Morgunblaðið - 05.05.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.05.1985, Blaðsíða 44
44 MÖRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1985 „VAXANDI miðstýring { mennta- kerfinu og minnkandi frumkvæði og einnig ábyrgð þeirra sem starfa í skólunum virka sem helfjötrar. Launakerfi og kjör kennara er ekki hvetjandi heldur þvert í móti letj- andi. Launakerfið er sem slitin flík sem ekki verður bett að neinu gagni. Því verður að sníða og sauma nýja flík. Kennsla í skólum landsins verður að vera starf sem vel mennt- aðir og áhugasamir kennarar kepp- ast um að fá að vinna,“ sagði Gunn- laugur Sigurðsson skólastjóri f Garðaskóla í Garðabæ. Garðaskóli er skóli fyrir eldri nemendur grunnskólans { Garðabæ. Um 600 nemendur sitja þar nú á skólabekk i 6., 7., 8. og 9. bekk. Við skólann starfa 35 kennarar auk skólastjóra og yfirkennara, auk þess 15 starfs- menn aðrir. Garðaskóli er í nýju og glæsi- legu húsnæði og er skólinn vel bú- inn tækjum og kennslugögnum. Skólinn hefur því upp á flest það að bjóða sem góðir kennarar sækj- ast eftir, enda hefur litlum erfið- leikum verið bundið fram að þessu að fá góða kennara til starfa. Nú bregður hins vegar svo við, að á síðustu kennsluvikum hefur svo til verið ógjörningur að fá forfalla- kennara að skólanum og segist Gunnlaugur bera mikinn kvíðboga fyrir haustinu en hann hefur þeg- ar auglýst nokkrar kennarastöður sem þá losna, án árangurs. Gunnlaugur Sigurðsson skólastjórí í félagsmiðstöð Garðaskóla, Garðahindi. MorgunblaMft/Ánii Sæberg Launakerfi kennara sem slitin flík — segir Gunnlaugur Sigurðsson skólastjóri Garðaskóla í Garðabæ en hann ber mikinn kvíðboga fyrir komandi hausti vegna lausra kennarastaða Stærsti hlutinn fer í framhaldsnám Það vekur athygli aðkomu- manna að engin skólabjalla hring- ir á meðan á dvölinni stendur. Skólastjóri er spurður hverju það sæti. Hann segir engar hringingar vera í skólanum, hvorki í tíma né út. „Samt sem áður virðast nem- endur og kennarar gæta þess að byrja og enda kennslustund á rétt- um tíma. Stórar klukkur er víðs vegar í skólanum svo að allir geta séð hvað tímanum líður." Gunnlaugur var i lokin spurður Auka verður sjálfstædi og ábyrgð hvers skóla Gunnlaugur segir að Garðaskóli sé hér ekkert einsdæmi og miðað við þær góðu aðstæður sem skól- inn búi við og staðsetningu hljóti ' vandinn að vera mun meiri annars staðar. En hvað er til ráða? Gunnlaugur sagði m.a.: „Það verð- ur að auka sjálfstæði skólahverfa og hvers skóla og um leið verður að auka ábyrgð hvers skóla og hvers starfsmanns i skólunum. Duglegustu og hæfustu kennar- arnir una sér ekki í starfi í skólum sem eru hnepptir í helfjötra miðstýringar. Alla starfsmenn á að ráða að viðkomandi skóla með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Skólanefnd hvers skóla á að ann- ast ráðninguna samkvæmt heim- ild menntamálaráðuneytisins og skólanefndin á auðvitað að bera raunverulega ábyrgð á því að hæf- ir kennarar kenni börnunum í skólahverfinu." Skólastjórinn bauð blaðamanni og ljósmyndara að skoða húsa- kynni skólans en hann er rekinn í náinni samvinnu við Bókasafn Garðabæjar og félagsmiðstöðina Garðalund, en báðar eru stofnanir þessar í skólahúsnæðinu. Bóka- safnið er jafnframt skólabókasafn og fer allt félagslíf nemenda fram í Garðalundi. Samrekstur þessi eykur mjög nýtingu á húsnæði, tækjum og búnaði, sparar stórlega í stofnkostnaði og einnig í rekstri, að sögn Gunnlaugs. Bókasafnið er í vistlegum og björtum húsakynnum á annarri hæð í skólabyggingunni. Bæjar- bókavörður er Erla Jónsdóttir en auk hennar starfa við bókasafnið tveir og þrír bókaverðir sem að- stoða nemendur og kennara frá kl. 9 til 19 hvern skóladag. Safnið tel- ur um 24 þúsund bindi bóka og fræðirita. Kennslustofur eru bjarUr og vel búnar kennslutækjum. Hér fer fram tungu- málakennsla. Þau kunna væntanlega brauð að baka í dag, þvf allir áttu að baka gerbrauð eftir sýnikennslu í kennslueldhúsinu. í bókasafninu er góð aðstaða fyrir þá sem kjósa hvfld í rólegu umhverfi. Vaxandi áhugi nemenda á forritun og ritvinnslu Vinnuaðstaða nemenda og kennara í skólanum er góð. Allar kennslustofur eru sérkennslustof- ur. Þar hafa kennarar öll sín kennslugögn, auk þess sem þeir hafa sérstök vinnuherbergi tengd kennslustofunum. Þar geta þeir unnið vinnu sína þó kennsla fari fram í stofunum. Þá eru bekkir og borð víðs vegar um skólahúsið sem nemendur geta notað að vild. Samkomusalur og mataraðstaða nemenda eru opin allan daginn. Þá hafa nemendur 9. bekkjanna eigin setustofu. Tæki og kennslu- gögn sagði Gunnlaugur að væru mjög fullkomin, m.a. á skólinn tíu tölvur og tilheyrandi fylgibúnað til kennslu í forritun og ritvinnslu. Hann sagði mikinn og vaxandi áhuga meðal nemenda á því námi og það gerði kröfur um stöðuga endurnýjun á tölvubúnaðinum. Gunnlaugur sagði skólann ætíð hafa verið mjög heppinn með kennara. Þeir væru vel menntaðir og áhugasamir. Af þvf leiddi að þeir gerðu allmiklar kröfur til nemenda sinna — kröfur sem mið- aðar væru við að nemendur gætu staðist þær með góðri aðstoð for- eldra og kennara. Varðandi sam- starf foreldra, kennara og nem- enda sagði skólastjórinn: „Nem- endur skólans sýna að stærstum hluta mikinn áhuga á náminu og skólagöngunni, enda eru foreldrar í Garðabæ ákaflega áhugasamir um velgengni barna sinna. Það er margsannað mál að afstaða for- eldra og umhverfis getur haft mikið að segja um námsárangur barna og unglinga." Félagslíf í skólanum er mikið og aðstaðan virðist góð. f miðri bygg- ingunni á jarðhæð er stór gryfja sem gegnir hlutverki dansgólfs, fundarsalar, leiksviðs og yfirleitt alls þess sem félagslíf nemenda og bæjarbúa snýst um. Við hlið Garðaskóla er íþróttahúsið f Garðabæ í nýlegri byggingu og við það er sundlaug. Gunnlaugur sagði að mikill og vaxandi áhugi væri á íþróttum í skólanum enda aðstaða mjög góð bæði fyrir inni- og útiíþróttir. hvað tæki við hjá nemendum hans eftir grunnskólann. Hann svaraði: „Stærsti hluti unglinga f hverjum árgangi í Garðaskóla heldur áfram námi að loknum grunnskól- anum. Gott samstarf er á milli starfsmanna Garðaskóla og hins nýstofnaða Fjölbrautaskóla í bænum. Nokkrir kennarar kenna við báða skólana og fasttengja með störfum sínum stofnanirnar. Nemendur í 9. bekk eiga mögu- leika á að fá nokkrar valgreinar metnar til eininga við fjölbrauta- skólann f Garðabæ og geta þannig stytt námstíma sinn á fram- haldsstigi. Þetta á einkum við um mjög duglega námsmenn. Með þessu vilja stjórnendur skólanna leitast við að draga úr misskiln- ingi og misklíð sem stundum kem- ur upp á milli skólastiga. Við von- um að við njótum stuðnings yfir- valda áfram eins og hingað til í þessari viðleitni okkar. Þá má geta þess að lokum, að yfirvöld í Garðabæ hafa á liðnum árum styrkt kennara skólans árlega til viðhalds- og endurmenntunar bæði hérlendis og erlendis. Stefnt er að því að auka þennan þátt, því að skólayfirvöld bæjarfélagsins hafa skilning á því að gera vel við góða kennara."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.