Morgunblaðið - 05.05.1985, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1985
f jörutíu árum
*
Rætt við
LEIF MULLER
og birtur kafli úr
bók
Folke Bernadotte,
>rLeikslok“
„Nú eru liðin rétt 40 ár
frá hinum vel heppnuðu
björgunaraðgerðum
sænska Rauða krossins,
er tókst að bjarga alls um
20 þúsund föngum úr hin-
um illræmdu fangabúðum
þýskra nasista. Mér
finnst vel við hæfi að rifj-
að sé upp nú hve þessi
björgunaraðgerð heppnað-
ist vel — þarna reið á
miklu aö allt færi aö áætl-
un, tímasetning og annað,
svo þetta tækist. Vika tií
eða frá hefði getað skipt
sköpum fyrir fangana,
sem margir voru orðnir
mjög illa haldnir, sagði
Leifur Muller í samtali
við blm. Mbl. Leifur var
handtekinn skömmu eftir
innrás Þjóðverja í Noreg
fyrir að reyna að komast
yfir til Svíþjóðar. Hann
var settur í hinar ill-
ræmdu Grini-fangabúðir í
Noregi, þar sem hann var
hálft ár. Þaðan var hann
svo fluttur til Sachsen-
hausen-fangabúðanna í
LeUur MuHer moð hoimiliatíkina Týrv
Björgun ar afrek
sænska
Rauða krossins
Þýskalandi, en þannig fór
fyrir fjölda Norðmanna
sem Þjóðverjar tóku fasta
meðan á heimsstyrjöld-
inni síðari stóð. I Sachs-
enhausen voru fangar í
þrælkunarvinnu og liföu
við hin hörmulegustu lífs-
skilyrði. Þar voru fangar
teknir af lífi fyrir minnstu
afbrot og mikill fjöldi
manna veslaðist upp af
næringarskorti og sjúk-
dómum. Þannig var ástatt
í fjölmörgum fangabúðum
nasista í stríðslok.
í lok heimsstyrjaldarinnar síðari
Undirbúningur
björgunarinnar
„Björgunaraðgerðir sænska
Rauða krossins fóru fram á síð-
I ustu dögum Þriðja ríkisins og
þurfti að gæta þess að flutningun-
um yrði haldiö leyndum fyrir Hitl-
er,“ sagði Leifur. „Hitler hafði
lagt blátt bann viö öllum flutning-
um af þessu tagi. Þegar ósigurinn
Iblasti við hefur Himmler sjálfsagt
viljað bæta málstað sinn með því
að leyfa þessa fangaflutninga en
hann var hræddur um að Hitler
myndi komist að þessu. Það var
| Folke Bernadotte greifi, verndari
sænska Rauða krossins, sem hafði
yfirumsjón með þessum björgun- |
araðgerðum. Þegar Bernadotte
Ikemur til aðalstöðva SS snúast
vaidamiklir nazistar á móti hon-
j um. Þannig vildi Kaltenbrunner
komast að erindi hans áður en j
hanr næð' fundi Himmlers — en
Bernadotte skýrði honum auðvitað ;
ekk t'ra neinu því þá hefði Hitler ;
t'réti. ai' þessu og lagt blátt bann |
viö flutningunum. Annar valda- i
mikil! nazisti Schelienberg, gefek
hins vegar i liö með Bernadotté f
þannig að hann náði fundi
Himmlers.
Þannig tókst að halda Hitler
utan við þessi málefni og á marg-
an hátt hefði jarðvegurinn ekki
getað verið betri.
En það voru fleiri vandamál
sem sænski Rauða krossinn varð
að fást við. Bandamenn höfðu þá
stefnu að hermenn, sem teknir
höfðu verið til fanga, gengju ávallt
fyrir en síðan kæmi röðin að póli-
tískum föngum. Ekkert tillit var
tekið til þess að pólitísku fangarn-
ir voru svo illa haldnir að fyrir þá
gátu dagar skipt máli, hvort þeir
kæmust lífs af eða ekki. Stríðs-
fangar höfðu það töluvert betra.
Ringulreið
„í fyrstu björguðu Svíar aðeins
Norðmönnum og Dönum, en síðar
öllum sem þeir náðu — fjölda
Frakka, Belga og Hollendinga og
mönnum at' fleiri þjóðernum. Þá
var orðin svo miki! ringulreið j
Þýskaiandi aö enginn gat fylgsc
almennilega með hvað var aö ger- j
ast. Þannig tókst Svíunt aö bjarga j
a.m.k. 20 þúsund manns, sem óvíst |
Hetnnch Himmlei
er hvort, hefðu lifaö hefði þessi
hjálp ekki borist."
— Hver átti hugmyndina að því
að ráðist yrði í þessar björgunar-
aðgerðir?
„Mér skilst aö N. Chr. Ditleff
konsúl! Norðmanna í Póllandi heft
fyrstur komið hugmyndinni á
framfæri. Þegar bandamenn fóru
að skoða málið var talið heppi-
legast að fá fulltrúa frá hlutlausu
landi til að reka þessi erindi. Fyrir
valinu varð Folke Bernadotte
greifi, forseti alþjóða Rauða
krossins og verndari sænska
Rauða krossins. Hann var af
sænsku konungsfjölskyldunni, og
það virkaði auðvitað vel á nasista,
sem voru snobbaðir mjög ef því
var að skipta,“ sagði Leifur.
Viðræöur Bernadotte
og Himmlers
í bók sem Folke Bernadotte
skrifaði um sendiför sína til
þýskalands, og út kom hjá Vík-
ingsútgáfunni árið 1945 undir
j nafninu LEIKSLOK kemur skýrt,
! frant hversu torvelt. reyndist aö fá
Þjóðverja ti! að láta fanga sina
lausa, þó ljóst, væri að stríðið var
tapað. Hafði Hitler lagt bann við
að fangar yrðu látnir lausir nema i
Þjóðverjai- fengju eitthvaö í stað-
inn sem bætti aðstöðu þeirra í
hernaðarlegu tilliti.
Torvelt reyndist. aö ná fundi
yfirmanns allra þýsku fangabúð-
anna, Heinrichs Himmler, án þess
að Hitler fengi veður af þvi hvað
til stóð. Það er forvitnilegt að lesa
hvernig Himmler kemur Berna-
dotte fyrir sjónir, en þannig lýsir
hann Himmler í bók sinni og
samningaviðræðum þeirra um
fangaflutningana:
„í byrjun þessarar aldar óx upp
í Suður-Þýzkalandi lítill drengur,
sem það átti fyrir að liggja að
verða heimskunnur maður. Hann
var kominn af óbrotnu borgara-
fólki, faðir hans var heimilis-
kennari hjá bæverskum prinsi.
Pilturinn hafði gengið í bæversku
lífvarðasveitina. Hann fór í stríð-
ið, og var 16 ára að aldri gerður að
fánajunkara, en það er æðsta und-
, irforingjatign í fótgönguliði og
riddaraliði. Stríðinu lauk, ungl-
ingurinn kom heim og gekk i
hreyfingu þjóðernisjafnaðar
manna á ailra fyrstu dögum henn-
ar.“
„Það voru dýrðlegir dagar
sagð- Himmlej- í samtali viö
Bernadotte. „Okkur félögunum.
var alltaf hótaö bráðum bana, ei
við vorum hvergi smeykir, Adolf