Morgunblaðið - 05.05.1985, Blaðsíða 29
Er fræg
fyrir staf-
setning-
arvillur
— segir Halldór
Halldórsson um ís-
lenzk-latnesku orða-
bókina, sem fram
kom í Ungverjalandi
EITT eintak hinnar íslenzk-latn-
esku orðabókar Guðmundar And-
réssonar kom fram í vetur í ung-
versku bókasafni. Orðabókin er
prentuð 1683 en samin um 30 ár-
um áður. Talið er að minnsta kosti
tugur eintaka orðabókarinnar sé
til í bókasöfnum um víða veröld.
Morgunblaðið skýrði frá þessu
síðastliðinn þriðjudag, en til að
leita nánari upplýsinga um
orðabókina leitaði blaðið til
Halldórs Halldórssonar, próf-
essors. Hann sagði bókina vel
þekkta meðal íslenzkra mál-
fræðinga og þeirra, sem fjölluðu
um norræn mál. Hann hefði
meðal annars notað hana sjálfur
frá því um 1951 og því væri
varla rétt að segja að hún hefði
fundizt. Að minnsta kosti tugur
eintaka væri til í helztu háskól-
um heims. Elzta íslenzka orða-
bókin, sem vitað væri um, væri
eftir Magnús ólafsson í Laufási,
Specimen Lexici Runici, frá
1650. Talið væri að Guðmundur
Andrésson hafi komizt yfir
hana og síðar ritað sina orðabók
um 1654. Hún hefði ekki verið
gefin út fyrr en mörgum árum
eftir dauða hans og væri meðal
annars fræg fyrir að vera
prentvilluríkust íslenzkra bóka.
Bókin væri meðal annars til
bæði 1 Háskólabókasafni og á
Orðabók Háskólans, en þangað
hefði hún verið keypt upp úr
1970 af innlendum aðila.
Þá gat Halldór þess, að til
hefði staðið að Rannsóknar-
stofnun í norrænum málvísind-
um gæfi orðabók Guðmundar
Andréssonar út með tilheyrandi
leiðréttingum. Yrði þá tekið mið
af handriti bókarinnar, sem
væri í Bodelain Library í Öxna-
furðu og skráð væri undir heit-
inu Junius 120.
———
V^terkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1985
29
20 stykkja snyrtivörusett frá
Miss Mary of Sweden; 8 augnskuggar,
4 kinnalitir, 4 varalitir, augnháralitur,
kinnalitapensill, varalitapensill og
augnskuggapensill.
GRATTAN-VÖRULISTAUMBOÐIÐ
Pósthólf 205 - 222 Hafnarfjöröur
Simi (91) 651100
FRAM ppTöI vu-sumar búðir u á ári æskunnar
A flnmiÁ^ Innritun í „Tölvu-sumarbúöir“ skólans á AinUQIUá Varmalandi í Borgarfirði, hefst á morgun 9 mánudaginn 6. maí, klukkan 10:00 stundvíslega, á skrifstofu skólans á Síðumúla 27.
— — —‘ ‘ ZZ
Við innritun þarf að greiða 2.500 króna
TOLVUSKOLI staðfestingargjald.
Verið framsýn - tryggið frmtíð barna ykkar á tölvuöld.