Morgunblaðið - 25.05.1985, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1985
Þingvellir
framtíð og friðun
Landvernd gekkst fyrir ráðstefnu á Þingvöllum, laugardaginn 18. maí sl., og bar hún
heitið Þingvellir — framtíð og friðun. Morgunblaðið hafði samband við frummælendur á
ráðstefnunni og voru þeir beðnir að gera grein fyrir því helsta sem kom fram í erindum
þeirra.
Morgunblaðid/Gautur Gunnarsson
Guðmundur Ólafsson fornleifafræð-
ingur.
Eina
fornleifa-
rannsóknin á
Þingvöllum
gerð fyrir
105 árum
GUÐMUNDUR Ólafsson fornleifa-
fræðingur flutti erindi um fornleifa-
rannsóknir á Þingvöllum.
„Ég fjallaði um fornleifarann-
sóknir, það sem gert hefur verið
og það sem æskilegt væri að gera.
Aðeins einu sinni hefur verið gerð
fornleifarannsókn á Þingvöllum
er Sigurður Vigfússon, frumkvöð-
ull íslenskrar fornleifafræði, gerði
þar rannsókn fyrir 105 árum.
Um var að ræða rannsókn á öll-
um merkilegustu minjum staðar-
ins svo sem á Spönginni, hleðslum
hjá „Lögbergssporði”, rúst í Þing-
vallatúni (Biskupsbúð), Njálsbúð,
Snorrabúð og á Lögbergi. Þessi
rannsókn hefur ekki notið þeirrar
athygli sem henni ber.
Á tímum Sigurðar voru uppi
deilur um hvort Lögberg hafi
staðið á Spönginni eða á Hallin-
um. Sigurður var sannfærður
Spangarmaður, eins og raunar
flestir. Á Spönginni fann hann
sporöskjulaga mannvirki. Innan
hringsins virtust vera leifar af
einum eða tveimur minni hring-
um. Þetta svipar til mannvirkis
sem ég hef rannsakað á Þingnesi
við EUiðavatn undanfarin sumur.
Rannsóknir skortir til að hægt sé
að gera sér grein fyrir hvað hér er
um að ræða.
í erindinu rakti ég einnig niður-
stöður hinna rannsóknanna, t.d. á
svonefndri Biskupsbúð í Þing-
vallatúni. Sigurður taldi þetta
vera Þingbúð, en af lýsingu hans
að dæmi gæti alveg eins verið um
að ræða eldaskála frá því á 10. öld.
Auk þess að gera grein fyrir
rannsóknum Sigurðar Vigfússon-
ar á fornminjum á Þingvöllum
vakti ég athygli á því að nýjar
fornleifarannsóknir með nútíma
aðferðum gætu leyst úr mörgum
óráðnum gátum Þingvalla. Þjóð-
minjasafnið á að vera miðstöð
allrar minjavörslu á íslandi, en
fjármagn skortir til að það geti
sinnt því hlutverki sínu.
Ef fjármagn kæmi til þyrftu
rannsóknir á Þingvöllum að bein-
ast að eftirfarandi atriðum. í
fyrsta lagi að gera úttekt á minj-
um í öllum Þingvallahreppi, svo-
kallaða fornleifaskráningu. Þetta
er grunnrannsókn. í öðru lagi
mætti rannsaka betur með upp-
greftri mannvirkin sem Sigurður
gróf í. Annað hvort með því að
hreinsa upp skurðina sem hann
gróf, eða rannsaka stærra svæði.
Af nógu er að taka, en ef ekki
koma til fjárveitingar fá fornleif-
ar á Þingvöllum að vera í friði
fyrir fornleifafræðingum um
ókomin ár.“
Morgunbladid/Gautur Gunnarsaon
Sigurður Steinþórsson jarðfreðingur
Sjö
tegundir af
eldfjöllum
á svæðinu
SIGURÐUR Steinþórsson jarðfræð-
ingur fjallaði um jarðfræði Þingvalla
í erindi sínu sem hann og Kristján
Sæmundsson tóku saman.
„Erindið fjallaði um jarðsögu
Þingvalla. Það sem þarna hefur
helsta jarðsögulega þýðingu eru
óvenjulegar jarðmyndanir. Á
svæðinu eru sjö tegundir af eld-
fjöllum, eða fíestar tegundir ís-
lenskra eldfjalla.
Sprungusvæðið á Þingvöllum er
hluti af Mið-Atlantshafshryggn-
um og ætti í raun heima á hafs-
botni en ekki uppi á miðju landi. Á
Þingvöllum er einnig að finna ís-
aldarleifar fyrir sunnan vatnið.
Ég fjallaði um jarðsögu staðar-
ins sl. 12.000 ár. Fram að þeim
tíma lá jökull yfir alla Þingvalla-
lægð að Grafningi og urðu eldgos
undir jöklinum sem mynduðu mó-
bergsfjöllin. Eftir að jökullinn
hvarf og áður en Skjaldbreiður
myndaðist runnu jökulár í vatnið.
Skjaldbreiður gaus fyrir 10.000
árum. Fyrir 9.000 árum varð
sprungugos í Tindfjallaheiði og þá
runnu Þingvallahraunin. Vatns-
borð Þingvallavatns var þá 10
metrum hærra en það er í dag.
Síðan gróf vatnið sér leið framhjá
Dráttarhlíð.
Landsig hefur verið samfellt og
í stærri stökkum á svæðinu. Sið-
asta verulega landsigið var í
tengslum við Suðurlandsskjálft-
ana 1784. Fjórum árum síðar seig
svæðið milli Hrafnagjár og Al-
mannagjár um hálfan metra og
breyttust þá Vellimir í mýrlendi.
Landið sígur þarna jafnt og þétt
um hálfan til einn mm á ári.
Ég tel ráðstefnuna hafa verið
mjög gagnlega og mikill áhugi rík-
ir á framtíð Þingvalla nú. Það sem
huga þarf að í sambandi við skipu-
lag svæðisins er að stækka þjóð-
garðinn; flytja þjónustumiðstöðv-
ar t.d. að Kárastöðum, eða alla
vega upp fyrir gjána; hreinsa upp
veginn i Almannagjá og byggja
netta göngubrú yfir öxará í stað
þeirrar sem nú er; hressa upp á
söguminjar og merkja; merkja og
lagfæra þær gönguleiðir sem fyrir
eru og útbúa upplýsingapésa og
kort.“
Gott ef
friðun lands
og búseta
bænda fara
saman
SÉRA Heimir Steinsson þjóðgarðs-
vörður nefndi erindi sitt „Helgistað-
ur allra fslendinga“.
„Ég byrjaði á því að draga fram
meginatriði hvað varðar stöðu
Þingvalla í vitund landsmanna.
Þingvellir hafa einstöðu í íslensk-
um lögum, því í upphafi laga nr.
59 frá 1928 segir „Frá ársbyrjun
1930 skulu Þingvellir við Öxará og
grenndin þar vera friðlýstur helgi-
staður allra Islendinga" og býst ég
við að orðalag sem þetta sé tiltölu-
lega fágætt í íslenskum lögum.
Sérstaða Þingvalla kemur enn
betur fram er Alþingi setur lög
um staðin sem fela i sér að Þing-
vellir verði undir vernd Alþingis
og undir forræði sérstakrar
nefndar.
Síðan talaði ég i víðara sam-
hengi um Þingvelli við öxará og
grenndina, sem er fyrst og fremst
svæðið milli Almannagjár og
Hrafnagjár. Þetta svæði er
grundvöllurinn undir starf Þing-
vallanefndar sl. 55 ár. Nefndin
hefur ekki fært út kvíarnar að
ráði og er fastheldin á forræði
sitt.
Morgunblaöift/Gautur Gunnareson
Séra Heimir Steinsson þjóðgarðs-
vörður.
Á undanfömum árum hefur
nokkuð verið rætt um friðunarað-
gerðir umhverfis Þingvallavatn.
Þingvallanefnd lítur það velviljuð-
um augum, en visar slikri umræðu
til Skipulags ríkisins og einbeitir
sér að þjóðgarðinum sjálfum.
Nefndin beitti sér fyrir hug-
myndasamkeppni fyrir rúmum
áratug og verða tillögurnar teknar
fram nú. Nefndin einbeitir sér nú
að skipulagningu Þjóðgarðsins og
hafa verið ráðnir tveir landslags-
arkitektar, þeir Reynir Vilhjálms-
son og Éinar Sæmundsen, til
skipulagsstarfsins. Þingvalla-
nefnd lítur á þetta sem tímamót
og horfir fram á við til langs tíma
og óskar eftir ráðum og hugmynd-
um frá þeim sem láta sig málið
varða.
Ráðstefnan var gagnleg allra
hluta vegna. Það er alltaf gott
þegar ágætir menn koma saman á
Þingvöllum til að skiptast á skoð-
unum um staðinn. Menn greinir á
innan eðlilegra marka. Á ráð-
stefnuna kom fólk úr Þingvalla-
sveit og hitti áhugamenn um
verndun svæðisins. Það er gott ef
hægt verður að vinna saman og að
friðun lands og búseta bænda f
sveitinni fari saman.
120 þúsund
dýr á fer-
metra í fjöru-
borði Þing-
vallavatns
I’ÉTUR M. Jónasson vatnalíffræð-
ingur flutti erindið „Lífríki Þing-
vallavatns og verndun Þingvalla-
svæðisins".
„Ég stóð fyrir vistfræðinni á
ráðstefnunni. Flestir halda að
Þingvallavatn sé kalt og djúpt og
snautt af lífi vegna þess að gróð-
ursnautt hraun umlykur það. En
því fer fjarri. 9/io hlutar aðrennslis
Þingvallavatns renna neðanjarðar
eftir sprungum að vatninu. Vatnið
sem rennur að norðan er kannski
70 ár að renna 30 km. Þá hefur
vatnið safnað miklu magni stein-
efna sem veldur því að vatnið
verður mjög frjótt. Þriðjungur
Þingvallavatns er gróðri þakinn
og 120 þúsund dýr lifa á hverjum
fermetra í fjöruborðinu. Jafnvel á
114 m dýpi við Sandey lifa 10 þús-
und lífverur á hverjum fermetra.
Þingvallavatn er eina vatnið í
heiminum þar sem lifa fjórar
gerðir af bleikju. f fyrsta lagi er
það murtan sem lifir á svifi; botn-
bleikja sem lifir á botndýrum;
gjábranda, sem er dvergbleikja,
oft blind og lifir á botndýrum i
gjánum, og ránbleikja, sem er stór
fiskur og lifir aðallega á murtu og
hornsíli.
Þingvallavatn er eina vatnið á
Norðurlöndum sem stendur undir
fiskiðnaði. Þar er afraksturinn um
10 kg. á hektara á ári.
Á vatninu mætast austur og
vestur í dýraríkinu. Himbriminn,
straumöndin, bitmýið og lítil
krabbafló koma að vestan og fara
ekki lengra en til fslands. Flestar
tegundir frá Evrópu hafa vestur-
mörk hér eða á Grænlandi.
Ég tel brýna nauðsyn á að
vernda allan fjallahring Þingvalla
og allt vatnasvið Þingvallavatns.
Svæðið ætti að afmarkast af
Langjökli í norðri og Hengli i
suðri, Lyngdalsheiði að austan og
Mosfellsheiði að vestan. Þingvellir
liggja á miðjum Atlantshafs-
hryggnum sem er einstakt, að Mý-
vatni undanskildu og er þetta
svæði sem ber að vernda. Svæðið
jafnast á við hin frægu vötn sem
myndast í sprungum í Austur-
Afríku, t.d. í Tanganyika.
Sumarbústaðirnir eru sár á
landinu og er nauðsynlegt að
stöðva byggingu þeirra. Lífríki
Þingvallavatns stafar mikil hætta
af þessari byggð. Um næstu alda-
mót verða tslendingar um 300 þús-
und og þar af mun % þeirra búa á
suðvesturhorninu. Því er mikil-
vægt að flytja áningarstaði út úr
þjóðgarðinum og hlífa Þingvalla-
svæðinu sjálfu."
MorKunblaðið/Gautur Gunnarason
Pétur M. Jónasson vatnalíffræðing-
ur.