Morgunblaðið - 01.06.1985, Qupperneq 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNl 1985
„V/ið -plugam L/fir eina borgunum ykJcar
d leið niður. . . mjög h\lkomum)kil."
stríða.
Sömu reglur fyrir varna-
liösmenn og íslendinga
í sunnudagsblaði Morgunblaðsins
þann 12. maí sl. gerði bifreiðaeig-
andi þá fyrirspurn til tryggingafé-
laganna, „hvort varnarliðsmenn á
Keflavíkurflugvelli fái, er þeir
koma með bifreiðir sínar til lands-
ins, 65% afslátt af ábyrgðar- og
kaskótryggingum?". Ennfremur
var spurt: „Ef þetta er rangt, hvað
þurfa þeir að greiða há iðgjöld af
áðurnefndum tryggingum og
hvers vegna greiða þeir lægri ið-
gjöld en Islendingar?"
Þar sem fyrirspurnir þessar
höfða til nokkurra tryggingafé-
laga samtímis, var Samstarfs-
nefnd íslensku bifreiðatrygginga-
félaganna beðin að svara þeim.
Svarið er þetta: Það gilda sömu
reglur fyrir varnarliðsmenn og ís-
lendinga. Landinu er skipt niður í
3 svokölluð áhættusvæði, þar sem
iðgjöld eru mismunandi eftir
tjónatíðni eða tjónaþunga. Hæst
er iðgjaldið á 1. áhættusvæði, en
lægst á 3. Upphaflega greiddu
varnarliðsmenn sama iðgjald og
greitt var á 1. áhættusvæði, en á
nokkrum árum færðust þeir af 1.
áhættusvæði á 3. og er ástæðan
einfaldlega sú, að tjónatíðni var
afar lítil hjá þeim. Þeir greiða nú
svipuð iðgjöld og bifreiðaeigendur
greiða í Borgarfirði og Stykkis-
hólmi, svo eitthvað sé nefnt. Hér
er skýrt dæmi um það, að iðgjöld
byggjast á tjónareynslu og njóta
varnarliðsmenn þess í þessu til-
viki.
Virðingarfyllst,
f.h. samstarfsnefndarinnar
Bruno Hjaltested.
Nei, ekki Kanasjónvarp
Kona á Suðurnesjum skrifar:
Mig langar að leggja fáein orð í
belg í umræðu um sjónvarp. Ég bý
á Suðurnesjum og var eitt sinn í
þeirra hópi sem gátu horft á
„kanasjónvarpið" að vísu mér til
lítillar ánægju.
Nú hefur verið rætt um hvort
ekki væri æskilegt og ódýrt að
leyfa afnot af þessu sjónvarpi aft-
ur. Ég vona bara að hamingjan
gefi að íslenskir ráðamenn beri
gæfu til að hafna öllum slíkum til-
lögum. Það sem ég á við er það að
mér finnst enskt tal og tunga
tröllríða svo íslenska útvarpinu,
rás 2, og því miður stundum sjón-
varpinu Iíka, að á það er alls ekki
bætandi með því að demba yfir
okkur amerísku sjónvarpi, nóg er
nú samt.
Að lokum vil ég þakka íslenska
sjónvarpinu marga ágæta þætti
t.d. „Stiklur" sem er í sérflokki og
margt annað, sem of langt er upp
að telja.
Skapandi rokk útilokað frá rás 2
HÖGNI HREKKVÍSI
Kokkunnandi skrifar:
Um daginn skrifaði „birtingur"
í Velvakanda og kvartaði undan
því að rás 2 spilaði aldrei íslenskt
rokk, heldur einungis Wham, Dur-
an Duran og Broadwaygengið
(Bjögga, Þorgeir o.fl.). Ég vil endi-
lega taka undir orð „birtings".
Allt sem flokkast undir skap-
andi rokk er útilokað frá rás 2, en
sömu lögin af sama falska vin-
sældalistanum eru spiluð aftur og
aftur á hverjum degi. Ég tek undir
það með birtingi að þarna er verið
að heilaþvo smákrakka. Ég vil líka
vekja athygli á því að þeir á rás 2
kölluðu Prince og Frankie goes to
Hollywood framsækna rokkara
um daginn. Þetta er gróf fölsun
eða þá ótrúlegt þekkingarleysi á
tónlist. Prince og Frankie goes to
Hollywood eru ekki framsæknir
frekar en Wham og Duran Duran
en þeir sem aldrei heyra rás 2
hlusta á fjölbreytta tónlist.
Þetta sýnir að rás 2 geldir tón-
listarsmekk hlustenda með ein-
hæfu lagavali. Rás 2 hefur algjör-
lega brugðist og ég skora á þá sem
aðhyllast skapandi rokk (Kukl,
Oxsmá, Með nöktum, Tolli & íkar-
us, S/H draumur, P.P. Djöfuls ég,
Bubbi, Psychic TV, Fall, Pere Ubu,
Art Bears, Joy Division o.m.fl.) að
láta frá sér heyra.
„ f?IPOARALÖ6f?eGLAN ER (ZBIÐVIO plG1- "