Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ1985 67 Vinnudeilur - alþjóðleigur samanburöur meðaltal áranna 1974-1981 Þýskaland_ Noregur__ Japan___ Danmörk_____ Heimrld ILO. Yeer Book o» Labour Statittics SvÍþjóð — Tapaöir vinnudagar á hverja 1000 vinnandi retland LFinnland —Bandaríkin ___Frakkland Tapaðir vinnudagar — töpuð verðmæti Tapaðir vinnudagar vegna vinnudeilna í árunum 1974—1981 á hverja eitt þúsund starfsmenn voru flestir á Ítalíu, samkvKmt alþjóðlegum samanburði, eða 1.320. íslendingar koma fast á hæla ítala með 1.041 vinnudag. Bretar, sem þykja hlutgengir í verklollum, eru ekki hálfdrættingar á við landann; hafa aðeins 439 tapaða daga á tímabilinu. yóru skertar þjóðartekjur, m.a. vegna aflabrests og verðfalls sjáv- arvöru erlendis, og þung greiðslu- byrði erlendra skulda, ásamt Umabundnu verðbótabanni á laun. Markmiðið, jafnvægi í viðskipt- um við útlönd, er hinsvegar jafn- fjarri nú og þá ríkisstjórnin tók við. Þar hefur henni heldur betur órugðizt bogalistin. Atvinnuleysi — tapaðir vinnudagar Þjóðhagsstofnun spáði í upphafi síðastliðins árs 2% atvinnuleysi miðað við fjölda á vinnualdri. At- vinnuleysi jókst hinsvegar úr 1%, sem það var 1983, í 1,3% 1984. Skráðir vóru 385 þúsund atvinnu- •eysisdagar á öllu landinu. Það jafngildir því að að meðaltali hafi 1-500 manns verið á atvinnuleys- isskrá allt árið. Þegar þessar tölur eru skoðaðar verður að hafa í Þuga, að fiskveiðar og fiskvinnsla jágu að mestu niðri um land allt í janúar og febrúar 1984, vegna erf- 'ðleika í sjávarútvegi, en 37% at- vinnuleysisdaga féllu til þá. Atvinnuleysi hér 1984,1,3%, var þó nánast ekkert í samanburði við allt að 10% atvinnuleysi víða í V-Evrópu. Tapaðir vinnudagur vegna verkfalla vóru hinsvegar ófáir. Árið 1984 var ár stórra vinnustöðvana. Menn minnast verkfalls opinberra starfsmanna, verkfalls bókagerðarmanna (og verkbanns á blaðamenn), verkfalls í sláturhúsum o.fl. Vinnustöðvun af þessum sökum svarar til 30 þús- und glataðra vinnudaga. Vinnu- tapið var þó enn meira en þessi lala segir til um. Hún spannar að- eins þá sem þátt tóku í verkföll- um, en tíundar ekki vinnutap ann- arra, sem vinnustöðvanir bitnuðu á. Þessir skráðu vinnustöðvunar- dagar fela fremur í sér tapaða kaupgreiðsludaga launþega en vinnutap þjóðfélagsins í heild. Hvernig stöndum við íslend- ingar þá að vígi í alþjóðlegum samanburði, varðandi tapaða vinnudaga í verkföllum? Ef tekið er árabilið 1974—1981 hefur að- eins ein þjóð, ítalir, glutrað niður fleiri vinnudögum. Að þeim frá- töldum höfum við „glæsta" for- ystu í töpuðum vinnudögum. Tap- aðir vinnudagar, meðaltal á ári þetta tímabil, á hverja þúsund starfsmenn: • ítalir 1.320 dagar • íslendingar 1.041 dagur. • Bretar 439 dagar • Finnar 433 dagar. Það eru ekki framantaldar „verkfallsþjóðir", sem náð hafa hvað mestum efnahagslegum (né kjaralegum) árangri á tilteknu árabili. Þar fara fyrir þjóðir eins og Japanir með 73 tapaða vinnu- daga á hverja 1.000 starfsmenn, Norðmenn með 60, V-Þjóðverjar með 32, Austurríkismenn og Svisslendingar með aðeins 2 hvor þjóð. Efnahagslegar framfarir, sem Þyggjast ekki hvað sízt á stöðug- leika 1 atvinnulifinu, verða ekki sóttar til ófriðar í þjóðarbúskapn- um. Sú er reynsla okkar sem allra annarra. Framvindan 1985 í þjóðhagsspá fyrir árið 1985, sem unnin var á síðari hluta liðins árs, er reiknað með því að útflutn- ingsframleiðsla sjávarafurða auk- izt um 1% í ár, og útflutnings- framleiðslan í heild um 0,5%. Varðandi viðskiptakjör var spáð 3% verðhækkun „á báðar hliðar vöruviðskipta reiknað í erlendri mynt“. Þessi spá var byggð á „lík- um aflabrögðum og í áætluninni fyrir árið 1984“ sem og því að hjól atvinnulífsins snúizt með eðli- legum hætti. Engu að síður stóð þessi sama þjóðhagsspá til 3.400 m.kr. halla á viðskiptajöfnuði við útlönd 1985, eða svipaðs halla og á sl. ári. í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1985, eins og það var lagt fram, var miðað við að kauptaxtar verði að meðaltali um 5% hærri 1985 en þeir vóru í árslok 1984. { þessu felst um 10% meðalhækkun kaup- taxta milli áranna 1984 og 1985. Þjóðhagsstofnun spáði, miðað við framangreint, sem og „að gengi krónunnar verði á árinu 1985 haldið innan 5% marka frá árs- lokagengi 1984“, að „verðhækkun frá upphafi til loka árs 1985 gæti orðið nálægt 9% .. “. Þessar tölur, sem Þjóðhags- stofnun byggði spár á síðla liðins árs, falla lítt að þeirri framvindu, sem nú er séð að nokkru, þ.e. varð- andi launa- og verlagsþátt hennar. Verðlagsþróunin liggur ekki eins ljós fyrir og sérfræðispár stóðu til. Slíkar spár eiga það raunar sam- merkt með veðurspám að rætast sjaldan alfarið. Engu að síður er mikilvægt, að þjóðin haldi vöku sinni gegn nýrri verðbólguöldu. Stöðugleiki í efnahagslífi og friður á vinnumarkaði eru forsendur þess að hér sé hægt að vekja grósku í atvinnustarfsemi, þ.e. auka þjóðartekjur og kaupmátt iauna í landinu. VSÍ hefur gert viðmælendum sínum tilboð sem kom þeim í opna skjöldu; vonandi ánægjulega á óvart. Stjórnmálaöfl, sem beinlín- is nærast á ófriði í þjóðarbú- skapnum, hafa að vísu allt á horn- um sér eins og fyrridaginn. Þau eiga hinsvegar ekki að ráða ferð. Sá verðbólgukostur, sem óróaöflin bjóða, er ekki fýsilegur. Við höfum þegar fengið okkur fullsödd á óða- verðbólgu liðins áratugar, sem hæst reis raunar 1983 — í endaðan ráðherrasósíalisma. Við höfum heldur ekki efni á að sitja á bekk með þeim þjóðum, sem glutra niður flestum vinnudögum. Það er kominn tími til að við drögum réttan lærdóm af dýrkeyptri reynslu, bæði okkar og annarra. Hallgrímskirkja: Ferð aldraðra til Egilsstaða ÁKVEÐIÐ hefur verið að fara í fjög- urra daga ferð á Egilsstaði dagana 23.-26. júní næstkomandi á vegum starfs aldraðra í Hallgrímskirkju. Lagt verður af stað á sunnu- dagsmorgun með flugvél til Egils- staða, en eftir hádegi verður ekið í kringum Lagarfljót. Á mánudag verður farið til Borgarfjarðar eystri og daginn eftir til Reyðar- fjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Mið- vikudag er haldið til Seyðisfjarðar og þá um kvöldið snúið aftur til Reykjavíkur. Búið verður á gisti- húsinu Egilsstöðum eins og i fyrra, en sú ferð tókst mjög vel. Allir lífeyrisþegar eru velkomnir í þessa ferð. Fimmtudaginn 13. júní verður farin dagsferð um Reykjanes, Njarðvíkur, Hafnir og Grindavík. Nánari upplýsingar um þessar ferðir gefur safnaðarsystir, Dóm- hildur Jónsdóttir, í símum 10745 og 39965. Fréttatilkynning. meginþorra þjóöarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80 Aöalstrnti 4. Bankastrasti 7. Sumar í Herrahúsinu Mikiö úrval af sumarfatnaöi í Ijósum litum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.