Morgunblaðið - 25.05.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.05.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAÍ1985 Kvikmyndir selja fisk Kvikrayndin „Atómstöðin" í klippingu. — eftir Þorstein Jónsson íslendingar hafa komist á kortið sem kvikmyndaþjóð með um það bil tuttugu leiknum kvikmyndum á síðustu fimm árum. Ein milljón áhorfenda hefur séð þessar mynd- ir á því tímabili. Þetta litla kvikmyndaævintýri íslendinga hefur vakið aðdáun miklu stærri þjóða, sem sjálfar eiga í erfiðleikum með að búa til kvikmyndir, og íslensku myndun- um hefur verið boðið að taka þátt í kvikmyndahátíðum í að minnsta kosti níu löndum og þær hafa ver- ið sýndar í kvikmyndahúsum og sjónvarpi í að minnsta kosti þrett- án löndum. Erlendir áhorfendur skipta milljónum. Menn spyrja, hvernig getur smáþjóð með tvö hundruð og fimmtíu þúsund sálir haldið uppi framleiðslu fjögurra leikinna mynda á ári? Skýringanna er að leita í fyrsta lagi hjá áhorfendum, sem hafa stutt íslenska kvik- myndagerð dyggilega fyrstu spor- in, og í öðru lagi hjá kvikmynda- framleiðendum, sem hafa brotið allar brýr að baki sér og ráðist í gerð myndanna með bjartsýnina eina að vegarnesti. Kvikmyndasjóður, sem stofnað- ur var með lögum frá 1978, hefur gegnt þýðingarmiklu hlutverki, þó framlög ríkisins til hans hafi ekki nægt til þess, að hann gæti starfað eins og kvikmyndasjóðir ná- „íslensk kvikmynda- gerö er nú á viðkvæmu stigi. Ef kvikmynda- gerðarmenn hljóta enki skilning ráðamanna á næstu árum, eru lok hins íslenska kvik- myndaævintýris skammt undan.“ grannalandanna. Með tíu til fimmtán prósent þátttöku sinni í myndunum hefur hann fyrst og fremst verið hvatning, en ekki sá fjárhagslegi bakhjall, sem hann hefði þurft að verða. Myndirnar hafa verið fjármagn- aðar allt að níutíu prósent af framleiðendunum með bankalán- um gegn veðsetningu heimila þeirra. Þetta er séríslensk aðferð og tíðkast hvergi í heiminum í þessari áhættusömu iðngrein. Þjóðleg kvikmyndahefð verður ekki til úr engu. Þjálfun starfsliðs tekur mörg ár. Höfundar og leik- stjórar þurfa að safna reynslu við mörg verkefni, áður en þeim tekst að búa til myndir, sem keppt geta við stórmyndir ameríska kvik- myndaiðnaðarins. Þetta var aug- ljóst, þegar íslenska kvikmynda- ævintýrið hófst. Spurningin var, hversu langan tíma höfum við. Sjálfur giskaði ég á tíu ár. Og þá reiknaði ég með því, að okkur tæk- ist að sannfæra alþingismenn um nauðsyn íslenskrar kvikmynda- gerðar. Það hefur ekki tekist. Þó þjóðin hafi staðið dyggilega bak við kvikmyndagerðarmenn, hafa fulltrúar hennar á þingi brugðist þeim. Kvikmyndasjóður var með samþykki alþingismanna snuðað- ur um fjörutíu og fjögur prósent lögbundins framlags, þó Albert Guðmundsson fjármálaráðherra veitti tíu milljóna króna auka- fjárveitingu. Afleiðingin er sú, að flestir þeirra, sem tóku þátt í íslenska kvikmyndaævintýrinu, eru nú uppteknir við að klóra sig út úr botnlausu skuldafeni í stað þess að gera kvikmyndir. Með því móti verður ekki lagður grundvöllur að íslenskri kvikmyndagerð. Ef al- þingismenn ætla að halda áfram að loka augunum fyrir tímanum, sem við lifum á, verður íslensk kvikmyndagerð aldrei að veru- leika nema sem tilviljanakennd upphlaup bjartsýnismanna. Þjóðin hefur komist á bragðið og ekkert getur komið í stað þess að sjá íslenskar sögur í kvik- myndahúsunum. Með myndum undanfarinna ára hafa kvikmyndagerðarmenn sann- að, að við getum búið til myndir eins og nágrannaþjóðirnar, enda hafa þær selst á erlendum mark- aði. Þó er enn ekki hægt að tala um umtalsverðar tekjur, því sölu- kostnaður er hár, en jarðvegurinn hefur verið undirbúinn fýrir næstu myndir. Hingað til hefur myndirnar vantað herslumuninn til þess að geta gengið í kvik- myndahúsum í útlöndum. Nú eru íslensku kvikmyndirnar í sjónmáli kaupenda, sem bíða eftir réttu myndinni til að ríða á vaðið. Þó íslensku myndirnar hafi ekki aflað framleiðendum tekna, má fullyrða, að hagnaðurinn hafi komið fram annarstaðar. íslensku kvikmyndirnar selja nefnilega ýmislegt um leið og þær eru seldar sjálfar. Þær selja til dæmis ferða- þjónustu á íslandi, útflutningsvör- ur, íslenska menningu, og þær vekja áhuga á íslandi og viðskipt- um við íslendinga. Þær selja líka fisk. Þess vegna eiga íslensku kvikmyndirnar að vera hluti af heildardæminu í þjóðarbúinu. Þess vegna er heimskulegt að líta á kvikmyndir sem kostnaðarsam- an lúxus. Eitthvert storkostlegasta sölu- starf í sögunni hófst með því að kvikmyndaframleiðendur í Banda- ríkjunum og ráðuneytismenn fóru að tala saman um hlutverk kvik- myndanna í bandarísku þjóðarbúi eftir stríð. Utanríkisráðuneytið tók að sér að dreifa amerískum kvikmyndum til alls hins vestræna heims í tengslum við efnahagsaðstoð og pólitíska samvinnu, og tókst á fáum árum að gera amerísku kvikmyndina að nauðsynjavöru í þessum löndum. Utanríkisráðu- neytið bar kostnaðinn. Tekjurnar, þegar þær fóru að berast, runnu til kvikmyndaiðnaðarins. Nú eiga amerískar kvikmyndir að minnsta Ein þjóð eða átta? eftir Valgerði Bjarnadóttur Það heyrist stundum sagt að í landinu búi tvær þjóðir. Þá er átt við þá voveiflegu þróun, sem orðið hefur í vísitöluleik undanfarinna ára. Þeir ríku verða ríkari og þeir fátæku fátækari. Þetta er ugg- vænleg staðreynd. Til þess að unnt sé að breyta þessu, verður fyrst að breyta valdakerfinu í landinu. Það verður að brjóta miðstýringu á bak aftur. Það verður að færa völd frá fámennisklíkum, hvort sem þær sitja á þingi, í bankaráðum eða í verkalýðshreyfingu, til þjóð- arinnar. En það er ekki bara í þessum efnahagslega skilningi, sem í landinu eru tvær þjóðir. í landinu búa aðrar tvær þjóðir, sem mikil togstreita er á milli. Þessar þjóðir eru annars vegar landsbyggðin og hins vegar íbúar höfuðborgar- svæðisins. Sú staðreynd er ekki síður uggvænleg en hin fyrri. Ágreiningur milli landshluta íbúar landsbyggðarinnar horfa með skelfingu til höfuðborgar- svæðisins, þar sem allar ákvarð- anir eru teknar, þar sem allt fjár- magnið safnast saman og þar sem öll völdin eru. Á meðan ekkért nýtt gerist í atvinnulífi úti á landi, á meðan ekki er tekin skóflu- stunga að einum einasta hús- grunni í áraraðir, byggist upp heill Grafarvogur í Reykjavík. Og fólk spyr sig eðlilega: Hvað er að gerast? Hvers vegna eru ekki pen- ingar í bönkunum fyrir norðan og austan, fyrst þau þarna fyrir sunnan virðast hafa peninga til alls? Þau hafa peninga til að byggja seðlabanka og útvarpshús, þau hafa alla þá atvinnu, sem því fylgir. Þau þarna fyrir sunnan geta meira að segja byggt heilan Grafarvog. Og Grafarvogur í Reykjavík er það sama og fimmt- án hús á Ólafsfirði, þar sem ekki hefur risið hús í tvö ár. Og þetta fólk segir: Það erum við, sem bú- um til verðmætin, það erum við, sem veiðum og verkum fiskinn og þau fyrir sunnan njóta afrakst- ursins. íbúum höfuðborgarsvæðisins finnst þeim á hinn bóginn misboð- ið í rétti til þess að hafa áhrif á stjórn landsins. Þeir spyrja eðli- lega: Hvernig stendur á því að ég gildi innan við helming úr Vest- firðingi í alþingiskosningum? Þeir spyrja: Hvers vegna er peningum eytt í óarðbærar fjárfestingar úti á landi, í krafti þessarar misskipt- ingar, í stað þess að láta þessa peninga í eitthvað arðbært? Hvers vegna er þessum peningum ekki beint í arðbærar fjárfestingar, sem kannski gætu orðið til ein- hvers góðs fyrir okkur? Þetta er alvarlegur ágreiningur. Hann er orðinn til annars vegar vegna óþolandi miðstýringar og hins vegar óréttlátrar kjördæma- skipunar. Reykjavíkurvald — miðstýring Menn skulu velta fyrir sér hvað átt er við, þegar talað er um Reykjavíkurvald. Þá er ekki átt við Reykvíkinga, því þeir hafa engin áhrif þar um. Það er átt við hvernig öllum veigamiklum mál- efnum er ráðið í fámennisklíkum, sem hafa höfuðstöðvar í Reykja- vík. Og það er rétt að vekja athygli á því að Reykvíkingar eða íbúar höfuðborgarsvæðisins telja þessa menn í fæstum tilfellum sína full- trúa. Eða heldur einhver að Frið- jón Þórðarson, þingmaður Vestur- landskjördæmis, hafi verið að draga taum Reykvíkinga eða Reyknesinga í þau 23 ár, sem hann hefur setið í bankaráði Búnaðarb- ankans? Nei, seta Friðjóns, Stef- áns Valgeirssonar, Halldórs Blöndal og hvað þeir heita allir þingmennirnir í bankaráðunum, á sér þann eina tilgang að draga taum kjördæma. Og það er stað- reynd að það eru landsbyggðar- þingmennirnir en ekki þingmenn höfuðborgarsvæðisins sem þyrp- ast í bankaráðin. Það eru ekki einungis bankaráð- in, sem eru hið svokallaða Reykja- víkurvald, heldur allar hinar stiórnirnar og ráðin. Það er stjórn LIÚ, sem varla er að meirihluta Reykvíkingar. Það er stjórn SH, og ekki eru hraðfrystihúsin flest í Reykjavík. Stjórn framkvæmda- stofnunar hefur engan Reykvíking innanborðs og aldrei hefur stjórn SÍS sótt völd sín til höfuðborgar- innar. Hin mikla misskipting, sem íbú- ar landsbyggðarinnar sjá í upp- byggingu og atvinnutækifærum á höfuðborgarsvæðinu á meðan ekk- ert gerist á heimaslóðum, er ekki afleiðing áhrifa fólksins fyrir sunnan. Þessi misskipting er af- leiðing miðstýringar, sem, eins þversagnarkennt og það kann að hljóma, sækir vald sitt fyrst og fremst til landsbyggðarinnar. Landið eitt kjördæmi Bandalag jafnaðarmanna vill að landið verði eitt kjördæmi. Við teljum nefnilega að i landinu séu ekki tvær þjóðir í þeim skilningi, að annars vegar sé landsbyggðin og hins vegar höfuðborgarsvæðið. Við teljum, að í þessum skilningi séu í landinu átta þjóðir, jafn- margar og kjördæmin. Þessu viljum við breyta. Við segjum: I landinu býr ein þjóð. Og við viljum, að þingmenn lfti á sig sem fulltrúa þjóðarinnar, en ekki einstakra kjördæma. Þegar þing- menn samþykkja að kaupa togara, sem þjóðin síðan þarf að borga með, þá eiga þeir að hafa alla þjóðina í huga. Þegar ákveðið er að borga útlendingum fyrir að borða íslenzkt lambakjöt og ís- lenzka osta, þá eiga það að vera fulltrúar allrar þjóðarinnar, sem það gera. Þegar ákveðið er að reisa saltverksmiðju á Reykjanesi eða steinullarverksmiðju á Sauðárkr- óki, þá eiga þeir, sem það gera, að hafa alla þjóðina í huga. Ef hinir þröngu staðbundnu hagsmunir þingmannanna eru teknir frá þeim, þá fara þeir kannski að hugsa um það, sem þeir eiga að hugsa um, þ.e. að setja meginreglur fyrir okkar litla þjóð- félag, í stað þess að vera með putt- ana i hlutum, sem þeim, sem al- þingismönnum, kemur ekki við. Þjóðin nær sér aldrei upp úr þeirri efnahagskreppu, sem hún hefur verið i undanfarinn áratug, nema látið verði af óarðbærum fjárfestingum. Fjárfestingum, sem þingmenn, sem enga ábyrgð þurfa síðan að taka, gera möguleg- Valgerður Bjarnadóttir „Hin mikla misskipting, sem íbúar landsbyggö- arinnar sjá í uppbygg- ingu og atvinnutækifær- um á höfuðborgarsvæð- inu á meðan ekkert ger- ist á heimaslóðum, er ekki afleiðing áhrifa fólksins fyrir sunnan. Þessi misskipting er af- leiðing miðstýringar, sem, eins þversagnar- kennt og það kann að hljóma, sækir vald sitt fyrst og fremst til lands- byggðarinnar.“ ar. Og það er ekki nóg að taka þingmennina út úr stjórnunum og ráðunum, það verður líka að gera þá að fulltrúum allrar þjóðarinn- ar. Um leið og það yrði gert mætti síðan fækka þingmönnum um 20 að minnsta kosti, sem út af fyrir sig er aukaatriði. Viðbrögð kerfisins Þegar menn tala um að jafna atkvæðisrétt að fullu, eru viðbrögð kerfisins þau að vísa málinu frá fjöldanum til lítilla klíkna, sem sitja í bakherbergjum. Er þess skemms að minnast, þegar lands- fundur stærsta stjórnmálaflokks landsins var látinn gleypa fyrri viljayfirlýsingu um þetta efni og vísa ákvörðun til miðstjórnar. Það hefði líka verið ljóta klípan, sem framsóknarmenn allra flokka hefðu verið í, ef eitthvað fólk hefði farið að ráða í stærsta víginu. Ef ekki tekst aö kæfa umræður um þetta mannréttindamál strax í upphafi, þá upphefjast ýmsar for- tölur. Þessar fortölur hafa það að meginmarkmiði að verja það mis- heppnaða kerfi, sem við búum við. Og fortölurnar hafa einnig þann tilgang að verja völd örfárra manna, sem í dag kosta þjóðina óhemju sóun fjármuna. Og fortöl- urnar eru allar byggðar á rugli. Menn segja: Þingmenn verða að hafa samband við kjósendur sína; þess vegna mega kjördæmin ekki verða of stór. Og þeir halda áfram að segja að vegalengdir séu of miklar. Auðvitað er þetta bara blekking. Við vitum öll að við er- um fámenn þjóð og að margmenni veldur því ekki að okkur er skipt í átta hluta á kjördag. Og fjarlægð- in til Egilsstaða frá Reykjavik er jafn mikil fyrir Halldór Ásgríms- son og Albert Guðmundsson. Staðreynd er að allar mótbárur gegn jöfnun atkvæðisréttar eru bornar fram til þess eins að verja það kerfi, sem við búum við í dag. Þetta kerfi er gott fyrir gömlu stjórnmálaflokkana, fjórflokkinn. Þetta kerfi viðheldur völdum fárra einstaklinga, sem hafa hreiðrað um sig í þeim valdastofn- unum, sem kerfinu fylgja. Bandalag jafnaðarmanna er til til að breyta þessu kerfi. Gömlu stjórnmálaflokkarnir nærast á því, þess vegna munu þeir aldrei breyta því. Miðstýringin er ákaf- lega verðmæt fyrir gömlu stjórn- málaflokkana. Misvægi atkvæða er ákaflega verðmætt fyrir gömlu stjórnmálaflokkana. Stjórnkerfið aLB eins og það er i dag er ákaf- lega verðmætt fyrir gömlu stjórn- málaflokkana, en það hefur sýnt sig vera mjög vont fyrir þessa þjóð. Höíundur er raraformaður lands- fundar Bandalags jafnaðarmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.