Morgunblaðið - 25.05.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.05.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1985 Sólin vekur mig Jónsbók var aldeilis óborganleg í morgunútvarpi gærdagsins. Tónlistarstjórinn fór þar á kost- um yfir hið undarlega landslag efnahagsmálanna og benti rétti- lega á að æskilegast væri að menn gætu unnið 30 stundir dag hvern, en því miður væri það ekki hægt einfaldlega vegna þess að í sól- arhringnum væru ekki nema 24 stundir. Þá vék tónlistarstjórinn að „hinni þjóðinni" sem hann vorkenndi óskaplega enda vitað mál að ekkert er leiðinlegra en máta föt, hanga á flugvöllum og væflast um í ellinni í 400 fermetra steinkössum, svo útslitinn af rápi að heiti potturinn verður grafreit- ur köngulóa. Benti Jón Örn út- varpshlustendum raunar á fleiri staðreyndir efnahagsmála, til dæmis þá staðreynd, að nú skyldu loksins „verkin látin tala“ en því miður hefði enginn tima til að tala nema forkólfar verkalýðsfélaga og vinnuveitenda. Hafi Jón örn Mar- inósson þökk fyrir þennan ágæta pistil um efnahagsmál, er ég viss um að hann gæti fengið vinnu hjá Stjórnunarfélaginu við að leysa efnahagsvandann við eitthvert pallborðið. Regína Hún Regína Stefnisdóttir, vin- kona mín, hefir stundum verið að ýja að því við kaffiborðið á vinnu- staðnum okkar að Jóhann Hjálmarsson skáld hafi samið um sig bók. Ég skildi aldrei hvað hún Regína átti við með þessum um- mælum, fyrr en Karl Guðmunds- son leikari mætti á fimmtudags- kveld uppúr hálf ellefu á rás eitt að lesa úr bók Jóhanns: Frá Um- svölum. Ég hafði að vísu lesið rit- dóma um bók Jóhanns og efni hennar borið á góma í viðræðu við Ijóðaunnanda en ekki nælt mér i eintak fyrr. Hvað um það, þá var reglulega gaman að kynnast óvenjulegum lífsferli Regínu, vinkonu minnar, og Elíasar Ág- ústssonar, manns hennar, af vör- um Jóhanns Hjálmarssonar. Það er annars fremur óvenjulegt að nútímaskáld yrki með jafn Ijósum hætti og Jóhann gerir í þessari bók, enda virðist mér takmark hans hér að segja á eins ljósan og auðskilinn hátt og mögulegt er frá óvenjulegu lífi venjulegs fólks. Hygg ég að Jóhann vilji með þess- um verkhætti afsanna þá almennu og viðteknu skoðun, að nútímaljóð séu tyrfin og málfar þeirra upp- skrúfað og fjarlægt málfari hvers- dagsmanna. Öngull í tímann Eins og áður sagði las Karl Guð- mundson úr þessari sérstæðu út- leitnu ljóðabók Jóhanns Hjálm- arssonar. Karl er góður upplesari og næmur á blæbrigði málsins, en mér hefði fundist skynsamlegra, að lesa alla bókina í einni lotu svo heildstæö sem hún er. Þá hefði ekki verið úr vegi að leiklistar- deildin hefði komið hér frekar við sögu og bætt inn leikhljóðum, til dæmis öldugjálfri. Geri ég að til- lögu minni að heildstæðir ljóða- bálkar verði framvegis fluttir af leiklistardeildinni, svipað og leik- rit, með áhrifahljóðum og leik- rænum tilburðum. Ég bíð raunar spenntur eftir að heyra hvernig Karli tekst upp meö flutninginn á síðari hluta Umsvala, en þar ger- ist Jóhann Hjálmarsson ögn per- sónulegri eins og til dæmis í þess- um ágætu línum er skáldið lýsir brottför sinni á vit Ella og Regínu á Kópaskeri: Ragga hjálpaði mér að pakka niður/ eins og venju- lega/ og kyssti mig á flugvellin- um/ og ég kyssti stelpurnar/ og kvaddi Þorra með handabandi/ af því að hann er orðinn svo stór. Ólafur M. Jóhannesson. ÚTVARP / S JÓN VARP Á -V 1 + Kirkja Óháða safnaðarins í Reykjavík. Hátíðarmessu sjónvarpað úr kirkju Óháða safnaðarins ■i /Á morgun, 00 hvítasunnudag, ““ verður sjón- varpað frá hátíðarmessu í kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík kl. 17.00. Séra Baldur Kristjáns- son prédikar og þjónar fyrir altari. Karl V. Matthíasson guðfræði- nemi les ritningartexta, Jónas Þórir sér um orgel- leik og stjórnar kór safn- aðarins. Að auki mun Jón- as Þórir Dagbjartsson leika á fiðlu og trompet og kór Melaskólans syngur undir stjórn Helgu Gunn- arsdóttur. Óháði söfnuðurinn er fríkirkjusöfnuður stofn- aður árið 1950. „Kínverjar °g kynbomburM — frönsk bíómynd frá árinu 1965 ^^■■1 Frönsk bíó- Ot 30 mynd frá árinu ^ 1 — 1965 er bíó- mynd kvöldsins og nefnist hún „Kínverjar og kyn- bombur". Myndin er byggð á sögu eftir Jules Verne. Leikstjóri er Phil- ippe de Broca en með að- alhlutverk fara Jean-Paul Belmondo, Ursula And- ress og Jean Rochefort. Söguþráðurinn er á þá leið að Arthur Lempereur er ungur milljónaerfingi. Hann er saddur lífdaga en tekst ekki með nokkru móti að murka úr sér líf- tóruna. Velunnari hans grípur þá til sinna ráða til að lækna piltinn af lífs- leiðanum. Þýðandi er Ragna Ragnars. Jean-Paul Belmondo og Ursula Andress f hlutvcrkum sín- um í myndinni „Kínverjar og kynbombur". „Var i Norden“ — dagskrá á sænsku H „Vár i Norden" 35 nefnist dag- — skrárliður sem er í útvarpinu klukkan 22.35 í kvöld og stendur hann í um klukkutíma. Þetta er dagskrá á sænsku með ljóðum og tónlist frá finnska útvarp- inu. Camilla Aromaa- Quickström tók saman. Meðal annars verða lesnar þýðingar á ljóðum eftir Ólaf Jóhann Sigurðs- son. Lesarar eru: Borgar Garðarsson, May Piilhl- gren, Bodil Sandman og Leif Wagner. „Vor í Vín“ ■i „Vor f Vín“ er 00 heiti dagskrár- ““ liðar í sjón- varpi í kvöld er hefst klukkan 23.00. Sinfóníu- hljómsveit Vínarborgar flytur verk eftir W.A. Mozart, L.V. Beethoven, J. Brahms, A. Dvorak, F. Smetana og Johann og Josef Strauss. Einsöngvarar eru Rob- ert Holl og Gabriele Beck- anova-Cap. Einleikari á fiðlu er Erich Hoebarth. Stjórnandi hljómsveitar- innar er Leopold Hager. Þýðandi og þulur er Ingi Karl Jóhannesson. Alls verða flutt 13 verk og stendur dagskrárliður- inn í tvo tíma. Þátturinn kemur frá austurríska sjónvarpinu. „Hér og nú“ — fréttaþáttur í vikulokin ■i Fréttaþáttur- 00 inn í vikulokin — „Hér og nú“ er á dagskrá rásar 1 að vanda klukkan 14.00 í dag. Umsjónarmenn að þessu sinni eru fréttamennirnir Ólafur E. Friðriksson, Atli Rúnar Halldórsson og Sigríður Árnadóttir. Atli Rúnar sagði í sam- tali við Mbl. að fjallað verði um í þættinum framtíð launamála í land- inu nú þegar atvinnurek- endur hafa boðið að fyrra bragði kauphækkun. „Við fáum talsmenn inn í stúd- íó til okkar og ræðum þau mál fram og til baka. Feg- urðarsamkeppnin á Broadway verður tekin fyrir, en hún er einmitt haldin um þessa helgi. Síðan er ætlunin að fjalla stuttlega um lands- leikinn i næstu viku milli Skotlands og íslands. Og síðast en ekki síst verð ég staddur norður á Dalvík í frystihúsi þeirra Dalvík- inga og útvarpa þaðan. Ég mun segja frá gæðastýr- ingarkerfi sem SÍS er að taka upp í fleiri frystihús- um víða um land. En fyrsta slíka kerfið kom í frystihúsið á Dalvík." ÚTVARP LAUGARDAGUR 25. maí 7.00 Veðurtregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.20 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morg- unorð — Helgi Þorláksson talar. 8.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 8.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Valdimars Gunnarssonar frá kvöldinu áöur. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Oskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir.) Óskalög sjúklinga frh. 11.20 Eitthvað fyrir alla. Siguröur Helgason stjórnar þætti fyrir bðrn. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12^0 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 14.00 Hér og nú. Fréttaþáttur I vikulokin. 15.15 Listapopp. — Gunnar Salvarsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 16.30 Bókaþáttur. Umsjón: Njöröur P. Njarðvlk. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 A óperusviðinu. Umsjón: Leifur Þórarinsson. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18/45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Til- kynningar. 19.35 „Glefsur úr Islensku revl- unni“ eftir Gerard Lemarquis. Umsjón: Asta R. Jóhannes- dóttir. 20.00 Otvarpssaga barnanna: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir les arablskar sðgur úr „Þús- und og einni nótt" I þýðingu Steingrlms Thorsteinssonar. (&)• 20.20 Harmonikuþáttur. Umsjón: Bjarni Marteinsson. 21.50 Sjálfstætt fólk I Jðkul- dalsheiði og grennd. 2. þáttur: Sauöspeki og siö- menning. Umsjón: Gunnar Valdimarsson. (Aður á dag- skrá I júll 1977.) 21/15 Kvöldtónleikar. Þættir úr slgildum tónverk- um. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvðldsins. 22.35 Vár i Norden. Dagskrá á sænsku með Ijóö- um og tónlist frá finnska út- varpinu. Camilla Aromaa- Quickström tók saman. Meðal annars lesnar þýð- ingar á Ijóöum eftir Ölaf Jó- hann Sigurðsson. Lesarar: SJÓNVARP 16.30 Enska knattspyrnan. 17/45 iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 1925 Sögustundin Talandi brúöan og Hókus Pókus. Sænskar barnamyndir. Þýöandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Lesari Ingibjörg Jó- hannsdóttir. (Nordvision — Sænska sjónvarpiö.) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 2025 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Kvikmyndahátiðin 1985. Umsjón og stjórn: Arni Þór- arinsson og Sigurður Sverrir Pálsson. 20/50 Hótel Tindastóll. Sjötti og slðasti þáttur. Breskur gamanmyndaflokk- ur I sex þáttum um sein- LAUGARDAGUR 25. maí heppinn gestgjafa, starfsliö hans og hótelgesti. Aðalhlutverk: John Cleese. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.30 Kinverjar og kynbombur. (Les tribulations d'un Chino- is en Chine) Frönsk blómynd frá árinu 1965, byggö á sðgu eftir Jules Verne. Leikstjóri: Philippe de Broca. Aðalhlutverk: Jean-Paul Belmondo, Ursula Andress og Jean Rochefort. Arthur Lempereur er ungur milljónaerfingi. Hann er saddur llfdaga en tekst ekki með nokkru mótl að murka úr sér llftóruna Velunnari hans grlpur þá til sinna ráða til að lækna piltinn af llfsleið- anum. Þýðandi Ragna Ragnars. 23.00 Vor I Vln Sinfónluhljómsveit Vlnar- borgar flytur verk eftir W.A. Mozart, L.v. Beethoven, J. Brahms, A. Dvorak, F. Smet- ana og Johann og Josef Strauss. Einsðngvarar: Robert Holl og Gabriele Beckanova-Cap. Einleikari á fiðlu: Erich Hoeb- arth. Stjórnandi: Leopold Hager. Þýöandi og þulur: Ingi Karl Jóhannesson. (Eurovision — Austurrlska sjónvarpiö.) 01.00 Dagskrárlok. Borgar Garöarsson, May Piilhlgren, Bodil Sandman og Leif Wagner. 23225 Operettutónlist. 24.00 Miðnæturtónleikar. Umsjón: Jón örn Marinós- son. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl. 03.00. LAUGARDAGUR 25. maí 14.00—16.00 Léttur laugar- dagur Stjórnandi: Asgeir Tómasson. 16.00—18.00 Milli mála Stjórnandi: Helgi Már Barða- son. Hlé. 24.00—00.45 Listapopp Endurtekinn þáttur frá rás 1. Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 00.45—03.00 Næturvaktin Stjórnandi: Kristln Björg Þor- steinsdóttir. (Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar 1.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.