Morgunblaðið - 25.05.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.05.1985, Blaðsíða 2
2 HÍÖRGtMBLÁÐIÐ, LAUOARDAGUR 25. MAÍ 1985 Bjórinn í jámum í efri deild: Líkur á naum- um meirihluta MJÖG OVÍST er um örlög bjórfrumvarpsins í meðförum efri deildar Alþingis, >ar sem jafnvel er talið að þingmenn sem iður voru fylgjandi frumvarpinu séu pví nú andvígir. Eru Albert Guðmundsson og Haraldur Ölafsson nefndir í því rambandi, en þeir voru báðir búnir að lýsa sig fylgjandi frumvarpinu. Samkvæmt því sem blm. Mbl. <emst næst þá eru þeir Eyjólfur Aonráð Jónsson, Stefán Bene- iiktsson, Kolbrún Jónsdóttir, Jón Cristjánsson, Eiður Guðnason, 'Jjörn Dagbjartsson, Ragnar Arn- alds, Valdimar Indriðason, Egill Jónsson og Salóme Þorkelsdóttir fylgjandi frumvarpinu. A móti frumvarpinu eru hins /egar taldir vera þingmennirnir Albert Guðmundsson, Haraldur Ólafsson, Sigríður Dúna Krist- nundsdóttir, Árni Johnsen, Karl Steinar Guðnason, Jón Helgason, Skúli Alexandersson og Helgi Selj- an. Menn treysta sér ekki til þess að segja til um á hvern hátt Þorvaldur Garðar Kristjánsson muni greiða atkvæði, en þó vilja fylgismenn frumvarpsins meina að hann verði því ekki ýkja frábitinn. Ekki er heldur vitað hver afstaða Davíðs Aðalsteinssonar er, en þó telja menn heldur líklegt að hann sé frumvarpinu fylgjandi. Falli at- kvæði eins og að ofan greinir og þeir Þorvaldur Garðar og Davið styðja frumvarpið einnig, þá verð- ur það samþykkt með 12 atkvæðum gegn 8. U tan rí kisráöher r a og Wenich skipt- ust á upplýsingum Morgunblaöiö/Bemharö Börnin i Akureyri fengu óvæntan aukaskammt af vetrinum og létu ekki tækifærið úr greipum ganga. Vetrarveður á Norðurlandi SANNKALLAÐ vetrarveður ríkti i Norðurlandi í gær og fyrradag. Á svæðinu fri norðanverðum Vest- fjörðum austur i Austfirði rikti víða nokkuð hvöss norðanitt með dimmum éljum. Hitinn var um frostmark. Nokkuð mikil úrkoma var i kringum Akureyri og þar fyrir austan. Líklega breytist veðrið lítið i dag og á morgun en á mánudag er búist við að vindur snúist til austanáttar. Þá þykknar líklega upp sunnanlands, en léttir til fyrir norðan. GEIR HALLGRÍMSSON utanríkisriðherra og Wenich, rfírmaður N-Evrópu- leildar bandaríska utanríkisriðuneytisins, ittu fund í gær í Keykjavík, þar sem þeir ræddu fíutninga bandarísks fyrirtækis fyrir varnarliðið, sem fara fram i skjóli bandarískra einokunarlaga, eins og kunnugt er. Geir Hallgríms- <on vildi ekkert um þennan fund segja, í samtali við blm. Mbl. í gær. „Það er ekkert um þetta mál að þessu máii, fyrr en eftir viðræður ;egja að svo stöddu. Wenich kom mínar við Shultz i Lissabon á hingað til þess að gefa upplýs- utanríkisráðherrafundi Atlants- ngar um gang mála, og leita upp- hafsbandalagsins," sagði Geir iýsinga héðan,“ sagði Geir, „en það Hallgrímsson utanríkisráðherra. verður ekkert frekar að frétta af Dagsbrún um VSÍ-tiMögima: MorgunblaAiA/Július Nýjar mjólkurumbúðir NÝJAR mjólkurumbúðir eru nú óðum að koma i markaðinn. Nýju iimbúðirnar hafa breytt um útlit, með ítarlegri upplýsingum og vöru- iýsingu en verið hefur til þessa. Súrmjólkin er þegar komin í nýjan búning og smám saman verður svo einnig með aðrar mjólkurvörur í pappafernum, eftir því sem gömlu umbúðirnar klár- ast. Líklega verður nýmjólkin í nýju umbúðunum komin í verslan- ir um mánaðamótin. „Mælum ekki með henni óbreyttri“ Vilja þó ræða viö okkur segir Magnús Gunnarsson „ÞAÐ ER fjarri því að við séum sáttir við þessa tillögu Vinnuveitendasam- bandsins," sagði Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, í samtali við Morgunblaðið að loknum stjórnarfundi félagsins í gær. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, sagði að neikvæð afstaða Dagbsrúnar kæmi sér ekki á óvart, en stjórnin væri þó reiðubúin að ræða frekar við Vinnuveitendasambandið. Stjórn Dagsbtúnar samþykkti á inna tveggja ára verði óbreytt í fundi sínum í gær ályktun, þar sem tillögu VSÍ um nýjan kjara- samning er lýst sem „óaðgengi- legri“ og minnt er á, að samn- ingsrétturinn sé hjá félaginu en ekki Alþýðusambandi Islands. Þröstur Olafsson sagði í gær: „Við munum nú bíða eftir niðurstöðu framkvæmdastjórnarfundar Verkamannasambandsins á þriðjudaginn og svo aðalfundi Dagsbrúnar á fimmtudagskvöldið. Þar gætu verið teknar einhverjar frekari ákvarðanir í þessum mál- um.“ Áiyktun stjórnar Dagsbrúnar er svohljóðandi: „Tilboð VSÍ gengur út frá því að kaupmáttarskerðing undanfar- Sjómannaverkfalliö í Reykjavík: Samúðarvinnustöðv- un á stóru togurunum SJÓMANNAFÉLAG Reykjavíkur hefur boðað samúðarvinnustöðvun á stærri togurunum, sem gerðir eru út frá Reykjavík, frá kl. 18 næsta föstu- dag, 31. maí, hafí samningar ekki tekist fyrir þann tíma milli félagsins •>g útvegsmanna, að sögn Tómasar tlafssonar, skrifstofustjóra féiags- ns. Engir samningafundir hafa ver- ö íaldnir f deilunni síðan 15. maí og jefur verkfall reykvískra sjómanna á 'iátum og minni togurum staðið í 'úma viku. Tilgangslaust þótti í gærmorgun art boða til sáttafundar, þar sem hvorugur aðili er enn til- búinn að láta af kröfum sínum, skv. upplýsingum embættis ríkissátta- semjara. „Við höldum áfram bar til út- vegsmenn eru reiðubúnir að setj- ast að samningaborði með okkur," sagði Tómas Olafsson. „Við erum til í að semja við þá hvenær sem er og þá helst um starfsaldurs- hækkanir og lengri uppsagnar- frest, eins og samið hefur verið um víða um landið á undanförnum vikum ogt mánuðum." Áhrifa verkfallsins er nú farið að gæta. Flestir báta eru í höfn, að því er Tómas sagði, og tveir togar- ar — Ásgeir og Hjörleifur — hafa stöðvast. Þriðji togarinn, Otto N. Þorláksson, er væntanlegur til hafnar um helgina og sá fjórði, Ásþór, kemur væntanlega til Reykjavíkur á þriðjudaginn. næstu tvö ár. Engin kaupmátt- artrygging er í tilboðinu og opnunarákvæðin lítils virði vegna þröngra skilyrða. Verulegar líkur eru á því, að kaupmáttur á næsta ári verði enn lakari en á þessu ári, vegna þeirr- ar verðbólgu sem til staðar er óháð iaunahækkunum. Með tilboði þessu er lokað á alla möguleika félaga til sérsamninga eða leið- réttinga á einstökum ákvæðum á sínum samningum og óþolandi misgengi milli launahópa látið haldast. Samningsrétturinn er í reynd tekinn af félögunum og afhentur ASf. Dagsbrún telur tillögu VSÍ óaðgengilega og mun stjórn fé- lagsins ekki leggja til við félags- menn að hún verði samþykkt óbreytt. Stjórn Dagsbrúnar ítrekar að samningsrétturinn sé hjá félögun- um en ekki Alþýðusambandinu og Dagsbrún er ekki reiðubúin að af- henda neinum sinn samningsrétt." Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, sagði um þessa ályktun stjórnar Dagsbrúnar: „Það kemur mér ekkert á óvart, þótt Dagsbrún sé neikvæð í þess- um efnum. í ályktuninni segir, að stjórn Dagsbrúnar samþykki ekki tilboð okkar óbreytt. í því felst, að o INNLENT þeir eru tilbúnir til að ræða við okkur. Hitt er ljóst, að við erum ekki sammála um forsendur. Með- al annars er sagt, að tilboð okkar sé óhæft vegna þess að þar er ekki gert ráð fyrir vfsitölutryggingu. Okkur til glöggvunar létum við hjá Vinnuveitendasambandinu reikna bað út, hvernig verðbólgu- þróunin yrði miðað við okkar til- boð ef gömlu vísitöluákvæðin væru í gildi. Niðurstaðan er at- hyglisverð: Verðbólgan yrði 60 til 70% á árinu 1986, en samkvæmt okkar tilboði yrði hún 9%. Laun- pegum er ljóst, hvernig þeim helst á launum sínum í 60—70% verð- bólgu — kaupmátturinn er reikn- ingslega í jafnvægi en alls ekki í raun, þvf að launin halda aldrei í við verðbólguna. „Við munum bfða fram yfir helgi og sjá hvað önnur verka- Iýðsfélög gera,“ sagði Magnús Gunnarsson að iokum. Uppboð á Sölva Bjarnasyni: Fiskveiða- sjóður bauð 146 milljónir FISKVEIÐASJÓÐUR bauð í gKr 146 milljónir króna f togarann Sölva Bjarnason frá Tálknafírrti á uppborti i gær. Framkvæmdastjóri Tálkna hf., eigandi skipsins, krafrtist þess art annart og sírtara uppbort færi fram og var ákvertið að svo yrrti þann 23. júlí næstkomandi. Tilboð Fiskveiðasjóðs var hið eina f togarann. Húftrygging skipsins er 145,7 milljónir króna. Krafa Fiskveiðisjóðs í skipið er 166,1 milljón króna. Þar af eru vanskilaskuldir útgerðarinnar til Fiskveiðasjóðs liðlega 58,5 millj- ónir króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.