Morgunblaðið - 25.05.1985, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAt 1985
Málaferlin í Póllandi:
Sovétríkin:
Nefnd stofnuð til
að verja Antonov
Ákærur um aðild hans að banatilræði við páfa sagðar uppspuni
Réttarhlé vegna veik-
inda Adams Michnik
(ktansk, 24. mmí. AP.
RÉITARHÖLDUNUM yfir þrcmur leiðtogum Samstöðu, óháðu verkalýðs-
hreyfingarinnar í Póllandi, sem hófust í Gdansk í gær, hefur verið frestað til
3. júní, vegna þess að Adam Michnik, sem er einn hinna ákærðu, er veikur.
Fregnir þessar eru hafðar eftir
Teresu Mieloch, systur andófs-
rnannsins Bogdan Lis, sem bar
vitni við réttarhöldin í morgun.
Pólska útvarpið hefur staðfest
fréttina. Frú Mieloch sagði, að rétt-
arhöldin i morgun hefðu hafist
klukkan 11.00, tveimur tímum á
eftir áætlun og ekki staðið nema í
tíu mínútur. „Svo virðist, sem þeir
hafi verið að bíða eftir Michnik,"
sagði frú Mieloch í samtali viö
fréttamann AP í dag. „Hann
gekkst undir læknisskoðun í fanga-
klefanum í morgun, en ég veit ekki
hvað amar að honum."
Frú Mieloch sagði, að hinum
ákærðu heföu í morgun verið veitt
leyfi til að ræða einslega við verj-
anda sinn. Upphaflega var beiðni
þess efnis synjað og lýstu þrímenn-
ingarnir þvl yfir við upphaf rétt-
arhaldanna í gær, að ef slíkt leyfi
yrði ekki veitt mundu þeir ekki
eiga neitt samstarf við réttinn.
Samstöðuleiðtogarnir þrír,
Michnik, Bogdan Lis og Wladislav
Frasyniuk, eru ákærðir fyrir að
hafa ætlað að efna til uppþota og
skipuleggja ólöglegar verkfallsað-
gerðir. Þeir geta átt yfir höfði sér
allt að fimm ára fangelsisdóm.
Bill Smith handfjatlar hluta af verólaunafénu sem hann vann í Las
Vegas í dag. AP/Símamynd
Heimsmeistari í póker krýndur
Spilar í minningu föður sem tapaði öllu
Lm Vefaa. 24. maf. AP.
BILL SMITH, 51 árs gamall Dallasbúi, sigraði í heimsmeistara-
keppninni t póker sem haldin var í Las Vegas síðustu daga, en lauk í
dag með sigri hans gegn síðasta keppinautnum, T.J. Cloutier. Alls
kepptu 140 pókerspilarar og var um útsláttarkeppni að ræða. Smith
hreppti metupphæð í verðlaunafé, 700.000 dollara.
„Eg byrjaði að spila póker sem atvinnugrein í Nýju Mexíkó árið
1958. Pabbi var haldinn þessari ástríðu, en var afleitur og tapaði öllu
sem hann átti. Það var farið illa með hann og ég sór þess eið að vinna
aftur allt sem hann tapaði og gera svo enn betur. Það hefur tekist,"
sagði Smith sigri hrósandi. Potturinn var aldrei stærri en í úrslita-
leiknum milli Smiths og Cloutiers og á endanum gafst sá síðast-
nefndi upp er eftir að Smith vann risaupphæð með fullu húsi gegn
þrennu Cloutiers.
Moslmi, 24. mai. AP.
SOVÉSKA fréttastofan TASS
greindi frá því í dag, að stofnuð
hefði verið nefnd til varnar Búlgar-
anum Sergei Antonov, sem ákærður
hefur verið fyrir aðild að samsæri
um að myrða Jóhannes Pál páfa árið
1981. Fréttastofan sagði, að nefndin
hefði verið stofnuð „að frumkvæði
almennings í Sovétríkjunum".
Að sögn TASS er Vladimir Kar-
pov, ritstjóri bókmenntatímarits-
ins Novy Mir (Nýr heimur), for-
maður nefndarinnar. Að auki eiga
sæti í henni fulltrúar verkalýðsfé-
laga, kvenfélaga, æskulýðssam-
taka, vísindamanna, listamanna,
rithöfunda, lækna og lögfræðinga.
f tilkynningunni segir, að nefndin
„Rafmagnsköttur
á markað í Kína
Peking, 23. mu. AP.
MALGAGN kínverska kommúnista-
flokksins, Alþýðublaðið, birtir í dag,
fimmtudag, forsíðufrásögn, þar sem
segir frá 24 ára gömlum uppfinn-
ingamanni úr hópi bænda, sem orð-
inn er ríkur á „rafmagnsketti", er
hann fann upp og setti á markað.
Kveður blaðið uppfinninga-
manninn, sem heitir Sun Hanc-
heng, hafa notfært sér reynslu-
sína af rafvirkjastörfum í hern-
um, er hann bjó til rottugildruna,
en hún gefur lágspennt raf-
magnshögg við minnstu snertingu,
nægilega kröftugt til að drepa
dýrið.
„Meistari rafmagnskattarins,"
eins og blaðið kallar uppfinninga-
manninn, fékk nokkra félaga sina
úr bændastétt i lið með sér til að
stofna verksmiðju til fjöldafram-
leiðslu á gildrunum. Græddust
honum um 7000 dollarar (tæplega
300.000 ísl.kr.) á fáeinum mánuð-
um.
Alþýðublaðið gat ekki um verð á
gildrunum, en kvað þarna fundna
heppilega aðferð til að drepa rott-
ur án eiturs.
Rottur eru meiriháttar plága í
Kína, og í nýlegum blaðafregnum
var talið, að þar væru um 4 millj-
arðar rottna, eða fjórar á hverja
manneskju.
hyggist verja Antonov gegn
ósönnum sökum, sem hann sé bor-
inn. Ekki er upplýst með hvaða
hætti nefndin ætlar að starfa eða
hvernig hún aflar fjár.
Tyrkinn Mehmet Ali Agca, sem
dæmdur var i ævilangt fangelsi
fyrir að reyna að ráða Jóhannes
Pál páfa af dögum, fullyrti eftir að
dómurinn yfir honum var kveðinn
upp, að hann hefði ekki verið einn
að verki. Sagði hann að Sergei
Antonov og tveir aðrir Búlgarar,
sem ekki er vitað hvar eru nú
niðurkomnir, hefðu aðstoðað sig.
Réttarhöld í málinu hefjast á ný í
Róm á mánudag.
Sovéskir fjölmiðlar hafa að und-
anförnu fjallað mikið um ásakan-
irnar á hendur Antonov og full-
yrða, að þær hafi ekki við nein rök
að styðjast. Um sé að ræða póli-
tískt samsæri, sem bandaríska
leyniþjónustan standi á bak við,
og sé markmiðið að ófrægja Sov-
étríkin og önnur sósíalistaríki.
Frá stríðinu
skæruliða.
f El Salvador. Stjórnarherinn hefur höggvið skörð f sveitir
Uppgjafa skæruliðaleiðtogi í E1 Salvador:
Vopnasendingar frá Nicaragua
aðeins dropar af fyrra hafi
Sui Salvador. 24. maf. AP.
MIGUEL Castellanos, einn af helstu
leiðtogum vinstri sinnaðra skæruliða
í El Salvador, sem gaf sig fram við
stjórnarherinn í aprfl síðastliðnum,
sagði í klukkustundar löngu viðtali
við fréttamann AP í dag, að vopna-
sendingar frá Nicaragua, sem áður
sáu skæruliðum ríkulega fyrir vopn-
um, hefðu sem næst þornað upp í
seinni tíð, „vopnin koma í dropatali
miðað við áður og það gætir mikils
skorts á skotfærum. Þá náðu skæru-
liðar áður miklu magni vopna af
stjórnarhernum, en árveknin hefur
aukist á þeim bæ og sú leið ber nú
lítinn árangur," sagði Castellanos.
Castellanos hefur verið viðrið-
inn baráttu vinstri sinna i landinu
síðustu tíu árin og lengst af talinn
einn helsti leiðtoginn. Skæruliðar
sjálfir staðfestu mikilvægi hans
með því að lýsa fyrst yfir opin-
berlega að hann hefði verið hand-
tekinn. Síðan, er ljóst var að hann
hafði gefið sig fram af frjálsum
vilja, afneituðu þeir honum og
sögðu hann hafa verið eiturpeð.
Hinn 35 ára gamli Castellanos
sagði það ekki hafa verið auðvelt
fyrir sig að ganga í berhögg við
sannfæringu sína I stjórnmálum,
„Ég fór að íhuga þetta alvarlega
fyrir um ári og lengi var ég ekki
viss hvað ég ætti til bragðs að
taka. Á endanum fyllti allt ofbeld-
ið mælinn, ég fékk viðbjóð af
mannvígunum sem framin eru á
báða bóga, bræður vegandi bræð-
ur í þessu litla landi. Þetta er
sjúkt. Þá ákvað ég að gefa mig
fram,“ sagði Castellanos í viðtal-
inu.
Um vopnaflutninga frá Nicar-
agua sagði Castellanos ennfremur:
„1980—81 höfðu skæruliðar bol-
magn til að hafa 3000 manns und-
ir vopnum frá Nicaragua. Fyrst
fengum við vopnasendingar með
flugvélum, síðan sjóleiðina og loks
landleiðina. Árið eftir bættust
4000 vopnaðir skæruliðar við fyrir
tilstuðlan vopnanna frá Nicaragua
og þá höfðum við bolmagn til að
ná miklu af vopnum af stjórnar-
hernum. Þannig náðum við þyngri
vopnum og hættulegri sem við
höfðum ekki notað áður. Stjórn-
arherinn tók sig hins vegar á og
fór smám saman að herða tökin og
loka flutningsleiðunum og smám
saman fór að bera á skorti og nú
er sá skortur alvarlegur," sagði
Castellanos. Hann sagði einnig að
nú væru skæruliðar um 5000 tals-
ins, en þeim hefði fækkað mikið I
seinni tíð vegna manntjóns.
„Flestir sem ég byrjaði með eru nú
löngu fallnir," sagði Castellanos.
Bandarikjastjórn og sérfræðingar
stjórnarhersins hafa til þessa álit-
ið að skæruliðar séu liklega um
11.000 talsins, en þeir hafa jafn-
framt viðurkennt að sú tala kunni
ef til vill að vera í hærra lagi og
þeir eru að endurskoða hana í ljósi
framburðar Castellanosar. Cast-
ellanos óttast um líf sitt og fjöldi
lífvarða fylgir honum hvert fót-
mál. „Einhverjum í samtökunum
kann að þykja að það verði að
gera eitthvað í mínu máli, af-
greiða mitt mál,“ eins og Castell-
anos komst sjálfur að orði.