Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1985 29 núna — ég efast um ad við höfum átt vinsælli stjórnmálamann um langa hríð ... „Það er gott. Það sýnir hversu langt menn geta komist á kímni- gáfunni." — Hvernig fannst þér á fegurðar- samkeppninni í gærkvöldi? „Heitt! Og líklega var það dálít- ið skipulagslaust því ég var eigin- lega aldrei viss um til hvers var ætlast af mér. En þegar öllu var lokið var ég mjög ánægður og skemmti mér konunglega vegna þess að ég lét mig hafa það að syngja, sem ég geri mjög sjaldan við svona tækifæri. Mér fannst það stórgaman." Erfltt að sitja kyrr í „Sweet Little Rock & Roller“ — Hvað var það eiginiega, sem fékk þig til að taka lagið? „Ja, það var þannig, skal ég segja þér, að þegar ég var kominn upp á svið og heyrði hinn söngvar- ann syngja „Sweet Little Rock & Roller" þá átti ég í erfiðleikum með að halda fótunum á mér kyrr- um. Svo þegar ég sá að þeir settu nýjan míkrafón á sviðið þá hugs- aði ég með mér: Líklega ætti ég að vera kurteis og taka undir með honum. Þá hafði ég náttúrlega alíu, Japan og víðar. Það var langt og strangt ferðalag og þvi lauk ekki fyrr en nú í mars. Nú tek ég mér nokkurra mánaða frí til að geta verið með krökkunum mínum en í næsta mánuði eða þar næsta byrja ég á nýrri plötu.“ — Hverskonar plata verður það — liggur Ijóst fyrir hver verður rauði þráðurinn ... ? „Nei, það veit maður aldrei fyrirfram. Það verður aldrei ljóst fyrr en maður kemur í stúdíóið ... það fer eftir því í hvernig formi maður er, skapi, hugarástandi, öllu þessu.“ — Camouflage fékk misjafna dóma... „Það er mér nokk sama um. Það skiptir mig engu hvernig gagnrýn- endur tala, það eru sölutölurnar sem segja mér það sem ég þarf að vita. Ég hef aldrei verið í neinu sérstöku uppáhaldi hjá blöðunum, við skulum tala hreint út um það. Að minnsta kosti hef ég ekki verið það í tíu ár eða svo, síðan í kring- um 1975.“ — Hvers vegna er það, heldurðu? „Ég veit það eiginlega ekki. Ég geri eins góðar plötur og ég get á hverjum tíma og ef þeim hjá rokkblöðunum þykir þær ekki vera nógu góðar, þá geta þeir etið skít. Fuck ’em! ef þú fyrirgefur „... en þegar hinn var farinn að syngja var erfitt að halda fótunum kyrrum ..." Rod Stewart á sviðinu í Broadway á mánudagskvöld. „Gaman að hitta the Lord Mayor ..." Eftir skemmtunina í Broadway. Frá vinstrí: Rick Thompson, Kristján Jóhannsson, Rod Stewart, Björgvin Halldórsson, Davíð Oddsson og Baldvin Jónsson, umboðsmaður Fegurðarsam- keppni íslands. Þegiðu, þetta er mitt viðtal! „Miðað við móttökurnar á skemmtuninni í gærkvöldi," skaut einn félaga söngvarans inní sam- talið, „þá er hann hreint ekki bú- inn. Eða hvað fannst þér?“ — Nei, alls ekki. En er þá málið það, að þér semur ekki vel við blöð- in? „Ja, nei — og þó, nei, mér semur ekki sérlega vel við blöðin. En ég er heldur ekki mjög vansvefta vegna þess. Staðreyndin er sú ... “ „Sjáðu til,“ skaut félaginn aftur inn í... „... þegiðu, Ricky, þetta er mitt viðtal! sagði Stewart og hló dátt. „Það er eiginlega enginn i augnablikinu nema Bruce Springsteen sem á hug og hjörtu músíkpressunnar. Hann er blá-, eygði drengurinn þeirra þessa stundina. Ég var þessi bláeygði drengur i kringum 1971 og næstu ár á eftir. Um það leyti sem „Ev- ery Picture Tells a Story“ kom út. Nú eru menn að segja við mig: Hvers vegna gerirðu ekki aðra slíka plötu? Svarið er auðvitað að nú eru breyttir timar, annar andi. Ef ég ætlaði að gera aðra plötu af þvi tagi færi mér aftur en ekki fram. Maður verður að halda áfram, þróast og þroskast... “ Að tjaldabaki eftir samsönginn með Björgvini HaUdórasynL Frá vinstri: Rick Thompson, skoskur milljónerí og félagi Stewarts, Rod Stewart, Kristján Jóhannsson og Björgvin Halldórsson. enga hugmynd um að hann ætlaði líka að syngja „Tonight’s the Night“, „Sailing" og fleiri lög en þegar við vorum byrjaðir fannst mér það mjög gaman. Söngvarinn, Bo, er mjög góður. Elskulegur náungi og góður söngvari. Hljómsveitin var líka feiknarlega góð, klassaband." — Vissirðu að þegar þú fórst upp var alls ekki verið að kynna þig heldur Björgvin Halldórsson, sem ætlaði að syngja lögin þín. Mig grun- aði strax að þú hefðir heyrt nafnið þitt og haldið að þeir væru að kynna þig... „Nei, ég vissi það ekki! Það hlaut eitthvað að vera, því þegar ég kom upp á sviðið hélt ég að við ætluðum að fara að krýna fegurð- ardrottninguna. Það var líka dá- lítið undarlegt að vita ekki hvar ég átti að standa. Þetta varð hálf vandræðalegt en þegar hann byrj- aði að syngja og ég sá hinn míkra- fóninn, þá stóðst ég ekki mátið.“ Ekki vinsæll hjá rokkpressunni — Hvað hefur þú verið að fást við að undanförnu? Það hefur ekki komið frá þér plata síðan „Camou- flage“ kom út f fyrrasumar, eða hvað? „Nei, það er nýjasta platan. Hún gekk mjög vel í Bandaríkjunum og Kanada þótt hún gengi ekki sér- lega vel í Evrópu. Þá ferðaðist ég líka um í níu mánuði og hélt hljómleika hér og þar — í Banda- ríkjunum, Afríku, Brazilíu, Ástr- orðalagið, gamli minn. Ég geri músík og plötur til að skemmta sjálfum mér. Ef plötukaupendum er skemmt sömuleiðis þá er það mjög gott. Gagnrýnendum er í raun og veru alveg sama um venjulega hlustendur. Ef þeim væri ekki sama þá hefði ég verið búinn að vera fyrir tíu árum. Og ég er það hreint ekki... “ Tonight I’m Yours í mestu uppáhaldi — Hverja platna þinna heldur þú mest upp á sjálfur? „Mér finnst alltaf nýjasta plat- an best. Eina plötu var ég alveg sérstaklega ánægður með á sfnum tima og er ennþá. Það er „Tonight I’m Yours“. Það finnst mér góð plata. Skínandi plata.“ — Það er heilmikið af nýjum hljómsveitum að koma fram f hverrí viku. Hverja finnst þér gaman að hiusta á — hvað er í uppáhaldi hjá þér? „The Eurythmics. Þau eru feiknarlega góð. Ég hef líka alltaf verið hrifinn af The Police. Ann- ars er ég frekar gamaldags — mér finnst til dæmis alltaf jafn gaman að hlusta á Otis Redding, Wilson Pickett og fleiri slíka. En ég er tónlistarunnandi inn f bein, svo ég skemmti mér við að hlusta á næst- um hvað sem er.“ — Heldurðu að þú eigir eftir að koma hingað aftur og halda hljóm- leika fyrír okkur? Rod Stewart varð prakkara- legur á svipinn og leit á félaga sína. „Ef fsland vinnur Spán í heimsmeistarakeppninni þá kem ég, ha ha ha!“ AUir ráku upp skellihlátur. „Nei, taktu mig ekki of bókstaflega... víst væri það gaman og auðvitað vildi ég gjarn- an gera það. Ef ég hefði ekki kom- ið hingað núna hefði það varla hvarflað af mér en nú vildi ég gjarnan gera það. Móttökurnar hafa verið svo einstakar — ég meina það, ég tala beint frá hjart- anu núna. Mér dettur f hug að það væri hægt að halda hljómleika í London, Manchester, Aber- deeeeeeen ... og fara svo hingað til íslands. Hver hefur spilað hérna? Af stórum nöfnum i rokk- inu?“ Kem og spila ef þið vinnið Spánverjana — Margir. Á sjöunda áratugnum komu nokkrir, Kinks tvisvar, Deep Purple, Led Zeppelin ... „Zeppelin? Komu þeir? Gott. Hverjir hafa komið á síðustu fjór- um eða fimm árum?“ — Enginn af þessari stærðar- gráðu. Þetta hefur verið erfitt vegna þess hve krónan befur staðið illa gagnvart útlendum myntum. Nú virðist það vera að lagast Hann velti málinu aðeins fyrir sér. Komst að þeirri niðurstöðu að hæpið væri að halda tónleika úti og að spila fyrir 6.000 manns í Laugardalshöll fannst honum svo fátt fólk að það varla tæki því. „Þú hefur spilað fyrir sjö þúsund manns — ég veit að það er ekki margt en... “ sagði lagskonan Kelly Emberg. „Fjandinn hafi það,“ sagði Stewart og brosti sínu breiðasta, „sex þúsund manns eru ansi stórt hlutfall af allri þjóðinni, ekki satt? Ef þið vinnið Spánverj- ana þá höldum við konsert hérna þótt við töpum peningum á því!“ viðtal: ÓMAR VALDIMARSSON myndir: RAGNAR AXELSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.