Morgunblaðið - 05.05.1985, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 05.05.1985, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1985 61 Hinn 20. aprfl 1975 var Dith Pran, kambodískur aðstoðarmaður fréttaritara New York Times, Sydn- eys Schanberg, staddur í óendan- legri þvögu borgarbúa sem verið var að reka út úr Phnom Penh. Strax þarna á veginum er leitin að menntamönnum og efnafólki hafln: „Héðan í frá verður ekki til nema ein stétt, bændur," segja Rauðu kmerarnir. Dith Pran tókst að ná sér > stuttbuxur, óhreina skyrtu, sandala og hann fleygði þessum 2600 dollur- um sem Schanberg hafði gefið hon- um. Hann segist vera leigubflstjóri þegar hann er spurður. Það bjargar h'fl hans. „Skelfilegastir voru þessir 12 og 13 ára gömlu í hópi Rauðu kmer- anna,“ segir hann. „Þeir brostu aldrei. í reiðikasti áttu þeir það til að drepa á stundinni, eins og ekkert væri... Þeir voru ekki einu sinni neitt líkir Kambodíumönnum. Mað- ur hefði getað haldið að þeir kæmu beint út úr frumskóginum eða úr öðrum heimi. “ 99 samvinnu við Rauðu Kmerana. Það var því ekki fyrr en eftir 1977, þegar farið var að taka við fyrstu flóttamönnunum úr búðunum við Thailand og þeir að streyma til Frakklands, að umheimurinn átt- aði sig á þeim hörmungum og út- rýmingu á þjóðinni sem fram fór inni í þessu lokaða landi. Thai- lendingar hleyptu ógjarnan blaða- mönnum í búðirnar á landamær- unum. Blaðamaður Mbl. komst þar inn undir fölsku flaggi gegn um vini í lítilli hjálparstofnun, til að hlusta á frásagnir af þeim ósköpum sem nú blasa við á kvikmyndatjaldinu í myndinni Vígvellir í Háskólabíói og Regn- boganum. LITLU SVART- KLÆDDU MENNIRNIR Hvað var það þá sem gerðist 17. apríl 1975 í Phnom Penh? Það var enginn skipulagður her sem streymdi inn í borgina heldur litl- ir svartklæddir menn með rauð- og hvítköflótta trefla um hálsinn og hríðskotabyssur í höndunum. Þeir gengu hljóðlaust á ilskóm úr bíldekkjum og með svipbrigðalaus sólbrennd andlit, eftir að hafa í fimm ár lifað á hrísgrjónum í frumskóginum og herjað á borg- arbúana sem voru búnir að hrekja burt hlutleysisstefnumanninn Shianouk prins 1970 og skipa sér við hlið Bandaríkjamanna i stríði þeirra í Víetnam — við erkióvini Kambódíumanna um aldir. Á göt- unum var litlu mönnunum fagnað af stúdentum og öðrum íbúarnir áttu jafnvel von á þvi að samvinna gæti tekist milli skæruliðanna og „framfarasinnaðra". Fréttamaður blaðsins Monde sendi jafnvel sitt síðasta fréttaskeyti 17. apríl: „Phnom Penh frelsuð". En þar með var því líka lokið. Strax um kvöldið rufu Rauðu kmerarnir allt samband. Framfarasinnuðu stúd- entarnir voru afvopnaðir og fluttir brott með hendur bundnar fyrir aftan bak. Seinna skýrði flótta- maður frá því að þeir hefðu verið slegnir af með höggi aftan á háls- inn. Þeir urðu fyrstir af langri röð fórnarlamba útópíuhugmynda Rauðu Kmeranna. Stilling þeirra og svipleysi fyrstu tímana hvarf brátt. Svartklæddu mennirnir urðu sem óðir, réðust á allt sem minnti á neysluþjóðfélagið, brutu ísskápa, öll nútímatæki og húsbúnað. Geymslur bankanna voru brotnar upp og seðlunum dreift út í veður og vind. Eldar loguðu um öll betri íbúðarhverfin. Og undir morgun var farið að tæma borgina með valdi. Hermennirnir hrekja þrjár milljónir manna á undan sér, aðra Sydney Schanberg, fréttaritari New York Tiraes í Kambodíu, sögu- maðurinn í kvikmyndinni Vigvellir: „Við höfðum enga hugmynd um hvað þessir Rauðu kmerar voru. Okkur sýndist þeir helst vera ein- hverjir félagsmálasiðapostular, menntaðir í Frakklandi að mestu leyti, og í hæsta lagi færir um að stunda ómerkilegan skæruhernað. Engum kom í hug útrýming í þessu sambandi, því maðurinn hafnar því alfarið að trúa nokkru slíku. Kambodíumenn gátu heldur ekki ímyndað sér að landar þeirra gætu framið slík hryðjuverk! Hálfum mánuði áður en Bandaríkjamennirn- ir yflrgáfu sendiráðsbyggingu sína höfðu þeir sent 200 til 300 starfs- mönnum boð um að þeir mundu á tilteknum degi láta þá fá fyrirmæli um undankomu. Það var gert 12. april. Aðeins þrír Kambodíumenn mættu. “ 99 sífellt verið að reka á eftir, segja fólkinu að flýta sér því bandarísk- ar flugvélar séu á leiðinni til að varpa sprengjum á Phnom Penh. Allir muna eftir B-52-flugvélinni sem 1973 henti af misgáningi sprengjum á þorpið Neak Luong, sem sagt er frá í upphafi myndar- innar Vígvellir. f kvikmyndinni er nákvæmlega sama myndin dregin upp sem læknirinn Men Bun Juncht Medeunk lýsti fyrir mér í flóttamannabúðunum í Aranyapr- athet 1977, en hann var læknir í Vináttusjúkrahúsi Sovétmanna í Phnom Penh og tókst að dyljast á sama hátt og læknirinn Haing S. Ngor, sem leikur aðstoðarmann- inn í kvikmyndinni. Hann horfði upp á þá lækna drepna, sem upp um komst að ekki voru ómenntað- ir verkamenn eða bílstjórar, eins og leikarinn sem þóttist vera óiæs bílstjóri. SIÐASTI GRIÐASTAÐURINN Franski ræðismaðurinn einn hafði orðið eftir í sendiráðsbygg- ingunni ásamt nokkrum aðstoðar- mönnum og það verður síðasti griðastaður um 1500 manna. Hreinlætisaðstaða og lífsskilyrði verða brátt illbærileg innan veggja sendiráðsins. Kmerarnir krefjast inngögnu í sendiráðið, eins og sýnt er í myndinni og líkt því sem Francois Ponchaud sagði frá. En hann talaði málið og nýtt- ist sem túlkur. Kmerarnir krefjast þess að fá afhenta alla Kambódíu- menn sem þarna eru. Ef ekki, þá verði umsvifalaust skrúfað fyrir ómissandi vatnið. Útlendingunum verði þá alls ekki hleypt úr land- inu. Frakkarnir láta undan. Kambódíumennirnir beygja sig. Halda flestir reisn sinni er þeir ganga á vald böðla sinna undir forustu Sirik prins Matak, næst- æðsta manns fyrri ríkisstjórnar. Hann er umsvifalaust sleginn í hel og líka forsætisráðherrann Long Boret. Líki hans er kastað í gryfju og síðan plantað þar bananatré: „Hann verður þá til einhvers gagns,“ segja böðlar hans. Þarna verður bandaríski blaðamaðurinn Sydney Schanberg að horfa á eftir aðstoðarmanni sínum Dith Pran, eins og sést í myndinni. Franski ræðismaðurinn og 900 evrópskir og amerískir flóttamenn í sendi- ráðinu eru fluttir í herflutninga- bílum mörg hundruð kílómetra leið að landamærum Thailands. Fá ekki að láta flugvélar sækja sig, þótt þeir hafi séð kínverskar flugvélar lenda á vellinum. Þeir Dr. Haing S. Ngor var árið 1975 skurðlæknir á hersjúkrahúsinu Pre- ach Monivong de Phnom Penh. „Ég var ekki í neinum vandræð- um með að leika hlutverk Dith Prans í „Vígvellir“. Allt sem hann upplifði, kom fyrir mig líka. Og enn verra. Einn liður var skorinn af flngrinum á mér af því að ég ávarp- aði unnustu mína með „elskan mín“.Ég var hengdur á kross í 4 daga og þrjár nætur og eldur kveikt- ur hjá mér. Þá héldu þeir hrísgrjóna- skál og tveimur bitum af þurrkuðum flski fyrir framan neflð á mér og sögðu: Játaðu að þú sért læknir og þá færðu að borða!. Ég lét mig aldrei. Þeir létu líka plastpoka yfír höfuðið á mér og hertu að þar til ég var að kafna... Daginn þann vor- um við 24 talsins sem urðum fyrir þessum pyndingum. Aðeins fímm lifðu þær af.“ Á fjórum árum missti Haing S. Ngor unnustu sína, móður hennar, foreldra sína, fjóra bræður og flest börnin þeirra. 99 fylkinguna í suður og hina norður úr borginni. Gamalmenni og sjúklingar falla og þeir sem ætla að hjálpa þeim eru barðir aftur inn í röðina. Sjúklingar eru hrakt- ir út úr Calmette-sjúkrahúsinu, sumum ýtt áfram í rúmum á hjól- um með blóðflöskurnar enn hang- andi við sig, aðrir hoppa á hækj- um í fylkingunni. í hátölurum er aka gegn um tæmda bæi og auð þorp. Allir íbúarnir hafa verið reknir út í skógana og hrísgrjóna- ekrur þar sem þeir hrynja niður í vinnubúðum. Þar eiga þeir að snúa aftur til þess að lifa á jarðar gæð- um einum, afneita öllum útlend- um borgarsiðum og þar á að endurfæðast hin nýja stétt komm- únista. Það þarf að eyða óvinum fólksins. Lýsingin á lífinu í búðun- um kemur líka heim við það sem flóttamenn sem ég hitti höfðu upplifað sjálfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.