Morgunblaðið - 01.06.1985, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.06.1985, Qupperneq 2
2 MOgGlJNBLAqiÐ, LAtyGARDAGUR 1. JÚNÍ 1985 "1 Norðurlax hf. á Laxamýri INNLENT Útfór Kristjáns Sveinssonar gerð frá Dómkirkjunni ÚTFÖR Kristjáns Sveinssonar, læknis, heidursborgara Reykjavfk- ur, var gerd frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær að viðstöddu fjöl- menni. Séra Þórir Stephensen, dómkirkjuprestur, jarðsöng. Mart- einn H. Friðriksson lék á orgel, Magnús Jónsson söng einsöng, Gunnar Kvaran lék á selló og Ljóðakórinn söng. Davíð Oddsson, borgarstjóri, Birgir ísleifur Gunnarsson, al- þingismaður, ólafur örn Arn- arson, yfirlæknir, Kristján Bald- vinsson, læknir, Páll Gislason, læknir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, Úlfar Þórðarson, læknir, Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi og Kristján Bene- diktsson, borgarfulltrúi, báru kistuna úr kirkju. ÚR KIRKJU báru Davíð Oddsson, borgarstjórí, Birgir ísleifur Gunnarsson, alþingismaður, Ólafur Örn Arnar- son, læknir, Kristján Baldvinsson, læknir, Páll Gíslason, læknir, og forseti borgarstjórnar, Úlfar Þórðarson, læknir, Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi, og Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi. Tvíburar dúxa MEÐAL stúdenta sem útskrifuðust frá Verzlunarskóla íslands á fimmtudaginn voru tvíburabræður. Svo skemmtilega vildi til að annar þeirra, Magnús Harðarson, var dúx með einkunnina 9,41 og bróðir hans, Páll Harðarson, var semi-dúx með einkunnina 9,36. Auk þess að vera með hæstu einkunnir fengu þeir bræður fjölda verðlauna fyrir náms- árangur. Magnús fékk verðlaun fyrir góðan árangur í bókfærslu, þjóðhagfræði og rekstrarhag- fræði, verðlaun úr Raungreina- sjóði, verðlaun úr Minningar- sjóði um dr. Jón Gíslason fyrir frábæra frammistöðu í erlend- um tungumálum á stúdentsprófi og verðlaun skólans fyrir hæstu einkunn. Páll fékk verðlaun fyrir góðan árangur í bókfærslu, þjóðhag- fræði og rekstrarhagfræði, tvenn verðlaun úr Raungreina- sjóði, m.a. fyrir afburða árangur í forritun, verðlaun úr Minning- arsjóði um dr. Jón Gíslason fyrir hæstu meðaleinkunn i erlendum tungumálum í Hagfræðideild og fyrir frábæran árangur í þýsku og verðlaun skóla fyrir næst- hæstu einkunn. Þeir Magnús og Páll flugu til Ibiza með skólafélögum sinum strax morguninn eftir útskrift- ina. Þar munu þeir dvelja í mán- aðartíma. Að sögn systkina þeirra ætlar Magnús að bera út póst í sumar og Páll að vinna hjá hreinsunardeild borgarinnar. Ekki hafa þeir gert upp við sig hvað þeir ætla að gera næsta vetur, en margt hefur verið rætt í því sambandi. 6—10 milljóna tjón vegna tálknaveiki UM HÁLF milljón seiða hefur drepist úr tálknaveiki af óþekktum orsökum sem herjað hefur í laxeldisstöðinni Norðurlaxi hf. á Laxamýri í Þingeyj- arsýslu að undanförnu. Fram- kvæmdastjóri stöðvarinnar metur tjónið á 6—10 milljónir kr. Sýni frá Laxamýri eru til rannsóknar á Keld- um en langur tími getur liðið þar til veikin verður greind. Björn G. Jónsson á Laxamýri, framkvæmdastjóri Norðurlax hf., sagði i samtali við Morgunblaðið að veikin hefði herjað á eldri fiskinn í stöðinni í vetur án þess að valda miklu tjóni. Hún hefði síðan kom- ist í smáseiðin á viðkvæmum tíma með þeim afleiðingum að um 80% allra smáseiða i stöðinni hefðu drepist á fáum vikum, líklega uin 500 þúsund seiði. Hann sagði að seiöin misstu lystina, þyldu engan hita og vesluðust upp á örfáum dögum. Björn sagði að barist hefði verið við sjúkdóminn í sex vikur, með öll- um tiltækum ráðum, bæði inn- lendri og erlendri sérfræðiþekk- ingu, en ekkert hefði dugað. Sjúk- dómur þessi væri þekktur hér á landi, hann hefði komið upp áður í stöðvum hér og leikið þær grátt en aldrei verið hægt að greina hvað væri á ferðinni. Nú væru sýni í rannsókn í tilraunastöð háskólans í meinafræði á Keldum, en bið yrði á niðurstöðum rannsóknanna. Björn taldi helst að sjúkdómurinn hefði komið í stöðina úr náttúrunni, sú virtist slóðin, en einnig væri hugs- anlegt að hann hefði borist með fóðri. Sagði Björn að hann gengi yfir sem faraldur, en þeir fiskar sem lifðu yrðu ónæmir fyrir hon- um. Að því leyti hegðaði hann sér öðru vísi en þekktir sjúkdómar hér á landi, svo sem nýrnaveiki og kýlapest. Taldi Björn ýmislegt benda til að faraldurinn væri að ganga yfir. Björn Jónsson sagði að stöðin væri ekki tryggð gegn tjóni af völd- um sjúkdóma, og þó svo væri hefði tryggingarfélagið ekki bætt tjónið vegna þess að sjúkdómurinn hefði ekki verið greindur. Hann sagði að tjónið væri afar slæmt fyrir stöð- ina, og kæmi sér einnig illa fyrir viðskiptavini hennar vegna þess að búið hefði verið að lofa þessum seiðum út um allt land. „En við verðum bara að bíta á jaxlinn, og byrja upp á nýtt,“ sagði Björn. Félagsmálaráðherra um úrskurð sinn: Endurskoðaður ef borg- in bætir úr formgöllum „SAMKVÆMT fréttum virðist borg- arstjóri hafa áttað sig á því að þarna var ekki rétt að málum staðið því hann hefur látið gera nýjar samþykkt- ir. Þetta verður skoðað á nýjan leik, þegar ráðuneytinu berast nýjar upp- lýsingar", sagði Alexander Stefáns- son, félagsmálaráðherra, þegar hann var spurður að því hvort félagsmála- ráðuneytið hygðist endurskoða úr- skurð sinn varðandi ógildingu bygg- ingarleyfis fjölbýlishússins Stangar- holt 3—9, sem deilur hafa staðið um að undanförnu. Alexander sagði að aðalatriði málsins væri það að meðferð borg- arinnar á þessu máli hefði ekki ver- ið í samræmi við lög og reglur, og þvf hefði ráðuneytið orðið að ógilda samþykktir borgarinnar um bygg- ingaleyfið. Vilji ráðuneytisins stæði alls ekki til að gera borginni eða neinum öðrum miska, en þvf bæri skylda til að gæta hagsmuna hins almenna borgara eins og annarra. Hann sagði að úrskurðurinn yrði að sjálfsögðu endurskoðaður ef borgin gerði ráðstafanir sem bættu úr formgöllum á meðferð hennar á málinu, en vildi ekki kveða upp úr um hvort útgáfa nýs mælingablaðs sem sýnir byggingarsvæðið sem eina lóð dygði til þess. Færeyingar kaupa 16 ný fískiskip Helgi Pétursson Ritstjórnarstefna NT verður óbreytt." Meðan við höldum að okkur höndum í kaupum á fiskiskipum hafa frændur okkar Færeyingar, nánar tiltekið færeyska lands- stjórnin, samþykkt kaup á 16 nýj- um skipum. Er hér um að ræða 4 línuskip, sem ætlað er að fari á veiðar við Labrador og 5 rækjutog- arar sem munu halda á veiðar við Svalbarða en 7 togarar verða gerð- ir á úthafsveiðar. Á móti verða seldir tveir eldri togarar. Að sögn fréttarara okkar í Færeyjum, Jogvan Arge, er aðal röksemdin fyrir kaupum á rækjutogurunum sú, að ef Fær- eyingar kaupi ekki fleiri rækju- skip verði hlutur þeirra af rækjukvótanum við Svalbarða of lítill. Hvað úthafsveiðarnar varðar er ætlunin að veiða eink- um þorsk, ufsa, karfa og blá- löngu. Fiskifræðingar í Færeyjum hafa áður lýst yfir áhyggjum sínum á ofveiði á þorski og ufsa. En þeir hafa ekki ennþá gefið út yfirlýsingu varðandi þessi fiski- skipakaup. Aætlað að öll skipin muni kosta 1.200 milljónir danskra króna. Flest verða þau byggð i Noregi en nokkur í Færeyjum. Standa nú yfir samningar um þau mál. Er áætlað að fyrstu skipin verði tilbúin til veiða eft- ir eitt ár en hin eftir 4 ár. Helgi Pétursson ráðinn ritstjóri NT HELGI Pétursson fréttamaður út- varps hefur verið ráðinn ritstjóri NT og befur hann störf í dag. Enn er ekki afráðið hvort eða hverjir verða ráðnir sem meðritstjórar Helga, en rætt hefur verið við þá Indriða G. Þorsteinsson og Magnús Bjarnfreðs- son, en þeir hafa enn ekki afráðið hvort þeir muni taka við slíku starfi. Þetta staðfesti Magnús Bjarnfreðs- son í samtali við Morgunblaðið ( gær, og sagði að hann þyrfti að fá ýmsar upplýsingar frá útgáfu- stjórninni áður en hann gæti gert upp hug sinn. Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi fréttatilkynning frá út- gáfustjórn NT: „Á undanförnum vikum hefur verið unnið að endurskipulagn- ingu á útgáfu, rekstri og ritstjórn NT. Sú endurskipulagning kemur í kjölfar mjög erfiðs rekstrar á síð- asta ári m.a. vegna 6 vikna verk- falls prentara sl. haust. í kjölfar þess að Magnús ólafs- son ritstjóri lætur af störfum að eigin ósk, hefur stjórn NT ráðið Helga Pétursson fréttamann rit- stjóra NT frá og með 1. júní nk. Af hálfu stjórnar NT hefur þeim Hákoni Sigurgrímssyni, Ein- ari Birni, Guðmundi Karlssyni og Helga Péturssyni verið falið að vinna að áframhaldandi endur- skipulagningu á rekstri og rit- stjórn blaðsins. Er frekari breyt- inga að vænta í þeim efnum innan fárra vikna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.