Morgunblaðið - 01.06.1985, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 01.06.1985, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 1. JUnI 1986 5 Valdimar Indriðason alþingismaður um Sementsverksmiðjuna: „Umsagnir starfs- mannanna voru neikvæðar“ „ÞETl'A er fullkomlega samrýman- legt,“ sagði Valdimar Indriðason al- þingismaður þegar blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann hvernig það gæti samrýmst að vera þingmað- ur Sjálfstæðishokksins og greiða at- kvæði gegn því að ríkisfyrirtæki verði breytt í hlutafélag. Eins og fram hef- ur komið í Morgunblaðinu í gær, féll frumvarp Sverris Hermannssonar iðnaðarráðherra um að breyta Sem- entsverksmiðju ríkisins í hlutafélag og selja 20% fyrirtækisins á jöfnum atkvæðum í efri deild í fyrradag, og var Valdimar eini þingmaður Sjálf- stæðisflokksins sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Valdimar sagði að leitað hefði verið umsagnar starfsmanna fyrir- tækisins og bæjarstjórnar Akra- ness varðandi afstöðu til þessa frumvarps iðnaðarráðherra. Um- sagnir beggja aðila hefðu verið neikvæðar og röksemdir þeirra fyrir því hefðu verið þær að nægar upplýsingar lægju ekki fyrir. „Ég hef margsinnis talað við hæstvirtan iðnaðarráðherra og beðið um að fá að athuga málið betur og kynna það,“ sagði Valdi- mar, „en það hefur ekki verið möguleiki á því frá hans hendi. Ég gat því ekkert annað gert, þótt ég sé hlynntur því að sem mestu af ríkisrekstri verði breytt í einka- rekstur, en að greiða atkvæði gegn þessu frumvarpi. Það er rangt að reyna að knýja mál fram, á þann veg að ekki gefist nægur tími til að fjalla um málið af fullri alvöru í viðkomandi byggðarlagi." Morgunbladid/Emilía Þær tóku forskot á sæluna og reyndu nýju sundlaugina f Hrafnistu í Hafnar- firði. Frá vinstri: Friðrika Eyjólfsdóttir og Málfríður Stefánsdóttir. Hrafnista, Hafnarfirdi: Ný sundlaug vígð Á Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna í Hafnarfirði, verður vígð ný sundlaug á sjómannadaginn. Laugin, sem er innilaug, er 12 sinnum 6 metrar og hefur verið í byggingu síðan 1982. „Hér hafa allir fylgst grant með öllum framkvæmdum við sundlaug- ina og verið spenntir fyrir því að takast mætti að ljúka við hana fyrir sjómannadaginn, sem er mjög ríkur í huga heimilisfólksins hér,“ sagði Lovísa Einarsdóttir, leikfim- iskennari en hún mun sjá um sundkennsiu við laugina. „Þau, sem eru hjá mér í leikfimi bíða spennt eftir að reyna laugina auk þeirra, sem fara héðan á hverjum morgni í sund til Hafnarfjarðar og verða sjálfsagt fegin aðstöðunni, sem verður hér. Við höfum lengi verið með hóp- æfingar í leikfimi á Hrafnistu, en leikfimin er mjög góður undirbún- ingur fyrir þá sem vilja fara í laug- ina. í lauginni gera þau sömu æf- ingar og þau finna að það er mun auðveldara að beygja sig og teigja í vatni heldur en í venjulegri leik- fimi. Eina sem ber að varast er að fólk ætli sér ekki of mikið í byrjun. Það þarf að fara hægt af stað. Margir, sem hér búa, hafa aldrei komið í sundlaug og ég dáist að því Morgunblaöiö/Fridþjófur Sverrir llermannsson iðnaðarráðherra flutti ávarp við brottflutning höggmyndarinnar um Guðríði Símonardóttur frá Grundartanga í gær. Á myndinni eru m.a. Jón Sigurðsson forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar, Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari, Barði Friðriksson og Friðgeir Olgeirsson skipherra á Ægi sem kemur með högg- myndina til Vestmannaeyja í dag. „Guðríður Símonardóttir“ á varðskipi til Vestmannaeyja HÖGGMYNDIN um Guðríöi Símonardóttur eftir Ragnhildi Stefánsdóttur myndhöggvara var sett um borð í varðskipið Ægi í Grundartangahöfn í gær og mun Ægir flytja höggmynd- ina til Vestmannaeyja. Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra hélt hóf við brottflutning höggmyndarinnar þeim sem unnið hafa aö gerð iistaverksins á Grundartanga, en margir starfsmenn Járnblendiverksmiðjunnar aðstoðuðu Ragnhildi við lokaáfanga verksins. Iðnaðarráðherra sagði áður en höggmyndin var hífð um borð í varðskipið að það væri kominn tími til að minningin um Guðríði Símonardóttur yrði heiðruð á hvað þau eru kjarkmikil að drífa sig í laugina. Ég er viss um að sundlaugin á eftir að skapa mikla tilbreytingu í lífi fólksins hérna og gefa fólki enn frekar tilfinningu fyrir virkri þátt- töku í því, sem aðrir eru að gera annarstaðar í þjóðfélaginu." „Ég hef aldrei áður komið í sundlaug,“ sagði Málfríður Stef- ánsdóttir, 79 ára frá Súðavík, sem nú dvelur á Hrafnistu og var ein þeirra, sem tóku forskot á sæluna og reyndu nýju laugina fyrir nokkru. „Börnin mín og maðurinn minn syntu alltaf 200 metrana en ég fór aldrei með þeim. Þetta er þennan hátt og sama sagði Jón Sigurðsson forstjóri Járnblendi- verksmiðjunnar sem kvað það hafa verið sérstaklega skemmti- legt tímabil í verksmiðjunni alveg dásamleg tilfinning, mér finnst ég geta flogið. Ja, það er margt nýtt sem ég upplifi hér á Hrafnistu og ég vissi ekki að væri til. Þetta er alveg himneskt." Við hlið Málfríðar í lauginni var Friðrika Eyjólfsdóttir, 84 ára, og tók hún undir með henni og sagði: „Þetta er að vísu ekki í fyrsta sinn sem ég fer í sundlaug. Ég ákvað að læra að synda um fimmtugt og fór á sundnámskeið hér í Hafnarfirði þar sem ég hef alltaf búið, en ég datt illa í fyrsta tíma og gafst þá upp. Nú hef ég alveg jafnað mig af hræðslunni við vatnið og finnst tími til kominn að læra að synda.“ meðan höggmyndin varð til. Þegar Ægir sigldi að bryggju á Grundartanga heilsuðu heima- menn með púðurskoti úr lítilli fallbyssu, og þegar Ægir sigldi áleiðis til Vestmannaeyja með Guðríði heilsaði Ægir með því að skjóta púðurskoti úr fallbyssu skipsins. Drundi þá í Hvalfirði. Ragnhildur byggir höggmynd- ina um Guðríði upp á dröngum, þannig að konumyndin er byggð úr kletti. 10 konur í Vestmanna- eyjum hafa staðið fyrir söfnun til verkefnisi ns, en ráðgert er að afhjúpa höggmyndina um Guð- ríði Símonardóttur þann 17. júní á Stakkagerðistúni þar sem hún átti heima fyrír 360 árum, en nær 350 ár eru nú liðin síðan Guðríður lagði af stað úr Barb- aríinu heim til Eyja. Guðríður var nær þrítugu þegar henni ásamt syni hennar var rænt frá Eyjum en eiginmaður hennar varð eftir. Sama árið og Guðríð- ur slapp aftur heim til íslands fórst eiginmaður hennar, en hún giftist síðan séra Hallgrími Pét- urssyni og bjuggu þau lengst af í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, steinsnar frá þeim stað þar sem höggmyndin um hana komst í endanlega gerð. Búist er við að varðskipið Æg- ir skili höggmyndinni um Guð- ríði á land í Vestmannaeyjahöfn eftir hádegi í dag. á sjómannadaginn Þú finnur ánægjuna í Fríklúbbsferö meö Útsýn. Megum viö bjóöa þér þaö besta á Ítalíu — Spáni og Portúgal ? KLUBBURINN artiBioö Stórkostlegt tækifæri fyrir þig I 6 manna hópi býöst þér 3000 kr. kynningarafsláttur fyrir feröafélagana og frítt fyrir þig í 2 vikur í sól og sumar- yl! Gildir aöeins næstu daga fyrir nýjar pantanir á fáum óseldum sætum til Ítalíu, Spánar og Portúgal. Austurstræti 17 símar: 26611 — 23510

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.