Morgunblaðið - 01.06.1985, Side 4

Morgunblaðið - 01.06.1985, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNl 1985 Stjómarliðar um stöðuna í húsnæðismálum: Tillögur stjórn- arandstöðu eru óraunhæfar ÞEIR Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisnokksins og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra munu hitta fuiltrúa stjórnarandstöð- unnar á hádegi í dag, bar sem þeir munu gera þeim grein fyrir afstöðu stjórnarflokkanna til illagna stjórn- arandstöðunnar varðandi fjáröflun til lusnæðismálalána. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins telja beir Steingrímur og Þorsteinn ekki að 'illögur stjórnarandstöðunnar séu vaunhæfar. Þeir telja að margt af því sem bent er á, sé óframkvæmanlegt. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær, vill stjórnarand- staðan afla tveggja milljarða til húsnæðislána á næstu 18 mánuð- um. Vill hún að eignaskattsvið- auki á fyrirtæki, sem hún leggur til að verði 100% hækkun skatts- ins, gefi 215 milljónir á ári, en það jafngildir 322 milljónum þennan 18 mánaða tíma. Þannig að með eignaskattsauka einstaklinga, ættu um 380 milljónir að skila sér undir þessum lið, samkvæmt til- lögum stjórnarandstöðunnar. Ekki er talið líklegt að stjórnarlið- ar, einkum sjálfstæðismenn, vilji fallast á þessa auknu skattbyrði fyrirtækja. Astæða þess að ákveðið hefur verið að falla frá skyldusparnaði á hátekjufólk mun vera sú, að stjórnmálamennirnir hafa séð fram á að með því að hækka sölu- skatt um eitt prósentustig, gefi það af sér um 500 milljónir á ári, sem jafngildir um 750 milljónum á þessum 18 mánuðum. Pétur SigurÓsson formaður sjómannadagsráós, finnbogi Sævar Guómundsson yfirsmiður og Rafn Sigurðsson forstjóri í matsal hinnar glæsilegu hjúkrunardeildar sem tekin var f notkun á Hrafnistu í gær. Hrafnista f Reykjavík: Endurbyggð hjúkrun- ardeild tekin í notkun Æfðu reykköfun NÁMSKEIÐ um öryggismál sjómanna hefur undanfarið staðið yfir á vegum Slysavarnafélags íslands i Reykjavík. Meðal annars æfðu sjómennirnir sig í reykköfun og var þessi mynd tekin um borð í varðskipi í Reykjavíkurhöfn í gær. I GÆR var ný endurbyggð álma formlega tekin í notkun á Hrafnistu, dvalarheimili aldraóra sjómanna, í Reykjavík. I álmu þessari er til húsa ein af fimm hjúkrunardeildum Hrafn- istu. Deildin er sérstaklega ætluð fólki sem á við geðræn vandamál að striða og mun það vera nýjung á dvalarheimilum aldraðra hér- lendis. Vistmenn á deildinni eru 22. Að sögn Rafns Sigurðssonar, forstjóra Hrafnistu, voru fram- kvæmdir þessar kostaðar með styrk úr Framkvæmdasjóði aldr- aðra. Sagði hann að vonir stæðu til að unnt yrði í framhaldi af þessu að endurbyggja á sama hátt aðrar hjúkrunardeildir heimilis- ins, því þær stæðu orðið nokkuð að baki nýjum hjúkrunardeildum annars staðar hvað ýmsa aðstöðu varðaði og hefði af þeim sökum reynst erfitt að fólk til starfa á þeim. Endurbæturnar hafa staðið yfir í eitt ár. Hafa þær alfarið verið unnar af iðnaðarmönnum, sem fastráðnir eru hjá Hrafnistu. Lauk Rafn Sigurðsson miklu lofs- orði á störf þeirra og sagði það einsdæmi að slíkar framkvæmdir ættu sér stað án þess að loka þyrfti viðkomandi deild og senda fólkið heim. Slíkt var ekki unnt hér því flestir vistmenn áttu ekki í önnur hús að venda. Pétur Sig- urðsson, formaður sjómanna- dagsráðs, tók í sama streng og benti á að allar breytingar hefðu verið gerðar í samráði við vist- menn og starfsfólk, sem sýnt hefði mikla þolinmæði og lagt sig fram um að framkvæmdir gengju sem best. Þeir Rafn og Pétur lögðu áherslu á að allt væri gert til að hafa sem heimilislegastan blæ á deildinni, því hún væri fyrst og fremst heimili, en ekki stofnun. Halldór Guðmundsson arkitekt teiknaði hinar nýju innréttingar, en yfirsmiður var Finnbogi Sævar Guðmundsson. Máilýskurannsóknir f höfuðborginni: Flámæli á undan- haldi í Reykjavík — og harðmæli fer vaxandi meðal eldra fólks MUN FÆRRI Reykvíkingar eru flámæltir nú en voru í lok seinni heims- styrjaldarinnar. Einnig viróist sem linmæli hafi minnkaó í höfuðborginni á sama tíma. Þetta kemur fram í ritgerð eftir þá Höskuld Þráinsson og Kristján Arnason í ritinu íslenskt mál og almenn málfræói, sem kemur út á vegum Hins íslenska málfræóifélags í dag. Þeir Höskuldur og Kristján landið. Svo er t.a.m. um linmæl- athuguðu málfar Reykvíkinga og Kópavogsbúa á árunum 1981 —82 með því að ræða við tæplega 200 manns í heimahúsum, á vinnu- stöðum og í skólum. Þeir segja í niðurstöðum sínum, að sem mállýskusvæði hafi Reykjavík mjög mikla sérstöðu miðað við önnur svæði landsins. „Ekki er hægt að tala um að Reykjavík „eigi“ nein hefðbundin einkenni, sem helst sé að finna þar, eins og ta.m. skaftfellska hefur ein- hljóðaframburð á undan -gi-, norðlenska raddaðan framburð o.s.frv.," segir í grein þeirra. „Öll þau framburðareinkenni, sem einkenndu Reykjavík, eins og lýst er í rannsóknum Björns Guðfinnssonar og Ólafs M. Ólafssonar finnast víðar um ið, sem nær til mikils hluta landsins, enda þótt oft sé sagt að það sé reykvískt einkenni." Eins sé um flámæli, sem nokkuð hafi borið á í borginni í könnun Björns og Ólafs upp úr stríðsár- unum. „Annað, sem gerir Reykjavík sérstæða sem mál- lýskusvæði, er stærð hennar og það, að stór hluti íbúanna er að- fluttur. Það er efni í sérstakar rannsóknir að kanna Reykjavík frá þessu sjónarmiði,“ segja þeir. Rannsóknir þeirra benda til að harðmæli aukist með aldrinum. „Annað, sem benda má á í þessu sambandi, er það að jákvæð fylgni er milli menntunar og harðmælis," segir í greininni. „Það virðist því að breyttir tím- ar séu nú hvað varðar samband harðmælis og aldurs og mennt- unar. Harðmæli eykst með meiri menntun og aldri. Augljósasta skýringin á þessu virðist vera sú mályrkjustefna, sem talið hefur harðmæli betra mál en linmæli.“ Einnig segir að ekki sé óhugs- andi, að hlutfall Norðlendinga sé hærra í hópi menntamanna en öðrum hópum. „Þetta væri þá ekki vegna þess, að Norðlend- ingar séu gáfaðri en aðrir, held- ur vegna þess e.t.v. að þeir Norð- lendingar, sem flytja til Reykja- víkur, séu líklegri til að vera menntamenn en ómenntaðir." I lokaorðum greinarinnar seg- ir að ekki sé stórkostlegur mun- ur á tíðni harðmælis í Reykjavík nú og fyrir 40 árum. Ljóst sé að dregið hafi úr hinu „hefð- bundna" flámæli, sem var mest áberandi á „i“ og „u“ en í staðinn bóli á nýju flámæli, þar sem fjarlægar! hljóðin, einkum „ö“, hafi tilhneigingu til að nálægj- ast. Verðbólga og lág laun eru talin mestu vandamálin — samkvæmt niðurstöðu í í SKOÐANAKÖNNUN Hagvangs hf. er geró var fyrr í þessum mánuði töldu 12,6% aóspuróra verðbólguna mesta vandamál fslendinga, og hef- ur þeim fækkað frá því í febrúar, en þá voru þeir 19%. Hins vegar hefur þeim fjölgaó sem telja lág laun mesta vandamálið, eru nú 12,0% í staó 7,2%áður. Veróbólga Lág laun Efnahagsástandió Eyðsla um efni fram Áfengi/fíkniefni Skuldasöfnun erl. Samhliða hvað sé mesta vandamál íslend- inga var spurt hvort viðkomandi hefði trú á því að hægt verði að leysa þetta vandamál á næstu ár- um. Tæplega 37% svöruðu að það væri hægt að verulegu leyti, 31,4% skoðanakönnun Hagvangs Rúmlega einn af hverjum tíu segja efnahagsástandið helsta vandamálið og 10,6% eyðslu um efni fram. Á meðfylgjandi töflu sést hvemig afstaða manna skipt- ist eftir einstökum málaflokkum. Til samanburðar eru helstu niður- stöður úr fyrri könnunum: apríl júlí sept. febr. maí ’84 ’84 ’84 ’85 ’85 12,4 12,0 10,3 19,0 12,6 7,3 8,7 9,9 7,2 12,0 19,8 10,3 8,5 13,6 10,9 15,9 10,9 10,3 10,7 10,6 4,3 8,0 spurningunni um 3,3 að einhverju leyti, 12,5% að litlu leyti en 7,4% töldu vandamálið óleysanlegt. Könnun Hagvangs náði til 1.000 landsmanna og varð gerð eins og fyrr segir í þessum mánuði. Sjö samurajar sýnd KVIKMYNDAHÁTÍÐ veröur ekki framlengd, en þó veróur gerð ein und- antekning. Vegna mikillar aósóknar á snilldarverk Kurosawa, Sjö samuraj- ar, veróur hún sýnd á laugardag, sunnudag og mánudag í Austurbæj- arbíói kl. 9.00. Margir þurftu frá að hverfa á tveim síðustu sýningum myndar- innar og ætlar Kvikmyndahátið því að reyna að koma til móts við fjölda áskorana og óska sem borist hafa um að ?fna til aukasýningar á myndinni. Sjö samurajar er sýnd í fullri lengd og eins og Kurosawa hugsaði hana í upphafi. Myndin er einhver stórbrotnasta bardaga- mynd sem gerð hefur verið og hefur fyrir löngu skipað sér sess sem eitt af sígildum listaverkum kvikmyndasögunnar. Þess má að lokum geta að í Holly- wood var gerð nánast alger eftirlík- ing þessarar myndar, kvikmyndin „Sjö hetjur", þar 3em Steve McQu- een og Jul Brynner !éku aðalhlut- verkin. Sú mynd stendur Sjö sam- urajum iangt að baki. (Frá kvikmyndahátfð)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.