagt hvergi meiri en hér á Is- landi. En þrátt fyrir góða mennt- unaraðstöðu okkar íslendinga dylst engum, að hin hefðbundna menntaleið, grunnskóli — menntaskóli — háskóli, er orðin of einhæf og alltof löng. Ur þessu má bæta með tiltölulega einföldum kerfisbreytingum. Það þarf að gefa unga fólkinu kost á að hverfa úr námi um tíma og koma svo aft- ur til náms, reynslu og þroska rík- ari. Til að svo megi verða þarf skólakerfið að viðurkenna starfsmenntun, með því að búa til sameiginlegt punktakerfi fyrir starfmenntun, en núverandi skólakerfi viðurkennir ekki starfs- menntun nema í einstaka undan- tekningartilfellum. Samanburður- inn á milli þess sem telst menntun og þess sem ekki telst menntun er oft næsta hjákátlegur. Hvað er sá verri sem hefur lært að vera í net- um um borð í togara en sá sem hefur verið í leikfimi í mennta- skóla? Eða sá sem hefur lært að grafa skurði á Grafarholtinu og sá sem hefur lært að skera krossvið í grunnskóla? Sá seinna taldi hefur menntun, hinn fyrrtaldi ekki. Ætti skólakerfið að gefa punkta fyrir starfsmenntun utan skólans. Með því vinnst að þeim sem leiðist í skóla geta skroppið út og aflað sér reynslu og starfsmenntunar sem verður metin að verðleikum. Til að létta undir með skólafólki í þessum efnum þarf að leiða í lög að síðustu 3 árum skólaskyldunn- ar þurfi ekki að vera lokið fyrr en um 17—18 ára aldur. Eins þarf sú Jónas Elíasson regla að komast á, að þeir sem eru í fastri vinnu og vilja afla sér menntunar, geti fengið til þess launalaust leyfi annað eða þriðja hvert ár að jafnaði. Byggðamálin Frá alda öðli hefur fólksstraum- urinn legið frá dreifbýli til þétt- býlis. Áður var fólksfjölgun svo mikil að sami fólksfjöldi hélst í dreifbýlinu. Nú á dögum er næst- um tekið fyrir fólksfjölgun og dreifbýlið að leggjast í eyði. Báta- útgerðin sem áður hélt sjávar- plássunum uppi er hrunin og þörf- in fyrir sauðfjárafurðir er snar- minnkandi svo þessi þróun hefur sjálfsagt sinn gang þegar til lengri tíma er litið. En í dag á flest fólk sem í þéttbýlinu býr ættir að rekja til dreifbýlisins og vill gjarnan hjálpa frændum sínum þar til að halda ættleifðinni í byggð. Svo meðan þessi kynslóð og næsta ræður ríkjum verða væntanlega byggðaverkefni í gangi. 1 dag eru þau rekin með því að styrkja meira og minna vonlaus atvinnu- verkefni atvinnugreina sem eru ofhlaðnar fyrir. Þetta verður að hætta og mun hætta hvað sem byggðamálum líður. í stað þess þarf að koma aðstoð, styrkir og lán til sveitarfélaganna sjálfra. Það hlýtur að vera verkefni sveit- arfélaganna að halda sjálfum sér í byggð, þó aðstoð komi til. Fjármögnun sveitasjóða Áukna starfsemi sveitarfélaga má auðvitað fjármagna með því að auka hlutdeild þeirra i sköttunum. í þjóðfélagi neysluskatta og ójafnrar tekjuskiptingar (sem virðist verða því ójafnari sem meira er gert til að jafna hana) komi þetta misjafnlega niður. Miklu betra er að sveitarfélögin fái úthlutað þjónustufé úr ríkis- sjóði til að standa undir eftirtöld- um verkefnum: Almannafræðslu Heilsugæslu Samgöngum Byggðarverkefnum Aðalatriðið er, að sveitarfélögin fái þjónustuféð ekki sem endur- greiðslu heldur sem ákveðna greiðslu án tillits til þess kostnað- ar sem þau stofna til að eigin frumkvæði. Alþingi mundi kveða á um upphæð þessarar greiðslu og myndu fyrri tveir liðirnir vænt- anlega taka verulegt mið af höfða- tölu. Seinni liðirnir mundu taka meira mið af landfræðilegum að- stæðum. Efnahagsmálin Framkvæmd þeirra atriða sem að framan greinir mundi skapa verulegt svigrúm fyrir ráðstöfun fjármagns til þjónustu við al- menning og mundi þannig hafa mikil og góð áhrif á þróun efna- hagsmála þegar til lengri tíma er litið. En áfram verður að vinna að efnahagsmálum samt sem áður. Undanfarin ár hafa einkennst af oftrú á hagkvæmar aðgerðir, millifærslur og opinbera fyrir- greiðslu sem engan árangur hafa borið, en beint atvinnulífinu inná brautir einkaleyfa til forréttinda- aðila og pólitískt verndaðrar milliliðastarfsemi. Af þessu hafa atvinnufyrirtækin borið þann skaða að lokast inni í framleiðslu á verðlitlum útflutningsvörum meðan banka- og sjóðakerfið fitn- ar eins og púkinn á fjósbitanum. Það er að verða vandamál hér í landi hvað opinberir aðilar og ým- is forréttindafyrirtæki eru að verða aftarlega í tækni. Á þetta einkum við samgöngutækni og söl- utækni og framleiðslutækni vissu- lega líka þó í minna mæli sé. Hér er þó ýmis einkafyrirtæki að brjótast úr viðjunum og verður töluvert ágengt. örva þarf slíka starfsemi með því að losa um þau höft sem gilda um viðskipti með og framleiðslu á vörum úr inn- lendum hráefnum landbúnaðar og sjávarútvegs. Þeir sem treysta sér til að framleiða verðmæta vöru úr lambakjöti, ostum eða fiski og selja fyrir hátt verð eiga að fá að reyna. Það er engin ástæða til að núverandi umboðssölukerfi njóti áfram þeirrar pólitísku verndar sem það hefur notið. Jónas Elíasson er prófessor rið Verkfræðideild Háskóla íslands. Vorfundir utanríkisráöherra Norðurlanda: Rætt um sameiginlegar aðgerðir Norðurlanda gagnvart S-Afríku VENJUBUNDINN vorfundur utan- ríkisráðherra Norðurlanda var hald- inn í Helsinki I Finnlandi dagana 28.-29. mars 1985. Ráðherrarnir fjölluðu að venju um ýmis utanríkismál sem eru ofarlega á baugi, þ. á m. ástand al- þjóðamála og einkum þróun sam- skipta austurs og vesturs, sér- staklega Genfarviðræðurnar og öryggi og samvinnu í Evrópu, meðal annars stöðu mála á Stokkhólmsráðstefnunni, hátíð- arhöld í tilefni 10 ára afmælis undirritunar Helsinkisamþykkt- arinnar og Ottawafundinn um mannréttindamál. Afvopnunar- mál voru einnig rædd, þ. á m. hug- myndirnar um kjarnorkuvopna- Iaus svæði á Norðurlöndum. Þá fjölluðu ráðherrarnir um starf- semi Sameinuðu þjóðanna, ástandið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og i Suður-Afríku, þ. á m. sameiginlegar aðgerðir Norðurlanda gagnvart Suður-Afr- íku. Næsti fundur utanríkisráðherra Norðurlandanna er ráðgerður í Osló dagana 17,—18. október nk. Ásamt Geir Hallgrimssyni sátu fundinn af íslands hálfu þeir Benedikt Gröndal sendiherra og ólafur Egilsson skrifstofustjóri utanríkisráðuneytisins. VeðriÖ í mars: Sólarstundir fleiri en í meðalári FYRSTU þrjár vikur marsmánaðar voru einkum suð- og austlægir vind- ar ríkjandi og því oft tiltölulega hlýtt á landinu, að undanskildum kulda- kafla dagana 13.—16. mars, sam- kvæmt upplýsingum Veðurstofu ís- lands. Síðustu viku mánaðarins ríkti svo norðanátt og kólnaði þá tals- vert. Meðalhiti mánaðarins var víðast um 1—2 gráðum undir með- allagi. í Reykjavík var meðalhiti 0,4 stiga frost, 1,2 stiga frost á Akureyri, 0,3 stiga hiti á Höfn, en 7 stiga frost á Hveravöllum. Úrkoma mældist 85 millimetrar í Reykjavík, sem er fjórða hluta umfram meðalúrkomumagn, 72 mm á Akureyri, sem er rétt við meðaltal, 88 mm á Höfn, sem er fjórðungi undir meðallagi, en 34 mm á Hveravöllum. Sólskinsstundir mældust 139 í Reykjavík, sem er 33 stundum meira en í meðalári, 96 á Akur- eyri, sem er 20 stundum meira en f meðalári, og 132 stundir á Hvera- völlum. Jörð var talin alhvít í Reykjavík í 9 daga og á Akureyri í 11 daga. Vindur fór þrisvar sinnum í 8 vindstig í Reykjavík, einu sinni á Akureyri, en á Hveravöllum mældist vindur mestur 10 stig þann 7. mars.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.