Morgunblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1985 5i; VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Til skaða mín njóta Árni Helgason, Stykkishólmi, skrifar: Svo segir Einar Benediktsson skáld um bjórinn og af löngum kynnum vissi hann vel hvað hann söng. Bjórfrumvarpið er nú afgreitt í neðri deild Alþingis til 3. umræðu. Með harðneskjunni, aðstoð kven- þjóðarinnar og reynslulítilla vara- þingmanna hafðist þetta og mega sjálfboðaliðar áfengisauðvaldsins vel við una. Jafnvel þjóðþrifamál ríkisstjórnarinnar urðu að bíða því bjórfrumvarpið hafði algeran forgang. Viðbrögðin sjást. Erlendar bruggverksmiðjur hyggja á brugghús hér og iða í skinninu. „Við fylgjumst af áhuga með þessu," er haft eftir þeim. Hugsa sér gott til að auðgast á brestum bræðra sinna. Það er undrunarefni hversu margar hendur eru á lofti til að leggja snörur og seilast í pyngjur þeirra er síst mega við því, og margt er heilbrigðum hugsandi manni í dag erfitt að skilja. Takið eftir: í frv. um bjórinn er gert ráð fyrir 1% af tekjum bjórsölunnar (hækkað um helming) og til hvers? Til að fræða fólkið um þann skaða, sem bjórinn veldur landi og lýð. Semsagt þeir alþingismenn sem samþykkja bjórinn staðfesta um leið að hann er skaðvaldur þjóðfélagsins og þvílíkt böl að það verði að verja stórri fjárhæð til að vara menn við honum. Ég hlustaði á viðtal við forystu- menn í bruggiðnaði hér á landi sem eru ákafir að nota sér þessi viðhorf og þann fjárgróða sem fæst með því sem breyskir og ístöðulitlir menn koma til að fórna á altari bjórsins. Þetta voru frammámenn Sanitas og Ölg. Eg- ils Skallagrímssonar sem eru að búa sig í að dæla oní mannskapinn 13—15 milljónum lítra af þessum skaðvaldi á ári. Og hvaðan kemur þeim hjálpin? Hún kemur frá al- þingismönnum, kjörnum af fólk- inu til að vinna að heill og ham- ingju þjóðar vorrar. Alþingis- mönnum, sem skrifa undir eiðstaf um að fara eftir hreinni samvisku og gera ekkert annað en landi og lýð sé fyrir bestu. Slík er reisn Alþingis í dag, virðulegustu stofn- unar þjóðarinnar, og er þá ekki eðlilegt að menn tali um þverrandi virðingu fyrir löggjafarsamkom- unni? Einu sinni var spurt: Hvað er sannleikur? í dag kemur sú hugsun upp í huga heilbrigðra og athugulla manna og hávær spurn- ing: Hvað er samviska? Og hvernig á að samræma það þegar þingmenn viðurkenna svo Árni Helgason ekki verður um villst að bjórinn sé þjóðinni til skaða, og það þurfi að verja miklu fé að vara hana við þessari vá, en á sama tíma rétta þeir upp höndina til að veita þessu grugguga böli inn í landið og koma með því fólki á vonarvöl, og mörg- um enn lengra. Og hver er svo þessi samviska er þannig vinnur. Hvaða afl knýr á bjórfrumvarpsmenn? Svanur Karlsson skrifar: Þegar ég heyri tölur um einn milljarð króna hjá ríkinu á afeng- issölu og fimm og hálfan milljarð í útgjöld til að reyna að bæta lít- ilsháttar úr því böli sem drykkju- skapur veldur, þá undrast ég ekki sérlega. Það gerir enginn, sem hefur kynnst baráttunni við ofdrykkju. En mér finnst óhugn- anlegt að hugsa til þess sem Guð- rún Helgadóttir sagði í útvarpinu á sl. ári, en hún er einn af flutn- ingsmönnum bjórfrumvarpsins. Hún sagðist ekki vita betur en það væri einkamál hvers og eins hvort hann drykki áfengi eða ekki. Óhugnaðurinn er sá að rithöfund- ur eins og Guðrún, sem skrifað hefur af nokkurri nærfærni um bágindi og gleði lífsins, skuli ekki hafa hugleitt þetta mál betur. Stendur þetta fólk, sem myndar löggjöfina á Alþingi íslendinga kannski ekki betur að málum en þetta? Það er ekkert leyndarmál að sumir þeirra sem harðast hafa barist fyrir bjórnum á liðnum ár- um, hafa seinna þurft að leita sér hjálpar við drykkjusýki. Hvaða afl er það sem nú knýr á hjá flutningsmönnum bjórfrum- varpsins og meirihluta nefndar, sem um það fjallar? Þessir hringdu .. . Nýtt fólk til starfa hjá Duran-klúbbnum Duran Duran klúbburinn hringdi: Kæri Velvakandi: Við hjá Duran Duran-klúbbn- um viljum koma því á framfæri að í byrjun maí tók nýtt fólk til starfa hjá Duran Duran-klúbbn- um. Hefur klúbburinn nú aðset- ur í versluninni „Hjá Hirti". Þegar við tókum við klúbbnum var mikil ringulreið á öllu t.d. I sambandi við hverjir höfðu greitt ársgjald og hverjir áttu það eftir. Þess vegna hefur verið kvartað mikið. En nú er búið að koma reglu á mestalla ringuleið- ina svo að þið, aðdáendur, ættuð að fá skírteinin ykkar inn um bréfalúguna á morgun eða hinn. Ennfremur er nú á leiðinni í prentun, bæklingur með ýmsum upplýsingum um Duran Duran, sem kemur til ykkar aðdáenda bráðlega. En, þetta er ekki allt sem þið fáið. Restin kemur í ljós síðar. Kær kveðja. P.S. Ef einhver skyldi ekki fá skírteinið sitt, vinsamlega látið okkur vita af því. Heimilisfangið er: Duran-klúbburinn, pósthólf 1301,121 Reykjavík. Hvar er verslunin? Guðbjörg Böðvarsdóttir skrifar: Hver getur gefið mér upplýs- ingar um hvar hannyrðaverslunin „Ellen" er nú staðsett? Hún var áður á Kárastíg 1. Ég hef grun um að hún sé hætt og ef svo er, hvar get ég þá komist í samband við þann sem var með hana? Ég þarf þess nauðsynlega út af mynd, sem ég veit að var til þar. Ef einhver getur veitt mér um- beðnar upplýsingar, vinsamlega segið mér símanúmer eða heimil- isfang. Síminn hjá mér er 92-2328. Afskorin blóm f| í úrvali Opid til kl. 9 öll kvöld. Græna höndin Gróðrarstöð við Hagkaup, Skeifunni, sími 82895. ■WK. Nú í sumar munu þjónustu- og sölufulltrúar Bíla- borgar h/f gera víðreist um landsbyggðina til skrafs og ráðagerða við MAZDA eigendur og þjónustuaðila. 3. júní verða þeir á Blönduósi hjá Bílaþjónustunni og á Sauðárkróki hjá Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga. 4. júní verða þeir á Siglufirði hjá Bifreiðaverkstæði Ragnars Guðmundssonar og á Dalvík hjá Bílaverkstæði Dalvíkur. 5. júní verða þeir á Akureyri hjá Bílasölunni h/f og á Húsavík hjá Bifreiðaverkstæðinu Fossi h/f. 6. júní verða þeir á Egilsstöðum hjá Bifreiðaþjónustu Borgþórs Gunnarssonar, á Neskaupstað hjá Síldarvinnslunni h/f og á Eskifirði hjá Benna og Svenna h/f. 7. júní verða þeir á Hornafirði hjá Bifreiðadeild Vélsmiðju Hornafjarðar. MAZDA eigendum og þeim sem eru í bílakaups- hugleiðingum er bent á að hafa samband við ofangreinda aðila varðandi nánari tímasetningar. BÍLABORG HF Smiðshöfða 23, sími 812 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.