Morgunblaðið - 01.06.1985, Side 39

Morgunblaðið - 01.06.1985, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1985 39 MEST FYRIR PENINGANA Fáir bílar hafa fengið eins lofsamlega dóma og margar viðurkenningar og MAZDA 626, meðal annars: 0 Bíll ársins í V-Þýskalandi ” 2 ár í röð &BÍII ársinsí Bandaríkjunum QbíII ársins í Japan Bíll ársins í Ástralíu ö' Bíll ársins á hýja-5jálandi ö Bíll ársins í 5uður-Afríku Náttúran var enn óspillt af höndum manna og mengun véla, en fjallahringurinn var þó hinn sami, með fögrum en þó ógnvekj- andi Mýrdalsjökli og Kötlu í vestri. Störin bylgjaðist fyrir blænum, kýr og sauðir ösluðu í blám og flóðum, fuglarnir sungu í mýrun- um og blómin önguðu í varpanum, flugurnar suðuðu og fiðrildin sveimuðu milli blómanna, en þá voru hvorki skurðir né véladynur. Fagrar voru hinar víðáttumiklu, grænu breiður Meðallandsins á vorin. Árið 1918 flutti Sigurlín að Botnum í Meðallandi til unnusta síns, Eyjólfs, kennara, Eyjólfsson- ar og 28. desember 1918 gengu þau í hjónaband. Eyjólfur var sonur þeirra merku hjóna Eyjólfs Eyjólfssonar og Vilborgar Þorsteinsdóttur, sem bjuggu miklu rausnar- og mynd- arbúi á Botnum, orðlögð fyrir gestrisni, reglusemi og snyrtilega umgengni. Vorið 1923 fluttu þau að Hnaus- ° Þessi margfaldi verðlaunabíll er nú til afgreiðslu 5trax á sérlega hagstæðu verði. Tryggið ykkur því bíl strax! BÍLABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99 Minning: Sigurlín Sigurðardóttir, húsfregja á Hnausum í dag verður til moldar borin frá Langholtskirkju í Meðallandi Sig- urlín Sigurðardóttir húsfreyja á Hnausum. Sigurlín fæddist í Rofabæ í Meðallandi, Vestur-Skaftafells- sýslu, 30. september 1891. Faðir hennar var Sigurður Pét- ursson, f. 19. september 1860, Fossi á Síðu, en andí ðist 20. júní 1921, Árnanesi, en þar hafði hann búið frá 1904. Pétur faðir hans var sonur Jóns, spítalahaldara á Hörgslandi, Jónssonar lögréttumanns á Fossi, Vigfússonar lögréttumanns í Skál, Ketilssonar prests í Ásum Hall- dórssonar. Móðir Péturs Jónssonar, en amma Sigurðar, var Þorbjörg Bergsdóttir f. 1789, d. 1876. Foreldrar Þorbjargar voru sr. Bergur Jónsson, f. 1760, og Katrín, f. 1761, en hún var dóttir sr. Jóns Steingrímssonar á Prestbakka og konu hans Þórunnar Hannesdótt- ur Scheving. Foreldrar sr. Bergs voru sr. Jón Bergsson prófastur á Kálfafelli og Katrín, dóttir Jóns sýslumanns ís- leifssonar sýslumanns Einars- sonar. Móðir Sigurlínar var Agnes Ingimundardóttir, f. 8. september 1866 á Oddum, d. 11. júlí 1954 á Hnausum i Meðallandi. Foreldrar hennar voru hjónin Ingimundur Eiríksson, hrepp- stjóri og Dannebrogsmaður í Rofabæ, þá í Oddum, og Ragnhild- ur Þorsteinsdóttir. Hún var dóttir Þorsteins Helga- sonar á Núpum og Agnesar Sveinsdóttur Steingrímssonar, systir sr. Odds Sveinssonar pró- fasts á Rafnseyri. Agnes Ingimundardóttir fluttist með foreldrum sínum frá Oddum að Rofabæ vorið 1879 og þar dvaldi hún til 1923, er hún fluttist að Hnausum til Sigurlínar, einka- dóttur sinnar. Eftir fráfall foreldra sinna var hún hjá bróður sínum, Stefáni á Rofabæ, en eftir lát hans, 1919, hvíldi rekstur búsins að mestu á herðum hennar. Agnes var dugleg að hvaða verki sem hún gekk og léku öll störf í höndum hennar, t.d. var hún góð- ur sláttumaður og henni beit vel og sama var um Sigurlínu að segja á yngri árum. Rakstrarkona var hún mikil og gekk vel um hey bæði á teig og í hlöðu og fóðraði vel skepnur. Agnes var mikil tóvinnukona og var viðbrugðið hve þráður sem hún spann var fínn og hnökralaus, þrátt fyrir kreppta fingur. Agnes gat ekkert aumt séð og var alltaf reiðubúin að rétta líkn- arhönd, hvort sem var um menn eða málleysingja að ræða, og voru þá hinar krepptu og vinnulúnu hendur mjúkar og næmar, þegar hún bjó um sár eða hlúði að sjúk- um og það var eitthvað milt og róandi við „læknishendurnar" hennar Agnesar. Ástæðan fyrir því að fingurnir krepptust var sú að læknirinn hafði ráðlagt sjúkri konu þar í grenndinni heita bakstra og tók Agnes að sér að annast það, og þurfti hún í langan tima að vinda sjóðandi heita bakstra nokkrum sinnum á dag. Fyrir þessa hjálp og aðra, sem Agnes veitti, tók hún enga þókn- un, en var alltaf reiðubúin, eins og Rofabæjarfólkið, að rétta hjálp- arhönd þar sem þörf var og sást þá móðurfólk Sigurlínar oft lítt fyrir, þegar hjálpar var þörf. Sigurlín vandist því fljótt á að hygla þeim sem þess þurftu við og fylgdi hún þeirri venju meðan hún lifði. Agnes var ekki aðeins vel verki farin, hún var einnig greind kona, minnug og fróð og var vel heima í hinum fornu sögum og rímum. Hún var ágætur lesari og las Jónsbókarlestur á hverjum helgi- degi árið um kring og Passíusálm- ana á föstunni, söng hún þá jafnan sálmana, en Sigurlín söng með henni þegar hún var heima. Sigurlín ólst upp í Rofabæ og átti þar heima fram að giftingu nema tvo vetur sem hún var í Reykjavík, þann fyrri lærði hún að baldýra, sauma út, sníða og sauma föt, en hinn síðari var hún á Hússtjórn, auk þess var hún einn eða tvo vetur í vist. Meðallandið var annað á upp- vaxtarárum Sigurlínar en það er í dag. Þá voru allir bæir í byggð með fjölda af lífsglöðu æskufólki, sem hleypti gæðingum og renndi sér á skautum um ísilagðar blár og tjarnir, þá var oft glatt á hjalla í Meðallandinu. um, en þá jörð hafði Eyjólfur keypt af Stefáni Hannessyni og bjuggu þau Eyjólfur og Sigurlín þar allan sinn farsæla búskap. Þau Eyjólfur og Sigurlín eign- uðust son fyrsta vorið, sem þau voru á Hnausum, Vilhjálm, sem býr nú á Hnausum og er hrepp- - stjóri Meðallendinga. Um áramótin 1982—83 fluttu þau til Reykjavíkur, fyrst í Hátún en síðar á Elliheimilið Grund og þar andaðist Eyjólfur 12. nóvem- ber 1983. Sigurlínu féll þungt fráfall Eyj- ólfs, þótt hún léti lítt á því bera, því að hún var kona sem bar ekki tilfinningar sínar utan á sér. Síðastliðinn vetur fór heilsu hennar að hraka og 11. maí sl. andaðist hún að Elli- og hjúkrun- arheimilinu Grund. Með Sigurlínu er til moldar hnigin mæt kona, með sterkum persónuleika, kona sem mundi hið gamla, fagra og brosmilda Meðal- land með söngva og angan vorsins. Guð blessi minningu hennar. Ingimundur Stefánsson I__

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.