Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚNt 1985 Maður á sjónvarpsskjánum. Hann er að segja fréttir af fyrir- tæki þar sem hann hefur stjóm á hendi. Þetta fyrirtæki hafði víst lengi átt í basli, rekið með tapi. Nú var komið að því að svo til mátti ekki lengur ganga, ákveðið að hætta rekstri. Þá birtist nýr vandi. Þarna starfaði margt fólk, sem átti erfitt með að sætta sig við að missa um- svifalaust atvinnuna. Mótmælti! Og hvað gerðu stjórnendur fyrir- tækisins? Þeir brugðust ekki! Þeir fundu ráð: Þeir fóru að framleiða vöru, sem fólk vill kaupa. Og það var lóðið! Hafði sýnilega vel gefist, því maðurinn á skjánum ljómaði af ánægju þegar hann sýndi nýju tegund- ina sem selst. Svona geta flókin mál verið einföld ef menn beita snilli og hugviti. Lóðið er víst að framleiða það sem fólk vill kaupa. Því hafa ein- staklingar út um allt land áttað sig á. Nú þegar að kreppir við það að hefðbundin framleiðsla selst ekki á viðunandi verði eru menn af mikilli hugkvæmni að finna upp á einhverju sem geti orðið búbót — og þá einhverju sem fólk vill kaupa. Maður frétt- ir af fjölskyldu í Mývatnssveit sem bakar laufabrauð og kleinur og selur með uppskriftum. Skag- firskur bóndi tók upp á því í fyrra að efna til hestaferða fyrir ferðamenn yfir í næsta dal og aðrir ætla í ár að flytja ferðafólk á hestum út í Fjörðu frá Greni- vik. Að ekki sé talað um þá sveitabæi sem bjóða upp á gist- ingu til tekjuauka, sumir jafnvel komið sér upp hjólhýsi eða flikk- að upp á „gamla bæinn" til sumarnota. Til að draga að sumarhúsinu býður vopnfirskur bóndi í silungs- og jafnvel lax- veiði ásamt hestaieigu. í Reykhólasveit sauma bændakon- ur mokkakápur til sölu á vetrar- kvöldum, íbúar í Presthóla- hreppi hafa fundið upp á því að nýta rekaviðinn sem lá eins og hráviði í hlífðarmottur fyrir gróður og þannig mætti lengi telja. Allt vaðandi í hugviti þeg- ar á þarf að halda — og allir miða við að hafa eitthvað sem fólk vill borga fyrir. Eitt þvælist þó dulítið fyrir glöggum gesti. Allir mega nýta og selja það sem þeir eiga, en það verður svo ljótt þegar bænd- ur sem eiga laxveiðiár selja veiðileyfin fyrir það verð sem þeir geta fengið fyrir árnar. Or því það þykir afleitt fyrir þjóð- arbúið þegar bændur framleiða meiri landbúnaðarvörur en inn- lendir og útlendir vilja kaupa á framleiðsluverði, af hverju er þá líka ljótt þegar bændurnir seija laxabeitina til útlendinga sem innlendra fyrir það háa verð sem þeir vilja endilega borga fyrir að fá að veifa þar öngli framan i fiskinn? Úr því Gáruhöfundur er nú farinn að flandra út úr efninu, sakar ekki að taka aðra lykkju i sömu átt. Á íslandi hafa menn nú fundið stóra bjargráðið þegar beitarlandið í hafinu er orðið fullnýtt, þ.e. að rækta fisk i kerj- um eða jafnvel fjörðum. Fisk- ræktarstöðvarnar verða ekki færri út um allt land en sauma- stofurnar sem þingmennirnir voru að bjarga hverju byggðar- lagi um fyrir fáum árum, en end- ast vonandi betur. Þetta hefur raunar verið hugsjón nokkurra manna í áratugi en nú bólgnað út. Regnbogasilungurinn og von- irnar um að geta ræktað hann upp í sláturstærð hér á landi ekki dauðar enn. Á þessu sama bjargráði hafa fleiri þjóðir auga — líklega allt of margar. Nýlega sá ég í dálki sem ber heitið Framtíðin í ágætu frönsku riti, „Le point", frétt um tilraunir lífræðinga við McMaster-háskóla í Hamilton í Kanada á regnbogasilungi. Þeir hugsa sér nefnilega líka gott tii glóðarinnar að græða á regn- bogasilungi í framtíðinni. Þessir líffræðingar ku vera að leggja síðustu hönd á mikilvægt erfða- fræðilegt verkefni: að rækta nýja tegund af regnbogasilungi sem getur orðið allt að 50 kg að þyngd og nær kynþroska fimm sinnum fyrr en upprunalega teg- undin. Ef allt gengur vel segjast þeir munu halda áfram og taka næst fyrir ræktun á nýjum teg- undum af laxi og túnfiski. Vit- anlega dýrustu tegundirnar — þær sem fólk vill kaupa og gefa vel fyrir. Hafa líklega uppgötvað á undan manninum á skjánum að það er lóðið! Ef svo fer „saa maa nu Islændingen fara að vara ség“ eins og segir í ágætum revíusöng. Sumir halda því nú víst fram að lítt stoði að framleiða — jafn- vel þótt það sé vara sem fólk vill kaupa. Enn sé einn vandi eftir, að selja hana. Gömul sögn að vissar þjóðir hafi meiri hæfi- leika til þess en aðrar. Armenar, gyðingar og Grikkir séu þar manna slyngastir. Sú goðsögn líka lífseig hér á íslandi að Dan- ir séu slyngastir sölumenn á norðurhveli, auk þess sem þeir hafi vit á að framleiða það sem fólk vill kaupa — úr engu. Þeir eigi engin hráefni, en hafi samt náð stórum mörkuðum fyrir t.d. tekkhúsgögnin sín. Dulítið mál- um blandið. Skógarnir sem þeir voru að ganga á voru bara í öðru landi, tekkskógarnir í Thailandi þar sem þeir höfðu gegn um gömul verslunarsambönd, m.a. Austur-Asíufélagið, vildarkjör. En nú eru þau gömlu tré uppurin að verða og tekkhúsgögn ekki lengur í tísku. Svona er ekkert einfalt í henni veröld. Má hafa það að fyrirmynd engu að síður og nota dæmið á ráðstefnum. En hvað varðar það raunar þjóð sem gefur lítið út á svoleiðis sölumennsku, ef hún bara dreg- ur fisk úr sjó og pakkar. Hver samþykktin af annarri í blöðun- um um að þeir einir sem draga fiskinn eigi rétt á afrakstrinum. Hinir geri mest lítið gagn. Hvað varðar okkur um það þótt ein- hverjir útlendir sérfræðingar komi hér og lýsi yfir í blöðum að allt sé í stakasta lagi með fram- leiðsluvarninginn, íslendingar séu harðduglegir við að afla en þeir þurfi bara að iæra betur að selja. Eða þótt forseti ASÍ sé eitthvað að pípa um brotalöm í útflutningsstarfseminni í skýrslu sinni, þar sem framleið- endur lfti svo á að ekki sé þeirra að selja. Við erum líklega ekki neitt í ætt við rithöfundinn Balzac, sem var mikið fyrir að prútta niður verði. Eitt sinn langaði hann í dýrmætan vasa sem var langt fyrir ofan hans auraráð. Hann fékk nokkra vini í lið með sér. Sá fyrsti fór inn í búðina og bauð lægra verð en vasinn kostaði og gekk út tómhentur. Skömmu seinna kom sá næsti og bauð lægra en sá fyrri. Og þannig koll af kolli þar til sá síðasti gerði aðgangsharða tilraun til að fá vasann á hlægilega lágu verði. Áður en lðng stund var liðin gekk Balzac inn og bauð hærra en 2—3 þeir síðustu. Ráðabrugg- ið tókst — og Balzac fékk vasann á sínu verði! Þ»A finnast hlutir sem maAur má ei hlaupa eftir ef hreppa á (Piet Hein/þýA. ABS) NORSKIR HAGIR/BERGEN 3 JÓHANNES HELGI Bergen brennur i Eldsvoóar, margir og feiknlegir, hafa orðið í Bergen, ýmist óvilja- verk eða af völdum óaldarflokka. Þýskur Hansaþjórari, sem iðkaði þungar næturdrykkjur og var kunnur að glæfralegri meðferð eldfæra, varð valdur að stórbruna við austanverðan Voginn 1476. Brann þá Bryggen, Bryggjan, versl- unaraðsetur Hansakaupmanna, til kaldra kola. Um þann atburð segir í norskum annálum: „Aðfaranótt þriðjudagsins að afstöðnum afmælisdegi jómfrúr Maríu, 10. september, brann Bergen í eigin eldi frá Postula- kirkjunni til Sútarastrætis og Skraddarastrætis ásamt Kirkju hins heilaga kross. Engu varð bjargað. Eldsupptök urðu vegna óvarkárni Brun og Hans Kalve- swincel. ókjör af vöru, fiski o.fl. brann frá miðnætti til dagmála." Fransiskusmunkur, sem lagði í vana sinn að reika um götur Bergen að næturlagi, var grunaður um að hafa æst eldinn og var handtekinn. Um niður- stöður rannsóknarinnar á upp- tökum eldsins er ekki kunnugt. 1489 varð eigin eldur enn laus í Bergen og var nú röðin komin að vesturhlutanum. Brann þá öll byggðin þeim megin. Og enn 1527, þegar vetrarölið var ný- komið frá Lúbeck, varð eldur laus um miðja nótt í Gullskoen, Gullskónum, kverkinni við suð- urenda Vogsins. Urðu þar miklar búsifjar. II Sjálfskaparvítin eru verst, segir orðtakið. Eitter að brenna í eigin eldi — og annað að sæta slíkum búsifjum af völdum að- komumanna. 1197 og 1198 svarf til stáls milli Sverris konungs og landa hans, Baggla, og brenndu Bagglar Björgvin 1198. Er vatn þraut fylktu Björgvinjarmenn liði gegn eldinum með krossinn úr Kirkju Kólumkilla Halldórs í fararbroddi. Vék þá eldurinn undan og hjaðnaði skjótt. Af bruna þessum leiddi alvar- legan vöruskort og dýrtíð á ís- landi. Landinn brást að nokkru við með svipuðum hætti og Björgvinjarmenn. Biskuparnir Þorlákur og Jón Ögmundsson voru í snatri drifnir í heilagra manna tölu og helgi þeirra í lög leidd og á þá heitið til þjóðþrifa. ívið raunhæfari aðgerð verður þó óneitanlega að telja setningu stikulaganna og verðskráning- una sem fylgdi í kjölfarið, og varðaði kaupanda og seljanda fjörbaugsgarð, ef út af var brugðið, þ.e. þriggja ára útlegð. (Hér tilgreint til athugunar fyrir verðlagsráð í kreppunni.) III Bergen fór ekki varhluta af erlendum rumpulýð. Undir lok 14. aldar ríkti Mar- grét drottning yfir Noregi, Sví- þjóð og Danmörku. Hún átti þá í höggi við sameinuð furstadæmi, höfðingja og ýmis borgvirki í Mecklenburg, sem höfðu það að markmiði að leysa úr haldi í Stokkhólmi fyrrum konung Sví- þjóðar, landa sinn, Albrecht af Meclenburg. Rostock, Wismar og fleiri borgir í Meclenburg voru þá opnaðar málaliðum sem berj- ast vildu undir merki Meclen- burg. Af þessu leiddi að hinir svokölluðu Vitalinar, alræmdur sjóræningjafloti, fengu frjálsar hendur um víðtækan hernað í Eystrasalti og nálægum haf- svæðum. Samkvæmt Gottskálks- annál ríkti friður í Noregi fram- yfir páska 1393, en bak páskum komu þýskir menn (Vitalinar) til Bergen á átján stórskipum frá Wismar og Rostock, vinir Al- brecht konungs. Mikið mannfall varð, en almúgi leitaði hælis í Fransiskusklaustrinu. Rændu þeir og rupluðu kirkjur bæjarins og báru á skip allt fémætt og lögðu síðan eld í bæinn. 1426—1432 átti Eiríkur af Pommern, sonur Margrétar, í stríði við Hansaborgirnar í Þýskalandi. Vitalinarnir reru nú enn í sama knérunn og það í þrígang með stuttum hléum, 1428, ’29 og ’32. Mest varð her- virkið 1429. Réðust þeir á Bergen með 400 manna skipaher undir forustu Bartolomeus Voet. Þegar átökin stóðu sem hæst barst Bartolomeus njósn af fjölmenn- um liðsstyrk Norðmanna sem nálgaðist bæinn sjóleiðis. Bart- olomeus lét þá blása til skipa sinna, leysti landfestar og átti að vonum á stórskipum sínum alls- kostar við smábátaflota Norð- manna og eyddi honum. Þegar sjóræningjarnir sneru aftur höfðu bæst í flota þeirra 10 skip frá Wismar. Varð þá öll mót- staða vonlaus. Sjóræningjahysk- ið hafði sama hátt og fyrr. Brann þá Bergen enn. IV Ein saga enn, tengd bruna og ættarstolti og tryggð við hefðir fram í rauðan dauðann. Ég sel hana ekki mikið dýrari en ég keypti. í janúarstormi 1746 fórst þýskur kuggur út af Bergen. Að- eins einum manni varð lífs auð- uð, bráðungum Þjóðverja. Hon- um skolaði á land í Asköy. Sak- arias Detlef Fleichteck hét hann. Ættarnafnið virðist sannlega dregið af lágþýska orðinu „fleichdecker", sem útleggst „kjötmeis", en er þó nafn á fugli. enda er skjaldarmerki ættarinn- ar ljón að gæða sér á fugli. Aldan skolaði Fleichteck ekki alveg slyppum og snauðum á land. í stígvéli hans spriklaði fagur fiskur. Piltur hvítþvoði fiskinn og galt með honum ferju- tollinn yfir til Bergen, fyrir- heitna landsins, þar sem hann næstu tvö árin lagði nótt við dag, hann var svínahirðir, bakara- sveinn, forfallakennari og sjó- maður með meiru og lagði fyrir hvern græddan eyri í anda gömlu bankanna. Að tveim árum liðnum grillti í vísinn að veldi þvi sem koma skyldi, búðarholu í kjallara. En einmitt þá barst stráki bréf um andlát föðurins og arf uppá tvær millj. þýskra marka. Verslun Fleichteckers, Selskabet ZD. Fleichteck & son- ur, óx nú skjótt fiskur um hrygg í bókstaflegri merkingu. Versl- unin teygði brátt anga sína um allan Norður-Noreg. Fiskimenn- irnir sigldu bátum sínum drekkhlöðnum fiski til vöruhús- anna í Bergen og héldu þaðan heim drekkhlaðnir glerperlum, speglum, gítörum, lúdóspilum. fiskabúrum, tindátum og sýslu- skrifurum. 1870 er Johan Martin Fleich- decker höfuð ættarinnar og gengst manna mest upp í alda- gamalli herdeildarhefð meðal strákanna í hverfunum í Bergen. Bergenbúar litu því á ættina sem sálir sendar þeim af himnum ofan. Fjölskyldan skipaði sama sess í Bergen og Húsið á Bakk- anum forðum. Fremst meðal jafningja, eins og það heitir á lýðveldisöld. Eftir krýningu Nor- egskonungs 1905, þegar enn var hreyft því máli hvort ekki væri tímabært að konungur flyttist aftur heim til Bergen úr útileg- unni í Osló, svaraði Chr. Mich- elsen, Bergeni í ríkisstjórninni: Bergen hefur Fleichdeck. V En þá aldan hefur risið, er hún vís með að hníga. Er Bergen brann rétt einu sinni, 1916, var fremsta heimili í Bergen ekki þyrmt, hvernig sem á því hefur staðið. Þegar Johan Martin Fleichdeck jr. og einka- sonur, 14 ára, tók á rás þennan morgun inní alelda húsið til að bjarga herdeildarfánanum, sóma ættarinnar, kallaði faðir hans: Passaðu nú að bjarga ekki móður þinni í misgripum fyrir fánann! Þessum orðum laust niður í 14 ára kollinn með þvílíkum krafti að allar viðmiðanir í hugarheimi Johan Martin jr. skekktust. Jún- íorinn var alveg fyrirvaralaust kominn undir sjónarhorn kirkj- unnar og eilífðarinnar. Hann stóð nú nær vitstola þarna í þessu brennandi helvíti og tók umsvifalaust mannslíf framyfir sigursælan silkifána ættarinnar. Johan Martin Fleichdeck jr. sagðist síðar svo frá að hann hefði brugðist því mikilvægasta hér í heimi, aganum, ættarsóm- anum, hugsjóninni, sjálfum fán- anum. Skömmin hvíldi á herðum hans þyngri en svo að hann fengi risið undir henni til lengdar. 10 árum síðar hengdi hann sig í orðubandi stórriddarakrossins og ættin lognaðist út af. Heimildir: íslendingasaga Jóns Jóhannesson- ar; Bergen Bys Historie, Knut Helle; studvest.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.