Morgunblaðið - 01.06.1985, Page 25
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 1., JttNÍ 1985
25
Hundrað ferða-
menn slösuðust
London, 31. maí AP.
YFIR hundrað manns slösuð-
ust í dag, er hraðlest full af
ferðamönnum frá Gatvick-
flugvelli rakst aftan á far-
þegalest á leið til Viktoríu-
stöðvarinnar í London.
Mörgum tugum slasaðra
varð að hjálpa í sjúkrabílana
og voru andlit sumra alblóö-
ug. Ekki var þó vitað um
nema tvo menn, sem slasazt
höfðu hættulega.
Áreksturinn átti sér stað kl. 9.55
í morgun (8.55 að ísl. tíma). Var
önnur lestin að koma frá Grin-
stead suðvestur af London, og
urðu skemmdir á henni litlar, en
hraðlestin, sem kom frá Gatvick,
varð fyrir verulegum skemmdum.
Samtals voru um 600 manns með
báðum lestunum, er áreksturinn
varð.
I'annig var umhorfs eftir að hraðlest
full af ferðamönnum rakst aftan á
farþegalest í London í gær. Yfir
hundrað manns slösuðust, þar af
tveir hettulega.
Þessi mynd var tekin er verið var að fera til gesluvarðhaldsvistar tvo af
þremur er teknir hafa verið höndum vegna milljónaránsins ( New York.
Fremst fyrir miðju er Rosario Leanzo, 61 árs gamall, og á bak við hann er
Thomas Lacarruba.
MiUjónaránið f New York:
Þrír menn hand-
teknir og ákærð-
ir fyrir ránið
New York, 30. maí. AP.
ÞRÍR menn hafa verið handteknir og ákærðir fyrir af hafa rænt
tæplega 8 milljón dollurum í seðlum úr brynvörðum bíl öryggis-
gæslufyrirtækis í New York í aprflmánuði, en ekkert af þýfinu hefur
komið í leitirnar, að því er alríkislögreglan, FBI, tilkynnti í gær.
Vitni sá einn hinna handteknu
nokkrum klukkustundum eftir
ránið, þar sem hann lamdi með
sleggju á afturdyr brynvarða bíls-
ins, sem þjófarnir notuðu til að
komast undan með peningana, að
sögn Joe Valiquette, talsmanns
FBI.
Hinir tveir sáust standa vakt og
bera peninga úr brynvarða bílnum
yfir í annað farartæki, sagði Val-
iquette.
Hann gat ekkert fullyrt um það,
hvort hinir handteknu hefðu verið
fjórmenningarnir sem rændu pen-
ingunum.
Verði mennirnir fundnir sekir
um aðild að ráninu, geta þeir átt
yfir höfði sér allt að 20 ára fang-
elsisdóma og 5000 dollara sekt,
sagði Valiquette.
Kaktusai
Smáum sem stórum
ótrúlegt úrval af kaktusum
m feitum. Allar stæröir og <
í þúsundatali-
75.- til 10.000.- kr.
viða vcröki
tæMfærið fyrir þá sem vilja kynnast
iri vinsselu plöntu.
EV SALURINN — EV SALURINN — EV SALURINN — EV SALURINN — EV SALURINN
EV SALURINN - FÍATHÚSINU - SÍMAR - 79944 - 79775