Morgunblaðið - 25.05.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.05.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1985 MX-áætlunin skorin niður um helming — í meðförum öldungadeildarinnar Wanhington, 24. nui. AP. ÖLDl'NGADEILD Bandaríkjaþings samþykkti i gær með miklum meiri- hluta að skera MX-áætlun Reagans forseta niður um helming, nema því aðeins að bandaríska varnarmálaráðuneytið láti þróa betri aðferðir til þess að vernda og geyma þessar kjarnorkuflaugar, sem svo miklar deilur hafa staðið um. Samþykkt þingdeildarinnar var gerð með 78 atkvæðum gegn 20. Samkvæmt þeirri áætlun, sem hún heimilar, á að koma fyrir 50 MX-flaugum í Wyoming og Ne- braska í Minuteman-skotbyrgjum, sem þar eru þegar fyrir hendi. Reagan forseti hafði hins vegar farið fram á, að smíðaðar yrðu 100 MX-flaugar. Fulltrúadeild þings- ins á eftir að greiða atkvæði um frumvarpið og er talið, að hún samþykki jafnvel ekki fleiri en 40 MX-flaugar. Reagan forseti hefur haldið því fram, að þðrf sé á 100 MX-flaug- um til að endurnýja kjarnorku- vopn Bandaríkjamanna, sem kom- ið er fyrir á landi. Er ástæðan sú, að þau eru að verða úrelt vegna aldurs. Þeir, sem gagnrýnt hafa MX-flaugarnar, halda því fram, að þær séu lítt verndaðar fyrir Suður-Kórea: Átök vegna Kwanju Seonl, Sutar-Kóreo, 24. n»i. AP. FJÖLMENNT lið lögreglu barðist í dag við hundruð námsmanna sem vildu lýsa stuðningi við kröfur hóps fólks sem hefur búið um sig í bygg- ingu upplýsingaþjónustu Bandaríkj- anna í Seoul. Margir urðu sárir og fjöldi manns var handtekinn í slagsmálunum. Fólkið í upplýsingamiðstöðinni hefur gert þá kröfu á hendur Bandaríkjastjórn, að hún hætti allri efnahags- og hernaðarlegri aðstoð við stjórnina í Seoul vegna aðgerða suður-kóreska hersins í Veður víða um heim Akureyri 0 snjók oma Amilerdam 9 17 okýjaó Aþena 19 31 tieiöokirt Barcelona 20 skýjoð Beriin 8 16 okýjaó Brflooel 10 18 heióokírt Chicago S 23 hoióskirt DuMin 10 16 heiöskírt Feneyior 22 hétfok. Frankfurt s 17 okýjaó Genf s 20 heióskírt Heloinki 5 13 skýjaó Hong Kong 26 29 skýjaö Jenisatem 14 26 heióskfrt Kaupm.höfn 15 skýjaó Lao Palmao 20 skýjaó Liooebon 10 18 heióokírt London 11 16 okýjaó Loo Angeleo 17 27 okýjaó Luzomborg 17 hálfsk. 26 léttokýjaó Mallorca 20 rigning Miami 26 30 okýjaó Montreal 8 25 heióokírt Mookva 11 13 skýjaó New York 16 20 skýjaó Ooló 4 10 skýjaó borginni Kwanju árið 1980. Þar hófust bardagar skömmu eftir að forseti landsins lýsti yfir herlög- um i landinu. Stóðu bardagar her- manna og stjórnarandstæðinga í 9 daga áður en herinn braut and- stöðuna á bak aftur. Opinberlega hefur verið sagt að 190 manns hafi látið lífið, en stjórnarandstæð- ingar segja þá tölu hlægilega, hin rétta sé miklu hærri. Þá krefst fólkið þess að Bandaríkjastjórn biðji kóresku þjóðina afsökunar á meintri þátttöku í aðgerðum hers- ins. Bandaríkjastjórn hefur marg- neitað að hafa komið nærri átök- unum í Kwanju. skyndiárás Sovétmanna, ef þeim er komið fyrir í óhreyfanlegum skotbyrgjum. Thatcher ekkert á því að gefast upp LoBdoo, 24. moi. AP. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra, sem hlotið hefur slæma út- komu fyrir sig og flokk sinn í nýleg- um skoðanakönnunum, sagði í dag, að hún væri ekki reiðubúin að „gef- ast upp“ og draga sig í hlé. Fréttamaður óháðrar út- varpsstöðvar í London spurði for- sætisráðherrann, hvort þær stundir kæmu ekki, að hún hefði fengið sig fullsadda á arginu í þinginu. Thatcher svaraði til, að stund- um sviði undan gagnrýni stjórnar- andstöðunnar. „En það hefur aldr- ei hvarflað að mér að gefast upp,“ sagði hún. Thatcher, sem kemst á hefð- bundinn eftirlaunaaldur í Bret- landi, er hún verður sextug 13. október í haust, kvaðst ekki hafa i hyggju að draga sig þá í hlé, held- ur vonaðist hún til að „koma á óvart" í kosningunum 1988 og sigra í þriðja sinn. „Allt er þá þrennt er,“ sagði hún. „Við mun- um standa málefnalega vel að vígi.“ Megingagnrýnin á stjórn Margaret Thatcher stafar af vax- andi atvinnuleysi í Bretlandi, sem nú nær til 13% af heildarvinnu- aflinu. Tvífari Marilyn Monroe Tékkneska leikkonan Olivia Link sést hér dansa fyrir fram- an styttu af leikkonunni Marilyn Monroe, en stytta þessi, sem gerð er af belgíska listamanninum Rene de Boyer, stendur í kvikmyndahúsinu í Cannes í Frakklandi. Olivia Link, sem er 25 ára gömul, þykir líkjast Marilyn mjög. Nígeríumenn sakaðir um óhæfuverk á landamærunum Abidjan, ruabeinaotritndinoi. 24. nui. Ar. STJORNVÖLD í Nígeríu greindu frá því í dag, að lokið væri annarri herferð þeirra að reka ólöglega inn- flytjendur úr landi. Aður en herferð- in hófst fyrir næstum tveimur vikum voru um 700.000 siíkir innflytjendur í landinu, en óstaðfestar tölur herma að um 200.000 þeirra hafi verið reknir burt. Fregnir hafa borist um mannvíg á landamærum Ghana og Nígeríu. Fólksflutningar þessir hafa mælst illa fyrir meðal hinna minni nágranna Nígeríu, sem standa sjálfir frammi fyrir mikl- um erfiðleikum vegna atvinnu- leysis og lélegs efnahags. Eitt þessara ríkja er Ghana og stjórn- völd þar hafa sakað nígeríska landamæraverði um hryðjuverk. Að sögn talsmanns stjórnar Ghana, skutu landamæraverðir 65 menn til bana, sem gerðu sig lík- lega til að þráast við að hverfa siðasta spottann yfir landamærin. Nígeríumenn hafa neitað þessu, en viðurkennt að fáeinir óspektar- Stjóm Suður-Afnku: Vill framsal liðsforingja Jókaniiesarbarg, 24. nuí. AP. STJÓRNVÖLD í Suður-Afríku hafa sent Angólastjórn orðsendingu og óskað eftir viðræðunum við hana um framsal suður-afrísks hermanns, sem handtekinn var í norðurhluta Angóla fyrir þremur dögum. Þetta er í fyrsta sinn sem Suð- ur-Afríkumenn viðurkenna, að staðhæfing Angólamanna um að þeir hafi handtekinn einn suður- afrískan liðsforingja og fellt tvo aðra, hafi við rök að styðjast. Stjórnvöld í Angóla segja að mennirnir hafi verið vel vopnum búnir og haft i förum sínum sprengiefni. Telja þau, að mönn- unum hafi verið ætlað að sprengja í loft upp olíugeyma. Látnir lausir í skiptum fyrir 1.100 Palestínumenn Á þessari mynd sjást ísraelarnir þrír, sem látnir voru lausir á mánudag í skiptum fyrir 1.100 Palestínumenn, en myndin var tekin í Damaskus skömmu áður en þeir lögðu af stað heim á leið. Mennirnir lentu í höndum Palestínumanna árið 1982, er ísraelski herinn réðst inn í Líbanon. menn hafi látist í átökum við lög- reglu. Atvinnuleysi bíður flestra þess- ara flóttamanna, en stjórnvöld í Nígeríu vörðu verknað sinn með því að segja að fólk þetta væri ým- ist afbrotamenn eða ófaglærðir verkamenn sem tækju störf af Nígeríumönnum. GENGI GJALDMIÐLA Dollarinn lækkar lítillega 24. mnl. AP. Bandaríkjadollar lækkaði aðeins gagnvart flestum gjaldmiðlum heims í dag. Hann stóð þó í stað gagnvart sterlingspundinu. Þannig fengust fyrir pundið 1,2 572 dollarar eins og í gær. Gengi dollarans var að öðru leyti þannig, að fyrir hann fengust 3,0885 vestur-þýzk mörk (3,0877), 2,5975 svissneskir frankar (2,5980), 9,4187 franskir frankar (9,4325), 3,4855 hollenzk gyllini (3,4920), 1.971,00 ítalskar lír- ur (1.973,00), 1,3745 kanadísk- ir dollarar (1,3727) og 251,07 jen (251,40).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.