Morgunblaðið - 25.05.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.05.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1985 fltofgtiiiiMbifeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakið. Einstætt frumkvæði vinnuveitenda Sá einstæði atburður gerð- ist í fyrradag, að Vinnu- veitendasamband íslands (VSÍ) lagði fram tilboð að nýj- um kjarasamningi án þess að fyrir liggi fastmótuð kröfu- gerð Alþýðusambands íslands (ASÍ) eða aðildarfélaga þess. Framlagning tilboðsins ein markar tímamót í samskipt- um launþega og atvinnurek- enda hér á landi. Hitt er þó ekki síður merkilegt, hve langt vinnuveitendur eru tilbúnir að ganga, en þeir bjóða 18 til 24% kauphækkun á næstu 13 mán- uðum. Hvort tveggja sýnir ótvírætt að VSf er kappsmál að stemma stigu við rýrnun kaupmáttar og skapa festu í þjóðfélaginu. „Með þessari til- íögu er stefnt að því að fá fast land undir fæturna í stað þess að velja það óöryggi, sem fylg- ir stöðugu jakahlaupi," sagði Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, í Morgun- blaðsviðtali í gær. Allri þjóðinni er nú orðið deginum ljósara, að verka- lýðshreyfingin er í mikilli kreppu. Hvort beldur litið er til Alþýðusambandsíns eða fé- iaga opinberra starfsmanna þá er hver höndin upp á móti annarri. Kennarar vilja hverfa úr BSRB og hafa sam- þykkt að gera það en stjórn BSRB maldar í móinn. Innan Alþýðusambandsins eru átök sem eiga upptök sín innan Al- þýðubandalagsins og rætur að rekja til þess að Fylkingarfé- lagar, sem stefna að heims- byltingu kommúnista, hafa verið að færa sig upp á skaptið þar eins og í Dagsbrún. Þótt ótrúlegt sé hefur þetta leitt það af sér, að Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, vill ekki gera neitt nú til að stemma stigu við rýrnandi kaupmætti held- ur telur best að bíða átekta og safna liði til nýrrar orrustu í þágu verðbólgusamninga næsta haust. Af ummælum forystu- manna í verkalýðshreyfing- unni hér í blaðinu í gær má ráða, að mikill meirihluti þeirra fagnar frumkvæði og tilboði Vinnuveitendasam- bandsins. Öll málefnaleg rök mæla einnig með því að samið sé á grundvelli þess frekar en að hafið verði áróðursstríð öll- um til tjóns. Augijóst er, að það viðhorf Guðmundar J. Guðmundssonar að gera ekki neitt núna til að forða kaup- máttarhrapi í sumar á sér sárafáa fylgismenn og er síður en svo samstaða um það innan Verkamannasambands ís- lands, þar sem hann er þó formaður. Það eitt að Þjóðvilj- inn, málgagn ófriðaraflanna í verkalýðshreyfingunni, gerir einangruðum viðhorfum Guð- mundar J. Guðmundssonar til tilboðs VSÍ hæst undir höfði í gær, sýnir að skoðanabræður hans telja sig standa höllum fæti. En meira að segja Þjóð- viljinn og Guðmundur J. reyna að finna sér þá útgönguleið, ef allt annað þrýtur, að tilboð VSÍ eigi rætur að rekja til hræðslu við Guðmund J. og fé- laga næsta haust! Vinnuveitendasamband ís- lands valdi réttan kost þegar ákveðið var að láta til skarar skríða með þessum hætti. í því felst í senn hugrekki og skyn- samlegt mat á öllum aðstæð- um í þjóðfélaginu. Þeir sem raunverulega bera hag laun- þega og fyrirtækja fyrir brjósti hljóta að vera sam- mála því að samningaleið VSÍ er margfalt betri kostur en átakaleið þeirra sem tilboðinu hafna eða umræðum á grund- velli þess. Allír sanngjarnir menn ættu nú að sameinast um að skipa ófriðaröflunum þann sess sem þeim ber. í raun vakir það ekki fyrir þeim að treysta hag launþega heldur nota þrengingar þeirra í póli- tísku brölti um áhrif og völd. Með tilboði VSÍ er tekin áhætta. Þar er byggt á tiltölu- lega hagstæðri efnahagsþróun sem standi undir 10% hækkun kaupmáttar frá því sem hann yrði lægstur á þessu ári miðað við óbreytt ástand. Auðvitað er engin vissa fyrir því að öll fyrirtæki þoli þá áraun sem í tilboðinu felst. Áhætta af þessu tagi er og hefur alltaf verið fyrir hendi hér á landi en hún minnkar eftir því sem fyrirtæki búa við stöðugri ytri skilyrði, og þar skiptir vinnu- friður mestu. Áhættan sem felst í því að taka þetta frum- kvæði er einnig mikil. Hvað gerist ef verkalýðshreyfingin slær á þessa sáttahönd? Ástæðulaust er að gera þvi skóna að svo fari, en verði til- boðinu hafnað hefur djarft skref til að rjúfa vítahring ís- lenskra kjara- og atvinnumála mistekist, allri þjóðinni til mikils tjóns. Við vitum hverju gömlu aðferðirnar hafa skilað og þar með einnig að það er tímabært að reyna nýja leið og hana hefur Vinnuveitenda- sambandið boðið. nÆ Umsjónarmaður Gísli Jónsson 288. þáttur Eitt hið algengasta bragð manna til þess að gera stíl sinn lifandi er að ætla öðrum fyrirbærum en fólki mannleg- ar eigindir og aðgerðir. Talað er um að persónugera hlutina eða fyrirbærin og verður þá til nafnorðið persónugerving (lat. personificatio). Hér verða tek- in dæmi úr ljóðum góðskáld- anna: Hið fyrsta: Heyr morgunljóð úr brekku, ég er silfurlindin litla og leik mér við að skoppa og hoppa niður kletta. Og blómin flykkjast saman um bakka mína á vorin og bara ef þau sjá mig þau flýta sér að spretta. Og taki ég að syngja þau hlusta hrifin á mig og heila vendi flétta til dýrðar minni snilli. Þó læst ég hvorki skilja hvað þau skrafa sín á milli né skeyti um þeirra hylli, svo sjálfsagt finnst mér þetta. (Tómas Guðmundsson: Morgun- ljóð úr brekku.) Annað: Á vinstri hlið silalegt aurana óð ið óslygna, skoluga fljót, sem lyfti ei fæti í foss eða streng — því fjör, jafnvel straumanna, deyr, að vaga um aldur með fangið sitt fullt af flatlendis svartasta aur. (Stephan G. Stephansson: Norður sléttuna.) Það þriðja: Ég og hamingjan skildum aldrei hvort annað, og eflaust má kenna það vest- firskum framburði mínum, en hún var svo menntuð og dramb- lát og sunnlensk í sínum aö sveitadreng utan af landi var hús hennar bannað. (Steinn Steinarr: Hamingjan og ég.) Til viðbótar því sem sagt var um listræna klifun í síðasta þætti verða hér tekin dæmi af galdralagi. Þá er endurtekin braglína, helst lokabraglína erindis, óbreytt eða lítt breytt. Merking má alls ekki breytast. Þetta stílbragð var hvað helst viðhaft, þegar orð voru lögð afturgöngum í munn, svo sem til þess að magna óhugnaðinn. Tvö dæmi um galdralag: Hið fyrra: Hröng es, þar hávan þöngul heldk um, síz fjör seldak. Sýnt es, at sitk at Ránar. Sumir ro í búð með humrum. Ljóst es lýsu at gista. Lönd ák út fyr ströndu. Því sitk bleikr í brúki. Blakir mér þari af hnakka, blakir mér þari af hnakka. Þetta átti Sneglu-Halli (Grautar-Halli) að hafa kveðið sjódauður. Annað dæmi: Leitað var mín lengi, langt og skammt var farið. Brá ég bleikum grönum, beindi feigra sporum. Fá vil ég nítján til fylgdar, förum tuttugu saman. Nú eru orðnir úti átján í þessu gili, átján í djúpu gili. (Jóhann G. Sigurðsson: Kveðið í gljúfrum.) Að lokum skal taka dæmi af tvennskonar líkingamáli. Hið fyrra einkennist af saman- burðarorðum, t.d. eins og, sem, svo sem. Kallast það viðlíking (simile). En þegar slíkum sam- anburðarorðum er sleppt er talað um myndhverfíngu (meta- fór). Skýrum þetta með dæm- um: Viðlíking: Hár þitt er eins og geitahjörð, sem rennur niður Gileað-fjall. Tennur þínar einsog hópur af ný- klipptum ám, sem koma af sundi, sem allar eru tvílembdar og engin lamblaus meðal þeirra. Varir þínar eru eins og skarlats- band og munnur þinn yndislegur. Þunnvangi þinn er eins og kinn á granatepli út um skýluraufina. (Heilög ritning: Ljóðaljóðin 6.) Myndhverfing: Ég er vínið og þú ert hinn granni stafur, er víntréð, unnusti minn. hef vafist um arma þína og fætur, fléttast í sumar um líkama þinn. Ég var ungt vín og súrt. Nú er haust og safi minn er sætur. (Hannes Pétursson: Sumarást.) Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri: Erfitt að lækka raun- gengi íslensku krón- unnar til að bæta afkomu sjávarútvegs ERFITT verður að lækka raungengi fslensku krónunnar til að bæta afkomu sjávarútvegsins og leiðrétta viðskiptajöfnuð. Þetta kom fram í framsöguer- indi Jóhannesar Nordal, Seðlabankastjóra, á aðalfundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna f gær. Jóhannes hafði þar framsögu um stefnu í gengis- málum ásamt Brynjólfi Bjarnasyni, forstjóra, og Vilhjálmi Egilssyni, hag- fræðingi, en þeir voru allir sammála um að auka þurfi frjálsræði f gjaldeyrisviðskiptum, jafnframt því að tryggja stöðugleika í gengismálum. Jóhannes Nordal fór nokkrum orðum um þróun gengismála f stórum dráttum frá 1960 og fram á þennan dag. Þá fjallaði hann um kosti íslendinga f gengismálum og skráningu fslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Á undangengnum árum hefur ver- ið fylgt sveigjanlegri gengisskrán- ingu, en sú stefna hefur reynst verðbólguhvetjandi. Hins vegar taldi seðlabankastjóri það ekki raunhæft að skrá gengi krónunnar eftir framboði og eftirspurn, til þess er markaðurinn of lítill. Stöð- ugleiki f gengismálum, eins og reynt var 1983, ásamt auknu frjálsræði í gjaldeyrisverslun, er besta stefnan f þessum málum. Með því er aðilum vinnumarkað- arins settur ákveðinn rammi. Stöðugt gengi tryggir stöðugleika í verðlagi. Brynjólfur Bjarnason lagði áherslu á að framleiðendur sjáv- arafurða, fulltrúar mikilvægustu atvinnugreinar íslendinga, legðust á eitt um að auka frjálsræði í gjaldeyrisviðskiptum og losuðu sig úr viðjum opinberra stjórnvalds- ákvarðana. En slíkt krefst breyt- inga á ýmsum atriðum, sérstak- lega varðandi ákvörðun fiskverðs og útborgun afurða hjá sölusam- tökunum. I fyrsta lagi verður að auka markaðsbúskap f sjávarút- vegi, — frelsi í verðlagningu fisk- tegunda. Og í annan stað verður útborgunarverð sölusamtakanna að vera gengistryggt, eftir að af- urðalánin urðu það. Þá benti Brynjólfur á nauðsyn þess að tengja gengi krónunnar við einn gjaldmiðil eða samsetta mynt, ef takast ætti að tryggja sömu verð- bólgu og sama peningamagn hér á landi og í helstu viðskiptalöndum íslendinga. Síðasta erindið á aðalfundinum flutti Vilhjálmur Egilsson hag- fræðingur, en hann benti á að auk- ið frelsi í gjaldeyrisviðskiptum gæfi mörgum i sjávarútvegi von um bætt rekstrarskilyrði. Er þá haft í huga að verð á erlendum gjaldmiðlum ráðist af markaðs- aðstæðum, en ekki geðþótta stjórnmálamanna. Skuldir sjávar- útvegs f hlutfalli af eignum hafa hækkað úr 41,4% í árslok 1980 f 54,8% við lok sfðasta árs. í erindi sfnu fjallaði Vilhjálmur um áhrif erlendra lána á gengi ís- lensku krónunar og þensluáhrif þeirra á vinnumarkaðinum. Taldi hann að fyllilega kæmi til greina að setja f lög bann við að ríkið tæki erlend lán, en Jóhannes Nordal sagði í umræðum stuttu síðar að erlend lán væru tekin m.a. til að greiða félagslega þjón- ustu og rekstrarhalla ríkissjóðs. Undir lok erindis sfns undir- strikaði Vilhjálmur nauðsyn þess að gengi krónunnar yrði skráð eft- ir markaðsaðstæðum og frelsi aukið í gjaldeyrismálum, en með þvi opnast augu manna fyrir sam- henginu á milli aukinnar lántöku erlendis og rekstrarerfiðleika í út- flutningsgreinunum. Þá myndu aðilar i sjávarútvegi ekki láta blekkjast þegar látið er í veðri vaka að verið sé að bjarga þeim með erlendum lánum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.