Morgunblaðið - 05.05.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.05.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1985 41 I>á vorsins tíð þér vekur gleði í hjarta, verðurðu skáld, - ef áttu neistann bjarta. segir hirðskáld Gáruhöfundar Piet Hein (í þýð. ABS). Eflaust hafa þessir með neistann bjarta leynst einhvers staðar á „bestu- kjara" hátíðisdegi verkalýðsins — sólskinsdegi að vori. Líklega innanhúss að yrkja á tölvuna sína. En þeir sem sáust utanhúss voru að sleikja sólskinið, hvort sem þeir gengu með lúðrablæstri eða lágu flatir í görðum og svöl- um húsanna í þessari hefð- bundnu stellingu íslendingsins þegar sér til sólar. Blessuð sólin vísast það eina sem við íslend- ingar kunnum að nýta til fulls. Vor eftir vor höfum við nú líka fengið drjúgan sólskinsskammt, fyrir sumarrigningarnar. Lengi vel var ég ofurlítið ósátt við þann sem háa skilur hnetti og stýrir skipulaginu á hnettin- um okkar. Einhver reiknings- skekkja hlaut að hafa orðið hér við sextugasta breiddarbaug norður. Hlýjan of seint á ferð- inni fyrir björtu vordagana. En nú er ég orðin fyllilega sátt við þá skipan. Þetta verður mun drýgra. Lúxusinn okkar hér norður í höfum er einmitt þessir löngu, svölu, björtu vordagar. Vissan um þann auð skerptist suður í Strasbourg í Frans í fyrri viku, sem ég stóð og las á stjörnuklukkunni frægu í miðaldadómkirkjunni þar hversu miklu seinna sólin kemur upp á þeim slóðum og sest eitthvað um hálfáttaleytið, að mig minnir. Hér hjá okkur kem- ur „hin léttfingraða morgun- gyðja" (eftirlegukind úr mennta- skólalatínunni) með daginn kl. 5 að morgni og kveður með þessu dýrðlega sólarlagi klukkan að verða tíu að kvöldi. Nú þegar eigum við (slendingar eiginlega hálfan annan dag á hverjum ein- asta degi. Getur maður orðið ríkari? Svo er að kunna að nýta þennan bónus. Það gera raunar margir. Fram eftir öllum kvöld- um má sjá hestamenn og göngu- fólk á ferli. Svo heppin erum við að alltaf er snjór í Bláfjöllum og skíðagöngufæri út á heiðina. Dýrðlegt að geta brugðið sér á skíði í vorsólinni. Þó er eins og allir séu ekki búnir að átta sig á því að snjólaust vor á götum borgarinnar fer saman við snjó hálftíma akstur í burtu, í Blá- fjöllum. Skíðalyftur enn í gangi og heiðin bíður eftir skíðafólki. Björtu vordagarnir veita mögu- leika á að líða á spýtum yfir hvítan snjó fram eftir kvöldi. Það er einmitt á þessum árs- tíma, þegar maður fer að heyra snjóinn bráðna og gutla i lækj- arsytrum undir, að dýrlegast er þar. Verður ekki dulítið dapur- legt í lífinu að láta sig bara varða verðið á öllu en ekki gildi neins? Hvað er maður þá að flandra til útlanda á þessum dýrðlega árstíma? En þetta er líka falleg- asti árstíminn á meginlandi Evrópu norðanverðu. Öll ávaxt- atré í blóma, eplatré þakin hvít- um blómum, kirsuberjatrén með bleiku blómin sín og plómutrén eitt blómahaf. Allt svo fagur- grænt, með þennan ljósgræna lit á fersku laufi og grasi, sem svo fer að dökkna og láta á sjá þegar líður á sumar. En þar er svo sem ekki á vísan að róa fremur en hér norður frá. Einmitt þegar allt var orðið útsprungið í síð- ustu viku aprílmánaðar kom þetta síyfirvofandi kuldakast. Frost við jörðu á morgnana og síðustu helgina í mánuðinum gekk maður út í flugvélina í Lúx- emborg í slydduregni. Gerir svosem ferðalöngum lítið til. En ef kuldadagarnir verða of marg- ir er vísast búið með ávaxtaupp- skeruna hjá evrópsku bændun- um. Það leysir ekki allan vanda að vera sunnar á hnettinum. Vorið er semsagt komið með löngum dögum, okkur til afnota sem kunnum að meta og látum ekki á okkur fá þótt drulla sé í spori á gönguferðum þar sem autt er og klaki að fara úr jörðu. Veljum þá bara undir fótinn fjörur eða gljúpan hraunjarðveg. Hinir sem ekki nægir að leggja sig í sólarglennu í skjól á sval- irnar en þurfa til vellíðunar ekki minni hita en fiskur á steikar- pönnu, þeir verða að sækja að- stæður þangað sem sólin nær að beina geislunum nákvæmar og beint ofan á jörðina. Enda nóg af slíkum tilboðum. En afskaplega mundi nú þessi dýrðlegi vortími nýtast börnum þessa lands betur til útiveru eftir skammdegi vetr- arins ef hægt væri að komast betur og víðar um landið á hörð- um vegum í drullutíðinni, án þess að hjól sökkvi í og slóðir verði alfarið eyðilagðar fyrir sumarið. Maður verður að kvarta yfir einhverju. Annars gæti einhver haldið að maður væri ekki „meðvitaður". Vorið er semsagt komið með rauðmaga, lóu, kríu og áhyggjur fjölmiðla af því að þingmenn komist ekki heim til sín á til- teknum degi vegna anna á vinnustað. Og hefðbundnu „til- nefningatali" nokkurn veginn að ljúka í ár. Og þó! það bólgnar út með hverju árinu sem líður. Ein- hverntíma fyrir löngu hefur ein- hver bögubósi tekið til bragðs í vandræðum sínum að þýða enska orðið „nominated" í frétt um þá sem veljast í úrslit í keppninni um óskarsverðlaunin í kvikmyndum og sagt að þessi eða hinn hefði verið tilnefndur. Síðan varð úr því að þessi eða hin myndin hefði fengið svo og svo margar tilnefningar, ef hún lenti í úrvali til að keppa um fleiri en einn þátt kvikmynda- gerðar. Tilnefningaflóðið fjarar svo út á tiltölulega skömmum tíma hvert vor. En nú eru ís- lendingar líka farnir að „til- nefna" í blaðafréttum bækur til Norðurlandaverðlauna. Leggja þær ekki lengur fram. Allar flóð- gáttir að opnast fyrir tilnefn- ingar. Megum búast við að orðið sé hætt að vera árleg uppákoma, eins og ýmis vond þýdd orð sem belgjast út, og muni nýtast hvar sem er og um hvað sem er. P.s. Ljóðið hans Gunnars Dal um gamla grásleppukarlinn á Lækjartorgi á svosem ekki síður við gárupistil í dag en síðasta sunnudag. Ekki er það þó skýr- ingin á því að fyrri hlutinn birt- ist fyrir viku en sá síðari fylgir á eftir nú. Ljóðið slitnaði óvart í sundur og hér kemur haiinn sem vantaði: Þú aldri háum hefur náð. Hér hefur tíminn rúnir skráð um flest úr sögu fólks og lands í fagurt andlit gamals manns. OG NOTAÐI HJÁLM. Það var 19. mars sl. að togarinn Drangey SK-1 var í rannsóknarleiðangri á vegum Hafrannsóknarstofnunar ásamt fleiri togurum. Þegar verið var að hífa inn trollið og fyrstu bobbingarnir komnir upp í skutrennuna, ertalið að keöja milli bobbinga hafi fest í falsi fyrir fiskilúgu. Við það opnaðist krókur á húkkreipi og slóst í höfuðið á Þresti Haraldssyni 2. stýrimanni, þar sem hann var að setja höfuðlínuna inn fyrir skeifuna. Þröstur var annar tveggja skipverja á Drangey SK-1, sem notaði öryggishjálm við vinnu sína um bórð. Þröstur höfuðkúpubrotnaði og var siglt með hann inn til Neskaupstaðar og síðan flogið með hann til Reykjavíkur þar sem gert var að meiðslum hans. Fullyrða má að öryggishjálmurinn sem Þröstur var með svo úr högginu að hann hafi bjargað lífi Þrastar REYNSLAN SÝNIR AÐ EKKERT KEMUR I VEG FYRIR SLYS Á SJÓ NEMA ÁRVEKNI, DÓMGREIND OG KUNNÁTTA SJÓMANNA SJÁLFRA. ÖRYGGISMÁLANEFND SJÓMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.