Morgunblaðið - 05.05.1985, Blaðsíða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MAl 1985
Minning:
María Rebekka
Sigfúsdóttir
Fædd 21. ágúst 1922
Dáin 18. apríl 1985
Á flughröðum vængjum tfmans
fljúga ár og dagar. Hver þekkir
skilin milli fortíðar og nútíðar,
hver eru mörkin milli svefns og
vöku, drauma og veruleika. Mæja
frænka mín er dáin. Þessi fallega
lífsglaða frænka min og vinkona
frá æskuárunum. Hún var björt
yfirlitum, ljóshærð og bláeygð.
Hún hafði mikla persónutöfra, var
dugnaðarforkur, kjarkmikil og
áræðin.
Feður okkar Einar og Sigfús
Guðfinnssynir, Einarssonar á
Hvítanesi við Skötufjörð, voru
bræður og auk þess traustir og
einlægir vinir alla tíð. Það voru
mæður okkar líka. Móðir hennar
var María Anna Kristjánsdóttir,
Sveinssonar frá Hlíðarhúsum á
Snæfjallaströnd. Sigfús var skip-
stjóri á Póstbátnum, sem hélt uppi
ferðum um Vestfirði. María var
alin upp á ísafirði, ég í Bolungar-
vík. Hún kom oft með föður sínum
til okkar. Hún var aldrei sjóveik,
'jr. þótti bara skemmtilegt þegar öld-
urnar braut á bátnum.
Halldóra föðuramma okkar átti
heima í Bolungarvík. Ekkert
tengdi okkur frænkurnar eins
saman og stundirnar með þessari
glæsilegu, stórbrotnu skagfirsku
konu, sem við unnum svo heitt.
Hún talaði aldrei við okkur sem
bðrn, alltaf sem fullorðnar vær-
um. Sagði okkur frá lífi sínu og
starfi, gleði og sorgum. Hún var
lífsreynd og æðrulaus, og hafði
mikil áhrif á okkur. Ég horfi glöð
í huga á myndir minninganna líða
hjá, margar eru sem ómur af
gömlu lagi.
Æskuheimili Maríu á tsafirði
var traust og gott. Sigfús virtur
skipstjóri, rólegur, athugull og
mikill drengskaparmaður. María
móðir hennar höfðingleg kona í
sjón og raun. Hún hafði sterka
skapgerð en hlýtt viðmót. Árið
1941 flyst fjölskyldan til Reykja-
víkur og stofnar Sigfús þar mat-
vöruverslun, sem hann starfaði
við meðan heilsa og kraftar
leyfðu. Heimilið var alltaf
mannmargt og fjölskylda og vinir
áttu þar jafnan athvarf. Fjöl-
skylda mín naut þess þó sérstak-
lega. Þau hjónin eignuðust 8 börn,
sveinbarn sem dó skömmu eftir
fæðingu, þá Guðfinn Halldór,
Kristján Pál, Mariu Rebekku, sem
nú er látin, Þorgerði sem lést 1957,
Garðar, Halldóru og Jenný Sig-
rúnu. Þau sem eftir lifa eru öll gift
og búsett í Reykjavík.
Eftir unglingaskóla stundaði
María nám í húsmæðraskólanum
ósk á ísafirði. Einnig lærði hún
kjólasaum í eitt ár. Hún var sér-
staklega verklagin, útsjónarsöm
og hagsýn húsmóðir og skemmti-
leg heim að sækja.
María giftist 18 ára sæmdar-
manninum Guðjóni Halldórssyni
skipstjóra, Sigurðssonar og
Svanfríðar Albertsdóttur. Heimili
þeirra stóð á ísafirði. Þau eignuð-
ust 3 börn, Svanfríði Maríu, Gylfa
og Selmu. Svanfríður María giftist
Reyni Gísla Karlssyni og eiga þau
2 börn, Gylfi og kona hans Elfa
Sonja Guðmundsdóttir eiga 3 syni,
Selma og maður hennar Vilmar
Hafsteinn Pedersen eiga 4 börn.
María og Guðjón slitu samvistum,
en giftust bæði aftur. Makar
þeirra reyndust stjúpbörnum sín-
um einstaklega vel. Guðjón giftist
Karlottu Einarsdóttur og búa þau
í Hafnarfirði. Eftir skilnaðinn fór
elsta barnið í fóstur til móðurfor-
eldra sinna, drengurinn var á veg-
um föður síns, en ólst að mestu
upp hjá þeim Lónseyrarsystkinum
Ólavíu og Engilbert Guðmunds-
syni, á Hallsstöðum í Nauteyrar-
hreppi. Yngri dóttirin fylgdi móð-
ur sinni.
María giftist aftur mætum
manni, Gylfa Gunnarssyni skrif-
stofumanni, lengst hjá Eimskip,
Sigurðssonar frá Selalæk og Sig-
ríðar Sigurgeirsdóttur. Þau byrj-
uðu búskap í Reykjavík, en byggðu
sér fljótlea hús í Holtagerði 1,
Kópavogi. Síðustu árin stóð þó
heimili þeirra í Reykjavík. Sumar-
hús áttu þau fyrst á Snæfellsnesi,
seinna á Stokkseyri, þar sem fjöl-
skyldan átti margar góðar stund-
ir.
María og Gylfi eignuðust 4 börn.
Þeirra elst er Sigríður, hennar
maður var Þórir Guðmundsson.
Þau eignuðust 4 börn en skildu.
önnur dóttir er Helga gift Hann-
esi Guðmundssyni, þeirra synir
eru 2, Þorgerður, sem lifði aðeins
Vi ár, en yngst er Þorgerður maría
gift Stefáni Vfglundssyni og eiga
þau 3 börn. Maria átti því 18
barnabörn. Hún bar vakandi um-
hyggju fyrir öllum sínum ástvin-
um og miðlaði þeim af gjöfulum
höndum og heitu hjarta.
María vann oft utan heimilis.
Hún fór nokkur sumur í síld til
Siglufjarðar með stálpaðar dætur
sínar. Einnig vann hún oft verk-
smiðjustörf, en síðustu árin í
snyrtivöruverslun og Gjafavöru-
húsinu á Skólavörðustíg. Alls
staðar var hún rómuð fyrir dugn-
að sinn og starfsgleði. Sporin sfn
taldi hún aldrei. Þau hjónin áttu
þess kost að ferðast mikið erlend-
is. Það jók þeim víðsýni og veitti
mikla ánægju.
lífið henni frænku minni ekki allt-
af auðvelt. Hún fór á mis við ým-
islegt, sem hugur hennar stóð til,
því síðustu 10 árin tókst hún á við
mikið heilsuleysi. Viljinn og lífs-
löngunin fleyttu henni þó yfir
þessi ár, og Gylfi og börnin reynd-
ust henni einstaklega vel. Nú var
sem skipt hefði um hlutverk. Þau
önnuðust hana af umhyggju og
kærleika. Af heilsufarsástæðum
dvöldu þau hjónin tvo siðastliðna
vetur erlendis. Hún andaðist úr
hjartaslagi á Mallorka.
„Allt er að þakka þér
það gott sem hljótum vér
um allar aldaraðir
eilífi Ijóssins faðir
(H. Andr.)
Fjölskylda mín saknar Maju
frænku og sendir ástvinum henn-
ar samúðarkveðjur.
Halldóra Einarsdóttir
Þau sorgartíðindi bárust okkur
sunnan frá Spáni, að systir okkar
María væri látin, en hún og eigin-
maður hennar, Gylfi Gunnarsson,
höfðu dvalið þar í vetur sér til
heilsubótar.
Við eigum öll ljúfar minningar
um Mæju, úr æsku okkar og upp-
vexti, en hún var þriðja elst af
okkur systkinum, sem upp kom-
umst. Hún var mörgum góðum
kostum búin og snemma fór að
koma í ljós, hve dugleg, hjálpsöm
og úrræðagóð hún var, enda komu
þessir kostir hennar sér vel við
uppeldi barna hennar, sem öll eru
einstaklega mannvænleg og vel af
guði gerð.
Hún sýndi mikið æðruleysi í lífi
sínu, því þrátt fyrir mikil veikindi
á seinni árum og ýmislegt and-
streymi, heyrðum við hana ekki
kvarta, hún var alltaf jákvæð,
gerði gott úr öllum hlutum og vildi
öllum vel.
Við vottum eiginmanni hennar,
börnum og fjölskyldum þeirra,
innilega samúð okkar og henni
þökkum við ástríka samfylgd og
biðjum henni blessunar guðs á
nýjum leiðum.
Garðar, Haddý og Jenný.
í dag verður kvödd hinstu
kveðju María Rebekka Sigfúsdótt-
ir. Foreldrar hennar voru heiðurs-
hjónin María Kristjánsdóttir og
Sigfús Guðfinnsson kaupmaður,
bæði ættuð frá Vestfjörðum og
bjuggu lengst af á ísafirði. Þeim
hjónum varð sjö barna auðið, dæt-
urnar voru fjórar og þrír synir.
María var sú þriðja í röðinni. Ein
dóttirin, Þorgerður, lést árið 1957,
aðeins 32ja ára gömul. Var hún
fjölskyldunni mikill harmdauði.
María giftist ung að árum Guð-
jóni Halldórssyni skipstjóra og
bjuggu þau á ísafirði. Þau eignuð-
ust þrjú börn, tvær stúlkur og
einn dreng. Þau slitu samvistir.
Fluttist María þá til Reykjavíkur.
Árið 1947 giftist María eftirlif-
andi manni sínum, Gylfa Gunn-
arssyni Sigurðssonar frá Selalæk
og Sigríðar Siggeirsdóttur Torfa-
sonar. Með Gylfa eignaðist María
fjórar dætur. Þau urðu fyrir þeirri
þungu sorg að missa Þorgerði,
næstyngstu dóttur sína, í bernsku.
Kynni okkar Maríu hófust fyrir
rúmum þrjátfu árum, þá báðar
nýfluttar til Kópavogs. Dætur
okkar urðu fljótlega leikfélagar og
vinskapur myndaðist milli heimil-
anna.
Þegar ég sá Maríu í fyrsta sinn
var ég á göngu með dóttur minni
Jónínu og benti hún mér á konu
sem hún sagði vera móður telpn-
anna, sem hún hafði nýlega
kynnst. Mér varð starsýnt á
Maríu, hún var svo falleg, björt og
þokkafull. Mér flaug I hug að
svona hefðu kvenkostir verið til
forna. Við nánari kynni kom einn-
ig í ljós að hún var ákaflega elsku-
leg kona, sérlega skapgóð, og tók
því sem að höndum bar með still-
ingu.
Það var gott að búa í Kópavogi
með ung börn á þessum árum.
Áhyggjulaust, og gott leiksvæði
fyrir börnin og góð tengsl við ná-
grannana. Dætur okkar Maríu
bundust vináttuböndum á þessum
árum sem verða ekki rofin.
Fyrir nokkrum árum bauð
Helga, dóttir Maríu, nágranna-
konum móður sinnar og dætrum
t
Eiginmaöur minn.
SVEINN EINARSSON,
Bergþórugötu 14,
andaöist i Landspítalanum þann 2. mai.
Fyrir hönd barna og annarra vandamanna,
Sigriöur Söebech.
t
Ástkær eiginkona min, móöir okkar, tengdamóöir, amma og lang-
amma,
HELGA RAGNHEIÐUR HJÁLMARSDÓTTIR
frá fsafiröi,
Skipholti 47, Reykiavfk,
veröur jarösungin frá Háteigskirkju mánudaginn 6. maí kl. 15.00.
Helgi Hólm Halldórsson,
Svandfs Helgadóttir, Siguröur Gunnarsson,
Filippfa Helgadóttir, Magnús Danfelsson,
Geira Helgadóttir, Guömundur Gunnarsson,
Ásgeir Helgason, Guörún Jóhannsdóttir,
Arndfs Helgadóttir, Pétur Veturliöason.
t
Móöir min, tengdamóöir og amma,
ÞÓRANNA MAGNÚSDÓTTIR
fyrrverandi húsvaröarfrú,
veröur jarösungin frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 7. maí kl. 10.30.
Blóm afþökkuö, en þeir sem vildu minnast hinnar látnu vinsamlega
láti Landspítalann njóta þess.
Jónas Hallgrfmsson,
Anna Margrét Lárusdóttir
og börn.
t
Móöir mín, fósturmóöir, tengdamóöir, amma og langamma,
HALLDÓRA LÁRUSDÓTTIR,
Barónsstfg 20a,
Reykjavfk,
veröur jarösungin mánudaginn 6. maí kl. 13.30 frá nýju kapellunni
í Fossvogi.
Emilfa og Hinrfk Thorarensen,
Hulda og Óthar Smith,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
ÁSTGEIR ÓLAFSSON
Ási f Bss,
sem lést aö heimlli sínu aöfaranótt 1. maí sl., veröur Jarösunginn
frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 7. mai kl. 15.00.
Friómey Eyjólfsdóttir,
Gunnlaugur Ástgeirsson, Ósk Magnúsdóttir,
Krlstfn Ástgeirsdóttir, Kári Gunnlaugsson,
Ólafur Ástgeirsson, Freyja Gunnlaugsdóttir.
Þrátt fyrir eðliskosti sína var
t
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og
vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar,
tengdafööur og afa,
DANÍELS SIGURÐSSONAR,
Hamrabergi 24.
Martfna Siegfriedsdóttir,
Jónína G.H. Danielsdóttir, Jóhann Ingólfsson,
Siguröur M. Danfelsson, Þórunn Björk Einarsdóttir,
Þröstur S. Danfelsson, Helga Bára Magnúsdóttir,
Hanna G. Danfelsdóttir, Ámundi Ingi Ámundason,
Kristján G.H. Danfelsson,
Daníel Danfelsson
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför móöur okkar og tengdamóöur,
SÆUNNAR E. KLEMENSDÓTTUR
frá Klettstfu.
Sórstakar þakkir eru færöar til forstööukonu og starfsstúlkna
Dvalarheimilis aldraöra ( Borgarnesi.
Karl M. Jónsson,
Klemenz Jónsson,
Jóhannes Jónsson,
Elis Jónsson,
Lára Benediktsdóttir,
Guórún Guömundsdóttir,
Erna Jónsdóttir,
Brynhildur Benediktsdóttir.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför,
PÁLS PÁLMASONAR,
fyrrverandi ráóuneytisstjóra,.
Fyrir hönd aöstandenda.
Birna Hjaltested,
Erlingur Hjaltested,
Ása Hjaltested,
Guöríöur B. Hjaltested,
Anna Lfsa Hjaltested,
Svavar Hjaltested.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför
eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa,
ÞORGRÍMS G. GUDJÓNSSONAR,
Rofabæ 29.
Ragnheióur Þ. Anderson,
Ragnheiöur Þ. Anderson, Mats Anderson,
Hrafnhildur Þorgrímsdóttir, Rafn Kristjánsson,
Björn Ingi Þorgrímsson, Jóhanna Jósefsdóttir
og barnabörn.