Morgunblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 56
KEILUSALURINN OPINN 9.00-02.00 ttgtmMftfrtfr TIL DAGLEGRA NOTA LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1985 VERÐ I LAUSASOLU 30 KR. Landbúnað- arvörur hækka um 8%—10% SEXMANNANEFND ákvað í gær 9,4% hskkun verðlagsgrundvallar, það er hjekkun til bænda, en verð landbúnaðarafurða hækkar í dag. Smásöluverð einstakra búvara hefur ekki enn verið reiknað út Launalið- ur bóndans vegur um þriðjung f verði landbúnaðarafurða. Ríkis- stjórnin hskkaði niðurgreiðslur um 40 milljónir króna til að msta úr- skurði yfirnefndar um hskkun launa og flutningskostnaðar, sem taka átti gildi 1. marz síðastliðinn, en kom ekki til framkvsmda og hefði þýtt 8,7 % hskkun búvara. Reiknað er með að hækkun landbúnaðarvara í smásölu verði á bilinu 8'/4 —10%. Einstaka búvör- ur hækka mismikið vegna ákvörð- unar ríkisstjórnarinnar að hækka niðurgreiðslur um 40 milljónir króna. Vinnslu- og heildsölukostn- aður mjólkur hækkar um 15 aura á Iítra, eða 2,6%. Umbúðakostnað- ur mjólkur hækkar um 6 aura, eða 3,3%. Slátur og heildsölukostnað- ur sauðfjárafurða verður óbreytt- Hækkun á áfengi og tóbaki á mánudag ÁKVEÐIÐ hefur verið að áfengi og tóbak hskki í verði á mánu- dag, þann 3. júní. Verða útsölur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins lokaðar þann dag af þeim sökum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hækkar áfengi um tæplega 10%, líklega um 7 til 8%, en hækkun á tóbaki verður eitthvað meiri, hugsan- lega um 15% að meðaltali. Hækkun tóbaks verður þó mis- jöfn eftir tegundum, og er lík- legt að dýrari vindlingar hækki minna en þeir ódýrari, þannig að ekki verði jafnmikill verð- munur á vindlingum og nú er. Ný sundlaug á Hrafnistu Ljóam. Emilia Vatn er vellíðan og það er aldrei of seint að fá sér sundsprett. Það sést best á þessu galvaska fólki, sem hér nýtur tilsagnar Lovísu Einarsdóttur leikfimikennara í því hvernig á að taka fyrstu sundtökin í nýrri sundlaug Hrafnistu í Hafnarfirði sem verður vígð á sjómannadaginn. Formannafundur Verkamannasambandsins: Samningaviðræður hetj- ist við vinnuveitendur — Guðmundur J. Guðmundsson talinn hafa beðið lægri hlut Formannafundur Verkamanna- sambands íslands samþykkti í gsr að fela stjórn sambandsins að óska eftir viðrsðum við Vinnuveitenda- sambandið, þar sem megináhersla verði lögð á að tryggja að ef kaup- máttartrygging verður bönnuð með lögum, verði samningar þegar laus- ir, að gengið verði frá sérstökum hskkunum fyrir fiskvinnslufólk og að sérsamningar sérstakra félaga verði gerðir samhliða, eða fyrir 1. október ok. Takist það ekki, verði samningar þessara félaga lausir frá 1. október. Ákvað fundurinn að kjósa samninganefnd til þessara viðrsðna og sérstaka samninga- nefnd fyrir fiskvinnslufólk. Kauptryggingu sagt upp _r _ w í BUR og Isbirninum — Sáttafundur í sjómannadeilunni á mánudag og þá hefst samúðarverkfall á stóru togurunum KAUPTRYGGINGU var sagt upp hjá yfir 300 starfsmönnum í fisk- iðjuverum Bsjarútgerðar Reykjavík- ur og (sbjarnarins í gsr. Ástsðan er fyrirsjáanlegur hráefnisskortur í frystihúsunum vegna verkfalls sjó- manna í Reykjavík, sem hófst 17. maí. Að sögn Brynjólfs Bjarnasonar framkvsmdastjóra BÚR verður lok- ið við að vinna fyrirliggjandi hráefni um miðja nsstu viku og sömu sögu mun vera að segja frá ísbirninum. Tilkynningin um uppsögn kauptrygg- ingar er miðuð við að fólk fari af launaskrá mánudaginn 10. júní. Hjá Hraðfrystistöðinni í Rcykjavík hefur ekki verið gripið til aðgerða sem þessara. „Það er nánast ekkert frekar að frétta af þessu — stóra spurningin er hvað gerist á mánudaginn," sagði Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, í gær. Boðað samúðarverkfall félags- ins á stóru togurunum sex, sem gerðir eru út frá Reykjavík, kom til framkvæmda kl. 18 í gærkvöldi. Fyrsti togarinn, Snorri Sturluson, mun stöðvast er hann kemur til hafnar á mánudaginn — væntan- lega um sama leyti og haldinn verður fyrsti samningafundurinn í tæpar þrjár vikur. Ríkissátta- semjari hefur boðað til fundarins kl. 13:30 á mánudaginn. Engin hreyfing hefur orðið í samningaviðræðum síðan fundur var síðast haldinn, 15. maí sl., og í gær benti ekkert til að breyting hefði orðið á afstööu deiluaðila. Tveir stóru togaranna létu úr höfn skömmu áður en samúðarverkfall- ið skall á, Ögri í gærmorgun og Viðey seint í fyrrakvöld. Þetta var langur og átakamik- ill fundur, samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins. Hann hófst kl. 14 og stóð fram undir 18:30. Greindi menn á um hvort ganga ætti til samninga við VSI eða ekki, og er það hald manna að Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasam- bandsins, hafi orðið undir í þess- um átökum, þar sem hann hafði áður lýst sig mótfallinn því, en stóð þó að þeirri tillögu sem sam- þykkt var á fundinum í gær. „Nei, ég túlka þetta ekki á þann veg að ég hafi orðið undir. Ég greiddi atkvæði með tillög- unni og var einn af flutnings- mönnum hennar," sagði Guð- mundur J. Guðmundsson, for- maður Verkamanna- sambandsins, í samtali við Morg- unblaðið í gærkveldi. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins var Guðmundur þrá- spurður á fundinum um hvað ylli sinnaskiptum hans frá fyrri for- mannafundi Verkamannasam- bandsins. Þá hefði hann ekki viljað samningaviðræður við vinnuveitendur fyrr en í haust. Sömu heimildir herma að fátt hafi orðið um svör hjá formanni Verkamannasambandsins. Þá mun Kolbeinn Friðbjarnar- son, formaður Vöku á Siglufirði, hafa stigið í pontu á fundinum og sagt að það væri svo sem í lagi að fara út í þessar viðræður við VSÍ, svo fremi sem ekkert kæmi út úr þeim. Sjá fréttaskýringu um verka- lýðsraál á bls. 16 og 17. Vörubifreið ekið á hæðarhindrun Umferðarhnútur mikill myndaðist á Kringlumýrarbraut á tíunda tíman- um í gærkveldi, þegar vörubílstjóri virti að vettugi þá hæðartakmörkun sem er við brúarbygginguna yfir Kringlumýrarbraut, og ók hann á slá sem lá á milli stólpanna með þeim afleiðingum að allt hrundi. Við þetta festist bifreiðin í bremsu, og stöðvaði alla umferð suður Kringlumýrarbrautina. Var umferðin ekki komin í samt lag fyrr en hálftíma síðar. Frá og með 1. júní kostar áskrift Morgunblaðsins kr. 360 á mán- uði. I lausasölu kr. 30 eintakið. Grunnverð auglýsinga verður frá og með sama tíma kr. 235 dálk- sentimetrinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.