Morgunblaðið - 05.05.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.05.1985, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, 3UNNUDAGUR 5. MAÍ 1985 2 Þorsteinn Pálsson um samninga til langs tíma: Skattamál geta orðið veiga- mikill þáttur „ÞAÐ hR alveg augljóst, að þjóðin þarf nuna samninga til lengri tima. Það liggur í hlutarins eðli að það þarf að endurnýja kjarasamninga með þeim hætti að það sé hægt að verja kaupmáttinn og fá frið til að hefja nýtt hagvaxtarskeið," sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins, er hann var spurður álits á umræðu um kjarasamninga til lengri tíraa. Þorsteinn sagði ennfremur: „Það er auðvitað ljóst að samning- ar til langs tíma eru erfiðari en til skamms tíma. Efnisatriði þeirra hljóta að verða forsenda fyrir árangri, en ég er sannfærður um, að það er hægt að semja til þessa tíma, ef vilji er fyrir hendi. Stjórnvöld eru fyrir sitt leyti reiðubúin til þess að ræða breyt- ingar á skattamálum í því skyni að auðvelda lausn kjarasamninga til lengri tíma.“ Þorsteinn var spurður, hvort hann teldi að skattamálin væru sú leið, sem stjórnvöld sæju helst að gætu orðið til að liðka fyrir samn- ingum til lengri tíma. Hann svar- aði: „Það eru auðvitað fjölmörg at- riði sem menn verða þá að hafa í huga. Menn verða að átta sig vel á því hver efnahagsþróunin muni verða og við lítum svo til, að skatt- arnir geti orðið veigamikill þáttur í lausn málsins." Þorsteinn sagði að lokum: „Það er ljóst að gamla vísitölukerfið leysir engan vanda. Það var aldrei trygging fyrir kaupmætti og verður það ekki, þó það verði tekið upp aftur.“ Skrúðgardur á Landakotstúni í framtíðinni Það hefur ekki farið framhjá vegfarendum, sem leið hafa átt hjá Landakotstúni, að þar eru að hefjast miklar framkvæmdir. Að sögn Hafliða Jónssonar garðyrkjustjóra er nú unnið að því að gera skrúðgarð á túninu, með runnum og blómplöntum. Búist er við að framkvæmdum þessum verði lokið í september 1986. Bflastæði voru gerð við norðausturhorn Landakotstúns og er verið að Ijúka við frágang á þeim. Morgunbl&öið/ Bjarni Forseti ASÍ um samning til ársloka 1986: Lengd samnings fer eftir hve kauptryggingin er góð — samningur nú yrði aðeins til nokkurra mánaða „ÞEGAR haft er í huga að engar efnisumræður um nýjan kjara- samning hafa farið fram á milli okkar og Vinnuveitendasambands- ins þjónar engum sérstökum til- gangi að fara í djúpar rökræður um lengd samningstíma. Um tíma- lengd samnings er ekkert hægt að segja fyrr en liggur fyrir að hvaða kaupraætti er stefnt og hve vel hann er tryggður. Það er hinsvegar einsýnt, að ef samið verður um ein- hverjar kauphækkanir nú í vor, þá verður það aðeins til nokkurra mánaða," sagði Asmundur Stef- ánsson, forseti Alþýðusambands íslands, er bim. Morgunblaðsins leitaði álits hans á þeirri hugmynd, sem framkvæmdastjóri VSÍ setti fram á samráðsfundi með ríkis- stjórninni í gærmorgun, að heppi- legast væri að semja til langs tíma, helst til ársloka 1986. „Það kemur mér ekki á óvart aö vinnuveitendur vilji semja til Oddi formlega tekinn í notkun Hugvísindahús Háskóla íslands var formlega tekið í notkun í gær. Húsið hefur hlotið nafnið Oddi eins og Oddi á Rangárvöllum sem var aðsetur andans manna fyrr á öldum. Alexander Stefánsson félagsmálaraðherra: Leggja skyldusparnað þá hreinlega niður — ef menn vilja ekki gera breytingar, því núverandi fyrirkomulag gengur ekki lengur „EF MENN vilja ekki gera breyt- ingar þannig að þetta verði raun- verulegur sparnaður, heldur aðeins afgreiðsla, eins og í bankastofnun, þá tel ég að það eigi að skoða það hvort ekki eigi að leggja skyldu- sparnað hreinlega niður,“ sagði Al- exander Stefánsson félagsmálaráð- herra, er hann var spurður um við- brögð gegn frumvarpsdrögum að nýjum lögum um skyldusparnað, en þar er m.a. gert ráð fyrir að náms- menn og ungt fólk sem stofnar heimili og gengur í hjúskap fái ekki undanþágur til greiðslu skyldusparn- aðar af launum sínum. Alexander sagði ennfremur: „Ég er aðeins að útfæra sam- þykkt Húsnæðisstofnunar frá í nóvember í haust, sem hún sendi mér útfærða og óskaði eftir því að yrði endurskoðuð. Alvaran í mál- inu er fyrst og fremst sú, að þessi skyldusparnaður, sem átti að vera einn af sterkum tekjustofnum Byggingarsjóðs ríkisins, hefur algjörlega brugðist. Það sem ASl til dæmis, sem tók þátt í þessari endurskoðun, leggur fyrst og fremst áherslu á er að fram- kvæmd innheimtunnar sé endur- skoðuð því hún sé í molum. Það er alveg útilokað að hafa þetta inni í Húsnæðisstofnun á þennan hátt. Þetta er eins og af- greiðsla í bankastofnun en ekki raunverulegur sparnaður, færslur út og inn og þeim fylgja aðeins fyrirhöfn og leiðindi. Menn verða bara að standa frammi fyrir því, hvort þeir vilja gera þetta að al- vörusparnaði og þá um leið fjár- magni fyrir Byggingarsjóðinn eða þá að hætta þessu. í þessum sparnaðarsjóði er um einn millj- arður króna, þannig að þarna er um engar smáupphæðir að ræða, en útstreymið og undanþágurnar voru komnar út í öfgar." langs tíma og helst um ekki neitt," sagði Ásmundur. „Það hlýtur að verða grundvallar- viðmiðun í þeim samningavið- ræðum, sem fara fram ekki síðar en í haust, að endurheimta í skil- greindum áföngum það, sem tap- ast hefur á undanförnum misser- um.“ Hann minnti á að miðstjórn ASÍ hefði nýlega skrifað aðildar- samböndum sínum bréf þar sem beðið var um afstöðu til þeirrai hugmyndar, að meginlínui samninganna um kaupmátt of kauptryggingu yrði á „sameigin legu borði en sérmál hinsvegai hjá hverju félagi eða samband eftir atvikum. „Það er brýnt aí afstaða sambandanna til þesss liggi fyrir strax svo kaupmáttui launafólks sígi ekki enn meira er hann hefur gert nú þegar,“ sagð: Ásmundur Stefánsson. Samráðsfundur rfldsstjómar og VSÍ: „Stjórnin vill stuðla að lengri samningum“ SAMRÁÐSFUNDUR ríkisstjórnar- innar og Vinnuveitendasambands íslands var haldinn í gærmorgun, og þar kynntu fulltrúar VSÍ þá ósk sína að hægt yrði að semja til lengri tíma, og greindu frá því að þá leið teldu þeir þá einu færu til þess að viðhalda, eða efla kaup- mátt. „Við áttum ágætan fund með fulltrúum VSÍ þar sem við skipt- umst á skoðunum um þau viðhorf sem hafa komið upp þegar ASÍ leggur áherslu á að fá samninga strax," sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra er hann var spurður fregna af fund- inum í gærmorgun. Steingrímur sagði að fulltrúar VSÍ hefðu lýst því yfir að þeir vildu stefna að því að kjarasamningar til langs tíma, jafnvel til ársloka 1987, yrðu gerðir, og að þeir hefðu lýst þvi yfir að þeir teldu slíka samn- inga vera forsendu þess að við- halda mætti kaupmætti, eða efla hann. „Við greindum þeim frá því að ríkisstjórnin er fús til þess að stuðla að því að gera megi lengri samninga, a.m.k. til áramóta 1986 1987, með markviss kaupmáttaraukningu," sagði fo sætisráðherra, „og vill leggja si af mörkunum með lagfæringu skattamálum, húsnæðismálu og fleiru." Forsætisráðherra sagðist tel ákaflega mikilvægt að slík ven' ing næðist nú fram í sami ingamálum, sem verið væri i ræða þessa dagana, því öllu mætti nú vera ljóst að kollstey an væri ekki fær leið. Forsæti ráðherra sagðist nokkuð bjar sýnn, því viðræður þær sem rí isstjórnin hefði átt við ASl hef< verið góðar. Að vísu hefðu þa mest megnis snuist um húsnæ ismál, en engu að síður hefði ve ið jákvæður tónn í þeim. Leiðrétting I myndlistargagnrýni Morgun- blaðsins á bls. 16 í gær misritaðist nafn gagnrýnanda, sem er Valtýr Pétursson. Eru hlutaðeigendur beðnir afsökunar á þessum tökum. mis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.