Morgunblaðið - 05.05.1985, Síða 1

Morgunblaðið - 05.05.1985, Síða 1
104SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 100. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Nætur- bardagar í Beirút BeMl, 4. nui. AP. BARIST var í Beirút í dag en þó var kyrrara þar en í nótt þegar fallbyssu- sknthríðin lýsti upp næturhiminfnn. Amin Gemayel, forseti, og Rashid Karami, forsætisráðherra, ræddu ( gær um itökin og voru sammála um að „skera upp herör gegn hernaðin- um“ í landinu. í átökunum í nótt féll margt manna og einkum óbreyttir borg- arar sem reynt hafa að leita skjóls í húsakjöllurum og sprengjubyrgj- um. Þegar hlé verður á sprengju- og skothriðinni leitar fólkið lags og flýr úr hverfunum við „grænu línuna", sem skiptir Beirút-borg milli kristinna manna og múham- eðstrúarmanna. Líbönsk blöð skýrðu frá því í dag, að Gemayel, forseti, og Rashid Karami, forsætisráðherra, hefðu rætt í gær um ástandið í landinu og verið sammála um að „skera upp herör gegn hernaðin- um“, sem væri um það bil að steypa þjóðinni út í nýja borgara- styrjöld. Ekki var þó greint frá til hvaða ráða þeir ætluðu að grípa. Rajiv Gandhi: Endurskoð- ar afstöðu til kjarn- orkuvopna Njj» Delbi, 4. mai. AP. RAJIV Gandhi, forsætisráð- herra Indlands, sagði í þing- ræðu í Nýju Delhí í gær, að áframhaldandi tilraunir Pak- istana til að smíða kjarnorku- sprengju neyddu Indverja til að endurskoða „friðsamlega afstöðu sína til kjarnorku- vopna“. Margir indverskir þingmenn hafa að undanförnu hvatt til þess, að Indverjar bíði ekki eftir þvi að Pakistanar raski valda- hlutfallinu í Suður-Asíu, heldur hefji smíði eigin kjarnorku- sprengju. Pakistanar neita því, að þeir hyggist framleiða kjarn- orkuvopn, en óháðar alþjóða- stofnanir og vestrænar leyni- þjónustur telja sig hafa heimild- ir fyrir hinu gagnstæða. í þingræðunni í gær sakaði Gandhi Bandaríkjastjórn óbeint um að beita sér ekki gegn kjarn- orkuhervæðingu Pakistana. Bandaríkjastjórn hefur nokkr- um sinnum sent Pakistanstjórn orðsendingu og lýst áhyggjum sínum vegna kjarnorkutilrauna hennar. Friðarrannsóknarstofnunin í Stokkhólmi segir, að Indverjar hafi ekki yfir kjarnorkuvopnum að ráða, en eigi tæknilega mögu- leika á því, að framleiða þau. Hestar í Biskupstungum Morgunblaðið/Friðþjófur Rajiv Gandhi Leiðtogafundi lýk- ur án samkomulags Bonn, 4. maf AP. Bonn, 4. maf AP. LEIÐTOGAR sjö helstu iðnríkjanna héldu áfram fundi sínum í morgun en honum átti að Ijúka á hádegi og nokkru síðar var að vænta sameigin- legrar yfirlýsingar. Hafa leiðtogarnir verið sammála um margt en eftir sem áður ber hæst ágreining Frakka og hinna þjóðanna um ráðstafanir í gjaldeyrismálum. Sagði talsmaður Bandaríkjaforseta, að litlar líkur væru á að samkomulag næðist um viðræður um aukið viöskiptafrelsi þjóða í milli. Meginverkefni þessa 11. leiðtogafundar iðnríkjanna var að ákveða viðræður um aukið frelsi í heimsviðskiptum en Mitterrand, Frakklandsforseti, gerði það lýð- um ljóst fyrir fundinn, að á þessar Bretland: Hermannaveiki — ekki inflúensa London, 4. maf. AP. HEILBRIGÐISYFIRVÖLD í Bretlandi hafa nú staðfest, að sjúkdómsfaraldurinn í Staffordsskíri og nágrenni stafi ekki af inflúensu eins og fyrst var talið, heldur sé um að ræða svokallaða hermannaveiki. Talið er, að 28 manns hafi ljósi að upptökum veikindafar- látist úr veikinni en hún hefur komið harðast niður á öldruðu fólki í Staffordsskíri. Eru þar 68 manns veikir en eftir að læknar greindu sjúkdóminn rétt fá sjúklingarnir rétt með- ul. Upphafleg einkenni her- mannaveikinnar og inflúensu eru mjög lík og því villti það um fyrir læknunum. Leitað er nú með logandi aldursins, sem aðeins er á litlu svæði í Mið-Englandi, og verða sjúklingarnir að gera ná- kvæma grein fyrir ferðum sín- um að undanförnu. Her- mannaveikin heitir svo vegna þess, að hennar varð fyrst vart á samkomu bandarískra upp- gjafahermanna í Pennsylvaníu árið 1976 en þá sýktist 221 og 34 létust. viðræður féllust Frakkar ekki nema samtímis yrði reynt að finna leiðir til að treysta gengi helstu gjaldmiðla innbyrðis. Bandaríkjamenn, Vestur-Þjóð- verjar, Bretar, Kanadamenn, Jap- anir og að flestu leyti ítalir einnig vilja, að viðræðurnar hefjist snemma næsta árs. George P. Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði í gær á fréttamannafundi, að ef Frökkum snerist ekki hugur myndu Banda- ríkjamenn sjálfir beita sér fyrir viðræðum á næsta ári. Um önnur heimsmál en efna- hagsmálin voru þjóðarleiðtogarnir mjög sammála og í stjórnmálayf- irlýsingu fundarins leggjast allir á eina sveif með Bandaríkja- mönnum í afvopnunarviðræðun- um. Er þar skorað á Sovétmenn að bregðast vel við skynsamlegum tillögum Bandaríkjamanna um fækkun kjarnorkuvopna. Leið- togafundinum átti að ljúka um miðjan dag en að loknum hádegis- verði var að vænta sameiginlegrar yfirlýsingar um það, sem áunnist hefur, og það, sem um er deilt. E1 Salvador styð- ur viðskiptabann Snn Snhndor, Wnshington, 4. mní. AP. RfKISSTJÓRN El Salvador hefur lýst yfir stuðningi við viðskiptabann- ið, sem Bandaríkjastjórn hefur sett á Nicaragua. Leiðtogar hinna svo- nefndu Contadora-ríkja segja aftur á móti, að viðskiptabannið auki ekki líkur á friði í Mið-Ameríku. í yfirlýsingu frá utanríkisráðu- neyti E1 Salvador segir, að ef vinstri stjórnin í Nicaragua hætti ekki ihlutun sinni i innanríkismál landsins, muni hún taka viðskipti landanna til endurskoðunar. Ráðuneytið fordæmir jafnframt stjórnmálakúgunina i Nicaragua og hin nánu tengsl vinstri stjórn- arinnar þar við Sovétrikin. Stjórn- in i Nicaragua hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við skæruliða, sem berjast gegn rikisstjórn EÍ Salvador, og hefur því verið haldið fram, að hún útvegi þeim einnig vopn og vistir. Mexíkó bættist í gær i hóp þeirra Contadora-ríkja, sem lýst hafa sig ósamþykk viðskiptabann- inu í Nicaragua. Segja formælend- ur utanríkisráðuneytisins þar, að sú leið sem Contadora-ríkin hafi farið til að leysa ágreining Banda- ríkjanna og Nicaragua sé hin eina, sem fær sé.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.