Morgunblaðið - 01.06.1985, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1985
19
HOLLUSTUBYLTINGIN/Jón Óttar Ragnarsson
líf og dauða
um fyrsta flokks íslenskar afurðir.
Fyrirtæki í fremstu röð
Fyrirtæki
ísegg hf.
íslensk matvæli hf.
Vilkó hf.
Sultu- og efnagerð bakara
Mjólkurbú flóamanna
Osta- og smjörsalan
Smjörlíki hf.
Upp á
Sú var tíð að Íslendingar riku svo
heiftúðuga haftastefnu í atvinnumil-
um að framleiðendur gitu bókstaf-
lega komist upp með hvað sem var.
Neytendur gitu enga björg sér
veitL Innflutningur var ýmist bann-
aður eða þi í svo hium tollaflokki
að um samkeppni var tæpast að
ræða í nokkurri grein.
l*egar landið tók að opnast i við-
reisnartímanum og frjilslyndi færð-
ist í aukana óx innflutningur að vísu
um allan helming, en jafnframt
batnaði innanlandsframleiðslan ört.
f dag er svo komið að ekkert get-
ur komið í veg fyrir að íslendingar
nii eins langt og Ld. Japanir með
tímanum ef þeir auka enn frjilsræði
og haga sér skynsamlega.
I»að eina sem gæti staðið í vegin-
um er að forsjirstefnan forðum töfr-
aði fram slík ógrynni af þriðja flokks
varningi að þjóðin þjiist enn í daga
af megnri vantrú i eigin getu.
Vöruþróun
Undirstaða framfara í iðnaði er
stöðug vöruþróun sem færir afurð-
irnar jafnt og þétt nær þeim kröf-
um sem neytandinn gerir á hverj-
um tíma
Á undanförnum árum hefur
þeim fyrirtækjum fjölgað svo um
munar sem framleiða fyrsta
flokks vörur, oft við aðstæður sem
erlend fyrirtæki mundu ekki
sætta sig við.
í matvælaiðnaðinum verður slík
vöruþróun ætíð að beinast að auk-
inni hollustu því orðstír okkar sem
matvælaframleiðanda liggur við ef
við missum forystu á því sviði.
Fáein dæmi um fyrirtæki sem
náð hafa miklum árangri í vöru-
þróun á matvælasviðinu sýnd í töfl-
unni hér á síðunni ásamt dæmum
Kannsóknir
En nýjungar eru ekki nóg. Án
rannsókna verður vöruþróun litið
annað en eftirsókn eftir vindi, elt-
ingaleikir við lit og bragð.
Því miður er skortur á hagnýtum
rannsóknum einmitt eitt helsta
vandamál islenskra atvinnuvega
m.a. vegna illskeyttrar kerfishugsun-
ar á rannsóknarstofnunum atvinnu-
veganna.
Þar sem íslensk fyrirtæki eru yfir-
lcitt of smá til þess að leggja stund á
slíkar rannsóknir er þessi deyfð á
hinum opinberu rannsóknarstofnun-
um hið alvarlegasta mál.
Matvælafræði
Eitt af því sem hvað. mest hefur
háð rannsóknastarfseminni fram
á síðustu ár hefur verið skortur á
Afurð
Gæðaprófuð, stærðarflokkuð egg
Graflax og grafinn karfi
Mastró-súpur
Kj arna-ávaxtagrautar
Léttjógúrt
Smjörvi
Sólblóma
sérmenntuðu fólki sem gat einbeitt
sér að slíkum rannsóknum.
Þetta er nú að breytast sem bet-
ur fer. Er nú liðinn nær áratugur
síðan hafist var handa við að
kenna matvælafræði við Háskólann.
Hafa yfir 60 matvælafræðingar
útskrifast.
Því miður er afar illa að þessu
námi búið. Tækjabúnaður er svo
frumstæður að segja má að nemend-
ur fái aldrei að kynnast af eigin raun
ýmsum helstu tækninýjungum á
þessu sviði.
Tilraunaverksmiðja
Ljóst er að við svo búið má ekki
lengur standa. Er nú unnið að því
að koma á fót tilraunaverksmiðju á
vegum Háskólans, Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins og mat-
vælaiðnaðarins.
Slík verksmiðja er forsenda
þess að okkar smáu fyrirtæki geti
átt þann aðgang að hagnýtum rann-
sóknum og vöruþróun sem framtíð
þeirra byggist á.
Undirbúningur er þegar hafinn.
Er ætlunin að nota verksmiðjuna
til tilraunastarfsemi fyrir iðnaðinn
og fyrir verklega kennslu í mat-
vælafræði og verkfræði.
Lokaorð
Eftir niðurlægingarskeið for-
sjárhyggjunnar í atvinnumálum
eru íslendingar loks að rétta úr
kútnum á ný.
Enn er þó langt í land. Aðeins
með sameiginlegu átaki Háskóla
íslands, rannsóknastofnana atvinnu-
veganna og atvinnulífsins er von til
að það takist.
ISLENDINGAR.
EIGA ERINDI Tll BJORGVINJAR
OG A SOGUSLODIR
VESTURLANDSINS
Það eru sterk söguleg tengsl milli Björgvinjar og íslands. Á
miðöldum var borgin dyr íslendinga að umheiminum,
verslunarmiðstöð og höfuðborg um skeið. Björgvin státar af
fjölmörgum stórmerkum byggingum frá miðöldum og tímum
Hansakaupmanna.
Gaman er að skoða elsta borgarhlutann í Björgvin. Staldra við
á Fiskitorginu og rölta um Bryggjuna, sem er miðstöð listiðnaðar
og handverks. Þar eru líka sérlega góðir veitingastaðir. Prófið
gómsætu fiskréttina í Einhyrningnum. I Björgvin er að finna
áhugaverð söfn, nægir þar að nefna Bryggjusafnið og
Hákonarhöllina. Það er alltaf eitthvað eftirtektarvert að gerast í
Grieghallen: Tónleikar, óperur, leiksýningar og ballettar. Snemma
sumars er árlega haldin mikil tónlistarhátíð í Björgvin sem laðar að
sér fjölda gesta.
Ef þreyta sest í beinin eftir göngutúr um gamla bæinn, er Ijúft að
hvílast um stund á garðbekknum við styttuna af Snorra Sturlusyni
og láta hugann reika aftur í aldir.
Flugleiðir bjóða farþegum sínum til Björgvinjar bílaleigubíla á
góðu verði. Einnig gistingu á vönduðum hótelum í borginni og í
„fjalla-hyttum". Þarna gefst gott tækifæri til að njóta náttúrufegurðar
norsku fjarðanna. Stórkostlegustu firðirnir eru flestir við bæjardyr
Björgvinjar, á Vesturlandinu: Harðangursfjörður, Sognfjörður
og Geirangursfjörður, svo einhverjir séu nefndir.
Þetta eru heimaslóðir forfeðra okkar. Nú gefst þér færi á að
heimsækja Dalsfjörðinn, heimabyggð Ingólfs Arnarsonar í
Noregi.
Á heimaslóöum jorjeöranm