Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 55
55 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ1985 næringarástand fólks í mörgum löndum. Þegar kom fram yfir 1970 fóru þó að sjást merki um ofveiði. Eftir að aflamagn hafði vaxið um 6% á ári frá 1950 til 1970 dró ur aukn- ingunni niður í 1% og fjögurra prósenta aukningin á fiskmeti á hvert mannsbarn fór í 1%. Megin- hluti af aflanum er notaður beint sem mannamatur. En hluti fer í svína- og kjúklingafæðu. Það eru helst óæðri fiskitegundirnar. Þótt fiskveiðar væru hættar að aukast í heildina, þá hefur magnið sem fer í fiskimjöl, áburð og lýsi lítið breyst á síðasta áratug. Er um 20 milljónir tonna eða um 30% af heimsaflanum. Hlutur ræktaðs fisks vex jafnt og þétt í sumum löndum, svo sem Japan og Thailandi, er fiskur sem ekki fer beint á borð neytenda notaður sem fæða fyrir dýrmætari eldis- fisk fiskræktenda. Hlutfallslegt framlag sjávarfisks miðað við ræktaðan fisk er smám saman að breytast um leið og dregur úr auknu aflamagni úr sjónum og fiskræktun vex jafnt og þétt. Um miðjan áttunda áratuginn nam ræktaður fiskur 9 milljónum af 75 milljóna tonna heimsafla — var orðinn áttundi hluti af heildarafl- anum. Hversu áherslan á þennan þátt fer hratt vaxandi má marka af lánsfjárveitingum alþjóða- stofnana svo sem Alþjóðabankans og Matvæla- og landbúnaðarstofn- unarinnar (FAO). Sú aðstoð sem fyrrum fór til fjárfestingar í nýj- um fiskiskipum og betri höfnum og verkunaraðstöðu fluttist yfir í fjárfestingar í fiskræktarstöðvum á 8. áratugnum, þegar orðið var ljóst að aukningu á útgerð eru takmörk sett og aukin fjárfesting í viðbótarfiskveiðitækjum er ekki gróðavænleg. Tegundirnar sem veiðast í haf- inu eru ákaflega fjölbreyttar. FAO hefur á skrá sinni yfir 100 Verdlag á laxi (í Bandaríkjunum) hefur fylgt framboði á þessum ár- um, 1967—1984. Og hér er einnig dregin lína er sýnir verðlagsbreyt- ingar á þorski. Línuritin eru nr bókinni SUte of the World 1985. tegundir af bolfiski, krabbadýrum og skelfiski, sem veitt er á sölu- markað. Af þeim langa lista gefa eitthvað um 22 tegundir að jafnaði yfir 100.000 tonn eða meira á ári, en aðeins fimm — síld, þorsk- ur, brynstirtla, karfi og makríll og fiskar þeim skyldir — gefa þar af yfir 40 milljónir tonna eða ríflega helming ársaflans. Gjöfulastur þessara fiska allra er síldin (í Norður-Atlantshafi), sardínurnar og ansjósurnar, sem gáfu yfir 16 milljóna tonna afla á árinu 1980 er fór að mestu í dýrafóður þótt svo- lítið af síldinni færi til neyslu. Næst þessum tegundum að magni koma svo þorskfiskarnir með 11 milljónir tonna á árinu 1980. Með- talin þar eru þorskurinn og ýsan í Norður-Atiantshafi sem mjög mikið álag er á, svo sem á ufsan- um, sem hefur hraðvaxið að verð- mæti síðastliðinn áratug. íslend- ingar sem búa á miðum þessara dýrmætustu fiska bera því ekki svo litla ábyrgð á viðhaldi sjávar- afla á heimsmælikvarða. Ofveiði alls staðar Mat FAO á stöðu 19 helstu veiðitegundanna, sem mestan afla gefa í Norður-Atlantshafi, gefur góða hugmynd um álagið sem nú er orðið á undirstöðunni. Fjórum fiskstofnum hefur verið eytt og 9 öðrum er svo lýst að þeir séu „full- nýttir". Á máli FAO táknar það einfaldlega að þeir séu mikið ofveiddir — að afrakstur þeirra hafi farið vel niður fyrir líffræði- legt viðhald, en að enn sé ekki búið að eyða fiskstofninum. Nokkrar tegundir eru ofveiddar á sumum hafsvæðum en varla snertar á öðr- um. Má Þar nefna kolkrabbann. Snemma á áttunda áratugnum var svo komið að 11 meiriháttar sjáv- arfiskar — 6 í Atlantshafi og 5 í Kyrrahafi — höfðu verið ofveiddir í þeim mæli að talið var til eyð- Sendum öllum sjómönnum landsins heillaóskir í tilefni sjómannadagsins SAMBAND ISLENSKRA SAMVINNUFELAGA @ Sjávarafurðadeild SAMBANDSHUSINU REYKJAVÍK SÍMI28200 Níðsterkir vestur-þýskir teuipottar Höfum nú fyrirliggjandi mjög góða vestur-þýska pylsupotta á hagstæðu verði. Pottarnir eru úr ryðfríu stáli og eru sérstaklega endinga'rgóðir. Allar nánari upplýsingar veitir starfsfólk Vörumiðstöðvar SS. Skútuvogi 4, sími 35105. ATHUGID Lena skór skrefi framar^. Skóverslunin Ríma, Á5 Laugavegi 89, R., sími 22453. Skóverslunin Ríma, g? Austurstræti 6, R., sími 22450. ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.