Morgunblaðið - 11.04.1985, Síða 29
MORÖtTNfeLÁÐID, riMMttlOÁCTfe'll. APRÍLÁ9&
29
Kafli úr skýrslu utanrfkisráðherra:
Virkir þátttakendur
í varnarsamvinnu
Hér fcr á eftir kafli úr skýrslu
Geirs Hallgrímssonar utanríkisráð-
herra um utanrikismál, sem lögð var
fram á Alþingi í gær, miðvikudag:
Þekking á varnar-
og öryggismálum —
Varnarmálaskrifstofa
í því skyni að öðlast betri yfirsýn
og meiri þekkingu á varnar- og ör-
yggismálum hefur ráðuneytið und-
anfarið lagt áherslu á að efla tengsl
við hermálayfirvöld bandalagsins í
Brussel og Norfolk. svo og ná-
grannaþjóðir okkar. I maí sl. hóf Is-
land þátttöku í störfum hermála-
nefndar NATO. Fyrir nokkru var
haldinn viðræðufundur í London
með fulltrúum bresku utanríkis- og
varnarmálaráðuneytanna, þar sem
skipst var á skoðunum um stöðu
mála á Norður-Atlantshafi. Aflað
hefur verið upplýsinga frá Norð-
mönnum vegna ratsjármálsins og
viðræður hafa átt sér stað við
starfsmenn Atlantshafsbandalags-
ins um ýmsa þætti þessa sama máls.
Gagnvart Bandaríkjamönnum og
Atlantshafsbandalaginu hefur verið
lögð rík áhersla á, að íslensk stjórn-
völd fái ávallt upplýsingar um hern-
aðarstöðu landsins og ekki sé hafist
handa um neinar áætlanir, er snerta
varnarstöðu þess, án samráðs við
okkur. Við viljum og verðum að vera
virkir þátttakendur í varnarsam-
vinnu bandalagsins á öllum stigum
mála.
I skýrslu minni til Alþingis um
utanríkismál á sl. ári gat ég þess að
athugun stæði yfir á því, hvernig
heppilegasta tilhögun yrði á eflingu
varnarmáladeildar, bæði með
hliðsjón af núverandi umfangi verk-
efna hennar og ekki síður i þeim
tilgangi að á vegum utanríkisráðu-
neytisins verði ávallt til staðar full-
nægjandi þekking á varnar- og ör-
yggismálum. I því skyni að fram-
fylgja þessu markmiði hef ég ákveð-
ið þá breytingu á varnarmáladeild,
að framvegis verði starfssvið henn-
ar aukið í áföngum, m.a. með ráð-
ningu sérfræðinga með herfræði-
lega og hertæknilega reynslu og
menntun. Varnarmáladeild mun
framvegis verða sérstök skrifstofa í
utanríkisráðuneytinu. Verða verk-
efni varnarmálaskrifstofunnar
þessi:
a) Málefni, er varða framkvæmd
varnarsamnings íslands og Banda-
ríkjanna, sbr. lög nr. 110/1951;
b) Herfræðileg og hertæknileg mál-
efni, er lúta að upplýsingaöflun og
rannsóknum, þannig að hægt sé
hverju sinni að leggja hlutlægt ís-
lenskt mat á hernaðarstöðu lands-
ins, varnarþörfina og fyrirkomulag
varnanna;
c) Þátttaka í starfi hermálanefndar
Atlantshafsbandalagsins. Samstarf
við varnarliðið og yfirherstjórn Atl-
antshafsbandalagsins á Atlantshafi
(ACLANT) um gerð áætlana varð-
andi varnir íslands. Samskipti við
varnarmálaráðuneyti ríkja Atl-
antshafsbandalagsins og annarra
ríkja eftir ákvörðun utanrikisráð-
herra;
d) Skýrslugjöf og ráðgjöf fyrir rik-
isstjórnina;
e) Samstarf við almannavarnaráð
og landhelgisgæslu;
f) Yfirstjórn mála á varnarsvæðun-
um og þeirra ríkisstofnana, sem
starfa á eða eru f tengslum við varn-
arsvæðin og heyra undir utanrikis-
ráðherra, sbr. lög nr. 106/1954 sbr.
auglýsingu nr. 96/1969;
g) Eftirlit með verktökum og þjón-
ustuaðilum, er starfa á varnarsvæð-
um. Samskipti við nágrannasveit-
arfélög, sem eru í nábýli við varn-
arsvæðin, og stofnanir og aðila, er
hafa hagsmuna að gæta vegna veru
varnarliðsins.
Eðli varnarstöðvarinnar
Varnarliðið er hér til varnar land-
inu og svæðunum umhverfis það i
samræmi við óskir okkar sjálfra.
Eftirlitsstarfið, sem varnarliðið
innir af hendi, er grundvallarfor-
senda þess, að ávallt verði hægt að
greina aukningu á herstyrk Sovét-
rikjanna í námunda við Island,
þannig að Atlantshafsbandalagið
geti brugðist við með viðeigandi
hætti. Eðli varnarstöðvarinnar hef-
ur ekki breyst, þrátt fyrir um-
fangsmikla endurnýjun og endur-
bætur, er hófust snemma á þessum
áratug. Endurbætur þessar eru
nauðsynlegar eigi varnarstöðin að
geta sinnt varnar- og eftirlitshlut-
verki sínu, en það grundvallast ann-
ars vegar á loftvörnum og hins veg-
ar á kafbáta- og skipaeftirliti.
Horfast verður í augu við þá stað-
reynd, að uppbygging sovésks her-
afla á Kola-skaga, sem hófst að
verulegu leyti snemma á sjöunda
áratugnum meðan slökunarstefnan
stóð yfir, hefur verið stöðug og
markviss. I skýrslu norska herfor-
ingjaráðsins, sem birt var í janúar
sl., er gerð úttekt á hernaðarupp-
byggingu Sovétríkjanna á norður-
slóðum sl. 20 ár. Komist er að þeirri
niðurstöðu, að hún hafi verið mjög
mikil og er ekki síst vakin athygli á
framförum i herbúnaði. Til að
mynda hefur fjöldi stærri sovéskra
herskipa Norðurflotans aukist úr 50
í 90 á þessu tímabili, þar af hefur
beitiskipum fjölgað úr þrem í tólf.
Kafbátum búnum langdrægum eld-
flaugum hefur fjölgað úr 26 í 39 og
kafbátum, er hafa innanborðs með-
aldrægar eldflaugar, hefur fjölgað
úr 19 í 31. Samtals er talið, að Sov-
étmenn hafi um 180 kafbáta í Norð-
urflotanum.
Fyrir okkur Islendinga eru þær
framfarir, sem orðið hafa á tækni-
búnaði sovéskra herflugvéla
áhyggjuefni. Eldri meöaldrægar
sprengjuflugvélar hafa verið útbún-
ar stýriflaugum, nýjar langdrægar
sprengjuflugvélar, sem eru hljóðfrá-
ar og nefnast Backfire, hafa verið
teknar í notkun og innan nokkurra
ára mun enn fullkomnari sprengju-
flugvél, sem nefnist Blackjack, bæt-
ast við flugflota Sovétmanna.
Loftvarnaþáttur
Sérhverju ríki stafar ógn af flugi
óþekktra herflugvéla í námunda við
lofthelgi þess, nema viðhlftandi
gagnráðstafanir séu fyrir hendi
hverju sinni. Hlutverk varnarliðsins
hefur verið að greina allar óþekktar
flugvélar, er koma inn á eftirlits-
svæði þess, fylgjast með þeim og
hafa tiltækan varnarbúnað, ef
eitthvað skvldi út af bregða. Eftir-
litssvæði varnarliðsins nær u.þ.b.
140 sjómflur út frá ströndum lands-
ins, sbr. fyrri mynd, sem sýnir bæði
eftirlitssvæðið og áætlað sjónsvið
fjögurra ratsjárstöðva f 13.000 feta
hæð. Til þess að inna þetta hlutverk
af hendi hefur varnarliðið á að
skipa 12 orrustuvélum, af gerðinni
F-4E Phantom, tveimur AWACS-
ratsjárvélum, einni eldsneytisflutn-
ingavél af gerðinni KC-135, og
tveimur ratsjárstöðvum, annars
vegar á Miðnesheiði og hins vegar á
Stokksnesi.
I ljósi þeirrar þróunar, sem orðið
hefur í langdrægum sprengjuflug-
vélum og stýriflaugum Sovétríkj-
anna, hefur verið talið nauðsynlegt
að efla loftvarnir Islands og svæð-
anna umhverfis landið. Sfðar á
þessu ári eru væntanlegar 18 orr-
ustuvélar af gerðinni F-15, sem
munu taka við hlutverki Phantom-
vélanna. Nýju vélarnar hafa aukið
flugþol, sem gerir það að verkum, að
auðveldara verður m.a. að senda
þær inn á norðausturhluta eftir-
litssvæðisins án eldsneytisbirgða-
vélarinnar. Verið er að ljúka bygg-
ingu níu styrktra flugskýla, sem
munu hýsa F-15-orrustuvélarnar og
samþykkt hefur verið bygging fjög-
urra skýla til viðbótar.
Þar eð ekkert ratsjáreftirlit úr
landi er fyrir hendi út frá Norður-
landi, og AWACS-vélarnar tvær
geta ekki verið á lofti allan sólar-
hringinn, hefur verið til athugunar
að byggja tvær nýjar ratsjárstöðvar
á Vestfjörðum og Norðausturlandi,
endurnýja búnað núverandi rat-
sjárstöðva á Miðnesheiði og Stokks-
nesi, sem er orðinn úreltur, og setja
upp eftirlitsstöð á Keflavfkurflug-
velli, sem tæki við upplýsingum frá
öllum fjórum ratsjárstöðvunum.
Loftvarnarhlutverk varnarliðsins
mun ekki breytast vegna slíkrar
endurnýjunar ratsjár- og eftirlits-
kerfisins, en þvf yrði gegnt á full-
komnari hátt en nú er unnt. Stöðv-
arnar yrðu búnar langdrægum flug-
eftirlitsratsjám, sem næðu til allt
að 200 sjómílna svæðis frá hverri
stöð og samsvaraði sjónsvið þeirra
nokkurn veginn efnahagslögsögu
okkar Islendinga. Aukið sjónsvið
ratsjárkerfisins gæfi varnarliðinu
meiri tfma til viðbragðs og út-
haldsbetri orrustuvélar tryggðu
viðbragösgetuna. Ljóst er því, að
endurbætur þessar mundu bæta
mjög loftvarnir Islands sem full
þörf er á í ljósi þeirrar þróunar, sem
orðið hefur á vopnabúnaði Sov-
étríkjanna.
Aætlað er, að um 11 menn þurfi
til að sjá um rekstur hverrar rat-
sjárstöðvar og yrði þar um íslenska
starfsmenn að ræða. Þar eð eftirlit
flyttist f eftirlitsstöðina í Keflavfk
yrði um verulega fækkun varnar-
liðsmanna á Stokksnesi og á Mið-
nesheiði að ræða.
Sérstök afnot íslenskra aðila af
ratsjárstöðvunum yrðu einkum
vegna flugumferðarstjórnar og eft-
irlits með skipaumferð i grennd við
stöðvarnar, en einnig mundu þær
veita veðurupplýsingar. Veita mætti
fullkomna flugumferðarþjónustu
fyrir millilandaflug og innanlands-
flug í algengustu flughæðum og í
mörgum tilfellum mætti nota rat-
sjárnar til að fylgjast með aðflugi
að flugvöllum í grennd við stöðvarn-
ar. Sérstakar skiparatsjár, sem
komið yrði upp á stöðvunum, gæfu
kost á að fylgjast með siglingum allt
að 60 sjómílur á haf út. Upplýsingar
frá ratsjánum mundu þvf auka mjög
öryggi í lofti og á legi. Áætlað er, að
rekstur ratsjárstöðvanna gæti haf-
ist árið 1987 með bráðabirgðabún-
aði, sem Bandaríkjamenn legðu til.
Endanlegum búnaði, sem Atlants-
hafsbandalagið kostaði, yrði komið
fyrir tveim árum síðar. (slensk
stjórnvöld og fslenskir tæknimenn
tækju virkan þátt i framkvæmdum
á öllum stigum. Hönnun mann-
virkja og búnaöar yrði f samræmi
við íslenska staðla og yrði tekið mið
af aðstæðum hér á landi. Varðandi
frekari upplýsingar um ratsjár-
stöðvarnar vfsast til ítarlegrar
skýrslu, sem varnarmáladeild utan-
ríkisráðuneytisins sendi frá sér f lok
sl. árs.
Kafháta- og skipaeftirlit
Kafbáta- og skipaeftirlit úr lofti
hefur verið rekið af varnarliðinu frá
Keflavíkurflugvelli síðan það kom
til landsins 1951. Núverandi flug-
vélakostur, vélar af gerðinni Orion
P-3C, hefur verið hérlendis síðan
1969 og er ein flugsveit með níu
flugvélar staðsett hér f 5 mánuði i
senn. Náin samskipti eru við banda-
lagsþjóðir okkar í Evrópu um kaf-
bátaleit á Norður-Atlantshafi. Dag-
lega taka kafbátaleitarvélar frá
Bretlandi, Frakklandi, Hollandi,
Kanada, Noregi og Þýskalandi þátt í
þessu eftirliti og skipta með sér leit
á afmörkuðum svæðum, sem breytt
er dag frá degi. Seinni mynd sýnir
dæmi um slfk svæði. Vélar frá þess-
um þjóðum hafa oft nokkurra daga
viðkomu á Keflavíkurflugvelli og
taka þá þátt f eftirlits- og æfinga-
flugi varnarliðsins. Er þetta gott
dæmi um nána varnarsamvinnu og
upplýsingaskipti, sem eiga sér stað
innan Atlantshafsbandalagsins.
I þessu sambandi hefur verið til
athugunar hjá utanríkisráðuneyt-
inu erindi Hollendinga um að fá
heimild til þess að staðsetja á Kefla-
víkurflugvelli eina kafbátaleitarvél
af sams konar gerð og varnarliðið
hefur nú til umráða. Áhugi Hollend-
inga byggist fyrst og fremst á því,
að fá tækifæri til þess að æfa hol-
lenskar áhafnir í eftirlitsstörfum á
Norður-Atlantshafi í þágu sameig-
inlegra varna Atlantshafsbanda-
lagsins. Fjöldi Hollendinga yrði um
30, þ.m. talið bæði áhöfn og starfs-
menn til þess að annast viðhald vél-
arinnar, en dvalartfmi yrði einn til
tveir mánuðir í senn. Ekki yrði um
fjölgun i varnarliðinu að ræða, þar
sem bandarískum vélum og starfs-
liði fækkaði samsvarandi.
Kafbátaleit neðansjávar með
svonefndu SOSUS-hlustunarkerfi
hefur verið starfrækt á Norður-
Atlantshafssvæðinu um langt ára-
bil. Hérlendis hefur verið rekin eft-
irlitsstöð í þessu skyni í tæp 20 ár.
Þetta kerfi er, ásamt upplýsingum
frá kafbátaleitarflugvélum, mikils-
verður þáttur í því, að Atlantshafs-
bandalagsríkin hafi fullnægjandi
upplýsingar um ferðir sovéskra
kafbáta á hverjum tfma. Á átaka-
eða hættutimum yrði það eitt meg-
inhlutverk sovéskra kafbáta að
rjúfa siglingar um Atlantshaf milli
Norður-Ameríku og Evrópu. Því er
brýnt að hafa eftirlit með kafbátum
Sovétmanna, og ekki síst eldflauga-
kafbátum þeirra, sem ógnað geta
þjóðum Atlantshafsbandalagsins
beggja vegna hafsins.
ísland og lunheimurinn:
Skýrsla til Alþingis
um utanríkismál
Geir Hallgrímsson uUnríkisráðherra lagði fram á Alþingi í gær ítarlega
53 bls. skýrshi um utanríkismál, ásamt 318 bls. skýrslu um þátttöku
íslands í 39. Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september-desember
1984.
Skýrslan um utanríkismál er
kaflaskipt sem hér segir:
• Inngangur
• Kafli um alþjóðamál, sem fjall-
ar um samskipti austurs og vest-
urs, afvopnun, kjarnorkuvopna-
laus Norðurlönd, Helsinki-sam-
þykkt, Stokkhólmsráðstefnu, Afr-
fku, Austurlönd nær, Fjarlægari
Austurlönd, Mið- og Suður-
Amerfku.
• Alþjóðastofnanir og svæða-
samtök: 1) Sameinuðu þjóðirnar,
2) Efnahags- og félagsmálaráðið
(ECOSOC), 3) Menningarstofnun-
ina (UNESCO), 4) Alþjóðaheil-
brigðisstofnunina (WHO), 5)
Kvennaráðstefnu f Nairobi, 6)
Evrópuráðið, 7) Norðurlanda-
samvinnu, 8) Grænland.
• Varnar- og öryggismál: 1) Um-
ræðu um hlutverk varnarliðsins,
2) Varnarmálaskrifstofu, 3) Eðli
varnarstöðvarinnar, 4) Loft-
varnaþáttur, 5) Kafbáta- og
skipaeftirtit, 6) Hlutverk land-
helgisgæzlu, 7) Helguvík, 8)
Stjórnstöð, 9) Verktakastarfsemi
fyrir varnarliðið, 10) Nýfram-
kvæmdir, 11) Mannvirkjasjóð Atl-
antshafsbandalagsins, 12) Fjölda
varnarliðsmanna (3.057 talsins),
13) Ný flugstöð — flugumferð, 14)
Fríhöfn, 15) Ýmis rekstur.
• Hafréttarmál: a) Hafréttar-
samningur Sameinuðu þjóðanna,
b) Hafsbotnsmálefni, c) Hval-
veiðimál, d) Norður-Atlantshafs
laxverndarstofnun (NASCO), e)
Veiðar annarra þjóöa við Island,
f) Skipting loðnuveiða og g) Fisk-
veiðar Islendinga f lögsögu ann-
arra ríkja.
• Þróunarsamvinna, sem m.a.
fjallar um þróunaraðstoð, en
framlög af ríkisfé til þeirra mála
1984 vóru 72 m.kr eða 0,107% af
áætlaðari þjóðarframleiðslu.
• Utanrikisviðskipti 1984 en halli
á viðskiptajöfnuði okkar við um-
heiminn nam 4.130 m.kr. eða 6%
þjóðarframleiðslu það ár.