Morgunblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1985 Álftartungukirkja i Mýrum Guðsþjónusta í Alftar- tungukirkju á Mýrum DÓMKIRKJAN: Sjómannamessa kl. 11.00. Biskup íslands, herra Pótur Sigurgeirsson, prédikar og minnist drukknaöra sjómanna. Sr. Hjalti Guömundsson þjónar fyrir altari. Sjómenn lesa úr ritn- ingunni. Sr. Hjalti Guömundsson. Guösþjónustur í Reykjavíkur- prófastsdæmi sjómannadaginn 2. júní 1985. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guös- þjónusta í safnaöarheimili Ár- bæjarsóknar kl. 11.00 árd. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11.00. Sr. Árni Bergur Sigur- björnsson. BREIÐHOLTSPREST AK ALL: Sumarferö safnaöarins á sunnu- dag, 2. júní. Farið veröur frá Breiöholtsskóla kl. 9.30. Safnaö- arnefndin. BÚST AOAKIRK J A: Guösþjón- usta kl. 10.00. Ath. breyttan tíma. Organleikari Guöni Þ. Guö- mundsson. Sr. Ólafur Skúlason. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 10.00. Sr. Árelíus Níelsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11.00. Sr. Sol- veig Lára Guömundsdóttir mess- ar. Organleikari Guöný Margrét Magnúsdóttir. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Sjó- mannadagsmessa kl. 14.00. Frí- kirkjukórinn syngur, organleikari Pavel Smid. Bænastundir eru í kirkjunni þriöjud., miövikud., fimmtud. og föstudaga kl. 18.00 og standa í stundarfjóröung. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Safnaöarferö í Þjórsárdal sunnudaginn 2. júní. Messa í Stóra-Núpskirkju kl. 14.00. Lagt af staö frá Grensás- kirkju viö Háaleitisbraut kl. 10.00. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Altarisganga. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriöjudag, fyrir- bænaguösþjónusta kl. 10.30, beöið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Guösþjónusta kl. 10.00. Sr. Karl Sigurbjörnss- on. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Tómas Sveinsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guösþjón- usta kl. 11.00. Sr. Þorbergur Kristjánsson. LANGHOLTSKIRKJA: Guös- þjónusta kl. 11.00. Prestur sr. Pjetur Maack. Organleikari Krist- ín Ögmundsdóttir. Ljóöakórinn annast söng. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Altarisganga. Sigríöur Jónsdóttir, sem leyst hefur organista kirkjunnar af í 2 ár, hættir nú störfum. Verður þetta því jafnframt kveöjumessa fyrir hana. Þriöjudag, 4. júní, fyrir- bænaguösþjónustua kl. 18.00. Sóknarprestur. NESKIRKjA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Frank M. Halldórsson. Miövikudag 5. júní, fyrirbæna- messa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. SELJASÓKN: Guösþjónusta kl. 11.00 í Ölduselsskólanum. Fyrir- bænasamvera fimmtudaginn 6. júní kl. 20.30 í Tindaseli 3. Sókn- arprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 10.30. Sr. Úlfar Guömunds- son. EYRARBAKKAKIRKJA: Messa kl. 14.00. Sr. Úlfar Guömundss- on. HJÁLPRÆÐISHERINN. Útisam- koma á Lækjartorgi kl. 16. Hjálp- ræöissamkoma kl. 20.30. HVÍT ASUNNUKIRK JAN FÍLA- DELFÍA: Almenn guösþjónusta kl. 20. Kaþólskar messur: DÓMKIRKJA KRISTS konungs, Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Luigi Bellotti erkibiskup, sendiherra Vatíkans- ins á Noröurlöndum, syngur þá messu. Lágmessa kl. 14.00. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18.00 nema á laugardögum, þá kl. 14.00. MARÍUKIRKJA, Breiöholti: Há- messa kl. 11.00. Lágmessa mánudag til föstudags kl. 18.00. KAPELLA St. Jósefssystra, Garóabæ: Hámessa kl. 14.00. KAPELLA St. Jósefsspítala, Hafnarfiröi: Hámessa kl. 10.00. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga er messa kl. 8.00. SUNNUDAGINN 2. júní nk. verður hátíðarguðsþjónusta í Alftár- tungukirkju á Mýrum. Tilefni messunnar er að nú er að mestu lokið viðgerð á kirkjunni. Fram- kvæmdir við hana hófust síðastliðið haust þegar ráðist var í að girða kirkjugarðinn og gera við kirkjuna að utan. Skipta þurfti um járn og gera við máttarviði að nokkru leyti. Einnig voru gluggar smíðaðir að nýju. Verkþáttur þessi var í hönd- um trésmiðjunnar Mispils í Borg- arnesi. Viðgerðin er átak í fámennum söfnuði en til að hún mætti verða, hafa burtfluttir velunnarar kirkjunnar og söfnuður lagst á eitt um að endurgera hana. Fjár- mögnun hefur farið fram með ýmsum hætti en mikið hefur munað um stuðning úr Húsfrið- unarsjóði sem veitti styrk á síð- asta hausti. Þess má geta að kirkjan á nokkra góða gripi og meðal þeirra er merkur og ævagamall kaleikur af enskum uppruna. Al- taristafla frá 18. öld er á þjóð- minjasafninu en núverandi tafla er eftir Ásgeir Bjarnþórsson. Á sunnudaginn messar sókn- arpresturinn sr. Þorbjörn Hlynur Árnason á Borg, en að messu lok- inni verða kaffiveitingar í félags- heimilinu Lyngbrekku. Ingibjörg Jóhanns- dóttir — Afmæliskveðja Ein af merkustu konum okkar samtíðar, Ingibjörg Jóhannsdótt- ir, fyrrverandi skólastjóri á Stað- arfelli og Löngumýri, er 80 ára í dag. Kynni okkar hófust árið 1941 þegar ég kom sem nemandi í hús- mæðraskólann á Staðarfelli. í endurminningu minni finnst mér að aldrei hafi verið myrkur þenn- an vetur, heldur samfelld birta og ylur. Ég þykist vita að þessi birtu- tilfinning í hugskoti mínu stafi frá umhyggjusömu og hlýju viðmóti húsráðenda, ásamt ólýsanlegri litadýrð himinsins yfir Hvamms- firði, einkum þegar líða tók á vet- ur og vor. Hún er mér afdalabarn- inu, sem varla hafði séð til sjávar, ógleymanleg. Eitt atvik er mér öðrum minn- isstæðara frá þessum vetri og þó fremur vorinu. Mér hafði verið sett fyrir það verkefni að leggja kartöflur til spírunar. En áhuga- svið Ingibjargar Jóhannsdóttur beindust ekki eingöngu að ræktun huga og handar, heldur einnig að ræktun hvers konar jarðargróða. Ingibjörgu bar þar að, sem ég sat yfir kartöflunum og eftir að hafa setið hjá mér góða stund spurði hún: „Langar þig ekki til að verða vefnaðarkennari?" „Mér þykir gaman að vefa,“ svaraði ég, en um lengra nám en þennan vetur í hús- mæðraskóla lét ég mig ekki dreyma. Á þessum tíma var fá- tæktin jafn sjálfsagður förunaut- ur námfúsra unglinga eins og alls- nægtir unglinganna á okkar dög- um. Er ekki að orðlengja það að Ingibjörg lagði grundvöllinn að lífsstarfi mínu og fyrir það á ég henni ævarandi þakkarskuld að gjalda. Að námi mínu loknu áttum við margra ára samstarf í skólanum sem hún stofnaði árið 1944 og rak á föðurleifð sinni, Löngumýri í Skagafirði, um áratuga skeið. Á þeim tíma þekktust engin bjart- sýnisverðlaun, annars hefði hug- sjónakonan Ingibjörg á Löngu- mýri orðið margfaldur verðlauna- hafi. Saga skólastofnunar og skólastarfsins á Löngumýri væri verðugt viðfangsefni ritfærra manna. Víst voru aðstæður allar frum- stæðar á Löngumýri fyrstu árin og þrengslin ekki „mannsæmandi" vegna mikillar aðsóknar. En hún Ingibjörg stóð aldrei ein. Með henni fluttist að Löngumýri sam- kennari hennar frá Staðarfelli, Björg Jóhannesdóttir frá Móbergi. Alla tíð stóð hún sem óbifandi bjarg við hlið Ingibjargar, og einnig hún lagði aleigu sína undir að vel mætti til takast um skóla- starfið. Enn standa þær Ingibjörg og Björg hlið við hlið á heimili sínu Reynimel 22 í Reykjavík, og enn njóta þær ávaxtanna af fórnfúsu starfi sínu umvafðar vinsemd og óvenjulegri ræktarsemi gamalla nemenda sinna. Kæru vinkonur, Ingibjörg og Björg. Megi forsjónin enn um sinn leyfa ykkur að njóta friðar og far- sældar á fallega og hlýlega heimil- inu ykkar. Guðrún Bergþórsdóttir Heiðurskonan Ingibjörg Jó- hannsdóttir frá Löngumýri er átt- ræð í dag. Að því tilefni vil ég senda henni dálitla afmæliskveðju frá heimahögunum. Hún fæddist á Löngumýri í Vallhólmi, 1. júní 1905, dóttir hjónanna Sigurlaugar Ólafsdóttur og Jóhanns Sigurðssonar sem þar bjuggu góðu búi. Ljúf hafa æsku- árin verið hér í hjarta Skagafjarð- ar með víða útsýn til fagurra fjalla. Dætur Sigurlaugar og Jó- hanns eru þrjár og er Ingibjörg elst þeirra. Hugur hennar stóð til mennta og 1936 lauk hún kennaraprófi. Fyrsta árið á eftir kenndi hún í Borgarfirði en varð skólastjóri á Húsmæðraskólanum að Staðar- felli í Dölum 1937 og var þar til vorsins 1944. En hugur hennar stóð sterklega til að koma á húsmæðrafræðslu í heimabyggð sinni. Því stofnar hún Húsmæðraskólann að Löngumýri haustið 1944. Hér á Löngumýri var þá (og er enn) myndarlegt íbuðarhús er foreldrar hennar byggðu 1917. I því húsi ásamt nokkurri viðbót sem er borðsalur, hófst Ingibjörg handa. Fyrsta skólaárið voru 19 nemendur en þeim fór æ fjölgandi. Enda leið ekki á löngu þar til fleiri bygg- ingar risu að Löngumýri, byggðar af þeim stórhug sem einkennir Ingibjörgu, en ekki alltof miklum efnum. Kannske þætti aðbúnaður á fyrstu skólaárunum hér ekki nægilegur í dag. En það eru breyttir tímar, og víst er það aldr- ei hef ég heyrt kvartanir frá hin- um fyrstu nemendum vegna þess. Svo virðist sem allar minningar þeirra séu góðar. Og það veganesti sem þær hlutu hér, þakka þær enn þann dag í dag. Aðsókn að Hús- mæðraskólunum var mjög góð á þessum árum og eru nemendur Ingibjargar áreiðanlega milli 6 og 7 hundruð talsins. mikils trausts og vináttu nýtur Ingibjörg frá fyrrv. nemendum sínum. Er mér til efs að svo mikil og sterk bönd milli skólastjóra og nemenda sé víða að finna. Veit ég að þær hugsa hlýtt til hennar á þessum tímamótum, og þakka vináttu hennar og allan þann fróðleik er hún miðlaði þeim. Ingibjörg var skólastjóri til vorsins 1967. En ár- ið 1962 gaf hún Þjóðkirkju lslands skólann og ennig nokkurt land umhverfis. Þar er fagur trjá- og blómagarður en Ingibjörg er mikil ræktunarkona einnig á þeim vettvangi. Vinkona Ingibjargar Björg Jóhannesdóttir stóð við hennar hlið allan starfstímann á Löngumýri og nú búa þær saman í Reykjavík á góðum stað í Vestur- bænum, Reynimel 22. Ég mun ekki fjölyrða frekar um æfiferil Ingibjargar. Auk þess að veita skólanum forstöðu á vetrum rak hún sumardvalarheimili fyrir börn í mörg sumur. Hún var virk í félagsmálum s.s. í Kvenfélaginu og Skógræktarfélaginu og fleiru sem ég kann ei upp að telja. Ég kom hér að Löngumýri eftir að Ingibjörg flyst suður, svo við höf- um aldrei verið löngum samvist- um. En hér sjást verk hennar hvarvetna. Atorka hennar og bjartsýni er með ólíkindum. Og Langamýri, staðurinn allur er lífs- verkið hennar og hjartabarnið. Nú, þegar ekki er lengur starf- ræktur húsmæðraskóli hér en staðurinn er starfsvettvangur kirkjunnar með orlofsstarfsemi fyrir aldraða á sumrin og margs- konar námskeiöahaldi yfir vetur- inn bæði fyrir eldri og yngri, fylg- ist hún vel meö. Árið 1979 lagði hún fram stórfé til aukinnar upp- byggingar á Löngumýri. Gjöf hennar gerði kleift að reisa hér 300 m2 hús er hýsir 20 manns. Þannig er Ingibjörg, sívakandi og biðjandi fyrir hjartabarni sínu, Löngumýri. Kæra Ingibjört þetta eru aðeins örfá orð. Um þig mætti skrifa þó nokkra bók, en ég vil þakka þér fyrir mína hönd og staðarins. Þakka þér gjafir þínar en ekki síð- ur hug þinn og bænir þínar, fyrir öllu er hér fer fram. Kirkja fslands stendur í þakk- arskuld við þig sem aldrei verður fullgoldin. Og þegar þetta er skrif- að á sólbjörtu kvöldi Hvítasunnu- dags hér heima að Löngumýri, ber staðurinn allur þér kveðjur og þakkir. Hvert tré og blóm er þú gróðursettir og hlúðir að og einnig og ekki síður ég sem nýt fyrir- bæna þinna. Megi góður Guð gefa þér fagurt og friðsælt kvöld. Margrét K. Jónsdóttir, forstöðum. að Löngumýri. Sjómannadagsblað Neskaupstaðar 1985 R UI i.M£ Sjómannadags- blað Neskaup- stadar 1985 Sjómannadagsráð Neskaup- sstaðar hefur sent frá sér mynd- arlegt rit í tilefni af sjómannadeg- inum á morgun. Blaðið er 128 síð- ur að stærð. Ritstjóri er Smári Geirsson, en í ritnefnd Guðjón Marteinsson, Ragnar Sigurðsson og Magni Kristjánsson. Blaðið er tölrusett, umbrotið og prentað hjá Nesprenti, litgreining var unnin hjá Myndamótum. Meðal efnis í blaðinu má nefna grein eftir Guðmund Bjarnason og Smára Geirsson, sem þeir kalla „Oft var fjör í Fleetwood", Jóhann Jóhannsson skrifar greinina „Kollsteypa á Neskaupstað". Svend-Áage Malmberg skrifar „Að vera í vist í sjónum við ísland", Þór- unn Jakobsdóttir skrifar um Kvennadeild SVFÍ á Norðfirði 50 ára, Inga Hrefna Sveinbjarn- ardóttir skrifar greinina „Hætt kominn í höfninni í Leirvík", greint er frá hverjir voru heiðr- aðir síðasta sjómannadag í Nes- kaupstað, Vilhjálmur Hjálm- arsson skrifar um endalok land- nótaveiða í Mjóafirði, Eyjólfur Gíslason skrifar endurminn- ingar frá Neskaupstað 1915, viðtal er við Hávarð Bergþórs- son, Þórður Kr. Jóhannsson skrifar um Haföldubryggjuna og grein er eftir Þröst Har- aldsson undir nafninu „Lónað 1 Austfjarðaþokunni". Auk þessa er ýmislegt annað efni í blað- inu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.