Morgunblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. jUNl 1985 23 Brúðubíllinn er ferðbúinn Brúðubíllinn, sem notið hefur mikilla vinsælda hjá yngstu kynslóðinni, er nú ferðbúinn, níunda sumarið í röð. Verða fyrstu sýningarnar í sumar mánudaginn 3. júní nk. Bfllinn mun í sumar koma tvisvar á alla gæsluvelli í Reykjavík, en þeir eru nú 28 talsins. í fyrri heimsókninni verður sýnt leikrit sem heitir „Feluleikur** en í hinni seinni verk sem nefnist „Lilli gerist barnfóstra“. Hver sýning tekur hálfa klukkustund. Handrit, brúður og leiktjöld eru eftir Helgu Steffensen, sem einnig stjórnar brúðunum ásamt Sigriði Hannesdóttur, en hún semur einn- ig vísurnar, sem sungnar eru. Þær Helga og Sigríður ljá brúðunum raddir sínar, ásamt leikurunum Aðalsteini Bergdal, Sigurði Sigur- jónssyni, Þórhalli Sigurðssyni og Þórunni Magneu Magnúsdóttur. Tónlist annast þeir Nikulás Ró- bertsson og Birgir Birgisson. Leik- stjóri er Helga Steffensen. Á blaðamannafundi, sem þær Helga og Sigríður efndu til í gær, kom fram að Brúðubíllinn er rek- inn á vegum Reykjavíkurborgar og er orðinn fastur liður í menningarlífi borgarinnar ár hvert. Undanfarin 5 sumur hefur hann einnig ferðast um lands- byggðina. í sumar verður enn bætt um betur og haldið til Færeyja. Þar verða sýningar fyrir íslensk börn í boði íslendingafélagsins, en einnig verða þrjár sýningar ætlað- ar færeyskum börnum. Sýnt verð- ur í Norðurlandahúsinu í Þórs- höfn. Það kom fram hjá þeim Helgu og Sigríði að börn á aldrinum tveggja til tíu ára hefðu sýnt sýn- ingum þeirra slíkan áhuga að aldrei hefði fallið niður sýning, hvernig sem viðraði. Einnig bentu þær á að hér væri í flestum tilfell- um um að ræða fyrstu leikhúsferð yngstu barnanna og því væri mik- ilvægt að vel tækist til. Dagskrá brúðubílsins er dreift á gæsluvelli borgarinnar og eru að- standendur barnanna hvattir til að kynna sér hana. Þó sýningarnar séu einkum hugsaðar fyrir börn eru allir vel- komnir. Aðgangur er ókeypis. Hér fer á eftir dagskrá fyrri umferðar bílsins í sumar: Faxaskjól 3. júní kl. 10 Dunhagi s.d. kl. 11 Vesturvallag. 4. júní kl. 10 Vesturgata s.d. kl. 11 Ljósheimar s.d. kl. 14 Njálsgata 5. júní kl. 10 Freyjugata s.d. kl. 11 Rauðilækur s.d. kl. 14 Stakkahlíð 6. júní kl. 10 Hvassaleiti s.d. kl. 11 Safamýri s.d. kl. 14 Hringbraut s.d. kl. 15 Tunguvegur 7. júní kl. 10 Dalaland s.d. kl. 11 Hólmgarður s.d. kl. 14 Barðavogur 10. júní kl. 10 Gullteigur s.d. kl. 14 Sæviðarsund s.d. kl. 15 Rofabær 111. júní kl. 10 Rofabær II s.d. kl. 11 Kambsvöllur s.d. kl. 14 Fífusel 12. júní kl. 10 Breyttur messutími í Bústaða- kirkju FRA OG MEÐ næsta sunnudegi, 2. júní, verða messur í Bústaðakirkju kl. 10 árdegis. Verður svo alla sumarmánuðina. Þetta var reynt í fyrsta skipti síðastliðið sumar og féll bæði kirkjugestum og starfsfólki þessi tilhögun svo vel, að samþykkt var að halda henni áfram. Kom það vel fram í fyrra, að margir komu við í Bústaðakirkju og sóttu messu áður en haldið var úr bænum. Enaa er sjálfsagt að koma þannig klæddur, sem hentar fólki hverju sinni. Messan hefst á sunnudaginn kl. 10:00, séra ólafur messar og Guðni Þ. Guðmundsson annast orgelleik og kórstjórn. Tungusel s.d. kl. 11 Breiðholt s.d. kl. 14 Yrsufell s.d. kl. 15 Iðufell 13. júní kl. 10 Vesturberg s.d. kl. 11 Suðurhólar s.d. kl. 14 Dagskrá seinni umferðarinnar mun birtast í blaðinu síðar. Helga Steffensen og Sigríður Hannesdóttir ásamt nokkrum persónum sem koma fram í sýningum Brúðubflsins í FULL BUÐ AF SÆNSKUM BOM ULLARFATNAÐI Postsendum Líneik Laugavegi 62 Sími 91-23577
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.