Morgunblaðið - 05.05.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.05.1985, Blaðsíða 1
104SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 100. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Nætur- bardagar í Beirút BeMl, 4. nui. AP. BARIST var í Beirút í dag en þó var kyrrara þar en í nótt þegar fallbyssu- sknthríðin lýsti upp næturhiminfnn. Amin Gemayel, forseti, og Rashid Karami, forsætisráðherra, ræddu ( gær um itökin og voru sammála um að „skera upp herör gegn hernaðin- um“ í landinu. í átökunum í nótt féll margt manna og einkum óbreyttir borg- arar sem reynt hafa að leita skjóls í húsakjöllurum og sprengjubyrgj- um. Þegar hlé verður á sprengju- og skothriðinni leitar fólkið lags og flýr úr hverfunum við „grænu línuna", sem skiptir Beirút-borg milli kristinna manna og múham- eðstrúarmanna. Líbönsk blöð skýrðu frá því í dag, að Gemayel, forseti, og Rashid Karami, forsætisráðherra, hefðu rætt í gær um ástandið í landinu og verið sammála um að „skera upp herör gegn hernaðin- um“, sem væri um það bil að steypa þjóðinni út í nýja borgara- styrjöld. Ekki var þó greint frá til hvaða ráða þeir ætluðu að grípa. Rajiv Gandhi: Endurskoð- ar afstöðu til kjarn- orkuvopna Njj» Delbi, 4. mai. AP. RAJIV Gandhi, forsætisráð- herra Indlands, sagði í þing- ræðu í Nýju Delhí í gær, að áframhaldandi tilraunir Pak- istana til að smíða kjarnorku- sprengju neyddu Indverja til að endurskoða „friðsamlega afstöðu sína til kjarnorku- vopna“. Margir indverskir þingmenn hafa að undanförnu hvatt til þess, að Indverjar bíði ekki eftir þvi að Pakistanar raski valda- hlutfallinu í Suður-Asíu, heldur hefji smíði eigin kjarnorku- sprengju. Pakistanar neita því, að þeir hyggist framleiða kjarn- orkuvopn, en óháðar alþjóða- stofnanir og vestrænar leyni- þjónustur telja sig hafa heimild- ir fyrir hinu gagnstæða. í þingræðunni í gær sakaði Gandhi Bandaríkjastjórn óbeint um að beita sér ekki gegn kjarn- orkuhervæðingu Pakistana. Bandaríkjastjórn hefur nokkr- um sinnum sent Pakistanstjórn orðsendingu og lýst áhyggjum sínum vegna kjarnorkutilrauna hennar. Friðarrannsóknarstofnunin í Stokkhólmi segir, að Indverjar hafi ekki yfir kjarnorkuvopnum að ráða, en eigi tæknilega mögu- leika á því, að framleiða þau. Hestar í Biskupstungum Morgunblaðið/Friðþjófur Rajiv Gandhi Leiðtogafundi lýk- ur án samkomulags Bonn, 4. maf AP. Bonn, 4. maf AP. LEIÐTOGAR sjö helstu iðnríkjanna héldu áfram fundi sínum í morgun en honum átti að Ijúka á hádegi og nokkru síðar var að vænta sameigin- legrar yfirlýsingar. Hafa leiðtogarnir verið sammála um margt en eftir sem áður ber hæst ágreining Frakka og hinna þjóðanna um ráðstafanir í gjaldeyrismálum. Sagði talsmaður Bandaríkjaforseta, að litlar líkur væru á að samkomulag næðist um viðræður um aukið viöskiptafrelsi þjóða í milli. Meginverkefni þessa 11. leiðtogafundar iðnríkjanna var að ákveða viðræður um aukið frelsi í heimsviðskiptum en Mitterrand, Frakklandsforseti, gerði það lýð- um ljóst fyrir fundinn, að á þessar Bretland: Hermannaveiki — ekki inflúensa London, 4. maf. AP. HEILBRIGÐISYFIRVÖLD í Bretlandi hafa nú staðfest, að sjúkdómsfaraldurinn í Staffordsskíri og nágrenni stafi ekki af inflúensu eins og fyrst var talið, heldur sé um að ræða svokallaða hermannaveiki. Talið er, að 28 manns hafi ljósi að upptökum veikindafar- látist úr veikinni en hún hefur komið harðast niður á öldruðu fólki í Staffordsskíri. Eru þar 68 manns veikir en eftir að læknar greindu sjúkdóminn rétt fá sjúklingarnir rétt með- ul. Upphafleg einkenni her- mannaveikinnar og inflúensu eru mjög lík og því villti það um fyrir læknunum. Leitað er nú með logandi aldursins, sem aðeins er á litlu svæði í Mið-Englandi, og verða sjúklingarnir að gera ná- kvæma grein fyrir ferðum sín- um að undanförnu. Her- mannaveikin heitir svo vegna þess, að hennar varð fyrst vart á samkomu bandarískra upp- gjafahermanna í Pennsylvaníu árið 1976 en þá sýktist 221 og 34 létust. viðræður féllust Frakkar ekki nema samtímis yrði reynt að finna leiðir til að treysta gengi helstu gjaldmiðla innbyrðis. Bandaríkjamenn, Vestur-Þjóð- verjar, Bretar, Kanadamenn, Jap- anir og að flestu leyti ítalir einnig vilja, að viðræðurnar hefjist snemma næsta árs. George P. Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði í gær á fréttamannafundi, að ef Frökkum snerist ekki hugur myndu Banda- ríkjamenn sjálfir beita sér fyrir viðræðum á næsta ári. Um önnur heimsmál en efna- hagsmálin voru þjóðarleiðtogarnir mjög sammála og í stjórnmálayf- irlýsingu fundarins leggjast allir á eina sveif með Bandaríkja- mönnum í afvopnunarviðræðun- um. Er þar skorað á Sovétmenn að bregðast vel við skynsamlegum tillögum Bandaríkjamanna um fækkun kjarnorkuvopna. Leið- togafundinum átti að ljúka um miðjan dag en að loknum hádegis- verði var að vænta sameiginlegrar yfirlýsingar um það, sem áunnist hefur, og það, sem um er deilt. E1 Salvador styð- ur viðskiptabann Snn Snhndor, Wnshington, 4. mní. AP. RfKISSTJÓRN El Salvador hefur lýst yfir stuðningi við viðskiptabann- ið, sem Bandaríkjastjórn hefur sett á Nicaragua. Leiðtogar hinna svo- nefndu Contadora-ríkja segja aftur á móti, að viðskiptabannið auki ekki líkur á friði í Mið-Ameríku. í yfirlýsingu frá utanríkisráðu- neyti E1 Salvador segir, að ef vinstri stjórnin í Nicaragua hætti ekki ihlutun sinni i innanríkismál landsins, muni hún taka viðskipti landanna til endurskoðunar. Ráðuneytið fordæmir jafnframt stjórnmálakúgunina i Nicaragua og hin nánu tengsl vinstri stjórn- arinnar þar við Sovétrikin. Stjórn- in i Nicaragua hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við skæruliða, sem berjast gegn rikisstjórn EÍ Salvador, og hefur því verið haldið fram, að hún útvegi þeim einnig vopn og vistir. Mexíkó bættist í gær i hóp þeirra Contadora-ríkja, sem lýst hafa sig ósamþykk viðskiptabann- inu í Nicaragua. Segja formælend- ur utanríkisráðuneytisins þar, að sú leið sem Contadora-ríkin hafi farið til að leysa ágreining Banda- ríkjanna og Nicaragua sé hin eina, sem fær sé.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.