Morgunblaðið - 05.05.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 05.05.1985, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 5. MAI 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Himdrud húsbyggjenda ofreiknuðu vexti 1983: Eþíópia: * Islensk „fæðingar- deild“ á vörubfl „EKKERT er jafn ánegjulegt og aö geta gefið nýfeddu barni, sem ann- ars aetti ekki neitt, teppi utanum sig eða ef til vill notaða skyrtu,“ segir Björg Pálsdóttir hjúkrunarfræðing- ur og Ijósmóðir, sem nú starfar á hungursvæðunum í Eþíópíu, í bréfi til Mbl. Mvndin var tekin þar syðra á dögunum þegar Björg tók á móti nýjum heimsborgara á „fæðingar- deildinni“ i Worgesa; fæðingar- deildin er pallur lítils vörubíls, sem fslensku hjálparliðarnir þar hafa til umráða. „Hér er mikið af ófrískum kon- um en ungbarnadauði er líka mjög mikill," segir Björg enn- fremur i bréfi sínu, svo ekki er víst að þetta nýfædda barn verði langlift. „Þakklæti fáum við ómælt, hversu lítið sem gert er.“ Hún segir að einu bílarnir, er fari um svæðið sem íslendingarn- ir starfa á, séu flutningabilar og bílar hjálparfólksins. „Okkar bíl- ar eru notaðir til margvíslegra flutninga, svo sem birgðaflutn- inga, fólksflutninga og svo er pall- urinn á Toyota Hilux bílnum okkar notaður sem fæðingardeild. Það þætti auðvitað algjör neyðar- úrlausn á okkar mælikvarða en hér er það lúxus. Aðstaða til allr- ar vinnu er mjög svo frumleg og oft er ég skrautleg með alla vasa úttroðna af þvf, sem nauðsynlega þarf á að halda við hverja f*ð- ingu.“ MorsunblaðiA/Bjarni Sighvataaon SKATTSTJÓRINN í Reykjavík hefur á undanlornum vikum krafið hundruð húsbyggjenda og -kaup- enda um skýringar á vaxtagjöldum þeirra vegna kaupa á húsnæði til eigin nota á árinu 1983. Dæmi eru um að einstaka húsakaupendur hafi fengið skattahækkun, sem nemur um 100 þúsund krónum, þegar starfsmenn Skattstofunnar ^thafa farið yfir skýringar manna og greinargerðir. „Það er dálítiö um að menn Eldur í fbúð í Þórufelli: Eldtungurnar stóðu út um _stofugluggann ELDUR kom upp í stofu íbúðar á þriðju hæð í fjölbýlishúsi við Þóru- fell í gærmorgun og skemmdist hún töluvert af eldi, vatni og reyk. Engin slys urðu á fólki. Það var laust fyrir klukkan sjö sem húsráðandi í íbúðinni vakn- aði við að eldur var laus í stof- unni og íbúðin full af reyk. Hringdi hann þegar í stað á slökkviliðið og er það kom á stað- inn stóðu eldtungur út um stofu- gluggana, skv. upplýsingum Helga Scheving, varðstjóra í Slökkviliði Reykjavíkur. Húsráð- andinn og tveir gestir hans - ásamt íbúum á fjórðu hæð húss- ins voru þá komnir út úr húsinu. Ráðist var gegn eldinum með há- þrýstivatni og gekk vel að slökkva. íbúðin var síðan loft- ræst og stigagangurinn sömu- leiðis. Nokkrir voru fluttir á slysa- deild í öryggisskyni en allir fengu síðan að fara heim. Ekki er ljóst hvernig eldurinn kviknaði en grunur leikur á að logandi sígaretta hafi verið skilin eftir í stofunni er fólkið gekk til náða. færi verðbætur, sem leggjast ofan á svokallað viðmiðunarverð húseigna, sem vexti," sagði Gest- ur Steinþórsson, skattstjóri, er Mbl. leitaði upplýsinga hjá hon- um um þetta mál. „Slíkar verð- bætur þýða í raun hækkun á stofnverði viðkomandi eignar og eiga að færast sem slíkar. Það getur haft í för með sér hækkun.“ Hann sagði að fyrirspurnum embættis síns vegna framtals 1984 hefði verið beint jöfnum höndum til sjálfstæðra hús- byggjenda sem og þeirra, er keypt hefðu húsnæði með þátt- töku í byggingarsamvinnufélög- um. „Sum byggingarsamvinnu- félög gera upp hjá sér um áramót og þá er allur kostnaður sundur- liðaður, þar á meðal fjármagns- kostnaður. Þess eru dæmi að íbúðakaupendur hafi fært þenn- an fjármagnskostnað sem vexti, sem ekki er rétt. Það er enda fé- lagið sjálft sem tekur lánið, ekki einstakir húsbyggjendur, sem þar með hafa ofreiknað sér vexti.“ Gestur sagði að auk þess sem vaxtareglur væru býsna flóknar hvíldi nokkur sök í þessum efn- um á lánastofnunum, því af- greiðsluseðlar þeirra margra og greiðslukvittanir væru flóknar og illa upp settar þótt það horfði nú til betri vegar. „Þetta hefur haft í för með sér að margir hafa ofreiknað sér vexti, aðrir hafa vanreiknað þá og algengt er að öll vísitöluhækkun lána sé reikn- uð sem vextir." Hann sagði að skattstjórar víðar en í Reykjavík hefðu beitt sér fyrir athugunum af þessu tagi. „Við höfum verið að þessu undanfarnar vikur og mánuði og erum búnir að fara yfir töluverð- an hluta af skýringum manna. Sumir lækka, aðrir standa í stað — en flestir hafa fengið ein- hverja hækkun án þess að ég hafi á hraðbergi tölur þar um,“ sagði skattstjóri. 500 svartfuglar og 2,6 tonn af þorski AFLABRÓGÐ smærri báta frá Gnindarfirði hafa verið með eindæmum það sem af er árinu. Upp á síðkastið hefur fjörðurinn verið „fullur" af fiski og fugli svo menn muna varla annað eins. Bergur Garðarsson og félagar hafa frá áramótum fengið um 140 tonn af þorski á 8 tonna trillu og eru nú að búa sig á grásleppuna til að klára ekki þorskkvótann fyrir norðanmönnum. Bergur á og gerir út trilluna inn orðið 16 tonn á línuna og 74 Báru SH 181. Hann sagði, að þetta hefði verið hálf ævintýralegt að undanförnu og menn verið að moka upp boltaþorski rétt utan við bryggjurnar, loðna hefði vaðið um allan fjörðinn, kóðsild í kjöl- far hennar og þorskurinn og svartfuglinn á eftir öllu saman. Pjörðurinn hefði nánast verið svartur af fugli. Bergur sagði áð þeir hefðu byrj- að tveir á línu seinni hluta janú- armánaðar og náð 10 tonnum I þeim mánuði, í febrúar hefði afl- tonn í netin í marz og 30 í aprfl. Þá hefðu þeir háfað upp 4 tonn af loðnu, sem þeir frystu í beitu. Þeir hefði svo siöan farið i þrjá róðra á handfærum og fengið samtals 7,5 tonn af boltaþorski auðvitað. Hann tæki svo ört varla hefðist undan. Þeir félagar hefðu svo fengið talsvert af svartfugli í net- in. Þeir hefðu iagt 5 net uppi á grunni á 10 til 15 faðma dýpi um daginn. Eftir nóttina hefðu verið 2,6 tonn af góðum þorski í netun- um og 500 svartfuglar. Morgunblaðið/Bæring Bergur Garðarsson og Jón Sigurðsson landa þorski og svartfugli. Bergur fjær á rayndinni. Yfir hundrað þúsund króna skattahækkun Pökkunarstöð stofnuð í Þykkvabænum: Bændur höfnuðu aðild Grænmetisverslunar Hugmyndir uppi um tvo dreifingaraðila KARTÖFLUBÆNDUR í Þykkva- bænum hafa stofnað hlutafélag um stofnun og rekstur pökkunarverk- smiðju fyrir kartöflur. Stefna þeir að því að koma pökkunarstöðinni í gang í vor. í upphafi var fyrirhugað að Grænmetisverslun landbúnaðar- ins ætti meirihluta í stöðinni, en þeg- ar til kom hafnaði meirihluti bænd- anna aðild fyrirtækisins. Eru uppi hugmyndir um að hafa tvo dreif- ingaraðila í Reykjavík fyrir pökkun- arstöðina. Páll Guðbrandsson í Hávarð- arkoti, sem sæti á í stjórn Pökk- unarstöðvar Þykkvabæjar hf., en það er nafn fyrirtækisins, sagði í samtali við Mbl. að ekki hefði náðst samstaða um aðild Græn- metisverslunarinnar. Menn hefðu talið of mikla óvissu ríkja um framtíð Grænmetisins til að treystandi væri á það. Bændur hefðu frekar viljað eiga verk- smiðjuna sjálfir og vera þannig óháðir dreifingaraðilanum. Hann sagði að hugmyndir væru uppi um að hafa tvo dreifingaraðila fyrir kartöflurnar frá pökkunarstöð- inni. Auk Grænmetisverslunar- innar væru menn með í huga fyrirtækið Þykkvibær hf. í Reykjavík, en það er dreifingarað- ili kartöfluverksmiðjunnar í Þykkvabæ. Páll í Hávarðarkoti sagði að vél- in kæmi í þessum mánuði, hús- næði hefði þegar verið tekið á leigu og sagöi stefnt að gangsetn- ingu í vor. Hann sagði að stofn- kostnaður væri áætlaður 4 millj- ónir kr. og þar af ætluðu bændur sjálfir að leggja fram 3 milljónir kr. Hann sagði að mikil samstaða væri um stofnun stöðvarinnar og ættu svo til allir kartöflubændur í Þykkvabænum hlut í henni. E EUROCAPD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.