Morgunblaðið - 01.06.1985, Side 7

Morgunblaðið - 01.06.1985, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1985 7 Samninganefnd um stóriðju: Fengu um 8000 krónur á dag — fyrir samningafundi og undirbúning FULLTRÚAR í samninganefnd um stóriðju fengu greitt sem svaraði 22 yfirvinnutímum á dag, eða nærri 8000 krónur, þá 56 daga, sem formlegir samningafundir með Alusuisse voru á síðasta ári. Tímakaup var miðað við næturvinnukaup í efsta flokki BHM, eða 356 krónur á tímann. Um þóknun til nefndarmannanna fyrir setu í nefndinni var farið eftir tillögum þóknunarnefndar fjármálaráðuneytisins, sem greiðir um 230 krónur fyrir hvern tíma á nefndafundum. Þetta kom fram á blaðamannafundi í iðnað- arráðuneytinu í gær, þar sem Páll Flygenring ráðuneytisstjóri og Krist- mundur Halldórsson deildarstjóri skýrðu hvað lægi að baki þeim háu greiðslum til nefndarmanna, sem skýrt var frá fyrr í vikunni. 1 athugasemdum, sem þeir settu fjölda sé innifalinn undirbúningur fram á fundinum, segir m.a. að eins og fram hafi komið í svari iðnaðarráðherra við fyrirspurn Geirs Gunnarssonar á Alþingi hafi allur kostnaður við samningamálin um málefni ál- versins verið færður á einn reikn- ing og að ekki liggi fyrir sundur- liðun á hvað er vegna gerðar- dómsmála og annarra atriða og hvað var vegna Samninganefndar um stóriðju. Þeir lögðu áherslu á, að þótt í svarinu á Alþingi hafi verið talað um greiðslur til starfsmanna, sem jafnframt áttu sæti í nefndinni, hafi alls ekki verið um það að ræða að þeir Jóhannes Nordal, Guðmundur G. Þórarinsson og Gunnar G. Schram hafi verið starfsmenn sinnar eigin nefndar. Um hafi verið að ræða aðrar launagreiðslur en þóknun. í athugasemdunum segir síðan: „Ljóst var að störf samninga- nefndarinnar yrðu miklu víðtæk- ari en bein nefndarstörf. Var því ákveðið að miða greiðslur til samningamanna við fjölda þeirra daga, sem þeir voru í formlegum samningum og var höfð hliðsjón af greiðslum þeim, sem ákveðnar höfðu verið til lögfræðinga í sam- bandi við gerðardómsmálið. Var við það miðað, að greiðslur þessar næmu sem svarar % af greiðslum til lögfræðinganna. Hafa ber í huga að þar er um útselda vinnu að ræða.“ Þeir Páll og Kristmund- ur sögðu á fundinum í gær að við- miðunin þar hefði verið 600 SDR á dag, eða sem svarar um 24 þús. kr. á núvirði. „Ákvað iðnaðarráðuneytið að höfðu samráði við fulltrúa fjár- málaráðuneytisins að greiða sem svarar 22 tímum í yfirvinnu í hæsta launaflokki opinberra starfsmanna fyrir hvern dag sem formlegir samningafundir við mótaðilann áttu sér stað. Er þá gert ráð fyrir að í þessum tima- fyrir samningafundina. Hefur ráðuneytið séð um að greiða samningamönnum í sam- ræmi við þetta fyrir þá daga, sem formlegir fundir voru. Árið 1984 voru formlegir fundir i um 56 daga,“ segir í athugasemdum iðn- aðarráðuneytisins. Páll Flygenring ráðuneytis- stjóri sagði á fundinum að það væri skoðun sín, að samninga- nefndarmennirnir hefðu unnið miklu meira en sem svaraði 22 tímum á dag i 56 daga. Hann kvaðst ekki geta svarað því hvort sú vinna hefði verið unnin að öllu leyti utan reglulegs vinnutíma nefndarmannanna, sem sumir hverjir eru opinberir starfsmenn. Páll sagði að aðferð ráðuneytisins við að reikna út greiðslur fyrir nefndarstörfin á þennan hátt ættu sér ekki fordæmi í ráðuneytinu. Luigi Bellotti erki- biskup í heimsókn HÉR Á LANDI er nú staddur, í árlegri heimsókn, Luigi Belotti erkibiskup og sendiherra Vatík- ansins á Norðurlöndum. Hann hefur aðsetur í Kaupmannahöfn. Belotti er ríkiserindreki Páfa- garðs og ræðir hér við sendi- herra ýmissa landa, einnig stað- gengil utanríkisráðherra og stjórn kaþólsku kirkjunnar. Sem fulltrúi páfa heimsækir hann kaþólska söfnuði og systraregl- urnar. Vegna tímaskorts kemst hann þó ekki til reglu St. Frans- iskusar í Stykkishólmi. Næst- komandi sunnudag, 2. júní, syng- ur hann messu í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti og hefst hún kl. 10:30. Kóra- og organistahá- tíð sett í Reykjavík Kóra- og organistahátíð verður sett í Dómkirkjunni sunnudags- kvöldið 2. júní kl. 20.30. í tengslum við hátíðina verður jafnframt organ- istanámskeið og verða kennarar þar átta. Að hátíð þessari standa kirkju- kórasamband íslands, Félag ís- lenskra organleikara og söngmála- stjóri þjóðkirkjunnar. Er þátttaka í námskeiðinu öllu kórfólki heimil. Sex tónleikar verða í tengslum við námskeiðið og verða meðal annars flutt verk eftir Bach, Hándel, Scharlatti og Schutz — sem allir eiga merk afmæli 1 ár. Þátttakendur námskeiðsins munu flytja verkin og koma samtals fram um sextíu organistar. Nám- skeið sem þetta hafa verið haldin árlega undanfarin tíu ár í Skál- holti og Reykjavík. Kórfólk hefur sótt þessi námskeið vel og hafa þátttakendur verið allt að þrjú hundruð í Skálholti. Á kvöldin verða haldnar kóræf- ingar og verður sú fyrsta þriðju- dagskvöldið 4. júní kl.20.00 í Lang- holtskirkju. Verða þar æfð bæði kirkjuleg og veraldleg verkefni með nýjum þýddum textum eftir Helga Hálfdanarson, Jón Óskar og Helga Sæmundsson. Jónas Ingimundarson píanó- leikari heldur píanótónleika á há- tiðinni og Ragnar Björnsson held- ur tónleika á gamla Dómkirkju- orgelið sem brátt mun víkja fyrir öðru nýju. Kórtónleikar verða í Langholtskirkju laugardagin 8. júní kl. 16.30. Þá verður kvöldvaka í ráðstefnusölum ríkisins Borgar- túni 6, þar sem þátttakendur sjá um öll skemmtiatriði. Messa verð- ur í Langholtskirkju sunnudaginn 9. júní kl. 14. Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson predikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Hjalta Guðmundssyni og sr. Pétri Maack. Fargjöld SVR hækka FRÁ OG meö mánudeginum 3. júní hækka fargjöld Strætisvagna Rcykja- vfkur. Einstök fargjöld verða 22 kr., en voru áður 18 kr. Hér er því um 22% hækkun að ræða. Miðum á far- miðaspjöldum fullorðinna fækkar úr 20 í 17 en verðið helst óbreytt, 300 kr. og hækkar farið því um 17,6%. Spjöld með fimm miðum kosta 100 kr. Einstök fargjöld barna hækka úr 5 kr. í 6, eða um 20% og farmiða- spjald á 80 krónur verður með 17 miðum í stað 20 áður. Farmiðakort fyrir aldraða og öryrkja kostar enn 150 krónur en miðunum fækkar úr 20 í 17 og hækkar farið þá um 17,6%. Hörður Gíslason skrifstofustjóri hjá SVR sagði að sú gjaldskrá sem nú félli úr gildi væri frá 29. des- ember síðastliðnum og fjárhags- áætlun þessa árs hafi gert ráð fyrir hækkun fargjaldanna, hér væri því ekki um að ræða óvænta hækkun heldur hafi hún verið ákveðin fyrir löngu. Afli Suðureyjar VE 1604 tonn VeMtmannaeyjum, 31. maí. AFLAKÓNGUR vetrarvertíðarinnar í ár, Siguröur Georgsson á Suöurey VE, tók upp netin í gær og er þar með hættur veiðum að sinni. Nú um helgina mun hann og skipverjar hans halda upp á lokin og sjómannadaginn eftir langt og strangt úthald og fengsæla vertíð. Þeir hafa unnið fyrir hvíldinni. Afli Suðureyjar í vetur var 1.604 tonn og þar af fengust 445 tonn i maímánuði, sem þykir sérlega gott. — hkj. Ragnar Björnsson heldur tónleika á gamla Dómkirkjuorgelið sem hér sést, en það mun brátt víkja fyrir öðru nýju. Bflasöludeildin opin í dag frá kl. 1—4 Lada 1200 station Lada 1500 station Lada safír Lada Lux Lada Sport Kr. uppseidur Kr. uppseldur Kr. 229.600,- Kr. 280.500.- Kr. 420.000,- Lada 1200 Kr. 205.000,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.