Morgunblaðið - 25.05.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.05.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1985 15 Morgunbladid/Gautur Gunnarsson Eyþór Einarsson formaður Náttúru- verndarráðs. Veruleg þörf á að stækka þjóðgarðinn EYÞÓR Einarsson formaður Nátt- úruverndarráðs flutti erindið „Um friðun Þingvallasvsðisins". „Ég fjallaði aðallega um tvennt. í fyrsta lagi um hugmyndir um skipulag og friðun á Þingvalla- svæðinu í heild sem markast af vatnasvæðinu, norður undir Lang- jökul og suður undir Hengil. Þing- vallavatn er mjög merkilegt, raun- ar alveg einstakt og ber að vernda vatnasvæði þess. Þjóðgarðurinn er helsta útivistarsvæði íbúa Suður- og Suðvesturlands og benti ég á að veruleg þörf væri á að stækka þetta svæði. Það þarf að setja reglur um landssvæðið, en þær þurfa ekki allar að vera jafn strangar. Eng- um dettur t.d. í hug að banna hita- veituframkvæmdir Reykjavíkur- borgar í Grafningi, en annars staðar væri e.t.v. þörf á strangari reglum. Hugmyndin um að stækka Þing- vallasvæðið er ekki ný af nálinni. Árið 1972 var gengist fyrir hug- myndasamkeppni um skipulagn- ingu svæðisins. Allar tillögurnar sem þar fengu verðlaun gerðu ráð fyrir að svæðið yrði stækkað. Ég fjallaði einnig um gróður á Þingvallasvæðinu. Ég benti á að sumum virtist gróður einhliða, en hann er í rauninni fjölskrúðugri en virðist í fljótu bragði. Gjárnar eru t.d. skjólgóðar og þar þrífst gróður mjög vel. Ég gagnrýndi gróðursetningu erlendra trjáa , því ég tel að í þjóðgörðum sem þessum eigi fyrst og fremst að vera sýnishorn af gróðurfari á hverjum stað fyrir sig. Hins vegar eru flestir þeirrar skoðunar Furu- lundur fái að standa. Þarna voru gerðar fyrstu tilraunir á Islandi til að gróðursetja erlend tré, en önnur barrtré ættu að fara. Ráðstefna sem þessi, sem milli 120—130 manns sóttu, hlýtur að hafa sitt að segja. Þingvallanefnd hefur ráðið tvo landslagsarkitekta til að skipuleggja Þingvallasvæðið og hljóta þær hugmyndir sem þarna komu fram að vera þeim gott veganesti." Uthlutanir á sumar- bústaða lóðum í þjóðgarðinum eru lögbrot FINNUR Torfl Hjörieifsson lög- fræðingu; flutti erindið „Þingvellir o(; |ijóðin“. „Ráðstefnan var haldin á tíma þegar hvörf eru ao verða i stjórn og skipulagi þess friðaða lands sem kallað hefur verið þjóðgarður. Þessi hvörf eru að einhverju leyti gengin í garð. Á ráðstefnunni hafði ég yfir gagnrýni á yfirstjórn Þingvalla. Á undanförnum árum hafa vissulega orðið ýmsar breyt- ingar til batnaðar, en ég tel að störf Þingvallanefndarinnar hafi um margt verið aðfinnsluverð. Einkum hefur skort heildarskipu- lag þjóðgarðsins um landnýtingu svæðisins og um fyrirkomulag mannvirkja. Hingað til hefur vantað allar framtíðarhugmyndir um móttöku gesta o.fl. Nú er búið að ráða landslags- arkitekta til að vinna að skipulagi og er það gott og blessað. En þess- ir menn vinna ekki einir að skipu- lagi. Nefndin og allir sem eitthvað jákvætt vilja leggja til málanna verða að sjá til þess að grundvall- andi ákvarðanir verða teknar sem forsendur fyrir þessu skipulagi. Ég fjallaði einkum um tvennt i erindi mínu. í fyrsta lagi um sumarbústaðalönd. Slíkum lönd- um hefur verið úthlutað þangað til seint á 7. áratugnum. Þá var út- hlutun stöðvuð vegna gagnrýni. Nú eru yfir 80 sumarbústaðir inn- an þjóðgarðsins. Mín skoðun er sú að slíkar úthlutanir séu lögbrot því að í lögum segir að Þingvellir verði ævinlega eign íslensku þjóð- arinnar. Ég tel brýnt að taka ákvörðun um að löndin verði tekin til þjóðarneyslu eins og lög gera ráð fyrir. Ég hygg að Þingvalla- nefnd nái aldrei sátt við þjóðina um neitt skipulag eða landnýtingu á Þingvöllum fyrr en búið er að bæta fyrir það sem af henni var tekið. En það verður ekki gert á einni nóttu. Þetta er dæmi um Morgunblaðid/Gautur Gunnarsson Finnur Torfí Hjörleifsson lögfræð- ingnr. ákvörðun sem þarf að taka áður en hægt er að byrja á nýju skipu- lagi. í öðru lagi talaði ég um að Þing- vallanefnd þyrfti að vita með vissu hversu margt fólk kemur til Þingvalla og í hvaða skyni. Þá fyrst er hægt að gera sér grein fyrir hvernig ber að skipuleggja svæðið og fyrir hverja. I erindi mínu hvatti ég Þingvallanefnd til að hafa samráð við þjóðina sjálfa um skipulagningu. Það þarf meiri umræðu og afskipti fólks af þess ari þjóðareign. Hún þarf að nýtast, þjóðinni sem best. Einnig þarf að koma á framfæri upplýsingum um hvað er á boð- stólum á Þingvöllum t.d. með því að gefa árlega út áætlun eins og hjá ferðafélögunum. Ég hef trú á að það komist í verk.“ wm 'S&iste, Viljirðu vera áhyggjulaus um sparifé þitt í 18 mánuði eða lengur, þá er Sparireikningur okkar. . . 18 mánaða Sparireikningur er með hæstu ávöxtun sem bankinn býður. Sparifé á 18 mánaða Sparireikningum nýtur fullrar verðtryggingar og eru vaxtakjör borin saman við kjör 6 mánaða verðtryggðra reikn- inga. Sé ávöxtun þeirra hærri,hækkar ávöxtun 18 mánaða reikninga sem nemur mismuninum. Vextir eru færðir tvisvar á ári og eru lausir til útborgunar eftir færslu. Að lokinni 18 mánaða bindingu er innborgun ávallt laus til útborgunar, en heldur engu að síðurhæstu ávöxtun. Vextir eru nú 35% (maí ’85) og ávöxtun ársins’85 því 38,9% (vextir + vaxtavextir). BUNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.