Morgunblaðið - 25.05.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1985
29
HOLLUSTUBYLTINGIN/ Jón Óttar Ragnarsson
Og nú, góðir íslend-
ingar, er það fitan!
Rannsóknir hvaðanæva úr heim-
inum eru óðum að staðfesta svo-
nefnda fitukenningu sem ofan-
ritaður og fleiri hafa haldið fram í
áratug gegn hatrammri andstöðu
kerfiskarla.
I'egar við Bjarni Þjóðleifsson og
Ársæll Jónsson stóðum fyrir ráð-
stefnu um Neysluvenjur og heilsu-
far í aprfl 1977 varð uppi fótur og
fit í landbúnaðinum.
Helsti andstæðingur fitukenn-
ingarinnar reyndist vera Agnar
Guðnason, blaðafulltrúi Stéttar-
sambands bænda. Hélt hann uppi
andófi um margra ára skeið.
Þessi andstaða fólst m.a. í þvi að
bjóða hingað til landsins Astrúp
nokkrum og halda fund á Hótel
Sögu til þess að berja kenninguna
niður fyrir fullt og fast.
Þessi tilraun — eins og svo
margar frá Agnars hendi — fór út
um þúfur. Sem betur fer liðu ekki
nema nokkur ár þar til skynsamir
menn tóku af honum ráðin og
sneru við blaðinu.
í dag eru aðrir tímar. í íslensk-
um landbúnaði nú úir og grúir af
fólki sem í einlægni vill setja holl-
ustuna ofar flestu öðru í þessum
mikilvæga atvinnuvegi.
Þessi dýrmæta stefnubreyting
veldur því að nú er í fyrsta skipti
hægt að móta manneldisstefnu
sem byggir á alhliða heilsuvernd
íslensku þjóðarinnar.
Hjartað
Akkilesarhæll líkama okkar er
hjartað. Eru hjarta- og æðasjúk-
dómar (einkum kransæðasjúk-
dómar) okkar algengasta dánar-
orsök þótt faraldurinn sé lítil-
lega í rénum (fyrst og fremst
vegna áróðurs fyrir bættu mat-
aræði).
Því miður hafa þeir sem sífellt
eru að tönnlast á því að íslend-
ingar hafi náð hæsta meðalaldri
í heimi ekki ýtt undir róttækar
breytingar gegn þessum vágesti.
Reyndin er sú að alltof margir
íslendingar á besta aldri hrynja
niður úr þessum sjúkdómum. An
þessara dauðsfalla mundi meðal-
aldurinn hækka talsvert enn.
Bendir nú flest til þess að
beint orsakasamhengi sé á milli
tíðni kransæðasjúkdóma og
mettaðrar fitu sem íslendingar
úða í sig 1 meira mæli en nær
allar þjóðir heims.
Magnið
fslendingar borða alltof mikla
fitu. Fá þeir nú hvorki meira né
minna en 42% orkunnar úr fitu.
Þyrfti neyslan í heild að minnka
um a.m.k. þriðjung.
Þetta gildir — eins og annað í
þessum pistli — um alla full-
orðna karlmenn 20 ára og eldri
og allar fullorðnar konur 40 ára
eða eldri fyrst og fremst.
Til þess að minnka fituna um
'A þarf að minnka viðbit og fitu
í matseld (burt með djúpsteiktan
mat), skera fituna burt af kjöti
og minnka neyslu á öðrum feit-
um mat.
Tegund fitunnar
En þetta dugir ekki til. Það
þarf líka að breyta samsetningu
fitunnar með því að draga svo
um munar úr neyslu á allri fitu
sem kemur hörð úr ísskáp (harð-
feiti).
í þessum flokki er allt súkku-
laði og konfekt, allar feitar kjöt-
vörur og mjólkurvörur, gervi-
rjómi hvers konar svo nefndir
séu helstu afurðir sem innihalda
slíka fitu.
Af kjötvörum ber þessum
þjóðfélagshópum fyrst og fremst
að forðast spægipylsu, rúllu-
pylsu, kindakæfu, beikon og
bjúgu svo nefnt sé það feitasta.
Af mjólkurmat ættu þessir
hópar að halda sig fyrst og
fremst við léttmjólk og undan-
rennu, kotasælu og skyr, léttjóg-
úrt og aðrar fituskertar vörur.
Um fiskinn gildir hið gagn-
stæða. Fitan í honum er mjúk og
hefur því jákvæð áhrif hvort
sem hún kemur úr feitum fiski
eða mögrum. Fiskneysla þyrfti
því að aukast!
Lokaorð
Hjarta- og æðasjúkdómar eru
enn algengasta dánarorsök íslend-
inga. til þess að draga úr þessum
skelfilegu sjúkdómum þurfa Is-
lendingar að breyta mataræði sínu.
Því miður vita íslenskir karl-
menn oftast Iftið um mataræði, Ld.
hvaða fita er hörð og hvaða fita
ekki. Það eru engu að síður þeir
sem eru í mestri hættu.
Heilbrigðisráðuneytið og land-
læknir þurfa að berjast fyrir því að
tekinn verði upp skipulagður áróð-
ur gegn þessum ógnvaldi íslensku
þjóðarinnar ... nú og þegar.
Kynhvarfi kveðinn niður
Málrósir vinsamlega afþakkaðar
— eftir Böðvar
Björnsson
Helga Hálfdanarsyni er mjög í
mun að samkynhneigð sé nefnd
kynhvörf og hommar og lesbíur
kynhvarfar. Ef þetta hefur ein-
hverntíma verið baráttumál hans
eða hugsjón, þá er það nú orðið
trúarbrögð hans, því baráttumál
og hugsjónir snúast upp í trúar-
brögð þegar menn kjósa að loka
augunum fyrir staðreyndum, og
það gerir Helgi svo sannarlega í
þessu máli.
Helgi kýs að byrja grein sína í
Mbl. 9. mai á ósannindum og olli
það mér nokkurri undrun hversu
felulaus þau voru. Þegar ég nefni
ósannindi á ég við það, þegar
Helgi segir í upphafi greinar sinn-
ar, að orðanefnd Kennarahá-
skólans mæli með áðurnefndum
orðum í stað erlenda orðsins homo-
sexual og skyldra orða. Hér er ekki
rétt með farið. Orðanefndin var að
setja saman ný orð í stað íslensku
orðanna hommi, lesbía, samkyn-
hneigð, kynvilla, hýr. Það sér hver
heilvita maður að engin merk-
ingartengsl eru milli orðanna
homosexual og kynhvarfur.
Ég verð að játa að ég hélt hér
áður að Helgi og orðanefnd Kenn-
araháskólans hefðu til að bera
einhverja lágmarksþekkingu á því
máli, sem hér er til umræðu, en sé
nú að þar hefur mér skjátlast
hrapallega, og skrifast það á mig,
að ég hef hingað til hagað orðum
mínum á þann veg að móttakend-
urnir væru vitiborið fólk, en ekki
ómálga börn sem eru að rifna úr
frekju. En nú skal ég tyggja sjón-
armið okkar homma og lesbía oní
Helga og orðanefndina, lið fyrir
lið, í þeirri von að þeir skilji í það
minnsta um hvað þessi slagur
snýst.
l(a) Helgi ímyndar sér að kjarn-
inn í þessu máli sé að okkur
hommum og lesbíum finnist
kynhvörfin niðrandi. Punktur og
basta. Lengra nær þekking hans
ekki.
Þessi einfeldningshugsun er
bara ekki kjarni málsins. Kjarni
málsins er sá að við viðurkennum
ekki forsendurnar sem orðið er
byggt á. Að gefa heilum þjóðfé-
lagshóp heiti og skilgreiningu út-
frá því hvað annar hópur (sá
rétti?) er eða aðhefst er auðvitað
ótækt, og því munum við ekki una.
l(b) Á þeim forsendum sem orð-
ið er grundvallað merkir það auð-
vitað öfugur, og getur aldrei merkt
neitt annað.
l(c) Til glöggvunar má benda á
stríð svertingja í Bandaríkjunum
á síðustu áratugum vegna orðanna
negro, nigger, og colored, og bar-
áttu þeirra fyrir að vera nefndir
black (algengast) og Afro Ameri-
cans og American Negro.
Orðin colored (litaður) og
kynhvarfur eru hliðstæður,
grundvölluð á sömu hugsun — eða
hugsunarleysi — því að orðin eru
mynduð útfrá því sem gefið er að
sé rétt eða algengast, og því una
hommar og lesbíur á íslandi auð-
vitað ekki frekar en bandariskir
svertingjar undu því að hvítt væri
grunnlitur og allir þeir sem ekki
væru hvítir stimplaðir litaðir.
l(d) Helgi segir engan þurfa að
móðgast yfir því að vera sagður
kynhvarfur fremur en t.d. að vera
réttilega sagður örvhentur. Hér
fetar hugsun Helga miklu fremur
stíg heimskunnar en þekkingar-
leysisins. Eða veit Helgi ekki að
andhverfan við örvhentur er rétt-
hentur?
Núorðið má það heita veigalítið
frávik að vera örvhentur, en
margir eru þeir, jafnvel á miðjum
aldri, sem hafa ekki gleymt því
þegar vinstri höndin var bundin
við bakið svo að þeir neyddust til
að nota þá réttu. Því væri ástæða
til þess að leggja af orðið örvhent-
ur, sé einhver málskilningur enn
lifandi með þjóðinni. Menningar-
leg og félagsleg þýðing þess arna
eru þó algerir smámunir á við
orðafar þjóðarinnar um lesbíur og
homma og það hugarfar sem í því
birtist.
l(e) Nú þegar Helgi og orða-
nefndin hafa lokið við að klæða
orðið kynvilltur í sunnudagsfötin,
vilja þeir þá ekki halda áfram og
klæða fleiri orð upp þannig að þau
geti látið sjá sig í okkar „upp-
lýsta“ samfélagi án þess þó að
glata frummerkingu sinni, og
bendi ég á orðið trúvillingur, sem í
skikkanlegum klæðum myndi út-
leggjast trúhvarfi. Svo má auðvit-
að halda áfram útí það óendan-
lega, t.d. lithvárfur yfir mann sem
ekki er hvítur. Og myndi orðið
lífhvarfur ekki hjálpa okkur að
komast hjá því að horfast í augu
við dauðann?
2 Skoðum nú orðið kynhvarfi
nánar. Helgi segir í upphafi grein-
ar sinnar að þetta sé þýðing á er-
lenda orðinu homosexual. Það er
eins fjarri sannleikanum og hugs-
ast getur. Homosexual þýðir orð-
rétt samkynhneigður. Hvernig
fær orðanefndin kynhvarfi útúr
homosexual þegar merkingar
þessara orða eiga ekkert skylt?
Sannleikurinn er sá að kyn-
hvarfi er snyrtileg þýðing á sexual
invert, sem alveg eins mætti þýða
sem öfugur, kynsnúinn eða kyn-
hvolfur. Sexual invert er til sem
hugtak í sálarfræðinni frá því
fyrir aldamót, því að einn frum-
kvöðla kynlífsrannsókna, Eng-
lendingurinn Havelock Ellis, gaf
út bók sem hann nefndi Sexual Inv-
ersion, Kynhvörf, árið 1898! En
þetta hugtak og þessi skilgreining
á hommum og lesbíum hefur mér
vitanlega ekki viðgengist í skyn-
samlegri umræðu á 20. öldinni. Að
hugtakið sé samt notað í uppeldis-
og sálarfræði við Kennaraháskóla
íslands, eins og Helgi bendir á,
kemur okkur homraum og lesbíum
hinsvegar ekkert á óvart: Dr.
Bragi Jósepsson lektor í uppeldis-
fræði leiddi okkur hommum og
lesbíum fyrir sjónir fyrir mörgum
árum (í grein um leikritið Pæld’íðí
. í Vísi árið 1980) að kennsla í upp-
eldis- og sálarfræði við Kennara-
háskóla íslands, er varðaði sam-
kynhneigð, væri byggð á 19. aldar
hugsunarhætti og ranghugmynd-
um.
Sjá Helgi og orðanefndin ein-
hverjum markmiðum þjónað með
því að færa þau viðhorf gagnvart
hommum og lesbíum, sem bundin
eru í málnotkun íslendinga, öld
aftur í tímann?
3 Helgi segir að orðið hommi sé
niðrandi vegna langærrar niðr-
andi notkunar. Ekki er það niðr-
andi í huga mínum eða okkar
homraa. Satt að segja finnst mér
þetta orð fallegt og vekur það hjá
mér mjög ljúf hugrenningatengsl.
Orðið sjálft hefur auðvitað ekkert
skaðast af þeirri niðrandi notkun
Böðvar Björnsson
„Kjarni málsins er sá
að við viðurkennum
ekki forsendurnar sem
orðið er byggt á.“
sem Helgi talar um, það þarf ein-
ungis að fá að sjást í heilbrigðara
samhengi en liðist hefur hingað
til, og þá mun það fljótlega
hreinsa sig af “öllum óhreinum
grunsemdum" Helga og félaga.
4 Helgi segir í grein sinni að sér
virðist orðin samkynhneigð og
samkynhneigður ekki nógu vel
gerð og of óþjál til þess að komast
í almenna notkun. Nú langar mig
til þess að benda Helga á eftirfar-
andi: Hingað til hefur enginn farið
vitlaust með eða átt í erfiðleikum
með orðið samkynhneigð, en nær
allir farið vitlaust með og átt i erf-
iðleikum með orðið kynhvörf. Seg-
ir þetta ekki allt um það hvort
orðið er þjálla og betur gert?
5 Þá eru það orðin hómi og
lespa, sem Helgi og orðanefndin
mæla með í stað hommi og lesbía.
Á að taka svona tepruskap alvar-
lega? Ef Helgi eða þeir í orða-
nefndinni eru ekki menn til að
horfast í augu við staðreyndir, þá
er þeim auðvitað frjálst að nota
rósamál sín á milli, og jafnvel
dulmál, en við hommar og lesbíur
þurfum ekki á rósamáli að halda.
(Og ég veit að ef heitin yfir okkur
hefðu upphaflega verið hómi og
lespa, þá hefði orðanefndin stung-
ið uppá orðunum hommi og lesbía
— og getað stutt það mjög góðum
rökum, bæði merkihgarlegum og
menningarlegum.)
Lokaorð
Helgi Hálfdanarson endar
grein sína með því að hvetja okkur
homma og lesbíur að taka þakk-
andi huga því forræði sem orða-
nefndin hefur tekið sér í málum
okkar, að því sé staðið af góðum
huga. Um þann góða vilja er það
eitt að segja að við getum ekki
tekið viljann fyrir verkið. En héð-
anífrá er þetta spurning um slæm-
an vilja og slæman vilja eingöngu.
Orðamall nefndarinnar er nú þeg-
ar búið að kosta okkur homma og
lesbíur of mikið.
Langlundargeð okkar í þessu
máli er þrotið, við getum ekki
lengur boðið sjálfum okkur uppá c
að reyna að ræða skynsamlega og
af fullri kurteisi við fólk sem kýs
að halda sér við blekkinguna, og
þegar málið er farið að snúast um
þrjósku einhverra hrokafullra
þjösna og rugludalla úti í bæ, þá
er ekkert til að ræða um lengur.
Við munum ekki líða að vera beitt
upplýsingabanni af hálfu ríkis-
fjölmiðils né að ríkisfjölmiðill
heimili aðeins að um okkur verði
notaður fjandsamlegur orðaforði.
Hér er á ferðinni stórmál, þó að
mjög margir geri sér ekki fulla
grein fyrir því hvað það er ein-
staklingnum dýrkeypt að þurfa að
alast upp við fjandsamlegan orða-
forða varðandi sjálfan sig og búa.__
við síðan.
Orðanefnd Kennaraháskólans
setti saman ný orð án þess einu
sinni að kynna sér viðhorf okkar
sem nota á orðin um. Síðan var
þessum vanskapningum kastað í
okkur af Helga Hálfdanarsyni
með þeim orðum að þetta nefnd-
umst við héðanífrá og að okkur
væri best að þegja, þetta væri gert
af svo góðum huga og væri okkur
fyrir bestu.
Það þarf sterk bein til að stand-
ast ofbeldissinnaða umhyggju,
mörgum hættir til þess að fallast
á ósanngjarna málamiðlun til að
halda friðinn á heimilinu, en það
látum við hommar og lesbíur ekki
henda okkur.
Og nú hlýt ég að krefjast þess,
fyrir hönd homma og lesbía, og tel
raunar einboðið, að orðanefnd
Kennaraháskólans komi úr felum
og biðji okkur afsökunar og dragi
orð sín til baka.