Morgunblaðið - 01.06.1985, Side 12

Morgunblaðið - 01.06.1985, Side 12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNl 1985 Jóhaone8 Geir listmálari. Tvær sýningar Myndlist Bragi Ásgeirsson Fólk úti á landsbyggöinni veitir ekki síður en borgarbúar kenndum sínum útrás í leik með liti og form. Það getur verið í formi af- þreyingar og lífsnautnar, svo sem hjá Steinþóri Eiríkssyni frá Egilsstöðum, sem sýndi á Hamragörðum fyrir skömmu. Myndir hans voru einlægar og fjölskvalausar og í sumum þeirra skynjaði maður listræn- an streng í samsemd manns og náttúru. Kom það einkum fram í myndunum „í Kúabotnum" (1), „Svartfell í þoku“ (2) og „Myndir á steini" (39). — Það kveður við nokkuð annan tón um meðferð mynd- miðilsins hjá Svövu Sigríði Gestsdóttur, sem sýnir vatns- litamyndir og túskteikningar 1 Ásmundarsal til 2. júní. Að vísu leita báðir gerend- urnir til náttúrunnar um myndefni en gera það á ólíkan hátt og Svava er öllu þroskaðri á tæknisviðinu. Myndir hennar eru ósjaldan nærmyndir af ýmsum fyrirbærum í náttúr- unni og hún hugar meira að Ijósi og litbrigðum. Hér kemur og einnig greinilega fram mis- munurinn á hinu óskólaða nátt- úrubarni, sem Steinþór er, og listaspíru er hefur nokkra skól- un að baki. Svava nam í Mynd- listarskóla Reykjavíkur og síð- ar í Danmörku. Hún er einn af stofnendum Myndlistarfélags Árnessýslu og hefur haldið nokkrar sérsýningar á Selfossi og í Reykjavík. Ég sá fyrir tilviljun sýningu hennar í Listasafni Árnessýslu í fyrra og skrifaði um hana í blaðið. Get ég undirstrikað allt það sem ég sagði þá og heim- fært á þessa sýningu, en ég endurtek það ekki hér. En það er alveg víst að með Svövu búa hæfileikar, sem hún er sem óðast að þroska, svo sem fram kemur í heillegustu myndunum á sýningunni, svo sem „Haust- regn“ (6), „í Stokkseyrarfjöru“ (13), „Gamla gatan" (20) og „Mýrarljós" (22). Svava Sigríður Gestsdóttir Ljós og birta Myndlist Bragi Ásgeirsson Myndverkasmiðurinn Jóhann- es Geir segir í spjalli hér í blað- inu, að hann sé mjög háður vissri birtustemmningu og rjúki upp til handa og fóta ef birtan er sérstök. Skipti minnstu máli hvort úti sé rigning og rok, ein- ungis að birtan sé þannig að lit- irnir í náttúrunni njóti sín. Þetta er rétt lýsing á vinnuað- ferðum gerandans, því að stemmningar hinna ýmsu ljós- brigða eru aðal listar hans og hann nær þá hrifmestum árangri er honum tekst hér best og er sjálfum sér samkvæmur. Þótt Jóhannes byggi myndir sínar iðulega vel upp og sé sér þannig vel meðvitandi um lög- mál myndbyggingarinnar, þá er hann fyrst og fremst málari stemmninganna í kringum ljós og upphafið birtuflæði. Þessa sér vel stað á sýningu Jóhannesar í Gallerí íslenzk list, á Vesturgötu 17, en þar sýnir hann 10 olíumálverk og 46 olíu- krítarmyndir næstu vikurnar. Jóhannes er þessum tveim tjámiðlum tröllatryggur og er merkilegt hve mikilli fjölbreytni hann nær við meðhöndlun þeirra, en það lýsir einmitt margbreytileika íslenzkrar náttúru og veðrabrigða og sí- kvikulum ljósbrigðum í lofti og gróandi. Það eru einmitt myndir, sem eru í mestu samræmi við ofanskráð er grípa áhorfandann, rumska við honum og vekja til umhugsunar. Hér nefni ég mál- verk eins og „Frá Grindavík. Kvöld í marz“ (5), „Vetrarkvöld í Árbæ“ (10) og olíukrítarmynd- ir, svo sem „Rauðhólar" (8), „Frá Örfirisey" (12), „Sólstafir, Elliðaárlón“ (44), „Sólarlag, Árbæ“ (45) og „Útreiðartúr" (46). Þetta eru allt myndir þar sem listamaðurinn fer á kostum og er samkvæmur sjálfum sér svo sem hann kemur mér fyrir sjónir. — Annað, sem er einkenn- andi fyrir Jóhannes, er að hann þarf ekki að leita langt til að finna boðleg viðfangsefni. Hann er eiginlega í essinu sínu þegar hann vinnur á heimaslóðum þar sem hann þekkir myndefnið út og inn. Hann fangar þannig auð- legðina í kringum sig og þarf ekki að leita uppi sögufræg við- fangsefni né vinsæl myndefni. Tjámiðillinn er tæki í höndum hans til að miðla hughrifum og hér er hann sífellt að uppgötva og upplifa, sem svo er forsenda skapandi hughrifa. — Sýning Jóhannesar Geirs fer mjög vel í húsakynnum Gall- erí íslenzk list og er báðum aðil- um til sóma. Guðmundur Emilsson Sigrún Hjálmtýsdóttir Sigríður Ella Magnúsdóttir Jón Þorsteinsson Robert W. Becker Makkabeus Judas Tónllst Jón Ásgeirsson Óratórían Júdas Makkabeus eftir Hándel hefur verið tónlist- arsagnfræðingum nokkur ráð- gáta. Sérdeilislega hefur þeim gengið erfiðlega að útskýra þær miklu vinsældir er verkið hlaut frá fyrsta degi. Nokkrir telja minni háttar innanlandsdeilur og sigurgleði Englendinga eftir að hafa barið á Skotum vera ástæðuna og einnig að gyðingar í London hafi bjargað uppfærsl- unni með J)ví að flykkjast á tón- leikana. Astæðan er talin vera sú að Júdas Makkabeus hefur verið frelsishetja þeirra og messíasarímynd. Eitt lag úr verkinu hefur notið mikilla vinsælda, sem einna helst má líkja við vinsældir dæg- urlaga í dag. Það er hinn eigin- Iegi sigursöngur „See the con- quering hero cornes". Upphafs- stefið er ein af lánshugmyndum Hándels en hann var nokkuð fjölþreifinn um verk annarra. Operugerð Hándels hefur mikið verið til umræðu og eru vand- ræði hans talin vera í beinum tengslum við lélegar leikgerðir en Englendingar voru aldir upp við góðan texta og magnaðan leik. Við endurflutning á óperum Hándels, nú síðustu árin, kemur í ljós að tónlistin í þessum gleymdu óperum er feikna góð en sem leikverk eru þau óttalega mösulbeina. Óperur hans voru sem sagt lítilfjörleg leikverk og við það snúa sér að gerð óratór- iuverka hafi Hándel í raun litlu breytt, enda eru óratoríurnar í raun mögnuð leikverk og það sem meira gilti fyrir vinsældir verkanna, að efni þeirra var mönnum mjög hugstætt og trú- mál almennt umræðuefni á þeim tímum. Júdas Makkabeus er langt verk og einkennilegt nokk, þá jók höfundurinn við verkið nokkrum sinnum við hverja nýja uppfærslu en í uppfærslu Sin- fóníuhljómsveitar fslands var verkið töluvert stytt. Slík stytt- ing rænir verkið stærð þess og sérdeilislega þar sem miðhlutar nokkurra þátta voru felldir burt. Þar með raskaðist formgerð þeirra og svo mjög, að þeir misstu allan „slagkraft“. Sú venja að stytta slík verk er að mestu sprottin af óþolinmæði nútímamannsins og ótta flytj- enda við að íþyngja áheyrendum. Þessi smækkunartilhneiging er talin hafa eyðilagt mörg stór- verk meistaranna og víst er að þau verk, sem eru flutt óstytt, hafa haldið reisn sinni og einnig, að ef verkin þola ekki ianga hlustun eiga þau að fá að vera í friði. Að fella burtu heila kafla er sök sér en að skera úr heil- stæðum þætti er vafasöm aðferð við að endursemja verk, hvort sem hér er um nýbreytni eða eft- irhermu að ræða. Hvað sem þessu líður var flutningur verks- ins um margt ágætur en í heild vantaði nokkuð mikið á alla leik- ræna túlkun og má segja að verkið hafi verið flutt en ekki túlkað. Einsöngvararnir stóðu sig mjög vel og án þess að á nokkurn sé hallað, vakti söngur Sigrúnar Hjálmtýsdóttur mikla athygli og má segja að hún hafi verið stjarna kvöldsins. Til að nefna eitthvað, var söngur henn- ar sérstaklega glæsilegur í „So Shall the Lute and Harp Awake" og í „From Mighty Kings He Took the Spoil“. Sigríður Ella Magnúsdóttir söng mjög vel, bæði í dúettunum (sem undirrit- aður hefði viljað heyra suma sungna eins og tónskáldið ætlað- ist til, nefnilega af karli og konu) og einnig í aríunni „Father of Heaven“. Jón Þorsteinsson söng mjög vel og má þar til nefna „How Vain Is Man“ og í þeirri erfiðu aríu, sem er herhvöt Júd- asar, „Sound an Alarm", en þar mátti heyra „tvístrikað a“ sung- ið ellefu sinnum. Hlutverk Sím- onar söng Robert W. Becker og var hann sérlega góður í aríunni „The Lord Worketh Wonders". í heild var einsöngvaraliðið mjög gott og Söngsveitin Filharmonía sömuleiðis. Þrátt fyrir að kórinn hafi oft verið fjölmennari, var hann óvenju hljómsterkur og vel samæfður. í heild var flutning- urinn góður og hljómsveitin góð. Szymon Kuran var konsert- meistari og átti auk þess smá einleik er hann flutti mjög vel. Aðrir sem áttu smá strófur gerðu sitt besta. Eins og fyrr sagði vantaði nokkuð á túlkun og má það vera lítt reyndum stjórn- anda til málsbóta, að slík stór- virki sem Júdas Makkabeus er ekki allra meðfæri svo vel sé. í stað þess að hætta nokkru í vafasömum eltingaleik við list- rænar túlkunarbrellur, kaus Guðmundur Emilsson að halda „skipi sínu á kyrrum sjó“ og fyrir bragðið náði hann jafnri og góðri áferð, sem verður að telj- ast mjög góður árangur ungs hljómsveitarstjóra í átökum við stórbrotnasta óratóríutónskáld heimsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.