Morgunblaðið - 05.05.1985, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.05.1985, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1985 Úr myndinni Vígvellir, sem nú er verið að sýna í Há- skólabíói og Regnboganum. Myndin um fréttaritarann Sydney Schanberg (Sam Waterston) og aðstoðarmann hans, Dith Pran (Haing S. Ngor). Á sjónvarpsskjánum mátti nýlega sjá hvar læknirinn Haing S. Ngor, formaður Átthagafélags Kambódíu- manna á vesturströnd Bandaríkjanna, tók við Óskarsverðlaununum fyrir besta leik í aukahlutverki í kvikmyndinni Vígvellir. Á Óskarsverðlaunapallin- um þakkaði þessi kamb- ódíski flóttamaður „guði og búdda“ og minnti á helgöngu föðurlands síns. En þessi kvikmynd, sem við höfum átt kost á að sjá að undanförnu hér í Háskólabíói, heldur ef- laust betur vakandi en nokkrar siðapredikanir eða stjórnmáladeilur minningunni um það sem gerðist í Kambódíufyrir 10 árum. „AlJt fólk með hjarta og heila ætti að sjá Vígvellina,“ svo notuð séu orð blaðsins „Wall Street Journal“, sem venjulega KVIKMYND - RAUNVERULEIKI Af kvikmyndatjaldinu er skellt framan í kvik- myndagesti því helvíti sem yfir íbúa Kambódíu gekk um og eftir 17. apríl 1975 og enginn getur lokað augunum fyrir. Því þessi mynd er mjög raunsönn. Nær hvert atriði í henni og hver lýsing kemur heim og saman við það sem undirritaður blaðamaður Mbl. heyrði af vörum kambódíska flóttafólksins er það var rétt sloppið út úr landinu í flótta- mannabúðirnar á landamærum Thailands og Kambódíu á árinu 1977. Án þess að vita nokkuð um hvað hafði gerst annars staðar í landinu eða umheiminum rakti þar hver maður sína persónulegu harmsögu. Þó allar eins. í kvik- myndinni er líka lifandi komin hennar. En þá hafði hún þegar hlotið breska óskarinn, British Award-verðlaunin, fyrir átta liði. Sama er að segja annars staðar. Þegar leitað er skýringa kemur helst upp, að sagan sé sönn og sögð blátt áfram án sjálfbirgings þótt óhugnanleg sé. Myndin segir frá bandaríska blaðamanninum Sydney Schanberg, sem i hildar- leiknum verður að skilja eftir í höndum böðlanna aðstoðarmann sinn Kambódíumanninn Dith Pran eftir fall Phnom Penh. Það er læknirinn Haing S. Ngor sem leikur Kambódíumanninn er lend- ir í svipuðum hremmingum og hann sjálfur áður en honum tókst að flýja. Framleiðandi myndar- innar David Puttnam og leikstjór- inn Roland Joffé og kvikmyndalið þeirra upplifa Kambodíustríðið í byrjun myndar sem nokkurs kon- ar framlengingu á Víetnamstríð- inu — alveg eins og allir aðrir á þeim tíma er Phnom Penh féll 17. apríl 1975. Mörgum í borginni fannst að því viss léttir. Vest- urlönd lokuðu augunum, vinstri vængir vögguðu sér enn í tálsýn hugmyndafræðinnar og Kambódía hvarf sjónum inn í myrkrið. í okkar heimshluta ríkti þögn. Lík- lega vildu menn bara gjarnan gleyma öllum þessum leiðindum í fjarlægu heimshorni eftir að hafa horft á bardaga og hörmungar á sjónvarpsskjánum sínum daglega svo lengi. Síðan hafa menn gjarn- an velt því fyrir sér af hverju í ósköpunum svo seint tók að frétt- ast af fjöldamorðunum á fólkinu í Kambódíu. Þótt öllu sambandi væri slitið og landið algerlega ein- angrað, þá voru þó daglega loft- skeytasendingar úr franska sendi- ráðinu til Bangkok þann hálfa mánuð sem útlendingarnir voru þar enn, áður en Rauðu Kmerarn- ir fluttu þá í hertrukkum út fyrir landamærin. En franska stjórnin bannaði að uppskátt yrði gert um þær frásagnir, trúði því enn að hægt yrði að halda a.m.k. sjúkra- húsum eða skólum opnum og hafa Sydney Schanberg, fréttaritari New York Times í Kambódíu þegar Rauðu kmerarnir tóku völdin, varð að sjá eftir aðstoðarmanni sínum, Kambódíumanninum Dith Pran, án þess að geta bjargað honum með sér. lýsing franska kennarans Franco- is Ponchauds af útlendingunum öllum innilokuðum í franska sendiráðinu og því þegar þeir urðu að senda alla Kambódíumennina út til bððla sinna, eins og hann sagði okkur hana í Osló nokkru seinna. Þetta er góð blaða- mennskuleg frásögn, en myndin svarar vitanlega ekki spurning- unni af hverju og hvernig svona lagað gat gerst. Ekki virðist ætla að vanta að- sókn að þessari kvikmynd. í Frakklandi sem í áratugi hefur verið í mestri snertingu við Kamb- ódíu og hefur þaðan stærsta flóttamannahópinn, höfðu 650 þúsund manns séð hana áður en óskarsverðlaunin þrenn — fyrir besta leik aðstoðarleikara, bestu myndatökuna og bestu uppsetn- inguna — höfðu aukið frægð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.