Morgunblaðið - 25.05.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.05.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAI1985 Afmæiiskveðja: Skafti Jónasson Organisti Helgi Bragason. Annar í hvítasunnu: guösþjónusta Sól- vangi kl. 13.30. Sr. Gunnþór Ingason. KFUM og KFUK Amtmannsstig 2B: Almenn samkoma hvíta- sunnudag kl. 20.30. Guöni Gunn- arsson talar. Einsöngur: Anders Josephsson. Einnig veröur barnastund í öörum sal seinni hluta samkomunnar. GRINDAVÍKURKIRKJA: Hvíta- sunnudagur: messa kl. 14. KIRKJUVOGSKIRKJA: Messa kl. 17. Sóknarprestur. ÞINGVALLAKIRKJA: Guösþjón- usta laugardag kl. 18. Hvíta- sunnudag: hátíöarguösþjónusta kl. 14. Orgelleikari Einar Sigurös- son. Sr. Heimir Steinsson. HVALNESKIRKJA: Hátíöarguös- þjónusta kl. 11 hvítasunnudag. ÚTSKÁLAKIRKJA: Hátíöarguös- þjónusta kl. 14. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Hátiöarguös- þjónusta kl. 10.30. Sr. Björn Jónsson. HVERAGERÐISPREST AK ALL: Messur um hvitasunnu. Ferming- ar i Þorlákshöfn á hvítasunnudag kl. 11 og kl. 13.30. Annan hvíta- sunnudag er messaö i kapellu NLFÍ Hveragerði kl. 11 og Hvera- geröiskirkju kl. 14. Sr. Tómas Guömundsson. MOSFELLSPREST AK ALL: Messa í Lágafelli kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson. N J ARÐ VÍK URPREST AK ALL: Á hvítasunnudag fara kirkjukórarn- ir í Njarövíkurprestakalli ásamt organista og presti í heimsókn aö Bæ í Borgarfiröi, þar sem flutt veröur kl. 14 messa Þorkels Sig- urbjörnssonar. Guömundur Sig- urösson syngur einsöng. Annan í hvítasunnu veröur messa kl. 14 í Ytri-Njarövíkurkirkju. Guömund- ur Sigurösson syngur einsöng. Oranisti Örn Falkner. Sr. Guö- mundur örn Ragnarsson. í dag er Skafti Jónasson Fann- dal, Lundi, Höfðakaupstað, 70 ára. Hann fæddist á Fjalli í Skaga- hreppi Austur-Húnavatnssýslu, 25. maí 1915. Voru foreldrar hans Jónas Þorvaldsson bóndi og kona hans Sigurbjörg Jónasdóttir. — Jónas var gildur bóndi, jafnlyndur og iðjusamur. Jörðin er landmikil með hlunnindum, silungsveiði í vötnum. Túnið var stórt á fyrri- tíma mælikvarða, grasgefið, engj- ar út frá túninu. Harðindi eru þar mikil í snjóavetrum, en á góðu dægri kemur jörðin græn undan snjónum. Sigurbjörg móðir Skafta var mikil húsmóðir og góður upp- alandi barna sinna. Þau eignuðust fimm börn. Skafti ólst upp með foreldrum sínum og systkinum við störf til sjós og lands. Honum var ætlað að verða bóndi á Fjalli. Skafti gekk í hjónaband með Jónu Guðrúnu Vil- hjálmsdóttur frá Siglufirði en hafði alist mikið upp i Ásbúðum á Skaga, mætri konu. Fór giftingin fram 17. júní 1939 í Ketukirkju, á þeim árstíma er sól skín í heiði og fegurst er í Skagafirði. Þess má geta að móðir Jónu Guðrúnar Vil- hjálmsdóttur og Guðrún Árna- dóttir skáldkona frá Lundi í Fljót- um voru bræðradætur. Var Guð- rún um þessar mundir húsfreyja á Mallandi á Skaga. — Ennfremur giftu sig þá í Ketukirkju Jóhanna systir Skafta á Fjalli og Angantýr Hilmar Jónsson, skáld, sonur Guð- rúnar frá Lundi. Var þetta hátíð- leg stund meðal þeirra ættmenna er sr. Helgi Konráðsson gaf þau saman. Hófu nú Skafti og Jóna búskap á Fjalli 1939 en fluttu til Höfða- kaupstaðar 1941. Þá fluttu að Fjalli Angantýr og Jóhanna og voru þar til 1943. Búskapur þeirra varð skemmri en ætlað var er bærinn brann á Fjalli til kaldra kola, en Angantýr og Jóhanna fluttu til Höfðakaupstaðar er þá var í miklum uppgangi. — Ólafur bróðir þeirra systkina tók nú við jörðinni og bjó þar um langa hríð og var síðasti bóndinn á Fjalli. Það stóð til að Skafti yrði bóndi á Fjalli um langan tíma en til þess hafði hann góða hæfileika, hann var hneigður til búskapar og lag- virkur. En þegar hann kom í kaup- staðinn var honum gott til vinnu, sjómaður ágætur, laginn við vélar og þess á milli stundaði hann húsasmíði einkum í sveitum. Þá starfaði hann um árabil í skipa- smiðastöð Guðmundar Lárusson- ar og þótti þar vel hlutgengur. — Skafti keypti býlið Dagsbrún er hann byggði við og hafði nokkra grasnyt er þá þótti sjálfsagt að hafa kýr og kindur. Hér fyrr á árum var það algengt að menn réru á vertíð suður með sjó, og var Skafti einn í tölu þeirra, en á seinni árum hefur hann átt bát, sem hann hefur gert út á grásleppuveiðar með Þorvaldi syni sínum, hefur þessi útgerð jafnan gengið vel, enda snyrti- mennska höfð í hvívetna. Þau Skafti og Jóna fluttu í betri og stærri húsakynni á seinni árum á besta stað í bænum. Hús það hafði Ole Omundsen, norskur út- gerðarmaður, byggt og gefið nafn- ið Lundur. Jóna Guðrún kona Skafta er góð húsmóðir, létt um mál og hefur jafnan litið björtum augum á mannlífið og haft trú á framtíð- ina. Hún hefur hneigð til að semja og rita enda létt um það, eins og hún á ættir til. Hafa birst eftir hana greinar í Heima er best og Húnavöku. — Þá hefur Jóna starf- að í Kvenfélaginu og Slysavarna- félaginu. Þeim hjónum hefur vegnað vel og eiga fimm uppkomin börn, er hafa komist vel til manns og voru þau lengi vel öll búsett á Skaga- strönd og höfðu stofnað þar heim- ili með mökum sínum. Alls eru af- komendur þeirra hjóna 31. Börn þeirra eru: Hjalti, sem um árabil annaðist vöruflutninga __________________________2L milli Skagastrandar og Reykjavík- ur, en er nú strætisvagnastjóri í Reykjavík; Jónas, bifreiðarstjóri á Blönduósi; Vilhjálmur Kristinn, lengi vel sjómaður en nú bifreiðar- stjóri hjá Frystihúsi Hólaness; Þorvaldur, hefur gegnt ýmsum störfum, auk félagsmála; Anna Eygló, búsett í Njarðvíkum. Að mörgu leyti hefur verið góð samheldni með þeim ættmönnum, má það til geta að á 45 ára brúð- kaupsafmæli þeirra hjóna voru gefin saman í Hólaneskirkju tvær sonardætur þeirra hjóna og mak- ar þeirra. Þegar nú litið er yfir liðna tíð, hafa þau hjón Skafti Fanndal Jón- asson og Jóna Guðrún Vilhjálms- dóttir, lengst hjóna nú dvalið í Höfðakaupstað og unað þar vel ævi sinni og verið vel látin. Eru mér nú minnisstæðip* drengir þeirra er ólust upp í Dagsbrún, næsta býli við guðs- húsið og sóttu vel kirkju. Höfðu þeir sæti á næst innsta bekk ásamt félögum sínum úr Drangey. Þá fluttu Dagsbrúnardrengir Hjalti og Jónas jafnan hest minn frá Hólanesi og niður á Skaga- strönd. — Þakklátur var ég, gamli presturinn, er sonur þeirra hjóna, Þorvaldur, stóð fyrir því að halda fermingarmót þeirra tuttugu og tveggja barna er ég fyrir 25 árum kristnaði í Hólaneskirkju og okkur hjónum var boðið við það tækifæri. Flutti ég þá þeim sömu ræðuna er ég hafði, fyrir 25 árum. Mælti þá eitt fermingarbarnið: Ég*- held að ég skilji núna meira í þess- ari ræðu, en fyrir 25 árum. Hratt flýgur stund. Minning- arnar eru margar eftir 40 ára starf. Þær er gott að ylja sér við á efri árum er hugurinn reikar norður heiðar. Blessaða gamla Skagaströnd. Pétur Þ. Ingjaldsson 4. Sádanskimeð Eins og allir vita hafa SKODA bílarnir alltaf veriö á frábæru verði, en þó aldrei betra en á þessu ári. Enda fór svo aö allir ódýrustu bílarnir seldust upp. Til þess aö reyna aö bjarga málinu, hefur okkur tekist aö ná í nokkra bíla af árg. ’85 sérútbúna fyrir Danmörku. Kr.166.666.- Innifalið í þessu ótrúlega verði: — hliöarlistar — halogen þokuljós aö framan — þokuljós aö aftan — aflhemlar Nokkrir bílar komu meö stereo/ kassettutæki — tveimur hátölurum — þremur bylgjum og kosta kr. 173.666,- Ath. Opið í dag kl. 13.00—17.00. JOFUR HF NYBÝLAVEGI 2 KÓPAVOGI SIMI 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.