Morgunblaðið - 11.04.1985, Qupperneq 39
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1985
39
Afmæli í dag:
Benedikt Jónsson
húsasmiður 80 ára
Benedikt Jónsson fæddist í
Súðavík við Isafjarðaidjúp 11.
apríl 1905.
Faðir hans, Jón Helgason, var
smiður á hús og skip og átti heima
í Súðavík. Hann dó þegar Benedikt
var á öðru ári. Telur Benedikt að
mikið vinnuálag og bágborin
vinnuaðstaða hafi lfklega orðið
honum að aldurtila, þegr hann
vann úti við bátasmíðar.
Benedikt ólst upp með móður
sinni ógiftri á ýmsum bæjum í
Álftafirði. Hjá syni sínum átti
hún athvarf síðar þegar aldur
færðist yfir og dó hún á Sólvangi
1958, en þá átti Benedikt heima í
Hafnarfirði.
Á uppvaxtarárum sínum vann
hann við sveitabúskap og átti
lengi heima á bæ í Álftafirði sem
heitir Seljaland. Einnig var hann
mikið á sjó við Djúp.
Þegar hann var 19 ára fór hann
að vinna við bátasmíðar. En þegar
meistari hans veiktist og féll frá,
fór hann aftur að vinna ýmis störf
bæði á landi og sjó.
Þegar hann er 24 ára (1929) fær
hann vinnu við húsasmíðar hjá
Guðmundi Þorleifssyni húsa-
smíðameistara, en flytur til Siglu-
fjarðar 1931 og hélt áfram húsa-
smíði hjá Jóni Jóhannssyni húsa-
smíðameistara og lauk þar
sveinsprófi 1936.
Benedikt stofnaði heimili á
Siglufirði með Jónu Ásmundsdótt-
ur, sem var Eyfirðingur að ætt,
fædd á Árskógsströnd 1917.
Á Siglufirði eignuðust þau eina
dóttur, Ásmundu, sem nú er látin,
fædd 1938.
Þau hjónin fluttu síðar á Ár-
skógsströnd, þar sem Benedikt
byggði nýbýlið Viðarholt. Þar
eignuðust þau aðra dóttur, Guð-
rúnu, fædda 1946. Á þessu tímabili
vann Benedikt við skipasmíðar á
Akureyri.
Til Dalvíkur flytja þau 1943 og
eiga þar heima til 1950. Þar vann
Benedikt bæði við húsa- og skipa-
smfðar, smíðaði þar meðal annars
upp á eindæmi 13 opna súðbyrð-
inga.
Þaðan flytja þau í Kópavog og
eru þar í eitt ár. Þar fæddist þeim
þriðja dóttirin, Snjólaug Áðal-
heiður, ’53. Síðan flytja þau til
Keflavíkur og þar vann Benedikt
við skipasmíðar í Dráttarbraut
Keflavíkur.
Til Hafnarfjarðar fluttu þau
1955 og hóf þá Benedikt smíðar í
Bátalóni hf. þar sem hann vann i
20 ár, eða fram til sjötugs, 1975, en
heilsa og sjón voru farin að valda
honum miklum erfiðleikum eftir
langan og erfiðan vinnudag, því
hann er með allra duglegustu og
afkastamestu mönnum sem ég hef
kynnst, að öðrum ólöstuðum.
Benedikt átti tvö hálfsystkini,
Benjamín og Jóhönnu, sem faðir
hans, Jón, átti með konu sinni sem
lést nokkrum árum áður en hann
fór að búa með Guðrúnu móður
Benedikts. Hálfsystkini hans eru
bæði dáin.
Ásmunda dóttir Benedikts sem
dó fyrir nokkrum árum eignaðist
fjögur börn.
Guðrún er gift Guðjóni Jó-
hannssyni pípulagningameistara
og eiga þau 4 börn.
Snjólaug Aðalheiður er gift
NÝ HÁR-
SNYRTISTOFA
OPNUÐ hefur verið ný hársnyrtistofa
að Laugavegi 92. Boðið er þar upp i
almenna hársnyrtiþjónustu fyrir dömur
og herra. Á miðvikudögum verður 20%
afsláttur veittur fotluðum og ellilffeyr-
isþegum. Virka daga verður þeim
viðskiptavinum sem koma reglulega
innan sex vikna veittur 10% afsláttur.
Figendur Evrópu hf. eru Frið-
björg Kristmundsdóttir hárskera-
meistari og hárgreiðslumeistar-
arnir Stella Hauksdóttir, Selma
Jónsdóttir, Hrefna Smith og Fé-
lag hárgreiðslu- og hárskera-
sveina.
Guðna Björnssyni bifvélavirkja og
eiga þau 3 börn.
Benedikt var afkastamikill og á
til óvenjumikla hugkvæmni sem
auðveldaði honum þau verk er
hann vann við.
Þessir eiginleikar hans komu
sér mjög vel, og er mér sérstak-
lega minnistætt þegar hann var að
reisa með okkur bræðrum, mér og
Ólafi, sumarbústað á Hall-
steinsnesi. Minnst af efninu var
pantað til byggingarinnar heldur
var byggingarefnið úr ýmsum
mismunandi húsakofum sem rifn-
ir voru niður eftir að hætt var þar
búskap og þurfti þvi mikla hug-
kvæmni til þess að raða þessu efni
heppilea saman. Þetta verk tókst
Benedikt að mínum dómi með
miklum ágætum og ótrúlega fljótt.
Þótt Benedikt sé uppalinn sem
fátækur daladrengur og f sjópláss-
um vestur við tsafjarðardjúp, er
samt ástæða til að ætla að hann
hafi ýmislegt séð fyrir sér á upp-
vaxtarárunum. ísafjarðarkaup-
staður var nefnilega á síðari hluta
síöustu aldar og fyrstu áratugum
af þessari, einhver mesti menn-
ingar- og athafnabær á öllu land-
inu og ég efast ekki um að þar
hefur Benedikt kynnst ýmsu eftir-
tektarverðu á uppvaxtarárunum
og hefur það auðveldað honum
síðar að takast á við ýmiskonar
verkefni.
Benedikt dvaldi á Siglufirði á
þeim árum sem Siglufjörður var
hvað mestur auðsældar- og upp-
gangsbær á öllu landinu. Þannig
tel ég að Benedikt hafi kynnst
ýmsum hliðum íslensks þjóðlífs og
hefur búið að þeirri reynslu.
Benedikt Jónsson var oft glað-
vær og gamansamur starfsmaður,
sem hafði jákvæð og góð áhrif á
vinnustað. Það kom margoft fyrir,
þegar samstarfsmenn hans voru í
fúlu skapi út af einhverju, að
Benedikt kom með svo fyndnar og
sposkar hugmyndir í sambandi við
það sem var að svekkja menn að
allir fóru að skellihlæja, og þá
gekk starfið betur. Þessir eigin-
leikar vona ég að fylgi Benedikt
um alla eilífð.
Mér er efst í huga þakklæti til
Benedikts fyrir þau mörgu verk er
hann vann í Bátalóni hf. þau 20 ár
sem hann starfaði þar, og fyrir
samstarfið og ágæta mannkosti
kann ég honum kærar þakkir.
Dætrum hans, barnabörnum og
öllum hans nánustu óska ég til
hamingju með afmælið.
Þórbergur Ólafsson
Tölvunámskeið
APPLE lle/llc
Námskeiö í notkun hinna öflugu og vinsælu
töiva frá APPLE.
Efni:
• Uppbygging APPLE lle/llc.
• Tenging tölvunnar viö önnur tæki.
• Stýrikerfi APPLE-tölva.
• APPLE WORKS-fjölnotakerfiö.
• Tölvunet, .modem“ og gagnabankar.
• APPLE II til leikja, skemmtunar og fræöslu.
Námskeiöiö veitir góöa æfingu í notkun
APPLE-tölva og APPLE-hugbúnaöar.
Leiöbeinendur: Dr. Kristján Ingvarsson verk-
fræöingur, Karl Bender verkfræðingur, Hall-
dór Kristjánsson verkfræóingur.
Tími: 15.
Dr. Kristján
Ingvarsson
verkfræðingur.
19. apríl kl. 17—20.
Karl Marcus Bender Halldór Krlstjánsson
verkfræðingur. verkfræöingur.
Tölvunámskeiö
fyrir fullorðna
Fjölbreytt og vandaö byrjendanámskeió fyrir
þá sem ekki hafa átt þess kost aó læra um
tölvur í skóla.
Dagskrá:
• Undirstööuatriöi viö notkun tölva.
• Forritunarmáliö BASIC.
• Æfingar í BASIC.
• Ritvinnsla meö tölvu.
• Gagnasafnskerfi.
• Töflureiknar.
• Tölvunotkun í atvinnulífinu.
Tími: 16., 18., 23. og 24. apríl kl.
20—23.
Yngvi Pótursson
menntaskólakennarí.
Innritun í símum 687590 og 686790.
TÖLVUFRÆPSLAN
Ármúla 36, Reykjavflr.
HÁÞRÝSTI-
VÖKVAKERFI
Sérhæfó þjónusta.
Aóstoóum vió val
og uppsetningu
hvers konar
háþrýstibúnaóar.
r :”
RADIAL
gtimpildælur^
= HEÐINN =
VÉLAVERZLUN-SIMI 24260
LAGL'R-SERPANTANIR-ÞJÓNUSTA
ESAB
Rafsuóutæki
vír og
fylgihlutir
Nánast allttil
rafsuðu.
Forysta ESAB
ertrygging
fyrirgæðum
og góðri þjónustu.
Allartækni-
upplýsingar
eru tyrirliggjandi
ísöludeild.
= HÉÐINN =
VÉLAVERSLUN, SELJAVEGI 2.
SlMI24260
ESAB
Fróðleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!